Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 12
„ÞETTA er annasamt en mjög skemmtilegt tímabil. Bókabúðir skipa sérstakan sess í huga fólks, ekki síst fyrir jólin. Við leggjum áherslu á að kynna okkur vel þær bækur sem við seljum og getum því ráðlagt fólki hvaða bækur henta hverjum og einum, eftir aldri og áhugamálum,“ segir Arndís B. Sig- urgeirsdóttir, framkvæmdastjóri bókabúða Máls og menningar. Arndís tók nýlega við fram- kvæmdastjórastarfinu, en áður starfaði hún í fimm ár sem for- stöðumaður bensínstöðva hjá Skeljungi og þar áður í 10 ár sam- tals hjá Hagkaupum, sem versl- unarstjóri og starfsmannastjóri síðustu árin. „Ég kom til starfa hjá bókabúðum Máls og menningar 12. september og fljótlega var ég kom- in á bólakaf í jólabókaflóðið. Við rekum sex bókabúðir á höfuðborg- arsvæðinu. Bókabúðin á Laugavegi 18 er þeirra stærst og áreiðanlega þekktust. Svo er önnur búð við Hlemm, sú þriðja í Síðumúla, fjórða í Mjóddinni, sú fimmta í Hamraborg og loks erum við með lítið útibú í Bankastræti, í upplýs- ingamiðstöð ferðamanna. Fyrir jól- in leggjum við mikla áherslu á all- ar nýjar bækur á markaðnum, enda sækir fólk fyrst og fremst í þær á þessum árstíma. Auðvitað bjóðum við einnig upp á eldri bæk- ur, en við teljum okkur sérstaklega skylt að gera nýjum bókum hátt undir höfði á þessum árstíma.“ Arndís segir að samkeppnin við stórmarkaði í bóksölu sé töluverð, en slík samkeppni geri bókabúð- irnar aðeins betri. „Stórmark- aðirnir selja bækur í sex vikur fyr- ir jól, en við leggjum metnað okkar í að selja þær allan ársins hring. Oft hafa stórmarkaðir þann hátt- inn á að nánast gefa gamlar bækur með kjötinnkaupunum og við höf- um grínast með að kannski ættum við að gefa gamalt kjöt með nýju bókunum. En við erum ekki kjöt- salar. Bókabúðirnar eru sérversl- anir, sem þýðir að starfsfólkið býr yfir mikilli þekkingu. Hjá bókabúð- um Máls og menningar er hafður sá háttur á, að starfsfólkið les þær bækur sem koma út og leggur sig fram um að veita ráð. Svo pökkum við bókunum inn í fallegan jóla- pappír, ef fólk óskar eftir. Ég get nefnt sem dæmi, að síðasta laug- ardag var Anna Einarsdóttir, sem allir viðskiptavinir verslunarinnar á Laugavegi 18 þekkja, önnum kaf- in við að velja bækur sem fastir viðskiptavinir ætla að gefa ætt- ingjum og vinum í jólagjöf, og pakka þeim inn. Eftir áratugastarf þekkir Anna kúnnahópinn vel og slík persónuleg þjónusta er mörg- um ómetanleg.“ Bók er góð gjöf Arndís hefur ekki áhyggjur af því að bókaverslanir líði undir lok vegna samkeppninnar frá stór- mörkuðum, enda segir hún þær vel samkeppnisfærar í verði. „Bóka- búðir Máls og menningar eru til dæmis með 30% afslátt á öllum nýj- um bókum um helgina, þar á meðal eru bækur á metsölulistanum og nýjar barnabækur. Auk þess eru eldri bækur á allt að 50% afslætti. Þá má ekki gleyma því að hérna ríkir sérstök stemmning, fólk handleikur bækurnar í sínu rétta umhverfi, spjallar hvað við annað og við starfsfólkið og gefur sér góðan tíma, því það er ekki á hlaupum við önnur innkaup. Við höfum líka kappkostað að bjóða upp á ýmsar skemmtilegar uppá- komur. Á föstudögum er alltaf „föstudagsbræðingur“ á Lauga- veginum milli kl. 17 og 18, þar sem rithöfundar lesa úr verkum sínum og tónlistarmenn leika. Þar eru líka alltaf sérstakar stundir fyrir börnin á laugardögum kl. 11. Þá hópast börnin í barnadeildina, setj- ast þar á dýnur og hlusta á upp- lestur. Sum koma svo vel undirbúin að þau hafa með sér nesti, svo þau njóta þess að hreiðra um sig með bækurnar. Í auglýsingum okkar líkjum við bókaúrvalinu við jóla- hlaðborð, enda er hér miklar kræs- ingar að finna fyrir lestrarhesta.