Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 53
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 53 Kringlan 4-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. 3.990 st. 36-41 Glæsilegir dömuskór fyrir jól og áramót 3.990 st. 36-41 4.990 st. 36-41 3.990 st. 36-41 3.990 st. 36-42 3.990 st. 36-41 3.990 st. 36-41 4.990 st. 36-41 Nýtt fyrirtæki Hljómar og List Sími 661 4153 Gæða fiðlubogar og gjafaöskjur Prófaðir og valdir af sérfræðingum 20% afsláttur www.hljomaroglist.com og www.soundsandart.com Flemming og Guðmund þraut örendið Þrátt fyrir góða stöðu fyrir síð- asta kvöldið og enn betri stöðu þeg- ar einungis þrjár umferðir voru eft- ir tókst Flemming og Guðmundi ekki að verja toppstöðu sína í að- altvímenningi Bridsfélags Borgar- fjarðar. Í fyrsta spili í þeirri umferð tókst Lárusi Péturssyni að klóra saman 7 slögum í einum spaða redobluðum og eftir það sá lítt til sólar í Stafholtstungunum. Hins vegar fundu Lárus og Sveinbjörn beinu brautina og tókst að tryggja sér sigur í síðustu umferð með að merja sigur á Jóni og Baldri, meist- urum síðasta árs. Úrslit síðasta kvöldsins urðu sem hér segir: Jón Eyjólfsson - Baldur Björnsson 61 Jón Einarsson - Elín Þórisdóttir 55 Sveinbjörn Eyjólfsson - Lárus Pétursson 49 Haraldur Jóhannss. - Sveinn Hallgrímss. 31 Eyjólfur Sigurjónsson - Jóhann Oddsson 23 Og lokastaðan: Sveinbjörn - Lárus - Þorvaldur 175 Flemming Jessen - Guðm. Þorsteinsson 156 Jón Eyjólfsson - Baldur Björnsson 148 Kristján - Alda - Guðjón 142 Örn Einarsson - Kristján Axelsson 103 Næstu tvö mánudagskvöld verða spilaðir eins kvölds tvímenningar og eru allir velkomnir. Hörkukeppni í hraðsveita- keppni hjá Bridsfélagi Akureyrar Nú þegar tvö kvöld eru búin af þremur í Hraðsveitakeppni Spari- sjóðs Norðlendinga hefur sveit Sparisjóðs Norðlendinga tekið for- ystu. Þó er ekki langt í næstu sveit- ir. Staðan eftir 2 kvöld er þannig: Sveit Sparisjóðs Norðlendinga 567 Sveit Gylfa Pálssonar 545 Sveit Páls Pálssonar 534 Lokaumferðin verður kl. 19.30, þriðjudaginn 10. desember. Aðeins hefur dregið úr þátttöku í hinu stórskemmtilega sunnudags- bridsi. Síðastliðinn sunnudaginn voru 7 pör að spila og segja kunn- ugir að aldrei hafi sést jafnari úr- slit. Ekki munaði nema 6 stigum á 1. sæti og því 6. og vannst mótið á 53% skori. Staða efstu para var þannig: Jón Sveinsson – Una Sveinsdóttir 53% Björn Þorláksson – Pétur Guðjónsson 52% Steinarr Guðmundss. – Stefán Sveinbj. 51% Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þegar er eftir að spila eitt kvöld í hraðsveitakeppni 2002 er röð efstu sveita eftirfarandi:. Sveit Jóns Stefánssonar 1858 Sveit Birkis Jónssonar 1825 Sveit Séra Hermanns 1803 Sveit Önnu G. Nielsen 1790 Bestu skor hinn 25. nóv. sl. Sveit Séra Hermanns 645 Sveit Birkis Jónssonar 614 Sveit Jóns Stefánssonar 605 Sveit Önnu G. Nielsen 587 Bridsfélag Hafnarfjarðar Aðalsveitakeppni félagsins hófst mánudaginn 2. des. Þegar spilaðar höfðu verið tvær 14 spila umferðir var staða efstu sveita þannig: Högni Friðþjófsson 49 Sigurjón Harðarson 35 Júlíana Gísladóttir 33 Erla Sigurjónsdóttir 31 Hulda Hjálmarsdóttir 31 Samhliða sveitakeppninni er reiknaður Butler, þar eru þessi pör efst: Högni Friðþjófsson – Jón Alfreðsson 21.33 Sigurjón Harðars. – Haukur Árnas. 