Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 20
HUGMYNDIR um uppbyggingu sjóminjasafns í Reykjavík voru kynntar í borgarráði í síðustu viku. Gera þær ráð fyrir tólf efnisflokkum sem safnið myndi gera skil. Þá var lögð fram tillaga um að stofnuð yrði sjálfseignarstofnun um safnið. Í skýrslu, sem starfshópur um stofnun sjó- minjasafns kynnti ráðinu, kemur fram að gert sé ráð fyrir þrenns konar sýningum í safninu; grunnsýningu sem stæði í 10–15 ár, sérsýningum sem stæðu í eitt ár og farandsýningum sem stæðu í nokkrar vikur. Taka þyrfti tillit til þessa við val og skipulag á húsnæði fyrir safnið, sem í skýrsl- unni gengur undir nafninu Víkin. Segir að grunnsýningin muni samanstanda af munum, myndum og textum, skjölum, líkönum, kortum, teikningum, myndbandsefni, tónlist og fleiru. „Leggja ber áherslu á upplifun fremur en beina fræðslu. Gera má ráð fyrir að grunnsýning, að mestu óbreytt í 10–15 ár, sé í 70–80% sýning- arrýmis. Hinn partur rýmisins verði fyrir sýn- ingar sem stæðu í hálft til eitt ár og viðburði.“ Þá kemur fram að gera megi ráð fyrir að sjó- minjasafn í Reykjavík geri skil sögu landsins alls á ýmsum sviðum enda sé í höfuðborginni fjöldi stofnana og fyrirtækja sem starfi á landsvísu. All- ar líkur séu á að Sjóminjasafni Íslands, sem nú er í Hafnarfirði, verði lokað í núverandi mynd og Reykjavík muni bjóðast munir sem það á. Talsvert til af munum Segir í skýrslunni að ekki sé óvarlegt að áætla að 50 þúsund manns muni heimsækja reykvíska sjóminjasafnið Víkina árlega og að líkindum muni gestirnir skiptast í fjóra hópa: fólk tengt sjónum, Áætlað að 50 þúsund gestir heimsæki sjóminjasafn árlega Fyrsta sýning mun kosta 40–50 milljónir Hugmynd að því hvernig gæti verið umhorfs inni á safni eins og Víkinni. Hér eru það skútur og skip sem eru í forgrunni. fjölskyldur, erlendir ferðamenn og skólabörn. Áhersla er lögð á það í skýrslunni að safn af þessu tagi verði við gömlu höfnina, helst á Mið- bakkanum. Gott rými þurfi að vera í því húsnæði sem safnið yrði starfrækt í og sömuleiðis þurfi safnið eitthvað rými utandyra. Kemur fram að Þjóðminjasafn Íslands hafi lýst yfir vilja sínum til að lána Víkinni muni úr sinni eigu á sýningar auk þess sem mikið sé til af sjóm- injum á Minjasafni Reykjavíkur og hjá fyrirtækj- um. Þannig sé til talsvert af munum þótt átak þurfi í skráningu og heimildaöflun. Engu að síður er talið að fremur lítinn undirbúningstíma þurfi til setja upp sýningu í Reykjavík. Að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns starfshóps um stofnun sjóminjasafnsins, hefur hópurinn haft starfsmann á sínum snærum frá því í júlí sl. sem hefur safnað munum og unnið að málinu. Þá hafi hópurinn haft geymsluhúsnæði í Faxaskála auk þess sem hann hafi verið í sam- bandi við fjölmargar stofnanir og fyrirtæki sem tengjast sjómennsku og sjósókn. „Sannast sagna er okkur mjög vel tekið og það virðist vera tölu- verður spenningur fyrir því í borgarkerfinu að svona safni verði komið á laggirnar hérna,“ segir hún. „Við lögðum til í borgarráði í síðustu viku að við myndum stofna sjálfseignarstofnun um safnið en við töldum það farsælla því þá fengjum við tengingu við aðra aðila sem yrðu með okkur í þessu.“ Hugsanlega tengt skipulagi Mýrargötusvæðisins Að mati Sigrúnar væri athugandi að tengja uppbyggingu sjóminjasafns samkeppni um skipu- lag Mýrargötusvæðisins svokallaða þar sem slippirnir eru meðal annars. „Það væri gríðarlega skemmtilegt að inn í forsögn að slíku deiliskipu- lagi kæmi hugmyndin um sjóminjasafn.“ Hún bendir einnig á að með þessu yrði safnið í nálægð við önnur söfn á vegum borgarinnar í Hafnarhús- inu og Grófarhúsinu. Þá segir hún þá stefnu Þjóðminjasafnsins, að reka ekki sjálft sjóminjasafn heldur styðja við bakið á sveitarfélögum sem reka slík söfn víðs vegar um landið, ýta enn frekar á að ákvarðanir verði teknar varðandi sjóminjasafn í Reykjavík. Hvað varðar kostnaðarútreikninga segir Sig- rún að ekki liggi fyrir nákvæm kostnaðaráætlun. Hins vegar sé gert ráð fyrir að það myndi kosta á bilinu 40–50 milljónir að koma upp fyrstu sýning- unni í safninu en þá væri eftir að taka tillit til kostnaðar við húsnæðið. „Við leggjum áherslu á einfalt hús og þetta þarf alls ekki að vera dýr bygging,“ segir hún. Reykjavíkurhöfn Teikning/GIH HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ PLUS PLUS ww w. for