Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga www.isb.is Vertu me› allt á hreinu! Íslandsbanki –flar sem  gjafirnar  vaxa! Sími 588 1200 ARNALDUR Indriðason áritaði í gær skáldsögu sína Mýrina fyrir gesti á íslenskum menning- ardögum í Bonn í Þýskalandi. Mýr- in sem út kom fyrir tveimur árum er enn á lista yfir tíu söluhæstu skáldverkin á Íslandi samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar fyrir vikuna 26. nóvember til 2. desember. Nýjasta bók Arnalds, Röddin, er þar í efsta sæti og í öðru sæti yfir heildina. Eyðimerkurdögun eftir Waris Dirie heldur velli sem sölu- hæsta bókin, aðra vikuna í röð. Sonja eftir Reyni Traustason er í þriðja sæti og Jón Baldvin – Til- hugalíf eftir Kolbrúnu Bergþórs- dóttur í því fjórða. Í fimmta sæti er bók Óttars Sveinssonar, Útkall – Geysir er horfinn. Aðeins eru sex bækur á lista yfir íslensk og þýdd ljóð – sem er að jöfnu tíu rit – en aðeins eru teknar með bækur sem selst hafa í 5 eintökum eða meira. Morgunblaðið/Einar Falur Arnaldur áritar Mýr- ina í Bonn  Bóksala/28  Fjölsóttir/31 ÚTLIT er fyrir við upphaf þriðju og síðustu um- ræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs á Alþingi í dag að fjárlög verði afgreidd með 11,5 milljarða tekjuafgangi. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs á næsta ári verði 271,6 milljarðar kr. eða 7,6 millj- örðum kr. hærri en gert var ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpi næsta árs skv. endurskoðaðri tekju- áætlun fjármálaráðuneytisins. Meirihluti fjárlaga- nefndar hefur lagt fram viðbótartillögur um hækkun útgjalda A-hluta ríkissjóðs fyrir þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið, sem nema 2.468 milljónum kr. Þessi útgjaldaaukning kemur til viðbótar tillög- um sem meirihluti nefndarinnar lagði fram fyrir aðra umræðu um 4,3 milljarða hækkun útgjalda á næsta ári. Að samanlögðu hefur meirihluti fjár- laganefndar því gert tillögur um 6,8 milljarða kr. hækkun á útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins við umfjöllun nefndarinnar um frumvarpið. Landssambands eldri borgara. Lagt er til að fjár- heimild heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins verði aukin um rúma 2,2 milljarða kr. Þar af munu útgjöld vegna tekjutryggingar ellilífeyrisþega hækka um 680 millj. kr. og lögð er til 580 millj. kr. hækkun tekjutryggingarauka. Þá er m.a. lagt til að framlag til framhaldsskóla hækki um 70 millj- ónir kr. á næsta ári vegna áætlaðrar nemenda- fjölgunar. Áætlað er í endurskoðaðri tekjuáætlun að tekjur af tekjuskatti lögaðila hækki um þrjá millj- arða. Ólafur Örn Haraldsson, formaður fjárlaga- nefndar, segir þetta skýr skilaboð um ábyrga fjár- málastjórn ríkisins. „Við höfum ekki einungis náð þeim markmiðum sem við ætluðum og að var stefnt í fjárlagafrumvarpinu, heldur höfum aðeins bætt við þann árangur. Afgangurinn af rekstri er meiri en gert var ráð fyrir í frumvarpinu.“ Samkvæmt þessum tillögum og spá um tekju- aukningu ríkissjóðs á næsta ári er stefnt að um 11,5 milljarða kr. tekjuafgangi af fjárlögum næsta árs, að meðtöldum tekjum af sölu eigna, sem eru áætlaðar 8,5 milljarðar kr. á næsta ári. Þetta er nokkru meiri tekjuafgangur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu í haust, sem lagt var fram með 10,7 milljarða kr. tekjuafgangi. 