18.11 Friðþjófur Einarss. – Guðbr. Sigurb. 17.78 Hulda Hjálmard. – Halldór Þórólfss. 17.50 Föstudagskvöldið 29. nóvember var háð hin árlega og aldna bæj- arkeppni í brids milli Hafnarfjarðar og Selfoss. Að þessu sinni sóttu Sel- fyssingar okkur heim og unnu með nokkrum yfirburðum. Bridsfélag Hreyfils Hafinn er aðaltvímenningur vetr- arins með þátttöku 18 para. Arnar Arngrímsson og Valdimar Elíasson byrja best í mótinu. Þeir eru með 62% skor en staða efstu para er annars þessi: Arnar Arngrímss. - Valdimar Elíasson 46 Skafti Björnsson - Jón Sigtryggss. 41 Flosi Ólafsson - Sigurður Ólafss. 37 Daníel Halldórss. - Ragnar Björnss. 32 Einar Gunnarss. - Ágúst Benediktss. 21 Róbert Geirss. - Friðbjörn Guðmss. 19 Næstu umferðir verða spilaðar í Hreyfilshúsinu nk. mánudagskvöld kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson HVERJU sætir þögn sú hin mikla er úr Háskóla Íslands berst þegar bergþursar ráðast á innstu taugar okkar þjóðernis? Eru andans menn svo utan- gáttaðir við að finna upp hjólið að eigi hafi þeir aðra gát? Sagan afturábak gang- andi, landið æði- lagt. Væntum við liðsinnis, blínandi á dyr ykkar. Það hefur kvisast út að við búum á eyju norður í hafi. Komum á eyj- una 874, verðandi fyrir því sem á engilsaxnesku er kallað sjokk, eða áfall. Þótti okkur eyjan sykki í einu vetfangi ef við stýrðum fætinum skrefi lengra. Áfall, ein pínleg þraut, merkist á að fólk festist í augnablikinu þegar þrautin yfirdyn- ur einsog hverri annarri hraunelfu. Hefur uppvísast að hérvera okkar er óslitin þrautaganga afturábak áframþrammandi. Tókst með ráðum og dáð og því að gaumgæfa landið og söguna að tylla sér á tá 17. júní 1944, fóru heilar okkar virkilega á hreyfingu og burtsögðu áfallið. En bergþursar komust ekki úr sporinu svo límdur var heilinn, sífrandi að sökkva verði landinu áður en það sökkvi okkur. Kalla þeir þetta að fá hjólin til að snúast. Þótt við undir þumalputtum þeirra mótmælum að þeir séu þurs- ar, einsog þursar þenkjandi. Þótt eyjan hafi valdið þungum búsifjum, gleypt mannslíf með húð og hári, gert óskunda í sálarlífinu hefur hún sér til málsbóta að hafa veitt okkur fyllingu ýmiskonar, lét- um enda heita Ísland en ekki Ís- eyja. En sálin hefur á liðnum öldum náð að fljóta í ómælis víðáttum og ef hún sekkur sem sálir hneigjast til er bjargræði að vita af landinu svo greyið láti sig upp fljóta á nýjaleik og þá hefur uppteiknast manns- mynd sem tendrast öll fái hún að valsa um víðernin. Þá erum við að segja sögu sem við vildum áframhalda. Sú saga verður ekki sögð í öðru landi. Ef hjólið er að þvælast í kolli ykk- ar kann að vera ykkur þyki vandinn ekki aðsteðjandi, þetta séu gamlir bergþursar með tól sem er gerlegt að rífa undan þeim, en harmarnir fylkja liði, helstviljandi aðgang að póstlúgum okkar, ýtandi glanspés- um sem kenna börnum að sökkva landi. Dylgjur þær um að Háskóli Ís- lands sé að svíkjast um að finna upp hjólið og að uppdikta mæli sem mælt geti hvað hægt sé að sökkva djúpt er í versta falli vegna þeirrar grafarþagnar sem þaðan berst. Vilj- um við að