Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FERÐAMENN í bænum Lyndhurst í Ástralíu horfa á almyrkva á sólu í gær. Stóð almyrkvinn í 26 sek- úndur. Hann sást einnig í fimm löndum í sunnanverðri Afríku áður en hann barst yfir Indlandshafið og til Ástralíu og fylgdust tugir þús- unda áhugasamra með honum, en fólk af mörgum ættbálkum í Afríku forðaðist þó að sjá myrkvann því að guð þeirra bannar þeim að horfa. En fólkið af vanda-ættbálknum fagnaði sólmyrkvanum þótt það mætti ekki horfa á hann. „Hann merkir að guð okkar á leið um og við hneigjum höfuð okkar til að sýna virðingu okkar,“ sagði Mar- garet Makuya, sem tilheyrir ætt- bálknum. „Við erum mjög ham- ingjusöm vegna þess að guð okkar kom að heimsækja okkur og nú höldum við mikla veislu.“ Reuters Almyrkvi SÁDI-Arabar hafa hafið upplýsinga- herferð í Bandaríkjunum til að verj- ast ásökunum um að þeir hafi ekki gert nægar ráðstafanir til að hindra að hryðjuverkasamtökum bærust peningar frá sádi-arabískum góð- gerðarstofnunum. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að svo virtist sem Sádi-Arabar hefðu gert „mjög heiðarlega tilraun“ til að herða bar- áttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Tveir atkvæðamiklir þingmenn í Bandaríkjunum sögðu hins vegar að full ástæða væri til þess að stjórn landsins rannsakaði hvort konungs- fjölskyldan og góðgerðarstofnanir hennar í Sádi-Arabíu hefðu styrkt hryðjuverkasamtökin fjárhagslega. Bankareikningar frystir Sádi-Arabar hófu herferðina á blaðamannafundi í sendiráði Sádi-Ar- abíu í Washington í fyrradag. Lögð var fram yfirlýsing þar sem tíundað var hvað stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa gert í baráttunni gegn hryðju- verkastarfsemi. Þau voru meðal ann- ars sögð hafa fryst 33 bankareikn- inga með andvirði alls 500 milljóna króna og aðstoðað við að leysa upp að minnsta kosti þrjá hryðjuverkahópa al-Qaeda-samtakanna. Yfir 2.000 manns hefðu verið yfirheyrðir vegna gruns um að þeir tengdust hryðju- verkasamtökum og yfir hundrað hefðu verið handteknir. Þá hefðu sádi-arabísk yfirvöld skipað sérstaka nefnd til að hafa eftirlit með fjár- styrkjum góðgerðarstofnana. Adel al-Jubeir, ráðgjafi Abdullah krónprins Sádi-Arabíu í utanríkis- málum, var á blaðamannafundinum og kvartaði yfir því að landið hefði sætt svo miklu ámæli í Bandaríkjun- um að það jaðraði við hatur. „Land okkar hefur verið fordæmt sem mið- stöð hins illa, gróðrarstía hryðju- verkastarfsemi, og trú okkar hefur verið rökkuð niður.“ Colin Powell fagnaði yfirlýsingu Sádi-Araba eftir blaðamannafundinn. „Svo virðist sem þetta sé mjög heið- arleg tilraun, ekki aðeins til að bregð- ast við áhyggjum okkar, heldur til að leysa raunveruleg vandamál Sádi- Araba heima fyrir í þessum efnum,“ sagði utanríkisráðherrann. Hann við- urkenndi þó að Bandaríkjastjórn teldi að Sádi-Arabar hefðu ekki gert nóg. „Við höfum alltaf gert okkur grein fyrir því að þeir hafa brugðist við beiðnum okkar og áhyggjum með ýmsum hætti. Gætu þeir gert meira? Já, það hef ég alltaf sagt og við höfum beðið þá að gera meira. Nú hafa þeir svarað á nokkuð hreinskilinn hátt að því er virðist.“ Spurningum enn ósvarað Demókratinn Bob Graham, for- maður leyniþjónustunefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings, og repúblikaninn Richard Shelby, sem á einnig sæti í nefndinni, sögðu hins vegar að enn væri mörgum spurning- um ósvarað um meint fjárhagsleg tengsl konungsfjölskyldunnar í Sádi- Arabíu við hryðjuverkasamtökin. Þeir skírskotuðu báðir til þess að bandaríska alríkislögreglan hefur hafið rannsókn á því hvort tveir af flugræningjunum nítján, sem frömdu hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september í fyrra, hefðu fengið pen- inga frá sádi-arabískri prinsessu og sendiherrafrú í Washington. Sádi-ar- abískir embættismenn segja að prinsessan hafi gefið peningana til að styrkja sádi-arabíska konu, sem gekkst undir dýra læknismeðferð, og ekki vitað að þeir hafi komist í hendur hryðjuverkamanna. Sádar kynna herferð gegn hryðjuverkum Blendin viðbrögð í Bandaríkjunum við yfirlýsingu Sádi-Araba Washington. AP, Newsday, AFP. LENGI hefur menn grunað að sannir skoskir karlar veldu að vera berrassaðir innan undir skotapilsunum, sem þeir svo gjarnan klæðast til hátíða- brigða. Og ný skoðanakönnun framleiðenda Famous Grouse- viskýtegundarinnar kunnu bendir til að þetta sé í meginat- riðum rétt; a.m.k. sögðu 69% þeirra sem tóku þátt í könnun- inni að þetta ætti við um sig. Fram kom í könnuninni að 14% aðspurðra ganga í boxara- stuttbuxum undir skotapilsinu og 10% íklæðast nærbuxum. 