Morgunblaðið - 05.12.2002, Side 19

Morgunblaðið - 05.12.2002, Side 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 19 AKHMED Zakajev, sendimaður for- seta Tétsníu, sakaði dönsk stjórn- völd um að hafa haldið honum í póli- tískri gíslingu eftir að danska dómsmálaráðu- neytið ákvað að hafna beiðni rúss- neskra yfirvalda um að framselja hann til að hægt yrði að sækja hann til saka í Rússlandi fyrir meinta aðild að hryðjuverkum. Zakajev sagði á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær að leiðtogar Tétsena væru tilbúnir að hefja við- ræður við rússnesk stjórnvöld án skilyrða til að binda enda á stríðið í Tétsníu. Talsmaður sérstaks erindreka Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í málefnum Tétsníu hafnaði þessu til- boði og lýsti Zakajev sem glæpa- manni. „Skoðanir Zakajevs skipta ekki máli,“ sagði hann. „Við sættum okkur ekki við aðra lausn en þá að hann verði framseldur og leiddur fyrir rétt. Í augum okkar er hann glæpamaður.“ „Pólitísk ákvörðun“ Zakajev var leystur úr haldi án skilyrða í fyrradag eftir að hafa verið í fangelsi í Danmörku í 34 daga. Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa metið sönnunargögn rússneskra yfirvalda í málinu að þau hefðu ekki sannað það með óyggjandi hætti að Zakajev væri viðriðinn hryðjuverk. „Danska stjórnin tók pólitíska ákvörðun með því að handtaka mig,“ hafði danska dagblaðið Politiken eft- ir Zakajev í gær. „Mér var haldið sem pólitískum gísli í hneykslismáli Rússlands og Danmerkur. Fram- koma Rússa var yfirgengileg. Rúss- nesk yfirvöld storkuðu dönsku lög- reglunni með því að senda framsals- beiðni og bendla mig við hryðjuverk. Ég skil þó vel að hún skuli hafa ákveðið að handtaka mig.“ Zakajev lagði áherslu á að hann væri ekki reiður dönskum yfirvöld- um. „Danmörk er réttarríki og sam- kvæmt reglunum átti lögreglan að handtaka mig. Fái menn slíka fram- salsskipun þurfa þeir auðvitað að bregðast við henni. En Danmörk reyndi líka að draga úr þrýstingi Rússa með því að handtaka mig. Rússar eru ólíkir Dönum að því leyti að þeir telja það ekki skipta sköpum að þeir skuli ekki geta lagt fram neinar sannanir gegn mér. Það sem skiptir máli í augum Rússa er að ég er Tétseni og einn af pólitísku leið- togunum.“ Fagnar áfrýjun Ákvörðun danskra stjórnvalda olli gremju og vonbrigðum í Rússlandi. Stjórnin í Moskvu sakaði Dani um að hafa hafnað framsalsbeiðninni af „pólitískum ástæðum“ í andstöðu við loforð sín um að taka þátt í alþjóð- legu baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi í heiminum. Rússneskir embættismenn sögð- ust ætla að áfrýja ákvörðun Dana til Mannréttindadómstóls Evrópu og Zakajev fagnaði því. „Rússar gera tétsensku stjórninni greiða með því að skjóta málinu til Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Ég ætla að nota þetta mál til að vekja athygli á skelfi- legum aðgerðum og mannréttinda- brotum Rússa í Tétsníu. Ég ætla að krefjast þess að dómstóllinn og Evr- ópusambandið hefji rannsókn á því sem er að gerast í Tétsníu.“ Lene Espersen, dómsmálaráð- herra Danmerkur, vísaði því alger- lega á bug að þær ákvarðanir, sem teknar voru í máli Zakajevs, væru af pólitískum rótum runnar. „Ég vil fullvissa ykkur um í eitt skipti fyrir öll að ákvarðanir okkar í málinu byggjast aðeins á dönsku framsals- lögunum og evrópska framssalssátt- málanum,“ sagði ráðherrann. Rússar afhentu Dönum yfirlýsing- ar manna sem sagðir voru hafa orðið vitni að hryðjuverkum tétsenskra uppreisnarmanna en danska dóms- málaráðuneytið segir að vitnisburð- urinn hafi einkennst af ónákvæmni. Rússnesk yfirvöld hafi fengið vitn- isburðinn eftir að Zakajev var hand- tekinn í Kaupmannahöfn og verjend- ur hans hafi ekki fengið tækifæri til að yfirheyra vitnin. Vilja óháð ákæruvald Danska ríkisútvarpið hafði eftir Ole Espersen, fyrrverandi dóms- málaráðherra Danmerkur, að mál Zakajevs sýndi að rjúfa þyrfti tengsl- in milli dómsmálaráðuneytisins og ákæruvaldsins. Það myndi eyða öll- um grunsemdum um að pólitískir hagsmunir réðu ferðinni ef ákæru- valdið væri óháð ríkisstjórninni. Birthe Rønn Hornbech, talsmaður Venstre-flokksins í dómsmálum, kvaðst einnig vera hlynnt því að þessi tengsl yrðu rofin. „Það er óheppilegt að dómsmálaráðuneytið skuli fara með æðsta ákæruvaldið,“ sagði hún. Zakajev er enn í Kaupmannahöfn og hefur ekki ákveðið hvort hann eigi að fara frá Danmörku eða óska þar eftir hæli sem pólitískur flóttamaður. Rússnesk yfirvöld hafa sent aðildar- ríkjum Interpol beiðni um handtöku Zakajevs og hann myndi því taka áhættu með því að fara til annarra landa. Zakajev segist hafa ver- ið í pólitískri gíslingu Rússar hafna tilboði Zakajevs um friðar- viðræður og lýsa honum sem glæpamanni Akhmed Zakajev

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.