Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 49 JÓLASAMVERA eldri borgara í Grensáskirkju verður nk. mið- vikudag, 11. desember, og verður samveran með sama sniði og und- anfarin ár. Dagskráin hefst kl. 12:10 með helgistund í kirkjunni en að henni lokinni er reiddur fram jólamatur í safnaðarheimilinu. Þá verður einnig happdrætti o.fl. Þátttaka kostar kr. 1.500 og vegna matarins er nauðsynlegt að skrá sig til þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 9. des. Að sjálfsögðu er þó öllum frjálst að vera með, óháð aldri og búsetu. Sorg í ljósi jóla JÓLAFUNDUR Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorg- arviðbrögð, í samvinnu við Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma og prófastsdæmin í Reykja- vík, verður í Fossvogskirkju á fimmtudagskvöldið, 5. des. nk., kl. 20. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona mun fjalla um efnið „Sorg í ljósi jóla“ og Erna Blön- dal og Örn Arnarson flytja okkur tónlist aðventu og jóla. Á eftir verður boðið upp á kaffi í sal Kirkjugarðanna. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Jólamatur eldri borgara í Grensáskirkju Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa á fimmtudögum milli kl. 14 og 17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Fræðslusamvera í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað í máli og myndum um þjóðir sem mótuðu sögu og menningu Ísraels til forna. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12 í umsjá Lovísu Guðmundsdótt- ur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðar- heimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Vinafundur í Setrinu kl. 14. Taizé-messa kl. 20. Landspítali – háskólasjúkrahús. Guðsþjónusta í Arnarholti kl. 15. Langholtskirkja. Foreldra- og barna- morgunn kl. 10–12. Umsjón hefur Ágústa Jónsdóttir. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Kaffisopi í boði kirkj- unnar. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altarisgöngu lokinni er léttur hádegisverður í safnaðarheim- ilinu. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Félagsstarf eldri borgara Neskirkju laugardaginn 7. des. kl. 14. Þorvaldur Halldórsson leikur á léttu nótunum. Borin verður fram tvíréttuð heit máltíð. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynna þátttöku í síma 511-1560 milli kl. 10 og 13. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Nedó – unglingaklúbbur, 9. bekkur og eldri kl. 17, 8. bekkur kl. 19.30. Munda og Hans. Digraneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Ung- lingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Unglingastarf KFUM&K kl. 20–21.45. (Sjá nánar www.digraneskirkja.is.) Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyrirlestr- ar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Húsaskóla og Graf- arvogskirkju kl. 17.30–18.30. Æsku- lýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Graf- arvogskirkju kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borg- ara í dag kl. 14.30–17 í safnaðar- heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 17. Fyrirbænarefnum má koma til sóknarprests eða kirkju- varðar. Seljakirkja. Alfa-námskeið kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deg- inum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkj- unnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bæna- bók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10– 12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinn- andi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barna- starf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. TTT-starf Lágafells- kirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mik- ið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á aldrinum 10–12 ára velkomnir. Safn- aðarstarf Lágafellskirkju. Æskulýðs- starfið Sound. Æskulýðshópurinn okk- ar er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frábær hópur fyrir frábært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Bjarmi, samtök um sorg og sorgarferli á Suðurnesjum, boðar til fundar í Kirkjulundi kl. 20.30. Guðrún Eggertsdóttir, djákni og guð- fræðinemi, talar um jól í skugga sorg- ar. Allir velkomnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldr- aðra í kvöld kl. 20 í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurjónsdóttur og sr. Baldurs Rafns Sigurðssonar. Natalía Chow leikur á orgel við helgistund að spilamennsku lokinni. Síðasta skiptið á þessu ári. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn-pabbamorgunn. Samverustund foreldra með börnum sínum. Kl. 20 æfing hjá Kór Landa- kirkju. Guðmundur H. Guðjónsson kór- stjóri. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Aðaldeild KFUM. Fundur í kvöld kl. 20. „Falskar játningar“. Dr. Jón Friðrik Sigurðsson forstöðusálfræðingur sér um efni fundarins. Upphafsorð: Bjarni Árnason. Jóh. Jóhannsson flytur hug- leiðingu. Allir karlmenn velkomnir. Vegurinn. Trúboðssamkoma kl. 20. Guðmundur Sigurðsson prédikar, lof- gjörð, fyrirbænir. Allir velkomnir. