Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í LESENDABRÉFI í Morgun- blaðinu fimmtudaginn 28. nóvember sl. varpar Guðmundur Bergsson fram þeirri eðlilegu spurningu hvers vegna ég hafi ekki nefnt nafn Hannibals Valdimarssonar í upptalningu minni á róttækum vinstri mönnum eða sósí- alistum sem lögðu sitt af mörkum til uppbyggingar íslenska velferðarsam- félagsins á síðustu öld. Upptalningin var í grein minni „Velferðarstjórn og vinstrimenn“ í Morgunblaðinu 20. nóvember sl. þar sem ég var að bregðast við leiðara blaðsins frá því nokkrum dögum fyrr. Spurningin minnir um leið á þann vanda sem því er ætíð samfara að fara út í að nafngreina einstaklinga í tilvikum sem þessu. Mér varð engu að síður hendi næst að nefna dæmi til að svara þeirri fráleitu söguskoðun Morgunblaðsins að róttækir vinstri menn hefðu mest lítið komið við sögu uppbyggingar velferðarkerfisins á Íslandi. Vissi ég þó vel að slíkt er vandasamt, í þessu tilviki a.m.k. af tveimur ástæðum. Sú fyrri að auðvit- að yrði slík upptalning aldrei tæm- andi og endalaust mætti deila um hverjir ættu þar heima og hverjir ekki. Hin ástæðan var sú að ritdeila mín við Morgunblaðið snerist um hlut róttækra vinstri manna eða sósíal- ista. Ég var því með hugann við það þegar ég setti saman greinina að lenda ekki í deilum um skilgreiningu á þeim stjórnmálamönnum sem ég nefndi. Ég nafngreindi því aðeins ein- staklinga sem nær eingöngu störfuðu innan þess stjórnmálaflokks sem rót- tækastur var og lengst til vinstri á hverjum tíma. Ástæða þess að ég nefndi ekki Hannibal og ýmsa fleiri, sem sann- arlega hefðu átt heima í upptalning- unni stærðar sinnar vegna og áhrifa í íslenskum stjórnmálum, var sem sagt að ég vildi síður fara að lenda í þrasi um skilgreiningar á stjórnmálamönn- um. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing um afstöðu mína þá vil ég svo sannarlega gjarnan líta svo á að Hannibal Valdimarsson hafi verið róttækur vinstri maður eða sósíalisti ef allir aðrir eru sáttir við þá skil- greiningu. Að lokum. Viðhorf mín til stjórn- málamannsins Hannibals Valdimars- sonar og álit mitt á honum er þetta: Hannibal Valdimarsson var ein helsta kempa íslenskra stjórnmála á liðinni öld. Hann var mikill áhrifa- og örlagavaldur bæði í verkalýðsbaráttu og stjórnmálum og ódeigur baráttu- maður fyrir bættum kjörum launa- manna og fyrir sjálfstæði landsins. Stærðar sinnar og áhrifa vegna á Hannibal því tvímælalaust heima í úrvalsdeild íslenskrar stjórnmála- og verkalýðsbaráttu á þeim tíma sem hann kom þar við sögu. Hann fór hins vegar sínar eigin leiðir og má þ.a.l. sjálfsagt um það deila hvernig ná- kvæmlega ber að skilgreina hann sem stjórnmálamann eða skipa hon- um í flokk samkvæmt hefðbundnum mælikvarða stjórnmálanna frá vinstri til hægri. Slíkt er hins vegar hreint aukaatriði þegar upp er staðið. Það er maðurinn sjálfur, eða öllu heldur orðstír hans og verk, sem eftir standa. Vona ég að Guðmundur og aðrir sem láta sig málið varða taki þessar skýringar mínar gildar. Það var sem sagt hvorki gleymska og það- an af síður að ég virði ekki og meti hið mikla framlag Hannibals til velferð- arbaráttunnar í landinu að nafn hans, og reyndar margra annarra sem verðugt væri, var ekki þarna á meðal. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, alþingismaður og formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Hannibal á sínum stað Frá Steingrími J. Sigfússyni: NÚ þegar hið hörmulega slys í Skerjafirði er aftur í fréttum rifjast upp önnur frétt, sem lítið fór fyrir og líklega er flestum gleymd. Frétt að Hæstiréttur hefði skikk- að VÍS til að greiða ekkju réttmætar bætur eftir slysið. Tryggingarfélagið hafði neitað að greiða ekkjunni bæt- ur á þeirri forsendu að þau hefðu ekki búið í vígðri sambúð, þrátt fyrir sambúð í að mig minnir 6 ár og alið saman upp barn eða börn. Það er kannski ekki við öðru að búast en að tryggingarfélag seilist eins langt og það kemst. Lífeyris- sjóðirnir hafa komist upp með hlið- stæða eignaupptöku og það þótt sambúð sé vígð. Burt séð frá öllu sið- ferði eru málavextir þannig, að heil- brigð skynsemi segir að tryggingar- félaginu, sem fékk greidd iðgjöld, bar að greiða bæturnar. Það sem kemur á óvart er að und- irréttur skyldi dæma tryggingar- félaginu í hag. Það er svartur blettur á íslensku réttarfari, en sem betur fer leiðrétti Hæstiréttur blindu þeirra, sem kváðu upp dóminn. Nú er það ekki þannig að VÍS sé illa statt. Þvert á móti hefur hagn- aður verið talinn í hundruðum millj- óna króna. Gróði af iðgjöldum og lánastarfsemi. Lán á okurvöxtum í skjóli seðlabanka Íslands líkt og hjá svo mörgum öðrum fjármálastofn- unum! Það fer ekki hjá því, að sú spurn- ing vakni, hvort viðskiptasiðferði í þessu þjóðfélagi okkar sé almennt líkt og hjá tryggingarfélaginu. Hvort séu mörg hliðstæð dæmi, sem ekki hafi fengið jafn góðan endi? Það er sagt að ekki megi blanda saman tilfinningum og viðskiptum, en hvernig skyldi þeim forstjórum líða, sem keyrðir eru áfram af svo mikilli gróðafíkn að engu máli skiptir hvað stendur á bak við arðinn í árs- reikningnum? Væntanlega ekki eins vel og þeim sem hafa fært mæðra- styrksnefnd góðar gjafir. Það er borgaraleg skylda að láta vita jafnt um það sem vel er gert og hitt sem er verra. Þannig er almenn- ingur upplýstur og getur veitt að- hald með því að beina viðskiptum sínum til þeirra sem gera vel. SIGURÐUR ODDSSON, Maríubaugi 21. Viðskiptasiðferði Frá Sigurði Oddssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.