Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 31 SÍÐUSTU daga hafa staðið yfir íslenskirmenningardagar í Bonn í Þýskalandi í til-efni af fimmtíu ára stjórnmálasambandi Íslands og Þýskalands og hundrað ára afmæli Halldórs Laxness. Tónleikar hafa verið haldnir, lesið úr íslenskum bókmenntum og myndlist- arsýning opnuð að viðstöddum ráðamönnum í Bonn og fylkinu Nordrhein-Westfalen, og for- seta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Í kammermúsíksal Beethoven-hússins, fæð- ingarstaðar Ludwig van Beethoven, mættust þýsk og íslensk tónlist. Þýsk söngkona flutti sönglög þriggja kvenna frá 19. öld, Fanny Hensel-Mendelssohn, Josphine Lang og Clara Schumann, og Finnur Bjarnason tenór og Örn Magnússon píanóleikari sönglög eftir Jón Leifs við góðar undirtektir. Í fyrirlestrarsal Listasafns Bonn var haldin bókmenntahátíð í tilefni af aldarafmæli Hall- dórs Laxness. Uppselt var á dagskrána fyrr um daginn og urðu margir frá að hverfa. Forseti Íslands flutti ávarp og fjallaði um bókmenntir og menningu á Íslandi. Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur flutti erindi um Laxness en fyrir nokkru kom út á þýsku bók eftir hann um nóbelsskáldið. Halldór kynnti síðan íslensku rithöfundana sem lásu úr verkum sínum og ræddu viðgesti, þau Thor Vilhjálmsson, Einar Má Guðmundsson, Steinunni Sigurðardóttur og Arnald Indriðason. Lestri höfundanna var afar vel tekið og að dagskrá lokinni þyrptust gestir að höfundunum og sóttust eftir áritun á bækur sínar. Þá var opnuð í safninu sýning á ljósmyndum eftir Einar Fal Ingólfsson en hún nefnist Sögu- staðir og þar gefur að líta myndir af stöðum og ábúendum á bæjum sem koma fyrir í Njáls- sögu. Lokaviðburður hátíðarinnar verður flutn- ingur Sinfóníuhljómsveitar Háskólans í Bonn á verki Jóns Nordals, Adagio, undir stjórn Guð- mundar Emilssonar. Morgunblaðið/Einar Falur Thor Vilhjálmsson ávarpar gesti á íslensku bókmenntahátíðinni í Listasafni Bonn. Uppselt var á viðburðinn fyrr um daginn og varð fólk frá að hverfa. Morgunblaðið/Einar Falur Finnur Bjarnason og Örn Magnússon í garðinum við fæðingarstað Beethovens. Þeir héldu tónleika í Beethoven-salnum, sem er fyrir aftan þá, og fluttu sönglög Jóns Leifs við góðar undirtektir. Fjölsóttir viðburðir á íslensk- um menningardögum í Bonn Stúdentakjallarinn Eistneski ten- ór saxafónleikarinn Siim Aimla held- ur tónleika kl. 22. Með Siim leika þeir Ólafur Stolzenwald á bassa og Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari. Á efnisskránni verða lög eftir John Coltrane, Thelonius Monk og John Scofield. Siim er staddur hér á landi sem skiptinemi í tónlistarskóla FÍH og hann kemur úr finnskum tónlist- arháskóla. Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum Ingólfur Steinsson fagnar með tón- leikum útgáfu geislaplötunnar Kóngsríki fjallanna kl. 20.30. Ing- ólfur syngur og leikur á gítar og munnhörpu lög við eigin texta og annarra íslenskra skálda, þ. á m. Snorra Hjartarsonar, Steins Stein- ars, Jóns Helgasonar, Þorsteins Er- lingssonar og Davíðs Stefánssonar. Súfistinn, Laugavegi 18 Lesið verður úr nýjum bókum kl. 20. Pétur Gunnarsson les úr bók sinni Leiðin til Rómar, Thor Vilhjálmsson les úr bók sinni Sveigur og Einar Kárason les úr ævisögu Kristjáns Kristjáns- sonar: KK – þangað sem vindurinn blæs, sem hann skrásetti. Þá leikur KK tónlist af nýjum geisla- diski sínum Paradís. Jólasýning Handverks og hönn- unar, Aðalstræti 12, verður opnuð 12. Hún stendur til 22. desember og er opin alla daga kl. 12-17, um helgar kl. 14-18. Þjóðarbókhlaða, kaffistofa Kvöldvaka Kvennasögusafnsins verður kl. 20.30. Forstöðumaður safnsins flytur ávarp. Helga Kress, prófessor, flytur erindi um barnalýs- ingar í verkum Halldórs Laxness. Guðrún Edda Gunnarsdóttir syngur tvö ljóð eftir Halldór og tvo gamla sálma. Björg Einarsdóttir flytur er- indi um kvenfélagið Hringinn sem stofnað var í Reykjavík árið 1904. Kaffi Mílanó Ingvar Þorvaldsson sýnir olíumálverk út desember. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.