7% sögðust klæðast einhverju „öðru“; einn viðurkenndi t.a.m. að hann væri jafnan í Batman- g-streng. Alex Fitch, talsmaður Fam- ous Grouse, sagði það metnað- armál fyrir skoska karla að halda í heiðri gamlar hefðir. „Í gegnum tíðina hafa menn verið berir undir pilsinu,“ sagði hún, „og margir sem ég þekki myndu frekar deyja en vera í einhverjum nærklæðum.“ 69% ekki í nær- klæðum Perth. AFP. SJÁLFSTÆÐISSINNAR á Græn- landi unnu sigur í þingkosningunum á þriðjudag og er gert ráð fyrir að nýr leiðtogi Siumut-flokks jafnaðar- manna, Hans Enoksen, hefji stjórn- armyndunarviðræður. Stjórnarflokk- urinn Siumut og hægriflokkurinn Atassut, sem einnig á aðild að stjórn- inni, töpuðu báðir talsverðu fylgi en helsti flokkur sjálfstæðissinna, Inuit Ataqatigiit (IA), bætti stöðu sína. Enoksen fékk mun fleiri persónu- leg atkvæði í kjöri um leiðtogaemb- ætti í Siumut en Jonathan Motzfeldt, núverandi forsætisráðherra heima- stjórnarinnar. Ágreiningur milli þeirra um forystuhlutverkið hefur valdið hörðum deilum í Siumut að undanförnu. Um 39 þúsund manns voru á kjör- skrá og var kjörsókn 75%. Siumut, sem hefur verið við völd frá upphafi heimastjórnar árið 1979, fékk 29,3% atkvæða og tíu þingsæti, missti tæp sex prósent og tapaði einu sæti á þingi en þar situr alls 31 fulltrúi. IA hlaut 25,8% og átta sæti, bætti við sig 3,8%. Atassut fékk nú 20,8%, missti um fjögur prósent og fékk fimm sæti. Lýðræðisflokkurinn er nýr í græn- lenskum stjórnmálum og fékk hann um 16% fylgi og fimm sæti. Leiðtogi flokksins, Per Berthelsen, lagði áherslu á að húsnæðisvandi lands- manna yrði leystur og innviðir sam- félagsins treystir áður en keppt yrði að fullu sjálfstæði. Danir leggja nú Grænlendingum árlega til um 40 milljarða ísl. kr. að sögn Berlingske Tidende, fé sem dugar til að greiða um tvo þriðju allra opinberra út- gjalda, afgangurinn kemur frá sjávar- útveginum. Talsmenn helstu flokka í Danmörku sögðu í gær að ekki yrði reynt að hindra Grænlendinga í að öðlast sjálfstæði ef þeir færu fram á það.Vinstriflokkurinn IA vill að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2005 um fullt sjálfstæði. Um 56 þúsund manns búa á Græn- landi, þar af eru um 11 þúsund Danir. Grænlendingar eru sammála um að vilja aukið forræði í öryggis- og utan- ríkismálum. Bandaríkjamenn reka herstöð í Thule á Grænlandi og er tal- ið að hún geti orðið mikilvægur þáttur í áætlunum vestra um að koma upp eldflaugavarnakerfi. Grænlenskir sjálfstæðis- sinnar unnu á Nuuk, Kaupmannahöfn. AFP, AP. BRESKA flugfélagið British Air- ways greindi frá því í gær að verið væri að athuga hvers vegna hluti af hliðarstýrinu á Concorde- farþegaþotu datt af á flugi fyrir viku. 105 voru um borð, engan sak- aði og vélin lenti heilu og höldnu. „Flugið gekk áfallalaust og lent var heilu og höldnu á John F. Kenn- edy-flugvelli,“ sagði fulltrúi flug- félagsins. Vélin var á leið frá Lond- on. Þegar stýrishlutinn datt af urðu flugmennirnir varir við titring sem hélt áfram þar til í lendingu. „Hlutinn sem datt af hefur engin áhrif á öryggi vélarinnar þar eð hún getur flogið án þess að notast sé við neðri hluta stýrisflatar stéls- ins,“ sagði fulltrúi British Airways. Vélinni var flogið tómri aftur til London um helgina þar sem hún er nú til skoðunar og viðgerðar. Jock Lowe, flugmaður sem hefur 25 ára reynslu af flugi á Concorde, tjáði breska ríkisútvarpinu, BBC, að þotan geti auðveldlega flogið með aðeins einn af fjórum hlutum hliðarstýrisins, og að allra fjögurra sé ekki þörf undir eðlilegum kring- umstæðum. „Þeir eru einungis notaðir til að stýra í flugtaki, eða ef vélarbilun verður eða hliðarvindur er, þannig að í flestum flugferðum er þeirra alls ekki þörf,“ sagði Lowe. Breskir fjölmiðlar sögðu þetta fjórða flugatvikið sem Concorde- þotur lentu í á undanförnum einum og hálfum mánuði. Einungis British Airways og franska félagið Air France reka þessar hljóðfráu far- þegaþotur. AP Hluti stýris datt af Concorde London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.