“ Starfsmenn bókabúða Máls og menningar eru um 60, en í jóla- mánuðinum fjölgar þeim í 90. Opn- unartíminn verður langur, eins og vænta má í desember og sem dæmi má nefna að á aðfangadag verður verslunin á Laugavegi opin frá kl. 10–15. „Allir vita að bók er góð gjöf og við hlökkum til að leiðbeina þeim sem eru komnir í þröng á að- fangadag. Það á að vera gaman að kaupa bók og bókabúðir Máls og menningar vilja halda í þá stemmn- ingu, ekki síst í jólamánuðinum.“ Framkvæmdastjóri bókabúða Máls og menningar á bólakafi í jólabókaflóðinu Kræsingar fyrir lestrarhesta Arndís B. Sigurgeirsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóri bókabúða Máls og menningar í september. Morgunblaðið/Kristinn FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðið í frétta- stjórastöðu eftir helgi REIKNAÐ er með að útvarpsráð af- greiði á fundi á þriðjudag umsóknir um stöðu fréttastjóra Ríkissjón- varpsins. Sjö sækja um: Elín Hirst varafréttastjóri, G. Pétur Matthías- son fréttamaður, Hjálmar Blöndal Guðjónsson blaðamaður, Logi Berg- mann Eiðsson varafréttastjóri, Sig- ríður Árnadóttir varafréttastjóri og Valgerður A. Jóhannsdóttir frétta- maður. Páll Benediktsson dró um- sókn sína til baka. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út í lok október og voru um- sóknir kynntar á fundi útvarpsráðs sem var haldinn um mánaðamótin. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segir að fyr- irhugað hafi verið að taka afstöðu til umsókna á fundi sem haldinn var á Akureyri um miðjan mánuðinn. Ekki hafi allir getað sótt þann fund og því hafi málinu verið frestað. Búið var að boða fund sl. þriðjudag þar sem fjalla átti um málið. Gunnlaugur sagðist ekki hafa getað mætt á þann fund og því hafi honum verið frestað um viku. Hann segist reikna með að málið verði afgreitt nk. þriðjudag. Forseti Íslands í Bonn 50 ára stjórnmála- sambands ríkjanna minnst FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt í gær fyrirlestur í boði Háskólans í Bonn, þar sem hann ræddi m.a. um samskipti Þýskalands og Norður-Evrópu og hlutverk hins „Nýja norðurs“ í alþjóðlegu sam- hengi og samvinnu við önnur ríki. Þá flutti hann ávarp á sýningu í Borg- arbókasafni Kölnar sem helguð er ævi og verkum Halldórs Laxness. Opinberri heimsókn forsetans til Þýskalands lauk í gærkvöldi með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands þar sem flutt var verk eftir Jón Nordal. Í gær átti forsetinn einnig viðræð- ur við Peer Steinbruck forsætisráð- herra Nordrhein-Westfalen og heim- sótti forseta þingsins og þingmenn. Fyrr í vikunni átti forsetinn við- ræður við forystumenn stofnana Sameinuðu þjóðanna í Bonn. Meðal þess sem rætt var um voru nýjar áherslur í heilbrigðismálum, barátta við útbreiðslu farsótta í heiminum og menntamál. Þá var fjallað um hættur sem stafa af loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi í veröldinni. Þá heimsótti forsetinn minningar- hús Konrdads Adenauers, fyrrver- andi kanslara, í Rhöndorf. Í tilefni af hálfrar aldrar afmæli stjórnmála- sambands milli Þýskalands og Ís- lands afhenti hann safninu að gjöf ljósmynd af bréfi Adenauers til ís- lenskra ráðamanna fyrir hálfri öld þar sem kanslarinn greinir frá ósk þýskra stjórnvalda um að tekið verði upp stjórnmálasamband milli ríkjanna og að þýskt sendiráð verði stofnað hér á landi. Ávarp á bókmenntavöku Forsetinn heimsótti einnig CAES- AR-stofnunina í Bonn (Center for Advanced European Studies and Research) þar sem m.a. var kynnt tækni við fjarlækningar. Um kvöldið flutti forsetinn ávarp á bókmenntavöku sem helguð var Halldóri Laxness á aldarafmæli hans og fjórir íslenskir höfundar, Arnald- ur Indriðason, Einar Már