Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÆPLEGA þrítugur Bandaríkja- maður, sem var í farbanni vegna nauðgunarkæru, reyndi á mánudag að komast úr landi en var handtek- inn eftir að hann var kominn um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna frá Keflavíkurflugvelli. Ung kona kærði hann fyrir nauðg- un á laugardag og á mánudag var hann úrskurðaður í farbann af Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Svo virðist sem hann hafi ekið rakleitt þaðan og út á flugvöll því rúmlega tveimur tímum síðar var hann handtekinn af lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Um leið og lögreglumenn sáu faxið með farbannsúrskurðinum fóru þeir að svipast um eftir manninum og fundu hann stuttu síðar um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Að- eins munaði nokkrum mínútum að hann rynni lögreglu úr greipum, að sögn Halldórs Rósmundar Guðjóns- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. Lögreglan í Reykjavík fór í kjöl- farið fram á gæsluvarðahald og féllst héraðsdómur á það. Gæsluvarðhald- ið rennur út 12. desember nk. Í farbann vegna nauðgunarákæru Handtekinn rétt fyrir flugtak BRÚIN yfir Jöklu og Kárahnjúka- vegur verða formlega tekin í notkun í dag með athöfn sem Landsvirkjun og iðnaðarráðuneytið standa sam- eiginlega að. Mannvirkin eru hluti af undirbúningsframkvæmdum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, ávarpar gesti við brúna og síðan klippa oddvitar Fljótsdalshrepps og Norður-Héraðs á borða, þau Gunn- þórunn Ingólfsdóttir og Guðgeir Ragnarsson. Sr. Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur á Valþjófsstað, bless- ar brúna og Keith Reed stjórnar al- mennum söng. Vígja brú og veg við Kárahnjúka TRYGGINGASTOFNUN hefur sent um 39.000 lífeyrisþegum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um tekjur þeirra og tekjur maka. Jafnframt ósk- ar stofnunin eftir heimild lífeyrisþega til að afla upplýsinga tekjur þeirra hjá ríkisskattstjóra og lífeyrissjóðum. Ör- yrkjabandalagið er ósátt við vinnu- brögð Tryggingastofnunar og gagn- rýnir að stofnunin skuli fara fram á víðtæka heimild hjá lífeyrisþegum til eftirlits með tekjum þeirra og mökum þeirra. Að sögn Sæmundar Stefánssonar, kynningarfulltrúa hjá TR, er bréf Tryggingastofnunar sent með vísan til breytinga á lögum um almanna- tryggingar sem gerð var fyrr á þessu ári. Í 47. gr. segir: „Umsækjanda og bótaþega er skylt að veita Trygginga- stofnun allar nauðsynlegar upplýs- ingar til þess að hægt sé að taka ákvörðun um bótarétt, fjárhæð og greiðslu bóta og endurskoðun þeirra. Einnig er maka umsækjanda eða bótaþega skylt að veita upplýsingar um sig ef þær kunna að hafa áhrif á fjárhæð bóta. Tryggingastofnun er heimilt, að fengnu skriflegu samþykki umsækjanda, að afla nauðsynlegra upplýsinga um tekjur umsækjanda og bótaþega hjá skattyfirvöldum, greiðslur til umsækjanda og bótaþega hjá lífeyrissjóðum, hjá Atvinnuleysis- tryggingasjóði, Vinnumálastofnun og hjá sambærilegum stofnunum er- lendis þegar það á við með rafrænum hætti eða á annan hátt. Þegar um hjón er að ræða er Tryggingastofnun heimilt, að fengnu skriflegu samþykki beggja, að afla upplýsinga um tekjur maka og greiðslur til hans hjá fram- angreindum aðilum ef þær gætu haft áhrif á fjárhæð bóta.“ Í bréfi TR er óskað eftir upplýs- ingum um launatekjur, lífeyrissjóða- tekjur, tekjur af eigin rekstri, at- vinnuleysisbætur, bætur úr sjúkra- sjóði, aðrar tekjur og fjármagns- tekjur s.s. vaxtatekjur, arðgreiðslur og leigutekjur. Bæði er óskað eftir upplýsingum um tekjur lífeyrisþega og maka hans. Nauðsynlegt að fá upplýsingar „Ef ekki koma inn réttar upplýs- ingar getur Tryggingastofnun ekki ábyrgst að viðkomandi fái réttar greiðslur. Það þýðir að það getur myndast ofgreiðsla eða vangreiðsla milli skattframtala sem þarf síðan að leiðrétta þegar skatturinn hefur skil- að sinni álagningu,“ sagði hann. Í bréfinu eru lífeyrisþegar einnig beðnir um að undirrita yfirlýsingu um að þeir heimili TR að afla upplýsinga hjá „ýmsum aðilum“ eins og komist er að orði í bréfinu. Í því sambandi eru ríkisskattstjóri og lífeyrissjóðir nefndir sérstaklega. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, sagði að málið snerist annars vegar um upplýsinga- gjöf til TR og hins vegar um víðtæka heimild TR til eftirlits með lífeyris- þegum og mökum þeirra. Andstætt persónuvernd „Ef Tryggingastofnun býðst til að safna heildarupplýsingum um fjár- reiður fólks, þá er vitaskuld ekkert at- hugavert við að menn nýti sér þá þjónustulund. En bréfið sem verið er að senda fólki er nú ekki beinlínis á þá leið. Í því er farið fram á víðtæka heimild til að gramsa hömlulaust í persónulegum upplýsingum lífeyris- þega og maka þeirra, bæði hér heima og erlendis, rafrænt og á annan hátt, eins og það er orðað. Í bréfinu er fólk látið halda að stjórnarskrárvarinn réttur þess sé háður því að starfmenn og umboðsmenn TR um land allt fái þessa galopnu heimild, ekki einungis frá því sjálfu heldur einnig maka þess. Ef ætlast er til að fólk taki þetta er- indi alvarlega, svo andstætt sem það er nútímalegum réttarhugmyndum um persónuvernd, þá blasir við marg- víslegur vandi.“ TR óskar upplýsinga um laun lífeyrisþega ÍSLENSKIR flugumferðarstjórar búa sig nú undir að taka við stjórn flugvallarins í Pristina í Kosovo en Ítalir hafa annast stjórn hans í umboði Atlantshafs- bandalagsins. Flugvöllurinn hefur til þessa verið herflugvöllur undir stjórn KFOR-sveita NATO en ætl- unin er að breyta honum í borg- aralegan flugvöll undir stjórn heimamanna og kemur í hlut Ís- lendinga að annast þjálfun þeirra og annast rekstur vallarins með- an á henni stendur. Þjálfun Ís- lendinganna er nú lokið og hafa þeir full starfsréttindi í Kosovo. „Þetta er langviðamesta verk- efnið sem við höfum tekið að okk- ur til þessa þar sem 8 til 10 manns munu bera ábyrgð á rekstri flugvallarins og þjálfun starfsmanna í samstarfi við 12 að- ildarþjóðir og Rússa sem leggja til mannskap og búnað,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra í samtali við Morg- unblaðið. Ítalir tilkynntu í september síð- astliðnum að þeir myndu loka flugvellinum nema aðrir myndu leysa þá af hólmi við stjórn vall- arins og varð úr að Íslendingar tóku rekstur vallarins að sér að beiðni framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins. Íslenskir flugumferðarstjórar manna þrjár stöður yfirmanna flugrekstrarins og líklega stöðu slökkviliðsstjóra. Alls verða 8 flugumferðarstjórar og fluggagnafræðingar við störf þar næstu misseri auk slökkviliðs- stjórans. Í fyrsta sinn í forystu Utanríkisráðherra segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Íslend- ingar taki að sér forystu í viða- miklu verkefni sem hann segir hafa verið gert að beiðni fram- kvæmdastjóra NATO. „Það hefur líka vakið athygli að okkur er treyst fyrir verkefninu og að það hefur verið leyst með skjótum hætti,“ sagði ráðherra einnig og telur hann þetta hafa aukið hróð- ur Íslendinga á vettvangi samtak- anna. Samkvæmt áætlun er ráð- gert að Íslendingar taki við flugumferðarstjórninni af Ítölum 20. janúar næstkomandi og taki síðan formlega við stjórn vall- arins 3. mars. Síðan er gert ráð fyrir að Sameinuðu þjóðirnar taki við rekstri vallarins og að hann verði borgaralegur flugvöllur sem rekinn yrði eftir stöðlum Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO. Íslenskir flugumferðarstjórar hafa bæði reynslu af starfi við borgaralegt flug og hernaðarlegt og segir Halldór þá hafa þótt vel í stakk búna til að annast fyrir- hugaða breytingu á starfsemi flugvallarins. Hallgrímur Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdstjóri flugumferð- arsviðs Flugmálastjórnar, sem hefur í Kosovo titilinn ofursti í ís- lensku friðargæslunni hjá KFOR, segir að þjálfun fimm íslenskra flugumferðarstjóra sé nú lokið og hafi þeir því orðið full starfsrétt- indi nú. Þá eru að ljúka þjálfun menn sem starfa við stjórn um- ferðar á flugvellinum sjálfum, þ.e. að stjórna ferð flugvéla að og frá stæðum og úthluta tímum. Hallgrímur segir að verkefnið sé skemmtilegt en auk Íslendinga og heimamanna starfa flugumferð- arstjórar frá ýmsum öðrum lönd- um á vellinum. Kostnaður Íslands við verkefnið er áætlaður um 60 milljónir króna fyrsta hálfa árið en heild- arkostnaður mun ráðast af því hvenær Sameinuðu þjóðirnar geta tekið við rekstri flugvallarins. Íslendingar að taka við flugvallarstjórn í Kosovo Egill Már Markússon og Gianluca Francois, ítalskur flugumferðarstjóri, að störfum í flugturninum í Pristina. MAÐURINN sem fannst látinn í Grindavíkurhöfn á þriðjudag var 35 ára færeyskur sjómaður. Hann var skipverji á skipinu Stapin sem liggur við höfn í Grindavík. Jó- hannes Jensson, lögreglufulltrúi við rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík, segir að allt bendi til þess að maðurinn hafi fallið í sjóinn og látist. Málið sé rannsakað sem slys. Maðurinn sást á krá í Grindavík aðfaranótt þriðjudags, en skilaði sér aldrei til skips. Réttarkrufning mun fara fram á næstu dögum hér á landi. Aðspurð- ur segir Jóhannes að ekki verði leitað eftir samstarfi við færeysku lögregluna. Lögreglan hér á landi muni ljúka rannsókn málsins. Enn sé verið að afla upplýsinga. Lést af slysförum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.