Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 43 Í ÞEIM umræðum um breytingar á raforkulögum sem nú liggur fyrir að samþykkja á Alþingi hafa tekið þátt fulltrúar stærri raforkufyrirtækja landsins sem hafa þá túlkað sjónar- mið sinna fyrirtækja. Þessum hags- munum verður ógnað með gildistöku laga þessara og því eðlilegt að þeir reyni að gera þau tortryggileg. Þess- um aðilum hefur líka orðið nokkuð ágengt í því að breyta frumvarpi lag- anna sínum fyrirtækjum í hag. Rödd hinna fjölmörgu eigenda minni vatnsfalla hefur hins vegar minna heyrst og enginn hefur túlkað viðhorf raforkunotandans í þessum umræðum svo að ég viti til. Af hverju er verið að taka upp þessi lög? Í svari iðnaðarráðherra á alþingi um lög þessi á þingi segir m.a.: „Breytingarnar hafa að meginefni til falist í því að skilja í sundur ann- arsvegar náttúrulega einkasöluþætti raforkukerfisins, eins og flutnings- og dreifikerfi raforku og hinsvegar þá þætti þar sem samkeppni verður við komið eins og við framleiðslu og sölu á raforku. Þannig hefur verið lagður grunnur að markaðsbúskap í raforku- kerfi margra landa.“ Þetta svar lýsir vel ástæðunum fyr- ir að verið er að taka upp þessi nýju lög, en einnig má nefna að með EES- samningnum höfum við gengist undir að taka upp það frjálsræði í viðskipt- um með raforku sem birtist í þessum lögum, eins og á öðrum sviðum. Þetta fyrirkomulag hefur ekki bara verið talið hagkvæmt fyrir þau lönd sem standa að þessum samningi, heldur hafa því sem næst öll OECD- ríkin ákveðið að taka upp frjáls við- skipti með rafmagn. Viðskiptalögmálið er það sama á Íslandi og í öðrum löndum, við þurf- um bara að huga að því að okkar að- stæður dragi ekki úr ávinningi þess- ara breytinga. Vistvænt Víðast hvar í hinum vestræna heimi er tími stórvirkjana liðinn vegna mik- illar röskunar á umhverfi. Í stað þess hefur augum verið beint að minni virkjunum sem oftast hafa lítil áhrif á umhverfi sitt. Þannig má t.d. benda á nýlega stofnað fyrirtæki í Noregi sem stofnað var sérstaklega til að virkja og reka smávirkjanir þar í landi. Þetta fyrirtæki hefur það að mark- miði að byggja á næstu 10 árum 500 virkjanir að meðalstærð 1,5 MW. Þetta myndi samsvara 160 virkjun- um á Íslandi af þessari stærð, ef stærðarhlutföll landanna væru notuð sem grunnur, sem væru samtals 240 MW og myndi það t.d. uppfylla alla raforkuþörf þéttbýlissvæðisins á suð- vesturhorni landsins. Samanburður sem gengi út frá strandlengju landanna myndi gefa mun hærri tölu. Ekki liggur fyrir úttekt á því hversu miklir hagkvæmir möguleikar eru hér á landi til að virkja minni vatnsföll, en miðað við mína tilfinn- ingu eftir að hafa skoðað málið laus- lega eru þeir einnig meiri en þessi tala segir til um. Byggðavænt Reikna má með að 10–15 ársverk liggi í uppbyggingu hverrar virkjunar af stærðinni 1,5 MW og ef byggðar væru 16 slíkar á ári myndi það veita 160–240 manns vinnu að jafnaði. Töluverður hluti þessara starfs- manna væri af því svæði sem virkj- unin væri byggð á og væri því hér á ferðinni verulega góð aðstoð við byggðastefnuna. Að lokinni uppbygg- ingu myndi virkjunin styrkja byggð á þeim stað sem hún væri, með því að veita fólki á svæðinu tekjur af rekstri hennar og viðhaldi. Frjálst val raforkunotenda Það sem hefur komið sumum á óvart er hversu algengt það er að raf- orkukaupendur skipti um raforkusala þegar þeir geta valið milli þeirra. Á sl. 12 mánuðum skiptu t.d. 48% norskra raforkukaupenda um sinn raforku- sala. Skýring á þessu er ekki endilega verðmunur eða viðskiptakjör, heldur ekki síður sú þörf fólks að eiga val um það við hvern það á sín viðskipti. Þetta ætti ekki að koma okkur alveg á óvart þar sem við höfum verið að horfa upp á svipaða þróun hér á landi í símamálum undanfarið og öll þekkj- um við viðskipti olíufélaganna í gegn- um árin, þar hefur verðið ekki ákveðið við hvern var skipt hverju sinni. Hagkvæmni smæðarinnar Haldið hefur verið fram hag- kvæmni stærðarinnar við byggingu stærri virkjana. Tölur sem birtust í skýrslu Landsvirkjunar, „Markaðs- væðing á orkusviði“, árið 1998 gefa meðaltal á endurmatsvirði eigna til raforkuframleiðslu (virkjanir) upp á kr. 112 miljónir á MW. Framreiknuð er þessi tala nú 140–150 miljónir kr. á MW. Talað hefur verið um að Kára- hnjúkavirkjun kosti 107 miljarða sem gerir 150–160 miljónir kr. á MW. Undirritaður hefur nýlega hannað 0,4 MW virkjun og aðstoðar þessa dagana við byggingu hennar og verð- ur kostnaður hennar verulega mikið undir þessum tölum. Menn hafa e.t.v. ekki áttað sig á að sá búnaður sem nú stendur til boða í smávirkjanir hefur orðið bæði af- kastameiri og ódýrari en áður, auk þess sem mikil þróun hefur orðið í öll- um stýribúnaði með tölvuvæðingu hans. Þannig veit ég dæmi um virkjun sem byggð var fyrir rúmum 20 árum sem myndi gefa, væri hún byggð í dag, meiri orku en hún gerir, sem næmi tugum prósenta. Hagkvæmni stærðarinnar er því ekki að lesa úr þessum tölum. Ný raforkulög – hvar er rödd virkjunarbóndans? Eftir Sigurð Ingólfsson Höfundur rekur Verkfræðistofuna Hannarr ehf. „Víðast hvar í hinum vestræna heimi er tími stórvirkjana liðinn vegna mikillar röskunar á umhverfi.“ Klapparstíg 44, sími 562 3614 Cranberry sulta - Cumberland sósa - Mintuhlaup Ómissandi með hátíðarmatnum Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. af öllum vörum aðeins í dag Mikið úrval af skóm og töskum Gerið góð kaup hjá okkur fyrir jólin 30% afsláttur Opið frá kl. 10-22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.