Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN
42 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HANN er margur heiðurinn sem
hlotnast okkur sem kjósum að
neyta tóbaks og sterkra áfengra
drykkja. Nýjustu trakteringarnar
sem okkur er boðið upp á er að yf-
irvöld hafa ákveðið að reykingafólk
og þeir sem drekka viskí, vodka og
brennivín eigi að standa undir
auknum útgjöldum til ellilífeyris-
þega og öryrkja. Þeim sem gutla
hins vegar í rauðvíni, hvítvíni, rósa-
víni og bjór hlotnast aftur á móti
ekki þessi heiður. Hvað þá þeim
sem drekka bara kók og appels-
ínusafa. Það er notaleg tilfinning að
dreypa á Famous Grouse og soga í
sig amerískt gæðatóbak vitandi að
með því lætur maður gamla fólkinu
og öryrkjunum líða betur. Skál fyr-
ir þeim. Þau eiga það svo sann-
arlega skilið. Okkur reykingafólk
og neytendur viskís, vodka og
brennivíns munar ekki um að rétta
að þessu fólki eitt þúsund og eitt
hundrað milljónir á næsta ári. Und-
anfarin misseri hefur nokkuð borið
á þeim málflutningi hjá þeim sem
þola ekki tilhugsunina um að ein-
hverjir kjósi að reykja að reykinga-
fólk eigi ekki að fá heilbrigðisþjón-
ustu eins og aðrir landsmenn.
Þessir óþolendur hafa jafnvel kraf-
ist þess að við reykingamenn verð-
um látnir borga sérstaklega um-
fram aðra þegar við þurfum á
þjónustu heilbrigðiskerfisins að
halda. En nú getum við lagst inn á
hvaða sjúkrahús landsins sem er
með okkar lungnakrabbamein, kíg-
hósta og skorpulifur með góðri
samvisku. Á meðan læknarnir og
hjúkrunarfólkið lesa okkur pistilinn
um óhollt og ábyrgðarlaust líferni
okkar getum við að minnsta kosti
brosað í gegnum tárin og bent á
gamla manninn eða gömlu konuna í
næsta rúmi og sagt: „Já, en við
reyktum þó og drukkum einhverj-
um til góðs.“ Eitthvað annað en
rauðvínssvelgir og rauðkinnaðir
skokkarar geta sagt. Ég á þess
vegna eftir að njóta viskísins og
Marlboro-sígarettnanna mun betur
frá og með deginum í dag en fyrri
daga. Áður og fyrr borgaði ég bara
staðgreiðsluskatt og sérstakan
tekjuskatt eins og aðrir. Ég greiddi
bara þennan venjulega hávirðis-
aukaskatt á matvæli og allan varn-
ing eins og óbreyttur almúginn. Svo
greiddi ég tugprósenta skatt til rík-
isins með hverjum sígarettupakka
og hverri viskíflösku. En núna
greiði ég með ánægju sérstakan
eyrnamerktan skatt til eldri borg-
ara og öryrkja, sem hljóta í fram-
tíðinni að horfa til mín og minna
líka með mikilli velþóknun. Maður
sér fyrir sér að baráttuleiðir þess-
ara hópa muni breytast. Í stað þess
að selja merki og happdrættismiða
hljóta eldri borgarar og öryrkjar að
birtast við útidyrnar hjá okkur og
segja: „Fáðu þér viskí elskan og
ekki draga af þér við reykingarnar,
þetta er svo gott fyrir okkur gamla
fólkið og öryrkjana.“ Það er líka
rétt að benda ríkissjóði á að það má
útvíkka þessa frábæru hugmynd.
Hvers vegna ekki að láta okkur
reykja fyrir fleiri félagslegum íbúð-
um eða t.d. nýju sendiráði í Berlín?
Það tæki okkur reykingafólk og
aðdáendur sterkra drykkja ekki
nema tíu mánuði að reykja og
drekka fyrir nýju sendiráði. Svo má
hafa af þessu öllu gaman. Efna t.d.
til keppni milli Winston-liðsins og
Marlboro-liðsins um hvort liðið sé
fljótara að reykja fyrir nýrri ómsjá
fyrir Ríkisspítalana, eða keppni
milli brennivínsliðsins og viskíliðs-
ins um hvort er fljótara að drekka
fyrir nýrri meðferðarstöð fyrir ung-
linga. Svona getur lífið nú verið
skemmtilegt, hafi maður bara auga
fyrir því. Mikil er dýrð þessa lands.
