Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 29 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Þú færð jólagjafirnar fyrir starfsfólkið hjá okkur Jólagjafir starfsfólksins ER ÞESSI BÓK... ...með svarið sem þú hefur leitað að - en aldrei fundið?! Handbók byggð á reynslu, þekkingu, skilningi og umfram allt kærleika. „Svo kom sá dagur að áhættan sem fylgdi því að vera lokaður blómhnappur varð sársaukafyllri en áhættan sem fylgdi því að opna sig og blómstra.“ Er ekki kominn tími til að gera það bara? „Æðisleg bók sem stelpur á öllum aldri þurfa að eiga. Fann strax við fyrsta lestur ýmsar leiðbeiningar sem ég get notfært mér.“ Sóley Elíasdóttir, leikkona. Bókin er jákvæð, hnitmiðuð og vel orðuð, hvorki of stíf né of væmin. Fjallar um flesta þætti sem konur þurfa að hyggja að til að byggja upp jákvætt og heilsteypt líf.“ Stella Sæmundsdóttir, verslunarstjóri Betra Líf. „Frábær bók. Einföld og raunhæf og auðvelt að fylgja leiðbeiningunum í henni.“ Herdís Finnbogadóttir, sálfræðinemi við Háskóla Íslands. „Yfirgripsmikil og góð handbók sem hentar vel þeim sem vilja breyta um lífsstíl. Í bókinni er fjöldi gagnlegra heimilda og tilvísana. Hún nær kjarnanum úr mörgum mjög merkum fræðum. Það er mikil þörf fyrir þessa bók.“ Anna Katrín Ottesen, sjúkraþjálfari. Þessi „litla“ bók getur breytt „stórum“ hlutum til góðs í lífi þínu - og annarra. ALLUR INNBLÁSTUR KEMUR FRÁ ANDANUM... ... og lögmál hans eru jafn raunveruleg og þyngdarlögmálið! Þetta er bók sem mun fylgja þér svo lengi sem þú spyrð spurninga og vilt fá svör. Dan Millman er þekktur í heimalandi sínu fyrir ótrúlegt andlegt þrek sem hann þurfti að nota þegar hann varð fyrir hræðilegu slysi. Þá skrifaði hann metsölubókina „Way of The Peaceful Warrior“ sem farið hefur sigurför um allan heim. „Við erum í mikilli þörf fyrir bækur eins og þessa. Láttu hana ekki fram hjá þér fara.“ John Bradshaw, höfundur bókarinnar Heimkomunnar. „Þessa bók er ekki hægt að leggja frá sér. Hún er full af andlegum gullmolum.“ Gerald G. Jampolsky, höfundur bókarinnar Fyrirgefningin - heimsins fremsti heilari. Þú getur öðlast dýpri merkingu, tilgang og tengingu við sköpunarverkið með því að taka eitt skref: opna bók sem þú munt leita í aftur og aftur, eftir innblæstri og leiðbeiningum á lífsins leið. LÖGMÁL SEM MUNU HJÁLPA ÞÉR YFIR HVERJA HINDRUN SEM LÍFIÐ LEGGUR FYRIR ÞIG Á LEIÐ TIL MEIRI ÞROSKA! Símar 435 6810, 698 3850 og 891 6811. „JÓLABAROKK“-tónleikar fóru fram sl. laugardag í tónlistarhúsi Kópavogs. Skv. tónleikaskrá voru tónleikarnir jafnframt útgáfutón- leikar hljómdisksins „Bon appétit – frönsk barokktónlist“ og styrktir af franska sendiráðinu. Burtséð frá hressum litlum ókynntum inngangsmarsi á barokk- óbó, tenór-tom-tom (úr trommusetti) og írska rammatrommu, sem kallaði áheyrendur í sætin, voru tónleikarn- ir að mestu á bljúgari nótum, enda fasta hljóðfæravalið í lágværari end- anum. Einföldust var tónlist Marins Marais (nemanda St. Colombe); 4 stuttir þættir úr Pièce en trio nr. 2 í g (1692), leiknir af öllum septettnum