Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Ómar Aukin tíðni húðæxla síðasta áratug er einkum rakin til auk- inna sólbaða og ljósabekkja- notkunar. Hér láta norrænir ferðamenn sólina baka sig á Kýpur í sumar. BIRKIR Sveinsson, formaður Húðlæknafélags Íslands, segist hafa áhyggjur af markaðssetningu sólbaðsstofa, en eftir því sem ljósatímarnir eru teknir örar þeim mun ódýrari eru þeir. Minna sé hugsað um afleiðingarnar fyrir viðskiptavini. Hætt sé við að fólk brenni fari það of geyst í ljósa- bekki og sólbruni sem og ljósa- bekkjabruni sé áhættuþáttur í myndun sortuæxla og húðkrabba- meins. Birkir segir húðlækna mæla síð- ur með því að fólk fari í ljós. Hann bendir á að ljósatímar séu staðl- aðir og fólki með viðkvæma húð sé t.d. ekki boðið upp á að skipta fyrstu tímunum upp og liggja styttri tíma í geislunum hverju sinni. Þá hafi hann séð „túrbó- bekki“ auglýsta sem eingöngu þurfi að liggja nokkrar sekúndur í. Það geti verið varhugavert. „Ég hef áhyggjur af þessu. Er- lendis hafa birst vísindagreinar um þetta efni og það virðist sem aukin tíðni sortuæxla og annarra æxla tengist m.a. aukinni notkun á sólarbekkjum,“ segir Birkir. Auk þess hafi fólk farið að stunda sól- böð í auknum mæli allt frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. Ýmsar rannsóknir hafi bent á að UVA geislar, sem notaðir eru í ljósabekki, geti valdið breytingum á erfðaefninu sem síðar geti leitt til æxlismyndunar. Gríðarlegrar aukningar á sortuæxlum hafi orðið vart síðustu ár, sérstaklega hjá ungum konum. Íslenskar læknar hafi verulegar áhyggjur af aukinni ljósabekkjanotkun en dæmi séu um að fólk hér á landi hafi fengið sortuæxli eftir ljósabekkjabruna. Elín Anna Helgadóttir, lækna- nemi við Háskóla Íslands, hefur skoðað ljósabekkjanotkun sérstak- lega. Rannsókn sem hún gerði leiddi í ljós að um 70% kvenna og um 35% karla á Íslandi hafi notað ljósabekki. Ljósabekkjanotkunin sé mikil meðal ungs fólks, 54% karla og 94% kvenna á aldrinum 20–29 ára sögðust hafa farið í ljós fyrir tvítugt. Könnunin var gerð á tímabilinu 2001–2002, 1653 ein- staklingar lentu í úrtakinu og var svarhlutfallið 60%. Fann Elín Anna enga erlenda rannsókn þar sem ljósabekkjanotkun mældist meiri en hér á landi. Í rannsókninni kom fram að 30% karla og 42% kvenna sögðust ein- hvern tímann hafa brunnið í ljósa- bekk. Birkir segist hafa áhyggjur af því hversu hátt þetta hlutfall sé, þar sem sólbruni sé talinn áhættu- þáttur í myndun sortuæxla. Algengasta krabbamein meðal ungra kvenna Elín Anna bendir í ritgerð sinni á að húð barna og unglinga virðist hafa minni hæfileika til að lagfæra skemmdir sem verði á erfðaefninu en húð eldra fólks. Sumir rannsak- endur erlendis hafi því stungið upp á að foreldrar þurfi að skrifa upp á leyfi fyrir börn sín vilji þau fara í ljósabekki. Ekki hafi með óyggj- andi hætti verið hægt að sýna fram á tengsl ljósabekkjanotkunar og myndun sortuæxla, en vísbend- ingar í þá átt séu orðnar of margar til að hægt sé að líta fram hjá þeim. Tíðni sortuæxla hafi verið að aukast síðustu ár og hafi nýgengið aukist hraðast allra krabbameina. Sortuæxli sé orðið algengasta krabbamein meðal ungra kvenna á Íslandi og þriðja algengasta meðal ungra karla. Bendir hún á að Krabbameinsfélagið hafi bent á í kynningarbæklingi að fólk sem á annað borð noti ljósabekki eigi alls ekki að fara oftar en tíu sinnum á ári. Þetta sé þó ekki heilagur sannleikur, ómögulegt sé að meta hversu oft sé í lagi að fara í ljós, ef til vill sé eitt skipti nóg til að stuðla að myndun sortuæxlis eða annarra