Reykt og
drukkið fyrir
gamla fólkið
Eftir Heimi Má
Pétursson
„En nú get-
um við lagst
inn á hvaða
sjúkrahús
landsins
sem er með okkar
lungnakrabbamein, kíg-
hósta og skorpulifur
með góðri samvisku.“
Höfundur er blaðamaður.
FYRIR nokkrum dögum var hald-
inn fundur á Hótel Sögu þar sem
bændur og aðrir landeigendur komu
saman og mótmæltu ofríki ríkisvalds-
ins og tilraunum þess til bótalausrar
eignaupptöku á jörðum þeirra.
Fundurinn var vel heppnaður í alla
staði og sýndi greinilega að mönnum
er mikið niðri fyrir vegna þess tjóns
og margháttaðra óþæginda sem þessi
ótrúlegi málatilbúningur hefur í för
með sér.
Auk fleiri ágætra ræðumanna
héldu þar framsöguræður Sigurður
Líndal lagaprófessor og Ragnar Að-
alsteinsson hrl. Segja má að þessir
virtu lögmenn hafi í frábæru og vel
rökstuddu máli sýnt fram á hvað
þjóðlendulögin eru meingölluð. Þá er
ekki ofsagt að þeir hafi rifið niður lið
fyrir lið framkvæmd laganna frá
hendi ríkisins og embættismanna
þess. Það væri gagnlegt fyrir núver-
andi og verðandi alþingismenn sem
ekki gátu eða höfðu ekki áhuga á að
koma á fundinn að fá afrit af ræðum
þeim sem þar voru fluttar. Fjármála-
ráðherra var til andsvara og reyndi að
verja málstað sinn og ráðuneytis síns,
sem fer með þessi mál fyrir hönd rík-
isstjórnarinnar. Það duldist engum að
sá annars ágæti stjórnmálamaður,
Geir H. Haarde, hafði vondan málstað
að verja. „Rök“ hans dugðu skammt
gegn ræðum hinna, sem áður er getið,
og annarra sem flutt höfðu framsögu-
ræður. Mörgum fundarmönnum
fannst mál hans bera með sér að hann
væri að framfylgja einhverju sem er
honum þvert um geð. Sé það rétt
vaknar spurningin um það hverjir það
eru, sem segja ráðherranum fyrir
verkum? Ráðherrann hefur þrástag-
ast á því í fjölmiðlum að ekki nægi úr-
skurður óbyggðanefndar til þess að
koma þessum málum á hreint. Þetta
verði að fara fyrir æðsta dómstól
landsins.
Til hvers var óbyggðanefnd þá sett
á laggirnar? Hvers virði verða störf
hennar og þeirra færu eignarréttar-
sérfræðinga sem hana skipa framveg-
is? Finnst þeim ekki tilgangslítið að
eyða tíma og vinnu á áframhaldandi
starf, sem að öllum líkindum verður
svo að engu haft? Hefði þá ekki verið
betra fyrir ríkið að fara með þessi mál
beint fyrir dómstóla ef engum nema
hæstarétti er treystandi til að finna
þar hin einu réttu málalok? Ráð-
herrann hefur einnig margsagt að
það verði að koma endanleg niður-
staða í þessi deilumál. Hvaða deilu-
mál? Undirritaður kannast ekki við
að um þetta hafi ríkt neinar deilur
fyrr en nú þegar Alþingi og núverandi
ríkisstjórn hafa hleypt öllu í bál og
brand með sínu offari.
Er það vilji Alþingis að ganga er-
inda skotglaðra veiðimanna, sem eru
þeir einu sem hafa verið að vefengja
mörk eignarjarða og þjóðlendna?
Halda þessir veiðimenn virkilega að
þegar staðfest hefur verið hvað telj-
ast skuli þjóðlendur þá verði öllum
heimilt að ganga þar um og skjóta á
allt sem hreyfist? Undirritaður er
þess fullviss að það er skammt í að
sett verði á laggirnar eitthvert rík-
isapparat sem sér um allar leyfisveit-
ingar fyrir skotveiði og annarri um-
ferð á hálendinu. Við þá stofnun
verður örugglega flóknara og dýrara
að fást en bændur. Einnig eru til þess
miklar líkur að það hafi mikinn hljóm-
grunn að banna alfarið allar skotveið-
ar á þjóðlendum, nema kannski á ref
og mink.