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF ✝ Ingvi MarteinnÞorgeirsson fæddist í Hafnarfirði 4. október 1924. Hann lést á sjúkra- húsinu í Keflavík 3. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorgeir Magn- ússon sjómaður úr Garði og Anna Sig- mundsdóttir hús- móðir frá Norðfirði. Ingvi var elstur fjög- urra systkina, þeirra Hafsteins, Magnúsar Sigurgeirs og Sjafn- ar. Hafsteinn er einn á lífi. Fyrri kona Ingva var Vigdís Bjarnadóttir, börn þeirra eru: 1) Þorgeir, fyrri kona Þórdís Guð- jónsdóttir, börn þeirra eru Sig- rún Linda og Þórir Viðar, dóttir hans er Rán. Síðari kona Þor- geirs er Guðrún Þorgeirsdóttir. 2) Margrét Sigurrós, fyrri maður Ágúst Mars Valgeirsson, börn þeirra eru: a) Bára Mjöll, maki Helgi Baldvinsson, þau eiga þrjú börn, Darra Frey, Elvu Rós og Birtu Hlín, og b) Ómar Þór. Seinni maður Margrétar er Krist- inn Guðmundsson, dóttir þeirra er Jóna Vigdís, maki Alexander Ómarsson, dóttir þeirra er Em- ilía. Seinni kona Ingva er Guðbjörg Böðv- arsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Karl, fyrri kona Ása Guð- mundsdóttir, börn þeirra eru Særún Björg og Alexander. Seinni kona Karls er Svala Erna Guðjóns- dóttir, dóttir þeirra er Marín Rós, sam- býlismaður Guð- mundur Rúnar Hall- grímsson. Karl á einnig soninn Viktor með Kristjönu Högnadóttur. 2) Elín, fyrri maður Steven Joseph Godla, sonur þeirra er Eiríkur Daníel. Núver- andi eiginmaður Elínar er Jón Kristjánsson. Ingvi og Guðbjörg ættleiddu dóttur Elínar, Björgu. Maður hennar er Hrannar Magn- ússon og eiga þau börnin Ingva Má, Magnús Má og Hrefnu Rós. 3) Tryggvi, kvæntur Önnu Gústafs- dóttur, synir þeirra eru, a) Gústaf Ingvi, sambýliskona Hulda Gunn- arsdóttir en hann á soninn Krist- in Daða með Vigdísi Önnu Krist- insdóttur, b) Bjarni Páll, sam- býliskona Særún Thelma Jens- dóttir, og c) Arnar Ingi. Útför Ingva var gerð frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 8. nóvember. Í dag kveðjum við hann Ingva hinstu kveðju. Já karlinn minn ég á víst ekki eftir að heyra þínar frábæru keðjur sem ég fékk alltaf þegar ég kom á Klapparstíginn og við heils- uðumst, þú sagðir alltaf „Hu! ert það þú“ og ég svaraði allaf eins „ég elska þig líka“. Síðan röltir þú inn í stofu með glott á vör, og ég settist við eld- húsborðið hjá Böggu og við spjöll- uðum um heima og geima eins og við einar getum. Það leið aldrei löng stund, þá varst þú nú kominn líka að borðinu til að spjalla. Ég man hvað þér fannst gaman að rifja upp þegar Unnþór minn var lítill og við vorum hjá ykkur einn góðviðrisdag. Þú varst að vökva garðinn og fórst inn í bílskúr til að skrúfa frá vatninu en á meðan þú fórst tók stráksi upp slöng- una og kíkti inn í hana og um leið skrúfaðir þú frá og hann fékk vatnið framan í sig og þvílík öskur komu frá honum og hvað hann var reiður við þig. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann, og er það ekki skrítið þar sem ég hef þekkt þig alla mína ævi, hérumbil í hálfa öld. Og nú get ég heyrt þig segja „nú ertu svona eldgömul orðin“. Þú varst alltaf fljótur að skjóta svona litlum stríðniskornum að mér ef ég passaði ekki upp á hvert orð sem ég sagði. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þinni fjölskyldu, sem mér hefur alltaf fundist vera mín önnur fjölskylda. Við Torfi samhryggjumst þér, elsku Bagga mín, og börnum ykkar og barnabörnum. Guðrún Sigurðardóttir. INGVI ÞORGEIRSSON Elsku besti afi minn. Takk fyrir samfylgdina í þessi 31 ár sem við náðum að eiga saman. Takk fyrir að hafa elskað mig. Takk fyrir að hafa leyft mér að elska þig. Takk fyrir að hafa hlustað á mig. Takk fyrir að hafa leyft mér að hlusta á þig. Takk fyrir að hafa verið stoltur af mér. Takk fyrir að leyfa mér að vera stolt af þér. Takk fyrir að hafa skammað mig. Takk fyrir að hafa leyft mér að skammast í þér. Takk fyrir að hafa treyst mér. Takk fyrir að ég gat alltaf treyst á þig. Ég á eftir að sakna þín alltaf, en ég man þig líka alltaf. Þín Björg. HINSTA KVEÐJA Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Skrifstofuherbergi við Suðurlandsbraut Til leigu nokkur góð skrifstofuherbergi með aðgangi að kaffistofu. Upplýsingar gefur Þór í síma 899 3760 eða Steinunn í síma 553 8640. Til leigu 100 fm mjög gott skrifstofuhúsnæði í Kirkjuhvoli gegnt Alþingi og Dómkirkju. Góð staðsetning. 900 fm skrifstofu-, lager- eða þjónustu- húsnæði. Mjög hagstætt leiguverð fyrir trausta leigendur. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. Traust fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160. Til leigu á Laugaveginum Gott 65 m² verslunarhúsnæði neðarlega á Laugavegi með stórum verslunargluggum til leigu og afhendingar strax. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Sími 511 2900 R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.