va l.is ekki séu nægilega margar rusla- tunnur á svæðinu. Loks hafi kvart- anir borist frá laxveiðimönnum um að hundum sé leyft að synda í ánni. Samráð við hundaeigendur Í ljósi þessa leggur garð- yrkjustjóri til að gerðar verði ráð- GRIPIÐ verður til ráðstafana, sem meðal fela í sér að komið verður í veg fyrir óleyfilegan hringakstur á Geirsnefi, fáist fjárheimildir til verkefnisins. Umhverfis- og heil- brigðisnefnd Reykjavíkur sam- þykkti þetta á fundi sínum í síð- ustu viku en þar voru lagðar fram hugmyndir um úrbætur vegna um- gengni á Geirsnefi. Í minnisblaði frá garðyrkju- stjóra, þar sem hugmyndirnar eru reifaðar, kemur fram að árið 1999 hafi hringakstri verið lokað, bíla- stæði gerð og manir með gróðri settar upp til skjóls. Þrátt fyrir þetta sé töluvert kvartað undan hraðakstri og ýms- um óþarfa akstri t.d. reynsluakstri frá kaupendum á bílasölum. „Greinilegt er að þótt ekki sé gert ráð fyrir að ekið sé hringinn þá er það gert, það er ekið yfir grasið. Einnig er ekið út af vegum á fleiri stöðum, m.a. yfir eina mönina,“ segir í minnisblaðinu. Sömuleiðis myndist aur í bleyt- um við bílastæðin syðst á flötinni þar sem notkunin er mest og kvartað hafi verið undan því að stafanir til að loka hringakstri og öðrum utanvegaakstri eins og kostur er. Reynt verði að lagfæra syðstu bílastæðin og ruslatunnum fjölgað ef ástæða er til. Þá verði stefnt að því að koma upp skilti með umgengnisreglum og haft verði samráð við hunda- eigendur í því sambandi. Sömu- leiðis verði komið fyrir skilti á ár- bakkanum með tilmælum varðandi hundasund. Loks verði kannaður möguleiki á lýsingu, t.d. inn við syðstu flötina. Sem fyrr segir samþykkti um- hverfis- og heilbrigðisnefnd að vísa þessum tillögum til gerðar fjárhagsáætlunar. Morgunblaðið/Ingó Geirsnef er vinsæll staður hjá hundaeigendum til að viðra fjórfætta vini sína en þeir hafa m.a. kvartað undan óþarfa akstri á nesinu. Hér er Harpa Guðlaugsdóttir að viðra Chihuahua-hundinn sinn Trítil. Gripið verði til aðgerða á Geirsnefi Elliðavogur Ráðgjafa- hópur vegna Elliðaánna stofnaður BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að setja á laggirnar ráðgjafahóp vegna Elliða- ánna. Hópnum er ætlað að vera Orkuveitu Reykjavíkur til ráðgjafar um málefni Elliðaánna og viðkomu laxa- stofnsins þar. Svipaðri tillögu var frestað á fundi borgarráðs fyrir tveimur vikum þegar fjallað var um hvað gera mætti til að koma í veg fyrir að hluti ánna þornaði upp á stundum. Samkvæmt samþykktinni nú er gert ráð fyrir að í hópn- um sitji þrír fulltrúar, einn frá Veiðimálastofnun, einn frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur og einn fulltrúi umhverfis- og heilbrigðisnefndar borgarinn- ar. Beindi borgarráð því til nefndarinnar að skipa hópinn sem fyrst en hann „fjalli þeg- ar í stað um rennslismiðlun vatns í ánum með verndun líf- ríkis ánna að leiðarljósi“, eins og segir í greinargerð. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þess efn- is að yfirstjórn Elliðaánna verði flutt frá Orkuveitunni yfir á sérstaka þriggja manna stjórn var felld. Elliðaárdalur 550 milljóna króna tekjuaf- gangur GERT er ráð fyrir 550 milljóna tekjuafgangi fyrir fjármagns- liði í fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2003. Áætlunin var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé nær tvöfalt betri af- koma en gert hafi verið ráð fyr- ir á yfirstandandi fjárhagsári. „Veltufé frá rekstri Hafnar- fjarðarbæjar verður um 860 milljónir í stað 400 milljóna á árinu 2002 og handbært fé frá rekstri um 760 milljónir í stað 370 milljóna á þessu ári. Heild- arrekstrarniðurstaða Hafnar- fjarðarbæjar er jákvæð upp á réttar 300 milljónir,“ að því er segir í tilkynningu. Gert er ráð fyrir niður- greiðslu langtímaskulda og að ráðast í framkvæmdir við grunnskóla- og leikskólabygg- ingar. Þetta er mögulegt með bættri afkomu, sölu eigna og aðhaldsaðgerðum, segir í til- kynningunni. Hafnarfjörður  Upphafið – Landnám  Sambúðin við hafið – fornir sjávarhættir  Höfnin – lífæð Reykjavíkur  Skútur og togarar  Sjómannsfjölskyldan  Kaupsiglingar – strandflutningar  Iðnaður og þjónusta í landi  Hafið gaf og hafið tók – sjóbjörgun  Löggæsla á höfunum  Siglingafræði – vélfræði – fjarskipti  Þekking á hafinu  Ýmis starfsemi – nútíminn Tillaga að tólf efnisflokkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.