Allir þeir þingmenn sem undirrit-
aður hefur rætt við um þessi mál virð-
ast taka heilshugar undir þá skoðun
að framkvæmd laganna sé allt önnur
en andi þeirra og hljóðan og þessu
þurfi að breyta.
Samt gerist lítið hjá því góða fólki,
nema Margrét Frímannsdóttir og
Hjálmar Árnason hafa bæði hreyft
þessu máli á Alþingi nýlega. Hver er
ástæðan? Tala menn þvert um hug
sinn? Vantar kjarkinn? Eða vantar
bara viljann? - Spyr sá sem ekki veit.
Meira um þjóðlendumál
Eftir Þóri N.
Kjartansson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
„Það duldist
engum að
sá annars
ágæti
stjórn-
málamaður, Geir H.
Haarde, hafði vondan
málstað að verja.“
Í LESBÓK Morgunblaðsins hinn
17. ágúst sl. ritar Þorvaldur Gylfa-
son, prófessor, rabb-pistil sem hann
nefnir „Allt hefur sinn tíma“. Í þeim
pistli minnist hann á nokkur atriði
sem mér finnst ástæða til að fara
nokkrum orðum um.
Endalok stóriðjuáforma
Einars Benediktssonar
Þorvaldur segir að bæði Ólafur
Thors og Jónas Jónsson frá Hriflu
hafi verið á öndverðum meiði við
Einar Benediktsson í stóriðjumálum
og að þeir hafi átt sinn þátt í að
„keyra áform hans endanlega í kaf á
alþingi“. Ekki skal dregið í efa að
þessir tveir heiðursmenn hafi verið
andstæðir Einari í þessum málum.
Hitt held ég að sé meira vafamál að
andstaða þeirra hafi ráðið miklu um
að ekkert varð úr áformum hans.
Áform Einars náðu nefnilega nær
því en margir halda að komast í
framkvæmd. Árið 1927 heimilaði Al-
þingi ríkisstjórninni (atvinnumála-
ráðherra) að veita norska hluta-
félaginu „Titan“ sérleyfi til
virkjunar Þjórsár við Urriðafoss í
allt að 160.000 hestafla (112 MW)
orkuveri og að leggja háspennulínu
frá Urriðafossi til staðar í nánd við
Reykjavík og að reisa á þeim stað
iðjuver til saltpétursvinnslu eða
annarrar iðju til hagnýtingar raf-
orkunnar, og loks til að leggja járn-
braut frá Reykjavík austur að Urr-
iðafossi. Áform Einars voru þannig
ekki „keyrð í kaf“ á Alþingi. Sérleyf-
ið mátti vera til 70 ára hið mesta. Í
heimildarlögunum var ákvæði um
að byrjað skuli á virkjun Urriðafoss
ekki síðar en 1. júlí 1934. Það var
ekki gert og var lagaheimildin fyrir
sérleyfinu þar með úr gildi fallin.
Talið er fullvíst að Titan-félaginu
hafi verið full alvara með áformum
sín um virkjun Þjórsár við Urriða-
foss og byggingu saltpétursverk-
smiðju í nánd við Reykjavík. Ástæð-
an til þess að þessi áform gufuðu
upp er talin vera af tvennum toga:
(1) Heimskreppan og það umrót í
efnahagsmálum Evrópu og heimsins
sem hún hafði í för með sér, og (2)
þróun aðferða til að framleiða salt-
pétur sem ekki byggðust á rafgrein-
ingu. Þetta tvennt er framar öðru
talið hafa valdið því að fjárfestar
misstu áhugann á fjárfestingum í
saltpétursverksmiðju – og þar með
einnig í raforkuveri – á Íslandi. Síð-
arnefnda ástæðan hefur líklega veg-
ið þyngra þegar til lengdar lét.
„Iðnríkin draga sig
út úr iðnaði“
Þorvaldur segir í pistli sínum:
„Undangenginn mannsaldur hafa
iðnríkin þó verið að draga sig út úr
iðnaði til að rýma fyrir verslun og
þjónustu.“ Rétt er að hlutfallslegt
vægi iðnaðar í landsframleiðslu hef-
ur farið lækkandi í iðnríkjunum en
vægi verslunar og þjónustu hækk-
andi. Það er ekki hið sama og að iðn-
ríkin séu að „draga sig út úr“ iðnaði.