húðkrabbameina. Markaðssetning sól- baðsstofa áhyggjuefni FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG heldur áfram aðalmeðferð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt er við svokallaðan sjópakka í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákært er fyrir tilraun til að flytja 10 kíló af hassi til landsins. Fíkniefnin voru flutt með Mánafossi en þáverandi stýrimaður skipsins kastaði pakkan- um fyrir borð við Engey áður en skip- ið lagðist að bryggju. Hópur manna gerði ítrekaðar en árangurslausar tilraunir til að finna pakkann með því að kafa niður á sjáv- arbotn. Pakkinn er þar ennþá, eftir því sem best er vitað. Þetta var þó ekki það eina sem mistókst í tilraun- unum við að koma hassi til landsins. Umfangsmikil rannsókn Sjópakkamálið og tvö önnur saka- mál því tengd eru árangur einnar um- fangsmestu rannsóknar sem fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur fengist við. Fylgst var með sak- borningum vikum saman en lögreglu- menn eltu þá um víðan völl og hleruðu síma þeirra. Yfirvinnustundirnar voru ófáar og kostaði rannsóknin milljónir króna. Þá kostaði það tals- verðan tíma og fyrirhöfn að fá annan tveggja meintra höfuðpaura fram- seldan frá Hollandi. Í kjölfar þessa máls og annarra sem komu upp á svipuðum tíma spruttu deilur um yf- irvinnu fíkniefnadeildarinnar og náðu þær inn á Alþingi. Þar var því haldið fram að yfirvinnubann hefði verið sett á deildina en því vísaði Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráðherra algjör- lega á bug. Níu ákærðir – tveir meintir höfuðpaurar Níu karlmenn eru ákærðir í mál- unum þremur. Tveir karlmenn, sem ákæruvaldið telur höfuðpaura í mál- inu, komu fyrir dóm í gær til að lýsa þætti sínum í innflutningi á um 15 kílóum af hassi til landsins. Annar þeirra var búsettur í Hollandi þegar málið kom upp en var framseldur til landsins að kröfu íslenskra stjórn- valda. Hann sagðist hafa séð um að útvega hassið í Hollandi enda væri álíka erfitt að labba inn í matvöru- verslun á Íslandi og að kaupa hass í Hollandi. Hinn sakborningurinn sagði á hinn bóginn að „Íslendingur búsettur í Hollandi“ hefði beðið sig um að útvega burðardýr fyrir fíkni- efni en neitaði að nafngreina hann. Báðir játuðu þó að hafa átt hlut í hass- inu en það hafi verið þóknun fyrir að- stoð við innflutninginn. Í hljóðupptök- um af símtölum sem spilaðar voru fyrir dómnum í gær, heyrast menn- irnir tveir ræða um hvernig þeir gætu flutt fíkniefni til Íslands. Þar lögðu þeir m.a. á ráðin um að ungur maður færi til Hollands og næði í fíkniefnin gegn greiðslu. Hann var síðan stöðv- aður með fíkniefnin á Keflavíkurflug- velli 26. júní 2000. Greinilegt var að mennirnir höfðu engan grun um að sími þeirra var hleraður því þeir kenndu kunningjum burðardýrsins um að hafa gefið lögreglu upplýsingar um að málið skyldi komast upp. Mennirnir tveir eru einnig ákærðir fyrir að leggja á ráðin um innflutning á 10 kílóum af hassi til landsins sem komu með Goðafossi síðar um sum- arið. Framburður þeirra var á svip- aðan veg og fyrr, hvorugur sagðist hafa skipulagt innflutninginn en verið eins konar milliliðir. Sá sem var bú- settur í Hollandi sagðist þó hafa orðið að fá megnið af hassinu lánað þar sem peningar til kaupanna bárust ekki frá Íslandi. Stýrimanni var hótað Fjórir aðrir eru ákærðir fyrir hlut- deild í málinu, þ. á m. háseti á skipinu sem tók að sér að fela fíkniefnin í Goðafossi. Fyrir dómi í gær sagðist hann þó hafa búist við mun minna magni, um 3–5 kílóum. Eftir að lög- regla leitaði árangurslaust að hassinu í skipinu í Rotterdam