Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐALHEIÐUR hefurkynnt sjónarmið sín á op-inberum vettvangi, með-al annars í Morgun- blaðinu og í Tímariti lögfræðinga (3. hefti 2001: Umhverfisvernd í gísl- ingu rökvillu? Hugleiðingar um mat á umhverfisáhrifum). Aðalheiður er í doktorsnámi í um- hverfisrétti við Háskólann í Uppsöl- um og kennari í umhverfisrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Oftrú á mat á umhverfisáhrifum Aðalheiður telur alvarlega galla vera á núgildandi lögum um mat á umhverfisáhrifum og segir hún að margir hafi tekið undir það sjónar- mið. Að hennar mati byggjast lögin og framkvæmd þeirra á ákveðnum misskilningi. Hún telur að hér á landi ríki mikil trú, ef til vill oftrú, á mati á umhverfisáhrifum en það eitt og sér leysi hvorki né komi í veg fyr- ir óæskileg umhverfisáhrif fram- kvæmda. Með góðum rökum má sýna fram á að lögin um mat á um- hverfisáhrifum og framkvæmd þeirra stuðli að vissu leyti að falskri öryggiskennd. Mat á umhverfis- áhrifum, þ.e. hið eiginlega mat, er ein af nokkrum aðferðum sem nota má til þess að greina og lýsa um- hverfisáhrifum sem tilteknar fyrir- hugaðar framkvæmdir eru taldar hafa í för með sér og auðveldar mat- ið að finna ráðstafanir til þess að draga úr áhrifunum, þ.e.a.s. ef slíkar ráðstafanir eru fyrir hendi. Tvíþætt ferli Aðalheiður segir að hafa beri í huga að mat á umhverfisáhrifum sé flókið og margslungið fyrirbæri sem lúti tiltekinni hugmyndafræði og þróaðri aðferðafræði. „Sumt hefur með lög og framkvæmd þeirra að gera, annað ekki. Hér á landi er að- allega tvennt fólgið í matinu. Annars vegar undirbúningur og opinber yf- irferð matsskýrslunnar, hið eigin- lega umhverfismat, og hins vegar er það málsmeðferðin sem er viðhöfð þegar matsskýrslan er yfirfarin af yfirvöldum, sérfræðingum og al- menningi. Það er einungis að óveru- legu leyti hægt að festa í lög hvernig á að vinna hið eiginlega mat og matsskýrsluna sem slíka. Lög geta kveðið á um hvaða þætti eigi að taka fyrir í skýrslunni og í meginatriðum hvaða áhrifum á að gera grein fyrir, eins og gert er í lögunum um mat á umhverfisáhrifum. Hins vegar þurfa reglur um málsmeðferðina að vera lögfestar, einkum ef vikið er frá al- mennum reglum þar að lútandi. Í löggjöf þeirra ríkja sem ég hef skoð- að og samkvæmt tilskipunum EB er tilgreint hvað á að fjalla um í mats- skýrslu en einungis að óverulegu leyti hvernig. Einnig ber að hafa í huga að löggjöf sem fjallar um þessa þætti og málsmeðferðina er mis- munandi hjá einstökum ríkjum og erfitt er að bera þessi atriði saman og það þarf töluverða þekkingu á réttarkerfum viðkomandi ríkja svo að hægt sé að gera sér grein fyrir því hvernig þetta raunverulega virk- ar lagalega séð.“ Aðalheiður segir að mat á um- hverfisáhrifum eigi fyrst og fremst að leiða í ljós þau umhverfisáhrif sem búist er við að fylgi tiltekinni framkvæmd eða starfsemi. „Það sem er svo sláandi í íslensku lögun- um er að þau gera beinlínis ráð fyrir því að ekki sé hægt að fallast á fram- kvæmd hafi hún umtalsverð um- hverfisáhrif þótt markmið laganna sé að tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmd, sem kann vegna staðsetningar, starfsemi sem henni fylgir, eðlis eða umfangs