sem hlaut að riðla nokkuð samvægi raddanna þriggja. Sjöþætt Þriðja svíta Pierres Danicans Philidors frá um 1717 fyrir tvær flautur og „fylgi- rödd“ skartaði fjörugri fúgu í lokin en var annars ekki ýkja grípandi. Sónatan í C-dúr Op. 27,1 frá 1730 fyrir óbó og fylgibassa eftir Joseph Bodin de Boismortier hljómaði eft- irtektarverðari og gutlaði mjög á gikknum í lokin þó að inngangs- allemandan væri fullhæg fyrir „Gay- ment“-forskrift. P. D. Philidor var bitastæðari í seinna innslagi sínu, 5. svítu í e úr fyrrnefndum ópus fyrir blokkflautu og fylgibassa (bassalútan þjorba (theorbe) hér í stað sembals). Alle- mandan (II.) var þokkafull og Sara- bandan (III.) sérlega falleg. Mest hékk þó á músíkbeinum í 4 þáttum úr Deuxième Récreation le Musique Op. 8 eftir fiðlusnillinginn Jean Mar- ie Leclair l’ainé frá um 1737, kannski að hluta fyrir ítölsku og þýzku áhrif- in í verkinu. Forleikurinn var skeytt- ur gustmikilli fúgu í ¾, síðan kom bráðsnotur Forlane og Sarabanda, en endaði með sérkennilegum Tambourin I. Allt var leikið af alúð, þó að heildin hefði að ósekju mátt njóta meiri krafts og gáska í túlkun og tempó- vali. Þá virtist hér sem í undan- gengnum verkum messa di voce- „kjökur“ flautnanna ögn yfirdrifið einstaka sinnum. Spurning er reynd- ar hvort sá upphafshyggjukækur hafi almennt náð að laða jafnmarga yngri hlustendur að og hann hefur fælt eldri frá. Ef ekki, mætti því ætla að verr væri farið en heima setið. Hitt má svo e.t.v. hugleiða, eins og undirr. gerði nýlega í málsgrein sem felld var niður vegna plássleysis, hvort örva mætti slaknandi áhuga síðari ára á eldri fornmúsík með nýt- ingu „sýnilegri“ þátta eins og dansi (sbr. danshóp Véronique Daniels fyrir ári í Hafnarborg), sjónleiks- þáttum eða litskrúðugum búningum, t.d. að hætti sænska Ensemble Vill- ancico-hópsins í Norræna húsinu 25.2. 1997. Eða jafnvel teygja sig svo langt að yfirfæra gömlu tónlistina í djass- eða rokksamhengi með „cross-over“-útsetningum. Alltjent ætti bezta tónlistin betra skilið en að hverfa úr lifandi flutningi hérlendis eins og nú virðast horfur á, þrátt fyr- ir ómissandi framlag hérumrædds tónlistarhóps, sem að vísu hefur ver- ið nánast einn um hituna á okkar litla markaði. TÓNLIST Salurinn Frönsk barokkverk eftir Marais, P. D. Philidor, Boismortier og Leclair. Camilla Söderberg blokkflautur, Martial Nardeau & Guðrún S. Birgisdóttir barokkflautur, Peter Tompkins barokkóbó, Ólöf S. Ósk- arsdóttir gamba, Snorri Örn Snorrason þjorba, Elín Guðmundsdóttir semball. Laugardaginn 30. nóvember kl. 16. KAMMERTÓNLEIKAR Hálfdauft jólabarokk Ríkarður Ö. Pálsson KARLAKÓRINN Heimir úr Skaga- firði heimsækir höfuðborgina a.m.k. einu sinni á ári og syngur fyrir höf- uðborgarbúa. Engin undantekin er á því nú og mun kórinn að þessu sinni halda aðventutónleika í Langholts- kirkju á föstudagskvöld kl. 20.30. Kórinn á 75 ára afmæli hinn 27. desember og segir Páll Dagbjarts- son, formaður kórsins, að þess verði minnst á ýmsan hátt. „Meðal annars verður gert myndband um sögu kórsins, sem nú er í lokavinnslu, hjá Plús film og Sveini Sveinssyni og verður það frumsýnt í Bifröst á Sauðárkróki í tengslum við afmæl- ið.