þið mælið nokkur orð. Mundi það okkur byr í seglin veita ef þið blésuð anda í brjóst ykkar svo hægt sé að stýra að landi. Þið spyrjið hvernig uppá vísindin klagi, við þá allshugar segjandi: Landið og sagan eru ofin í þráð sem heitir líf þjóðarinnar. Og það er bara þjóðin sem getur fundið upp hjólið. ELÍSABET K. JÖKULSDÓTTIR, rithöfundur, Framnesvegi 56A, 101 Reykjavík. Opið bréf til Páls Skúlasonar háskólarektors Frá Elísabetu K. Jökulsdóttur: Elísabet Jökulsdóttir. Á UNDANFÖRNUM misserum hefur þú oft og einatt gefið í skyn, ýjað að eða nánast sagt berum orðum að fjár- hagsvandi ör- yrkja sé vegna óráðsíu í fjár- málum og óreglu. Þetta kom berlega fram í Kastljósi á dög- unum þegar þú og Jóhanna Sig- urðardóttir deilduð um tillögur hennar þess efnis að tekjur undir 90.000,- kr. á mánuði skuli vera skattfrjálsar. Vissulega mun margur telja að slíkur málflutningur sé ekki svara verður. En svo lengi má brýna deigt járn að bíti. Hætt er við að fólk sem ekki veit betur fari að taka mark á þessum ómaklegu fullyrðingum þínum. Hvers má fólk annars vænta af alþingismanni? Ábyrgðin er mikil þegar alþingismaður ber ítrekað slíkt á borð. Maður sem almanna- rómur segir að sé sterkefnaður, hafi auðgast á verðbréfum, hluta- bréfum og braski. Maður sem ný- lega, ásamt félögum sínum, ætlaði að auðgast með vafasamri ef ekki ólöglegri yfirtöku á Sparisjóði Reykjavíkur. Í þjóðfélagi okkar ber vissulega mikið á hópi fólks sem hefur misst fótanna í lífinu. Fólk sem ekki hef- ur þak yfir höfuðið, fólk sem enga hlýju fær, fólk sem hefur ánetjast áfengi eða sterkari efnum. Að leyfa sér að alhæfa um ör- yrkja út frá þessum fámenna en áberandi hópi, ber vott um mikla fordóma, blindu eða hreinlega vís- vitandi blekkingar til að verja slæman málstað. Á síðasta ári varð þingmaður og samflokksmaður þinn að segja af sér vegna meintra auðgunarbrota. Engum hefur samt dottið í hug að alhæfa, að þannig hljóti það að vera með alla þingmenn og þig þar með talinn. Það er til skammar fyrir okkar ríka þjóðfélag að þegar liðið er fram yfir miðjan mánuð séu marg- ir einstaklingar og fjölskyldur sem ekki lengur eiga fyrir brýnustu nauðsynjum og þurfa því að leita til ýmissa hjálparstofnana til að framfleyta sér út mánuðinn. Það er til enn meiri skammar þegar alþingismaður sem vill að hann sé tekinn alvarlega, gengur fram og notar slíkan málflutning til að verja hvað ríkisstjórnin sinn- ir þessum málum illa. Nýjustu fréttir herma að þing- maðurinn sækist eftir embætti fé- lagsmálaráðherra. Mikið má hann þroskast og breytast á stuttum tíma ef hann á að geta sinnt svo ábyrgðarmiklu starfi. Maður sem hagar sér eins og strúturinn og stingur höfðinu í sandinn til að þurfa ekki að horf- ast í augu við sannleikann. Það er mál til komið að Pétur Blöndal alþingismaður biðji ör- yrkja og þá sem minnst hafa sér til framfæris afsökunar á hvernig hann hefur gert lítið úr vanda- málum þeirra á undanförnum ár- um. Við mótmælum öll slíkum mál- flutningi. ARNÓR PÉTURSSON, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Opið bréf til Péturs Blöndals Frá Arnóri Péturssyni: Arnór Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.