2,2 milljarðar í viðbót til heilbrigðis- og tryggingamála Stærstu útgjaldatillögur sem meirihluti fjár- laganefndar gerir fyrir þriðju umræðu eru vegna nýgerðs samkomulags ríkisstjórnarinnar og 11,5 milljarða tekjuafgang- ur af fjárlagafrumvarpinu Útgjöld hafa hækkað um 6,8 milljarða ÞAÐ voru hrikalegar þyngdir sem fóru upp hjá laganna vörðum í setu- stofunni á lögreglustöðinni á Hverf- isgötu á árlegu bekkpressumóti Íþróttafélags lögreglunnar í gær. Spennan var gríðarleg í öllum flokkum, ekki síst í +100 kg flokki. Fjölmargir lögreglumenn komu til að hvetja starfsfélaga sína til dáða og var stemmningin í salnum á við besta handboltalandsleik, í það minnsta gerði Árni Friðleifsson mótorhjólalögregla og hand- boltahetja sig gildandi í áhorf- endahópnum. Að lokinni upphitun keppenda hófst alvaran. Gluggar voru gal- opnaðir og lyftingalögreglumenn- irnir neru kalkbornar krumlurnar ótt og títt. Sundkappinn frægi, Jón Otti Gíslason, annaðist beina íþróttalýsingu á mótinu en lét lóðin eiga sig. Byrjað var í kvennaflokki og lauk einvígi lögreglukvennanna Hafdísar Bjarkar Albertsdóttur og Stellu Mjallar Aðalsteinsdóttur með sigri þeirrar fyrrnefndu. Hlaut hún gullpening í verðlaun og hreppti Stella Mjöll silfrið. „Þetta var fínt,“ sagði gullverðlaunahafinn að móti loknu. „Ég hef aldrei gert þetta áð- ur,“ bætti hún við, en þess má geta að hún er samt enginn viðvaningur. „Erfiðast að mæta á staðinn“ Fjórir kepptu þvínæst í karla- flokki og stóð baráttan í -100 kg flokki á milli þeirra Gunnar Axels Davíðssonar og Garðars H. Magn- ússonar. Garðar, sem er 75 kg að þyngd, átti frábæran dag og setti tvö persónuleg met, lyfti fyrst 117,5 kg og bætti síðan um betur með 120 kg, sem stappar nærri að sé tvöföld líkamsþyngd hans. Gunnar Axel er nokkuð meiri bolti en keppinaut- urinn, eða 89 kg, og endaði með 145 kg á stönginni á réttum stað í loft- inu og sigraði þar með í flokknum. „Keppnin var einstaklega drengi- leg,“ sagði hann, en hann sigraði einnig í fyrra. „Erfiðast var að mæta á staðinn,“ bætti hann við. Einn keppandi var í +100 kg flokki, Karl Jóhann Sigurðsson, og sigraði hann örugglega með 130 kg lyftu eftir geysiharða keppni við sjálfan sig! Gestakeppandi og um- sjónarmaður var hin gamalreynda lyftingakempa Óskar Sigurpálsson. Morgunblaðið/JúlíusHafdís Björk í sigurlyftunni og gullverðlaunin í höfn. Gunnar Axel Davíðsson sigraði í mínus 100 kg flokki. Undir þungri pressu SÍBREYTILEGT verð á jólabókum er sagt til marks um gríðarlega harða samkeppni á bókamarkaðnum þessa dagana. Talsmenn ýmissa bókaverslana og stórmarkaða segja að verði sé breytt daglega, tvisvar á dag eða jafnvel oftar. Þá gera versl- anir daglegar verðkannanir hjá keppinautunum. „Við gerum verðkönnun á hverj- um degi í stærri bókaverslunum og stórmörkuðum og breytum verði á bókum hjá okkur oft í viku,“ segir Arndís B. Sigurgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri bókabúða Máls og menningar. Sigríður Gröndal, inn- kaupastjóri sérvöru í Hagkaupum, segir verð á nýjum bókum breytast einu sinni til tvisvar á dag og að Hag- kaup geri verðkönnun tvisvar á dag. Morgunblaðið gerði tvær verð- kannanir í níu bókaverslunum sam- tímis, þá fyrri síðastliðinn fimmtu- dag og hina síðari í gærdag. Í sumum tilfellum fékk blaðið upp- lýsingar um að viðkomandi verslanir hefðu breytt verði fljótlega eftir að könnun var gerð og í öðrum tilvikum var því breytt á meðan könnunin stóð yfir. Því skal áréttað að niður- stöðurnar sem birtast í blaðinu í dag eru einungis ígildi „skyndimyndar“ af bókaverði þá stundina. Hörkusamkeppni í jólabókum  Bókaverð/24 Verðbreytingar daglega eða oftar ♦ ♦ ♦ LÖGBOÐNAR ökutækjatryggingar eru sá vátryggingaflokkur sem skil- ar stóru tryggingafélögunum þrem- ur mestum hagnaði, en tapið er mest af eignatryggingum. Hagnaður af lögboðnum ökutækjatryggingum nam á fystu níu mánuðum þessa árs 845 milljónum króna hjá félögunum þremur samanlagt. Samanlagður hagnaður félaganna þriggja hefur minnkað um 16% frá fyrra ári og nam 923 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Rekstrarkostnaður trygginga- félaganna hefur aukist og sömu sögu er að segja um kostnað vegna tjóna. Hagnast um 845 milljónir á bílatryggingum  Rekstrarbati/C7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.