og á Íslandi sagðist hann hafa viljað losna úr mál- inu og neitaði lengi vel að gefa sam- verkamanni sínum upp hvar fíkniefn- in væru falin. Stýrimaðurinn á Mána- fossi, sem fyrr var nefndur, fékk að lokum nákvæmar upplýsingar um felustaðinn. Hann náði í fíkniefnin en lögregla sat fyrir honum og handtók hann í bifreið á hafnarbakkanum. Fyrir dómi í gær sagði stýrimaðurinn að honum hafi verið hótað að gengið yrði í skrokk á tveimur sonum hans, næði hann ekki í fíkniefnin. Með því að ná í pakkann var honum líka sagt að draga myndi úr „pressu að utan“ vegna pakkans sem týndist í sjónum. Tveir sakborningar neituðu algjör- lega að hafa tekið þátt í smyglinu eða aðstoðað við að ná pakkanum úr Goðafossi. Klukkan 9.15 í dag hefjast yfir- heyrslur yfir sakborningunum vegna fíkniefnapakkans sem fór í sjóinn. Að- almeðferð á að ljúka á föstudag. Níu sakborningar koma fyrir rétt vegna umfangsmikils smygls á hassi Ein sending týndist og önn- ur tekin á hafnarbakkanum Sakborningar höfðu ekki grun um að símar þeirra væru hleraðir Heiðurslaun listamanna Tveir nýir á listann MEIRIHLUTI menntamála- nefndar Alþingis hefur lagt fram tillögu á Alþingi um hverj- ir hljóti heiðurslaun listamanna á næsta ári. Listamennirnir eru 22 talsins, en þeir voru 21 á þessu ári. Samkvæmt tillög- unni hljóta þeir 1,6 milljónir króna hver. Tveir nýir bætast við frá því sem áður var, þau Jón Þórarinsson og Svava Jak- obsdóttir. Stefán Hörður Grímsson lést á árinu. Listamennirnir sem hljóta launin á næsta ári, samkvæmt tillögu menntamálanefndar eru Atli Heimir Sveinsson, Árni Kristjánsson, Ásgerður Búa- dóttir, Erró, Fríða Á. Sigurð- ardóttir, Guðbergur Bergsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hannes Pétursson, Herdís Þorvalds- dóttir, Jón Nordal, Jón Þórar- insson, Jórunn Viðar, Kristján Davíðsson, Matthías Johannes- sen, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Svava Jakobsdótt- ir, Thor Vilhjálmsson, Þor- steinn frá Hamri, Þráinn Bert- elsson og Þuríður Pálsdóttir. 40 ÍSLENDINGAR greindust að meðaltali með sortuæxli í húð á árunum 1997–2001, en síðasta áratug hefur tíðni húðæxla tvö- faldast. Segir á vef Krabba- meinsfélagsins að sú þróun sé einkum rakin til aukinna sólbaða og notkunar ljósabekkja. Önnur húðæxli greindust að meðaltali hjá 40 manns á árunum 1997– 2001 og grunnfrumuæxli í húð hjá um 150 einstaklingum. Yngstu sjúklingarnir eru á tví- tugsaldri. Laufey Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameins- skrárinnar, segir að aukningin sé mest hjá konum á aldrinum 25–55 ára. Í eldri fæðing- arhópum, t.d. á Norðurlöndunum þar sem húðkrabbamein er al- gengara en á Íslandi, hafi ný- gengi verið mest meðal karla sem vinna úti, t.d. bænda og sjó- manna. Eru sortuæxli í húð algengasta tegund krabbameins hjá konum á aldrinum frá 15 til 34 ára. Lífs- horfur sjúklinga með þetta krabbamein hafa batnað mikið síðustu áratugi. Segir á vef Krabbameinsfélagsins að nú séu um 390 Íslendingar á lífi sem hafa fengið sortuæxli í húð og um 320 sem hafa fengið önnur húðæxli. Þá eru grunnfrumuæxli í húð ekki talin með. „Mikilvægt er að fara til lækn- is ef fram koma breytingar á húð eins og blettir sem stækka, eru óreglulega litir eða breytast, og sár sem ekki gróa. Á flestum heilsugæslustöðvum og í mörg- um apótekum er hægt að fá fræðslurit um sólböð, sólvörn og húðkrabbamein,“ segir á vef fé- lagsins. Tíðni húðæxla tvöfald- aðist síðasta áratug TENGLAR ..................................................... www.krabb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.