að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, hafi farið fram mat á umhverfis- áhrifum framkvæmdar,“ segir Aðal- heiður. „Það er ekki tilgangur mats á umhverfisáhrifum að hindra fram- kvæmdir jafnvel þótt þær hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Matið er gert til þess að komast að því til hvers framkvæmdir kunna að leiða, að svo miklu leyti sem slíkt er mögulegt, svo að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um það hvort í þær skuli ráðist. Meðal annars vegna þess að áhrif tiltekinna fram- kvæmda eru umtalsverð er svo áríð- andi að tryggja að almenningur og aðrir sem láta sig umhverfismál varða, t.d. frjáls félagasamtök, eigi ríkan rétt til þess að taka þátt í málsmeðferðinni. Í EB-tilskipunun- um, sem gilda innan EES-svæðisins, og öllum þeim alþjóðasamningum sem ég hef skoðað og varða mat á umhverfisáhrifum með einum eða öðrum hætti eru nokkuð vel sam- ræmdir listar yfir framkvæmdir og starfsemi sem eru matsskyldar. Þessir listar, einkum og sér í lagi sá sem er í viðauka 1 með íslensku lög- unum, gera ráð fyrir því að fram- kvæmdir sem þar eru taldar upp hafi í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif eða kunni að hafa slík áhrif. Það þarf hvorki að sanna né afsanna það. En það þarf að komast að því og meta í hverju þessi áhrif eru fólgin í einstökum tilvikum og lýsa þeim, svo og að fjalla um hvern- ig og hvort hægt er að bregðast við áhrifunum sem stundum er mögu- legt. Íslensku lögin og framkvæmd þeirra eru að mínu mati byggð á ákveðnum misskilningi. Hann er sá að til þess að fá heimild til fram- kvæmda samkvæmt 11. grein lag- anna verður að „afsanna“ að um- hverfisáhrifin geti orðið umtalsverð eða sýna fram á það með öðru móti og hefur þessi kvöð verið lögð á framkvæmdaraðila. Þetta er ekki í samræmi við EB-tilskipunina né al- þjóðlega samninga sem lúta að þessu málefni og er í ósamræmi við tilgang og markmið mats á umhverf- isáhrifum, þar að auki er þetta órök- rétt því fyrir liggur að umhverfisáhrifin verði umtalsverð eða líkleg- ast að svo verði. Til viðbótar þessu þá er sönnun af þessu tagi oftast ómöguleg þegar um umfangsmiklar og flóknar framkvæmdir er að ræða og jafn- framt ónauðsynleg þar sem almennt séð er ekki óheimilt að ráðast í framkvæmdir hér á landi sem hafa í för með sér umtals- verð umhverfisáhrif. Í ákveðnum tilvikum kann það hins vegar að vera óráðlegt að ráðas framkvæmdir vegna ástæðna sem er allt annað m Úrskurður á ekki v Orðalag 11. greinar lag mat á umhverfisáhrifum g einnig að verkum að niður skurðar Skipulagsstofnun einungis verið með tvennu Að framkvæmdin hafi um umhverfisáhrif eða að hún ekki. „Þetta er ofureinfö mat á umhverfisáhrifum marga þátta sem taka verð og þetta kemur glöggt fra úrskurðum sem fyrir liggja legt er að koma fram m niðurstöðuna í einni setn held að þeir sem t.d. hafa skurð Skipulagsstofnunar u lingaölduveitu séu margi orðlausir yfir því hvernig h komast að þeirri niðurs heildaráhrif framkvæmda umhverfið séu ekki umtals flestir þættir endurskoðun lagsstofnunar á framlagð skýrslu innihaldi aðra ni Það hljóta allir að sjá að n sem þessi er ótrúverðug falska öryggiskennd. Orð greinar laganna undirstrik gölluð lögin eru og að mín opinber endurskoðun á mats á umhverfisáhrifum fara fram í formi úrskurða ástæðurnar einkum lögfr sem óþarft er að fara ítar hér.