Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jæja, – batnandi manni er best að lifa. Kærar þakkir til Sverris Leóssonar fyrir skjót svör og við- unandi yfirbót sem hann sendi sem svar við grein minni, „Karlremba að norðan“, hinn 3. desember sl. Það er gott að heyra það að Sverrir metur nú persónu Katrínar Fjeldsted að verðleikum, viður- kennir að hún sé vel menntuð og hafi starfað af metnaði sem læknir, borgarfulltrúi og alþingismaður. Þar með er hann að viðurkenna að það sem hann sagði í grein sinni 30. nóvember sl. að riði baggamun til sigurs, það er: „undirstaðan, að- faraleiðin og hvernig ímynd við- komandi hafi skapað sér hjá al- menningi“, eigi nákvæmlega við um alþingismanninn Katrínu Fjeldsted. Enn betur þakka ég fyrir aðsent brot úr þætti Kristjáns Þorvalds- sonar á Rás 2 „Sunnudagskaffi“, þar sem Kristján ræðir við Katrínu, Guðlaug Þór og Sigurð Kára, það sendir hann sem sönnun þess hve „fúl“ Katrín hafi verið eftir próf- kjörið. En það, að hún hafi verið „fúl“, er það eina sem hann við- urkennir að hann hafi skrifað um Katrínu í fyrrnefndri grein sinni 30. nóv. Þetta aðsenda brot úr sunnu- dagsspjalli er betri sönnun en nokkuð það sem ég get skrifað til að undirstrika hve róleg og yfirveg- uð Katrín var. Reyndar talaði Guð- laugur Þór aðallega og ræddi um að konur í Sjálfstæðisflokknum kæmu sterkar inn. Náði þó ekki að telja upp fjölda kvenna á öllum fingrum annarrar handar, sem verður að teljast rýrt í roðinu hjá stærsta sjórnmálaflokki landsins, sem þar að auki starfrækir fleiri kvenfélög innan sinna vébanda en aðrir stjórnmálaflokkar. Samanber „Hvöt“ í Reykjavík og fleiri kven- félög út um allt land undir hatti „Landssambands sjálfstæðis- kvenna“ og samtök sem kallast „Sjálfstæðar konur“. Eru konur í Sjálfstæðisflokknum raunverulega svo óframbærilegar miðað við konur annarra flokka? Ég hef aldrei verið kvenréttinda- kona í hefðbundinni merkingu þess orðs og mér vitanlega ekki heldur Katrín. En ég dáist að henni fyrir að hafa kjark til að tala af hrein- skilni um stöðu kvenna í Sjálfstæð- isflokknum. Og í raun finnst mér það lítilþægni ef konur í framvarð- arsveit þar gera það ekki. Ég skil það vel að Sverrir minn- ist ekki á aðrar ávirðingar um Katrínu og konur sem tóku yfir heilsíðudálk í grein hans, og ekki nenni ég að endurtaka þær. Að lok- um: Mikið var ég glöð að ég skyldi ná háa c-inu – því hef ég ekki náð í 15 ár, enda nokkur vorkunn því ég söng mitt fyrsta óperuhlutverk árið 1952. Eftir Þuríði Pálsdóttur Höfundur er óperusöngkona. „Það er gott að heyra það að Sverrir met- ur nú per- sónu Katrínar Fjeldsted að verðleikum.“ Yfirbót út- gerðarmanns á Akureyri AÐ undanförnu hefur töluvert verið fjallað um stöðu Sements- verksmiðjunnar hf. á Akranesi bæði á Alþingi og í fjölmiðlum. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs hafa lagt tvær þingsályktunartillögur fram á Al- þingi sem lúta að starfsemi verk- smiðjunnar. Í fyrsta lagi er tillaga um að athugað verði hvort danska fyrirtækið Aalborg Portland stundi undirboð á íslenskum sements- markaði. Hin tillagan lýtur að því að gerð verði úttekt á mögulegu hlutverki verksmiðjunnar í fram- tíðinni, einkum hvað varðar förgun orkuríkra úrgangsefna. Iðnaðar- ráðherra hefur ekkert viljað gefa sig að málinu og hefur fyrst og fremst brugðist við málflutningi