Guð- mundsson, Steinunn Sigurðardóttir og Thor Vilhjálmsson, lásu úr verk- um sínum. Þá var opnuð sýning á verkum Einars Fals Ingólfssonar ljósmyndara, Sögustaðir. IEVA Pukite og Kaspars Goba eru lettneskir blaðamenn sem dvöldu um mánaðarskeið á Ís- landi í haust og kynntu sér land og þjóð með það fyrir augum að fjalla um landið í máli og myndum í lettneskum fjölmiðlum. Nutu þau styrks frá Norrænu ráðherranefndinni, sem veittur er fagfólki frá Eystrasaltslöndunum til mislangrar starfsmenntunar- dvalar á einu Norðurlandanna. Ieva er blaðamaður á Diena, stærsta dagblaði Lettlands, og Kaspars er ljósmyndari sem myndar aðallega fyrir tímarit sem gefin eru út í Riga. Morgunblaðið tók þau tali við lok Íslandsdvalar þeirra. „Íslendingar eru sérvitringar,“ segir Kaspars við spurningunni um það hvers þau hefðu orðið vís- ari um land og þjóð, og vitnar í kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar Á köldum klaka, sem fjallar um ævintýri sem ungur Japani lendir í á Íslandi. Þykir Kaspars sú mynd endurspegla nokkuð vel þá sérvizku sem einkennir Íslend- inga, án þess þó að vilja taka þá mynd sem dregin er upp af Ís- lendingum í kvikmyndinni of bókstaflega, enda sé hún greini- lega byggð að miklu leyti upp á „absúrd-húmor“. En þau Kaspars og Ieva eru sammála um að hin einstæða náttúra sem Ísland býr yfir eigi sér greinilega samsvörun í sérkennum fólksins sem hefur búið í þessu sérstæða landi í þús- und ár. Að þeirra mati felst í þessu skýringin á því hve frá- brugðnir Íslendingar eru öðrum Norðurlandabúum. „Það er eitthvað alveg sérstakt við eyjasamfélög,“ segir Ieva um þetta. Kaspars segir íslenzkt nú- tímasamfélag greinilega vera að gera það bezta úr þeim aðstæðum sem það býr við; það sé sjálfstætt en samt í góðum tengslum við al- þjóðasamfélagið, og hér ríki þægileg öryggiskennd gagnvart umheiminum – Lettar, sem vegna nábýlis við stórþjóðir hafa þurft að þola margt í sögu sinni, geti sannarlega öfundað Íslendinga af þessari stöðu. Reykjavík minnsta stórborgin Þau Kaspars og Ieva eru líka sammála um að í Reykjavík hafi maður sannarlega ekki á tilfinn- ingunni að vera á neinum út- kjálka. „Reykjavík er minnsta stórborg í heimi,“ segir Kaspars. Menningarlíf sé hér í miklum blóma og sjálfstraust ríkjandi meðal íbúanna, ekkert „útkjálka- mentalítet“. Þau stallsystkinin nýttu tímann vel, ferðuðust víða um landið og tóku fjölda fólks tali sem að þeirra mati fæst við eitthvað at- hyglisvert; skáld, heimildamynda- smið, kvenprest, jarðvísinda- menn, fjölmiðlafólk, stjórnmála- menn, svo dæmi séu nefnd. Afrakstur þessarar efnisöflunar þeirra mun birtast í lettneskum blöðum og tímaritum en þau hafa jafnframt gælt við þá hugmynd að taka saman eins konar landkynn- ingarbók um Ísland fyrir landa sína. Það veltur þó á ýmsu hvort af því geti orðið. Kaspars hefur reyndar áður komið til Íslands; hann hefur haldið sýningu á ljós- myndum sem hann tók á Íslandi sumarið 1998 (nokkrar myndanna er hægt að skoða á heimasíðu ís- lenzka konsúlatsins í Lettlandi, www.islande.lv/ main.htm?gal- erija). Þau Kaspars og Ieva eru bæði á þeirri skoðun að hið litla, sjálf- stæða og velmegandi íslenzka samfélag geti verið þeirra eigin þjóð fyrirmynd; ef Lettar haldi vel á sínum spilum næstu árin og áratugina, eftir að hafa endur- heimt frelsi sitt og sjálfstæði fyrir rúmum áratug, sé hægt að ímynda sér að lettneskt samfélag líkist meir og meir því samfélagi sem þau fengu að kynnast hér haustið 2002. Glöggt er gestsaugað „Íslendingar eru sér- vitringar“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Lettnesku blaðamennirnir Kaspars Goba og Ieva Pukite. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.