“ Séríslenskt fyrirbæ Aðalheiður segir að þes að kveða upp úrskurð um tekin framkvæmd hafi mik umhverfisáhrif og tengja h framkvæmdar án þess þ leyfi til framkvæmdar sé að sennilega séríslenskt f „Það að miðlæg stofnun, á A dó Við Kringilsárrana. Alvarlegir g um mat á um Aðalheiður Jóhanns- dóttir lögfræðingur hefur gagnrýnt ým- islegt í íslenskri umhverfislöggjöf og bent á atriði sem betur mættu fara, m.a. atriði sem varða lög um mat á um- hverfisáhrifum. ÍSLAND OG HERNAÐARGETA NATO Sérkennilegar umræður áttu sérstað á Alþingi í fyrradag í tilefni afskuldbindingu ríkisstjórnarinnar um að kosta loftflutninga á vegum Atl- antshafsbandalagsins (NATO) fyrir allt að 300 milljónum króna, komi til aðgerða á vegum þess. M.a. var spurt hvort verið væri að hverfa frá her- og vopnleysis- stefnu Íslands, gefnar yfirlýsingar um að Ísland ætti ekki að taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum og fullyrt að verið væri að hverfa frá óbifanlegri samstöðu um að Íslendingar skyldu aldrei eiga að- ild að neins konar hernaðaraðgerðum. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að NATO er hernaðarbandalag, þótt það hafi góðu heilli sjaldan þurft að beita herstyrk sínum. Þegar Ísland gerð- ist aðili að bandalaginu á sínum tíma átti landið engan her og hafði engar forsend- ur til að koma sér upp herafla. Bæði skorti alla hefð fyrir slíku hér á landi og Íslendingar voru jafnframt fátæk þjóð, sem hafði ekki efni á að gera fullnægj- andi ráðstafanir til að verja landið. Framlag okkar til sameiginlegs öryggis vestrænna ríkja fólst fyrst og fremst í að leggja til aðstöðu, sem auðvitað var mik- ilvægur þáttur í hernaðarlegri uppbygg- ingu bandalagsins til varnar hættunni af árás Sovétríkjanna. Viðbúnaður Atlantshafsbandalagsins miðast nú ekki lengur við varnir gegn allsherjarárás að austan, heldur að verj- ast t.d. hryðjuverkaárásum og fást við af- leiðingar þeirra, setja niður staðbundnar deilur og annast friðargæzlu. Aðgerðir af þessu tagi útheimta ýmiss konar þekk- ingu og getu, sem borgaralegir starfs- menn eru jafnvel betur í stakk búnir að láta í té en hermenn. Samvinna þessara hópa fer vaxandi á ýmsum sviðum. Það blasir við að ýmiss konar sérfræðiþekk- ing og geta, sem Íslendingar búa yfir, getur nýtzt NATO til að sinna breyttu hlutverki og þá er sjálfsögð skylda Ís- lands að leggja slíkt af mörkum, enda höfum við núorðið fjárhagslegar forsend- ur til að leggja það sama af mörkum hlut- fallslega og önnur ríki bandalagsins. Ísland hefur þegar lagt sitt lóð á vog- arskálarnar; læknar, hjúkrunarfræðing- ar, upplýsingafulltrúar og flugumferðar- stjórar hafa t.d. farið til starfa við friðargæzlu á Balkanskaga og starfað þar innan hersveita ríkja NATO. Þeir eru þátttakendur í hernaðarlegri aðgerð, sem lýtur stjórn hermanna, þótt þeir sinni aðeins borgaralegum störfum og enginn ætlist til þess af þeim að þeir taki þátt í vopnaviðskiptum, enda hafa þeir enga þjálfun hlotið til slíks. Þátttaka Íslands í loftflutningum á vegum Atlantshafsbandalagsins yrði væntanlega af sama toga; farþega- og flutningaflugvélar yrðu notaðar þar sem þær kæmu að gagni, t.d. við flutninga liðs, búnaðar og