undirritaðra með önugheitum. Danir vilja ráða íslenska markaðnum Á viðskiptasíðu Nordjyllandske Stiftstidende 7. september sl. er ít- arleg grein, þar sem fjallað er um endurkomu Aalborg Portland inn á íslenska markaðinn. Þar talar blaðamaðurinn Niels Brauer við framkvæmdastjóra Portlands um „Strandhögg á íslenska markaðn- um“. (Portland har sat sig tungt på Island.) Hann nefnir að fyrirtækið hafi náð 25% markaðshlutdeild hér á landi á aðeins tveimur árum. Einnig er rætt við Sören Vinter, framkvæmdastjóra Aalborg Port- land. Hann segir að fyrirtækið hafi verið ráðandi á íslenska markaðn- um frá 1903 til 1960 og sé nú kom- ið til að ná þeirri stöðu aftur eftir 40 ára fjarveru. Forstjórinn segir markmiðið að sjálfsögðu vera að ná sterkari stöðu á íslenskum sem- entsmarkaði og segir beinlínis í viðtalinu að hann líti á Ísland sem heimamarkað Aalborg Portland. Það liggur fyrir að útsöluverð á sementi frá Aalborg Portland hér á landi er það sama eða lægra en verðið í Danmörku. Fyrirtækið tekur á sig allan flutningskostnað og meira til í því augnamiði að undirbjóða Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Risafyrirtæki á evr- ópskum sementsmarkaði virðast hafa skipt álfunni á milli sín þann- ig að hver fái sitt heimaland og Ís- land komið í hlut Aalborg Port- land. Aalborg Portland notar alþekkt- ar aðferðir stórfyrirtækja til þess að losna við smáframleiðendur á heimamarkaði. Þær snúast um að beita undirboðum þar til minni framleiðendur gefast upp fjárhags- lega og þegar því marki er náð er verðið hækkað smám saman þar til salan fer að skila þeim arði sem til er ætlast. Aalborg Portland hefur náð markaðshlutdeild sinni á Ís- landi með því að nota undirboð og stefnir á enn frekara strandhögg hér á landi. Það liggur fyrir að ef ekkert verður að gert fer Sements- verksmiðjan á Akranesi á hausinn. Fyrir utan atvinnuþáttinn í málinu er engu líkara en að iðnaðarráð- herra hafi ekki áttað sig á því að framtíðarhlutverk verksmiðjunnar í förgun orkuríkra úrgangsefna getur verið afar mikilvægt fyrir ís- lenskt samfélag. Mörg slíkra úr- gangsefna sem falla til í landinu, eins og t.d. úrgangsolíur, hjólbarð- ar og plastefni, valda minni meng- un en kolin sem brennt er í verk- smiðjunni í dag. Framtíðarhlutverk sements- verksmiðjunnar Í ljósi þess að þjóðum heimsins verður gert að koma sínum úr- gangi fyrir á heimaslóðum í fram- tíðinni er alveg óskiljanlegt að rík- isstjórn Íslands skuli ekki eygja þá möguleika sem við Íslendingar höf- um með framtíðarrekstri verk- smiðjunnar á Akranesi. Ef iðnað- arráðherra og ríkisstjórnin opna ekki augun fyrir því sem er í húfi munu Íslendingar síðar þurfa að leggja út í gríðarlegar fjárfesting- ar til að farga þessum úrgangi á viðunandi hátt. Slíkar förgunar- stöðvar munu kosta mörg hundruð milljónir ef ekki milljarða króna. Í þessu máli getur skammsýnin ver- ið dýr. Í máli Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi er því mikið í húfi. Annars vegar er um rótgróið og mikilvægt iðnfyrirtæki að ræða sem með umsvifum sínum og at- vinnusköpun hefur verulega þýð- ingu. Hins vegar gæti ofn verk- smiðjunnar gegnt stóru hlutverki við förgun orkuríkra úrgangsefna og þannig nýst vel í umhverfislegu tilliti. Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggur þunga áherslu á hvort tveggja; að hlúa að fjöl- breyttri iðnaðar- og atvinnustarf- semi og á sama tíma styðja um- hverfisvernd og sjálfbæra þróun. Ríkið á sem eigandi verksmiðjunn- ar að styðja við bakið á henni í ójafnri samkeppni við hinn erlenda risa, vegna þess að þannig eru hagsmunir þjóðarinnar einfaldlega best tryggðir. Tilvist sementsverk- smiðjunnar tryggir samkeppni hérlendis á sementsmarkaði, auk hagkvæmrar og umhverfisvænnar förgunar orkuríkra úrgangsefna. Til viðbótar áðurnefndum þings- ályktunartillögum um málefni verksmiðjunnar höfum við lagt til að fjármálaráðherra verði heimilað að auka hlutafé verksmiðjunnar í fyrirtækinu um allt að 500 millj. króna. Á þá tillögu mun reyna í at- kvæðagreiðslu eftir þriðju umræðu fjárlaga nk. föstudag. Eftir Árna Steinar Jóhannsson og Jón Bjarnason „Ríkið á sem eigandi verksmiðjunnar að styðja við bakið á henni í ójafnri samkeppni við hinn erlenda risa ...“ Höfundar eru þingmenn Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs. Árni Steinar Jón Á meðan ráðherrann sefur UNDANFARNAR vikur hafa mál- efni eldri borgara verið talsvert til umræðu í ræðu og riti. Fjölmiðlar hafa sýnt þessum málum töluverðan áhuga og er það vel. En hverjar eru ástæðurnar fyrir því að kastljós fjöl- miðla hefur beinst að málum aldraðra upp á síðkastið? Hér verður leitast við að varpa örlitlu ljósi á fáein atriði í því sambandi og draga síðan ályktanir í lokin. Mönnum er vafalaust í fersku minni þegar heilbrigðisyfirvöld létu þau boð út ganga í haust að loka yrði deild fyrir heilabilað eldra fólk á Landakotsspítala. Um var að ræða varnarlausa einstaklinga þar sem hinn alvarlegi sjúkdómur hafði svipt þá allri getu til að bjarga sér sjálfir. Aðstandendur sjúklinganna mót- mæltu kröftuglega þessum ákvörðun- um og gátu afstýrt því að sjúkling- arnir væru sendir heim. Fjölmiðlar tóku afstöðu með sjúklingunum og aðstandendum þeirra og veittu þeim um leið mikilvægan stuðning. Það næsta sem kom málefnum eldri borgara í fréttir fjölmiðla var frá blaðamannafundi sem Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni boð- aði til 22. október sl. Þar kom fram að félagið taldi sig knúið til að höfða mál gegn ríkinu vegna ranglátrar skatt- lagningar ávöxtunarhluta lífeyris- sjóðsgreiðslna. Málið var þingfest í héraðsdómi þennan sama dag og verður fróðlegt að fylgjast með fram- vindu málsins og niðurstöðu. Þá er að nefna nýlegt mál sem mik- ið hefur verið fjallað um, en hér er átt við starf og niðurstöðu nefndar sem ríkisstjórnin setti á laggirnar til að fjalla um stefnu og aðgerðir ríkis- valdsins í málum sem varða afkomu og aðbúnað aldraðra. Félagasamtök eldri borgara hafa lengi háð baráttu fyrir bættum kjörum, þar á meðal að knýja á um hækkun grunnlífeyris al- mannatrygginga, hækkun skattleys- ismarka, bætta heimaþjónustu, fjölg- un hjúkrunarrýma o.fl. Hér ekki ætlunin að fjalla um niðurstöður nefndarinnar, þær hafa verið ræki- lega kynntar í fjölmiðlum og sitt sýn- ist hverjum um árangurinn, en vissu- lega tókst að þoka málum í rétta átt þó að margir hefðu vonast til að skref- in yrðu stærri. Að síðustu í þessari upptalningu er ástæða til að fjalla nokkuð um mál sem nú er í brennidepli varðandi eldri borgara, þ.e. ákvörðun félagsmála- ráðs Reykjavíkur um að leggja niður félagsstarf í fimm félagsmiðstöðvum og sameina það starfi þeirra