Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Anna mín. Mig tekur það svo sárt að þurfa að kveðja þig. Þú varst svo yndisleg á allan hátt og með töfrum þínum náðir þú að kalla fram það besta í fari fólks. Með nálægð þinni gafst þú mér sterkan vilja og kenndir mér svo óendanlega margt. Ég leit virkilega upp til þín Anna mín og geri það ennþá, því þú verður alltaf í hjarta mínu. Þið, Elín, Mirra og Ella verðið alltaf hluti af mér því þið hafið fyrir löngu síðan hreiðrað um ykkur í hjarta mér, það er eitt- hvað sem aldrei verður tekið frá mér. Þú varst hörku kona Anna, þú gast allt sem þú vildir og eitt af því sem þú kenndir litlu systrum mín- um var að gefast aldrei upp. Þú sagðir oft við þær: „Prufiði aftur, þið getið allt sem þið viljið.“ Þú varst svo góð móðir og hafðir enda- lausa þolinmæði. Manstu Anna eftir öllum kvöld- stundunum þegar við bjuggum saman í Noregi, við spjölluðum ÞÓRDÍS ANNA PÉTURSDÓTTIR, ELÍN ÍSABELLA OG MIRRA BLÆR KRISTINSDÆTUR ✝ Þórdís Anna Pét-ursdóttir fæddist í Reykjavík 5. júlí 1965. Hún og dætur hennar, Elín Ísabella Kristinsdóttir, fædd í Svíþjóð 12. ágúst 1993, og Mirra Blær Kristinsdóttir, fædd í Svíþjóð 18. septem- ber 1994, létust dag- ana 9. og 10. október síðastliðinn á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi og var útför þeirra mæðgna gerð frá Bústaðakirkju 25. október. fram eftir öllu, fengum oft bara 4–5 tíma svefn fyrir næsta vinnudag en alltaf gerðum við sömu mistökin aftur og aftur! Það var þess virði fannst okkur að tala, hlæja og deila sem lengst. Eitt af því sem við átt- um sameiginlegt var hvað okkur fannst gaman að hlaupa. Við hlup- um oft 10 km meðfram „Orklaá“ í Noregi. Þér fannst svo yndislegt að hlaupa og virða fyrir þér landslagið, enda mikið náttúrubarn. Eftir að þú fluttir til Íslands hitt- umst við vinkonuhópurinn reglu- lega, ég, þú, Ella og Heiða Björk. Þú eldaðir góðan mat og ég gerði eplaköku eða heita súkkulaðisósu með ís. Við áttum svo ánægjulegar stundir saman. Ég veit að Guð varðveitir þig og dúllurnar okkar þrjár. Hann mun styrkja okkur, sem söknum ykkar sárt. Ég elska þig Anna mín. Takk fyrir allt og allt elsku vinkona. Þín Elsa Karen. Elsku Þórdís Anna, Elín og Mirra. Mig langar að þakka ykkur allar ógleymanlegar stundir sem við átt- um saman. Alltaf var bros og bjart- sýni í kringum ykkur, þrátt fyrir þá miklu sorg sem þið hafið þurft að ganga í gegnum. Síðast í vor þegar elsku Ella Rut og Kiddi létust í hræðilegu bílslysi í Bandaríkjun- um. (Blessuð sé minning þeirra). Aðeins fjórum mánuðum síðar eruð þið allar teknar frá okkur á sama hræðilegan hátt. Hver skilur þetta? Ekki ég. Ég bið góðan Guð um styrk til allra sem eiga um sárt að binda og hjálp við að sigrast á sorginni. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ykkar frænka, Birna. Elsku Þórdís Anna, Elín og Mirra. Ég sakna ykkar mikið. Allt er svo tómlegt án ykkar. Það er svo margt sem við ætl- uðum að gera saman í vetur. Rækta hunda með Öddu frænku og temja marga hesta í hesthúsinu mínu. Þið voruð bestu frænkur og vinkonur mínar. Allt í einu voru þið sem mér þótti svo vænt um teknar frá mér. Það er ekki sanngjarnt. Ég þakka ykkur fyrir allar góðu stundirnar. Guð geymi ykkur allar. Ykkar frænka, Marta Bára. Kæri pabbi, nú ertu farinn. Við ætluðum að sigrast á þessum veikindum og ég var alltaf á leiðinni með þig heim. Það var ekki fyrr en þinn síðasta dag að mér varð fullljóst að þinni jarðvist væri að ljúka. Sjúk- dómurinn heltók þig síðustu vik- urnar og reif þig burtu frá okkur ástvinum þínum. Þar sem ég sat við hlið þína síðustu klukkustund- irnar varð mér hugsað til þess að ég væri ekki bara að missa föður minn, heldur besta vin minn og vel- gjörðarmann. Við ætluðum að eiga meiri tíma saman. Uppvöxtur þinn var erfiður og þú kynntist erfiðleikum fljótt þeg- ar amma stóð uppi sem einstæð sjö barna móðir. Öll þín ár einkennd- ust af ótrúlegri eljusemi og um- hyggju fyrir fjölskyldu þinni, fyrst móður og systkinum og síðar mömmu og okkur börnunum. Þú ætlaðir að veita okkur það allra besta og gerðir það svo sannarlega. Ég var yngstur í röð systkinanna og naut þeirra forrréttinda að vera einna mest með þér. Ungur að ár- um fór ég að venja komur mínar með þér í vinnuna á kvöldin eða um helgar. Við þróuðum með okkur sameiginlegt áhugamál á þínum störfum og vorum báðir helteknir af bíladellu. Á þrettán ára afmæl- inu gafstu mér svo Renóinn sem STEINAR FRIÐJÓNSSON ✝ Steinar Friðjóns-son fæddist í Reykjavík 2. nóvem- ber 1932. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 26. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Graf- arvogskirkju 4. des- ember. við eyddum fleiri hundruð klukkustund- um í að gera upp sam- an svo úr varð glæsi- legur minnisvarði um fyrri tíma. Það varð því enginn hissa þegar ég ákvað að nema hjá þér bílasmíði og unn- um við saman í nokk- ur ár í Bílaskálanum. Næg voru verkefnin og var vinnutíminn iðulega frá kl. 8–23. Handbragð þitt, ráð- gjöf og útsjónarsemi var einstakt. Þegar vandamál eða spurningar komu upp um hvernig ætti að gera þetta að hitt töfraðir þú fram einfaldar lausnir. Verkstæði ykkar félaga var þekkt fyrir gæði og gott hand- bragð og fyrir okkur strákana sem þar lærðum var það einstakt að fylgjast með ykkur. Síðan veiktist þú árið 1989 og á tímabili var útlit- ið ekki gott. Þú barðist eins og hetja og staulaðist í skúrinn og fannst þér verkefni. Á þessu sigr- aðist þú þannig að fötlun þín stöðv- aði þig ekki. Nú þegar þessi veik- indi komu upp var heldur engin uppgjöf. Eftir fyrstu lyfjameðferð- ina varstu kominn aftur á stjá að leita þér að verkefnum í skúrinn fyrir veturinn. Fórst á uppboðin með Bjarna og Sigga. Dauðinn var sjaldan ræddur sem valkostur síðustu mánuðina, en í sjúkrahúsvist þinni nú síðast laum- aðir þú að okkur setningum eins og „þið passið uppá mömmu ykkar“ og þegar lystin var ekki góð sagðir þú „bráðum fer ég í veislu“. Sú staðreynd sem blasti við okkur fyr- ir um viku að þú værir farinn skelfdi okkur öll. Máttarstólpi fjöl- skyldunnar féll frá, þessi sterki og mikli maður var lagður að velli. Við verðum að vera sterk og standa saman og munum sjá um mömmu. Minningin um samveru- stundirnar með þér hlýja okkar hjartarætur. Far þú í friði, faðir, og takk fyrir allt sem þú hefur fyrir okkur gert. Ólafur Steinarsson. Það er til bók sem heitir Pönnu- kakan og þar er mamman að baka fyrir börnin sín sjö, 3 drengi og 4 stúlkur. Mér dettur alltaf amma í hug þegar að ég hef lesið þessa bók fyrir dætur mínar og ég sé fyrir mér Valgarð, Margréti Erlu, Stein- ar, mömmu, Friðjón Gunnar, Frið- dísi og Elísu. Ætli þau hafi ekki einhvern tímann staðið svona svöng í kringum pönnukökupönn- una hennar ömmu? Steinar frændi var þriðji í systkinaröðinni. Hann lærði bifreiðasmíði og gerði bílana upp eins og nýja og fengum við fjölskyldumeðlimir oft að njóta krafta hans og komu bílarnir okkar þá gljáfægðir til baka. Ég held að honum hafi aldrei fallið verk úr hendi. Ég minnist hans sem mikils ljúf- mennis, nýlega sjötugur, veikindin farin að segja til sín, en fram að því alltaf svolítið gæjalegur með sitt dökka þykka hár greitt fram á enn- ið. Það er erfitt að horfa á eftir Steinari og við söknum hans. Megi guð styrkja Áslaugu og alla fjöl- skylduna á þessari erfiðu stund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristín Guðrún Jóhannsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN BÖÐVARSDÓTTIR frá Bólstað, Mýrdal, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 16. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Þökkum starfsfólki Grundar góða umönnun. Sigurbjörn G. Guðmundsson, Málfríður Ögmundsdóttir, Kolbrún Elín Anderson, Friðjón Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS FRIÐRIK EINARSSON pípulagningarmeistari, Rauðalæk 71, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstu- daginn 6. desember kl. 14.30. Ásdís Bjarnadóttir, Þórey Magnúsdóttir, Bjarni E. Magnússon, Jóna Þ. Magnúsdóttir, Salvar Guðmundsson, Guðmundur S. Magnússon, Einar Magnússon, Gunnhildur Konráðsdóttir, Magnús Á. Magnússon, Heiða Hringsdóttir, Kristján Magnússon, Ásdís Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN BJARNASON, Neðstaleiti 2, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 3. desember. Guðrún Sólveig Jónasdóttir, börn, tengdabörn og afabörn. Útför ástkærs föður okkar, tengaföður og afa, EINARS KRISTINS EINARSSONAR frá Laugum, Hrunamannahreppi, fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 7. des- ember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Börn, tengdabörn og barnabörn. Systir mín, JÓHANNA ÞORLEIFSDÓTTIR, Boðagranda 7, Reykjavík, sem lést föstudaginn 29. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu á morgun, föstudaginn 6. desember, kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kristín Þorleifsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SVEINSDÓTTIR frá Kotvelli, Miðvangi 8, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Hringbraut miðviku- daginn 4. desember. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.