Iðnaður annarsvegar og verslun og
þjónusta hinsvegar rúmast ágæt-
lega hlið við hlið án þess að annað
þurfi að rýma fyrir hinu. Dregið hef-
ur úr umfangi sumra greina iðnaðar
en umfang annarra hefur aukist.
Ekki hefur til dæmis dregið úr um-
fangi álvinnslu í iðnríkjunum heldur
þvert á móti eins og síðar verður
vikið að. Árið 2001 voru 77% af
heimsframleiðslunni á áli framleidd
í þeim ríkjum.
„Stóriðja dvínandi atvinnu-
vegur úti í heimi“
Þetta staðhæfir Þorvaldur í pistli
sínum. Eðli máls samkvæmt getur
stóriðja þá fyrst orðið dvínandi at-
vinnuvegur „úti í heimi“ þegar eft-
irspurn eftir afurðum hennar fer
dvínandi. Vafalaust má finna stór-
iðjugreinar sem þetta getur átt við
um en það er langt frá því að vera
almennt. Álvinnsla er sem kunnugt
er dæmigerð stóriðja. Framleiðslan
á áli í löndum innan ramma Alþjóða-
álstofnunarinnar ( IAI) nam 9,4
milljónum tonna árið 1972 en 20,5
milljónum tonna á síðasta ári, 2001,
og horfur eru á að hún nái 25 millj-
ónum tonna 2010. Það er í samræmi
við að þessi léttmálmur er notaður
til æ fleiri hluta. Áliðnaður eru því
langt frá að vera dvínandi atvinnu-
vegur.
Þekkingariðnaður og stóriðja
eru engar andstæður
Það er raunar ekki staðhæft með
beinum orðum í pistli Þorvaldar að
þetta tvennt séu andstæður, en and-
inn í pistli hans er samt hinn sami
og sjá má hjá mörgum sem fullyrða
þetta. Viðhorf hans er víðfeðmara; í
stað þess að tala um þekkingariðnað
ræðir hann um þjónustu almennt,
en mikið af þekkingariðnaði nú-
tímans er einmitt á því sviði. En það
er útbreiddur misskilningur að
þekkingariðnaður og iðngreinar
sem nýta náttúruauðlindir séu nán-
ast andstæður. Sannleikurinn er
þvert á móti sá að sköpun og beiting
nýrrar þekkingar er nú orðin óað-
skiljanlegur hluti svonefndrar stór-
iðju, eins og raunar fleiri atvinnu-
greina, svo sem fiskveiða. Þekking
og þekkingarleit gegnsýrir nær all-
ar atvinnugreinar nú á tímum. Ís-
lenskt fiskiskip er til dæmis orðið
nánast hátæknisamstæða og á fátt
nema nafnið sameiginlegt með fiski-
skipi frá miðri 20. öld. Bætt stýri-
tækni, nýlega til komin, hefur gert
álverinu í Straumsvík kleift að
draga úr losun flúorkolefna frá
verksmiðjunni um meira en 90% frá
1990. Mörg fleiri dæmi mætti nefna.
Þótt íslenskur áliðnaður hafi tæpast
slitið barnsskónum ennþá hefur
samt risið hér upp hátæknifyrirtæki
á sviði álvinnslu sem selt hefur þjón-
ustu og búnað víða um heim. Það
gefur góð fyrirheit um hvað muni
gerast þegar þessum iðnaði vex
fiskur um hrygg hér á landi í fram-
tíðinni.
Nokkrar ábendingar
Eftir Jakob
Björnsson
„Það er út-
breiddur
misskiln-
ingur að
þekking-
ariðnaður og iðngreinar
sem nýta náttúru-
auðlindir séu nánast
andstæður.“
Höfundur er fv. orkumálastjóri.
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Vorum að fá í einkasölu mjög fal-
lega 98 fm sérhæð ásamt 28 fm bíl-
skúr við Barmahlíð í Reykjavík.
Íbúðin skiptist í 3 rúmgóð svefn-
herbergi, fallegt eldhús með borð-
krók, baðherbergi flísalagt í hólf og
gólf og stóra og bjarta stofu. Íbúðin
lítur mjög vel út, m.a. er nýleg eld-
húsinnrétting og fallegt beykiparket
á gólfum. Verð kr. 15,7 m.
Falleg íbúð í Hlíðunum
Allar nánari upplýsingar
á skrifstofu í síma 586 8080.
Sími 585 8080 - Fax: 586 8081 - www.fastmos.is
Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111