níu sem eftir eru. Rökin munu m.a. vera sparnaður hjá borginni. Það er án efa virðingarvert og nauðsynlegt fyrir Reykjavíkurborg að sýna ráðdeild og sparnað í rekstri, en það er ekki stór- mannlegt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og höggva í þennan knérunn. Það er ekki skynsamleg stjórnsýsla að taka veigamiklar ákvarðanir í viðkvæmum málum án samráðs við þá aðila sem hlut eiga að máli eins og virðist hafa gerst í þessu tilviki. Betra hefði verið að láta á það reyna með samráði við starfsfólk við- komandi stofnana hvort koma mætti við meiri hagræðingu í þessum efnum í stað þess að kippa henni í burtu. Gert er ráð fyrir að þeim sem nýtt hafa sér þjónustu hinna fimm aflögðu félagsmiðstöðva verði boðið upp á akstur til annarra félagsmiðstöðva, sem hefur þá væntanlega í för með sér nokkurn kostnað, ekki síst ef þyrfti starfsmann með. Þetta kosta- boð um akstur mun þó tæplega nýtast mörgum þar sem um er að ræða há- aldrað fólk með skerta hreyfifærni. Aldrað fólk á oft erfitt með að aðlag- ast breytingum og vill helst vera í um- hverfi sem það þekkir vel og veitir því öryggi. Aðstaða fyrir aldraða til af- þreyingar og skapandi viðfangsefna þarf að vera fyrir hendi. Eftir að hafa kynnt mér þessi mál, m.a. með heim- sóknum og viðtölum við hlutaðeigandi aðila, finnst mér koma skýrt fram hversu ákaflega starfsfólkið sem vinnur á þessum stofnunum lætur sér annt um aldraða fólkið og hlúir vel að því bæði líkamlega og andlega. Marg- ir hafa starfað þar árum og jafnvel áratugum saman. Það ætti að vera metið að verðleikum. Vonandi skoða stjórnendur borgarinnar þetta mál nánar og endurskoða síðan fyrirhug- aðar aðgerðir. Hér að framan hefur verið drepið á nokkur mál sem varða eldri borgara. Í þeim öllum eru þeir að heyja baráttu fyrir réttindum sínum og tilveru á einn eða annan hátt. Eldri borgarar virðast eiga mjög undir högg að sækja á mörg- um sviðum. Vilji þeir t.d. vinna og afla sér tekna til að komast betur af er hirt- ur af þeim bróðurparturinn með skatt- heimtu hins opinbera. Það er oft talað fjálglega um að eldra fólk eigi að búa á heimili sínu sem allra lengst, en jafn- framt er grundvellinum oft og tíðum kippt undan slíku með háum fasteigna- sköttum og annarri skattheimtu. Sú hugsun verður býsna áleitin hvort við- horf til eldri borgara séu neikvæð og stjórnist e.t.v. af einhvers konar for- sjárhyggju og útilokun. Þeir eru t.d. ekki alla jafna hafðir með í nefndum og ráðum þótt verið sé að ráðskast með málefni þeirra. Stundum heyrist sagt að þeir séu byrði á samfélaginu. Slík viðhorf grafa undan sjálfstrausti og framtakssemi hinna eldri. Fjölmiðlar gætu átt þátt í að breyta viðhorfum til eldri kynslóðarinnar og gera þau eðli- legri og jákvæðari til hagsbóta fyrir þjóðfélagsheildina. Ef manngildið er eingöngu metið eftir þátttöku á vinnu- markaði þá eiga eldri borgarar ekki upp á pallborðið. Hins vegar býr fjöldi þeirra yfir starfsorku, þekkingu og reynslu sem gæti nýst í meira mæli en nú er raunin. Barátta eldri borgara Eftir Margréti Margeirsdóttur Höfundur á sæti í stjórn og fram- kvæmdanefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. „Fjölmiðlar gætu átt þátt í að breyta við- horfum til eldri kynslóðarinnar og gera þau eðlilegri og já- kvæðari …“ C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.