“ Karlakórinn hélt aðventutónleika í Miðgarði sl. laugardag og var mik- ill fjöldi gesta saman kominn til að hlýða á söng karlanna. Að venju var söngskrá kórsins fjölbreytt og fyrir hlé einkenndist hann af hefðbundnum karlakórs- lögum ásamt sígildum lögum úr óp- eruheiminum, en eftir hlé voru ein- göngu flutt verk sem tengjast komandi hátíð. Einsöngvarar með kórnum voru þau Svana Berglind Karlsdóttir og Sigfús Pétursson og urðu þau og kórinn að syngja mörg aukalaög. Páll Dagbjartsson sagði þetta að- ventukvöld skemmtilega viðbót við hefðbundið starf Heimis, en í fyrra brá kórinn á það nýmæli að halda aðventutónleika í byrjun aðventu og væntir þess að það gæti fest sig í sessi. Það sýndi sig að þrátt fyrir að margt væri í gangi hefði aðsókn ver- ið góð í bæði skiptin sem aðventan hefði verið sungin inn af kórnum. Heimir syngur í Langholtskirkju Sauðárkóki. Morgunblaðið. Kristinn Hallsson bassbaríton heitir tvöfaldur geisla- diskur og er hér kominn þver- skurður af ferli Kristins annars vegar og hins vegar samvinna þeirra Kristins og Árna Kristjánssonar í febr- úar 1965. Á þeim diski eru ýmsar perlur íslenskra söngbókmennta og erlend lög þar sem rísa hæst fimm söngvar úr Svanengesang eftir Schu- bert. Á fyrri disknum eru íslensk söng- lög og óperuaríur, söngdansar og skemmtilög. Elstu lögin á disknum voru tekin upp 1954 þegar Kristinn var nýkominn heim úr söngnámi í London, eru það lögin Dísa og Nótt. Það yngsta, Bjórkjallarann, söng hann í sjónvarpsþætti 1985. Mikið efni af söng Kristins er til í Ríkisútvarpinu og þaðan er flest það fengið sem heyra má í þessari útgáfu og hefur Þórir Steingrímsson tækni- maður endurunnið upptökurnar. Útgefandi eru Söngvinir Kristins. Ríkisútvarpið, Menningarsjóður Ís- landsbanka og menntamálaráðu- neytið styrktu útgáfuna. Edda dreifir. Sönglög Rautt silkiband er með söng Hólm- fríðar Jóhann- esdóttur. Undir- leikarar á píanó eru Hreiðar Ingi Þorsteinsson og Lára S. Rafnsdótt- ir. Diskurinn hefur að geyma íslensk sönglög eftir Hreiðar Inga Þor- steinsson við ljóð Nínu Bjarkar Árna- dóttur og Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð Steins Steinarr. Hólmfríður útskrifaðist sem ein- söngvari frá Schubert Konserva- torium árið 1996. Hún stefnir á söng- kennarapróf við Konunglega Tónlistarháskólann í London. „Síðastaliðið vor fór ég að lesa ljóð Nínu Bjarkar og heillaðist af hrein- skilninni og tilfinningum í ljóðum hennar. Ég fékk þá hugmynd að velja ljóð frá ýmsum tímabilum og setja saman í flokk. Ég hafði samband við Hreiðar og bað hann um að semja ljóðaflokk fyrir mig. Í júní fékk ég Ólaf Elíasson til að taka upp lög Gunnars. Þau lög hafði ég unnið fyrr á árinu. Lög Hreiðars og Gunnars eru mjög ólík sem skapar fjölbreytni. Í október voru lög Heiðars tekin upp,“ segir Hólmfríður um tilurð plötunnar. Hólmfríður gefur út. Upptökur fóru fram í Víðistaðakirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.