vista en eðli málsins samkvæmt ættu þær ekkert erindi til svæða þar sem beinna hernaðarátaka mætti vænta, enda eru þær hvorki búnar til þess né flugmenn þeirra þjálfaðir til að takast á við slíkar aðstæður. Þetta liggur svo fullkomlega í augum uppi að það er merkilegt að heila utandagskrárumræðu þurfi á hinu háa Alþingi til að útskýra það fyrir þingmönnum. Það breytir ekki því að með þessu framlagi tekur Ísland þátt í að efla getu Atlantshafsbandalagsins til hernaðaraðgerða, sem gæti þurft að grípa til í því skyni að verjast hættu, tryggja frið og efla öryggi. Það er sjálf- sögð skylda okkar sem aðildarríkis bandalagsins. LYF OG GAGNAGRUNNAR Frumvarp heilbrigðisráðherra um aðTryggingastofnun ríkisins setji upp lyfjagagnagrunna vekur ýmsar spurn- ingar. Samkvæmt frumvarpinu verður Tryggingastofnun falið að setja á lagg- irnar tvo gagnagrunna, annan persónu- greinanlegan en hinn ekki, um afgreiðslu lyfja til sjúklinga. Auk Tryggingastofn- unar myndu Lyfjastofnun og Landlækn- isembættið hafa aðgang að upplýsingum úr persónugreinanlega grunninum. Til- gangurinn er samkvæmt athugasemdum með frumvarpinu að „koma í veg fyrir misnotkun ávana- og fíknilyfja og færa sönnur á ólögmæta háttsemi, að greina og skoða tilurð lyfjaávísana með tilliti til lyfjakostnaðar og til endurgreiðslu lyfja- kostnaðar einstaklinga“. Samkvæmt núgildandi lyfjalögum, sem breytast ef frumvarpið verður sam- þykkt, er lyfsölum skylt að afhenda Tryggingastofnun stafrænar upplýsing- ar um afgreiðslu lyfja. Þá er landlækni heimilt að kalla eftir tölvuskráðum upp- lýsingum frá apótekum. Í lögunum er hins vegar ekki kveðið á um heimild til varðveislu og vinnslu þessara upplýs- inga. Í greinargerð frumvarpsins segir að örðugt geti verið að greina á milli lög- mætrar og ólögmætrar háttsemi. Dæmi séu um að fíkniefnaneytendur gangi á milli lækna og fái ávísun á ávana- og fíknilyf til eigin neyslu eða sölu. Þá geti komið upp tilvik þar sem læknir ávísar sjálfum sér óhóflegu magni ávana- og fíknilyfja til eigin nota. Af þeim sökum sé mikilvægt að landlæknir fái „í undan- tekningartilvikum“ beinan aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum á rafrænu formi. Þannig sé hægt að greina vandann á markvissari og skjótari hátt en áður. Vissulega er nauðsynlegt að fylgjast vel með því að ávana- og fíknilyf séu ekki misnotuð líkt og því miður eru dæmi um. Það er hins vegar álitamál hvort það rétt- læti að settur sé á laggirnar rafrænn gagnagrunnur með persónugreinanleg- um upplýsingum. Með nýrri tækni verður stöðugt auð- veldara að safna saman upplýsingum um einstaklinga. Eftir því sem upplýsing- arnar verða umfangsmeiri og viðkvæm- ari er meiri hætta á að þær verði misnot- aðar með einum eða öðrum hætti. Í þeim gagnagrunni sem rætt er um að koma á laggirnar yrði ekki einungis að finna upplýsingar um þá sem misnota kerfið heldur alla þá sem þurfa að nota lyf af þessu tagi, oft mjög veikt fólk. Trúnaður á milli læknis og sjúklings er eitt af grundvallaratriðum heilbrigðiskerfisins. Er réttlætanlegt að upplýsingum, sem í raun ættu að vera trúnaðarmál læknis og sjúklinga, sé safnað saman í persónu- greinanlegan grunn? Hversu margir starfsmenn þeirra stofnana, sem til- greindar eru í frumvarpinu, munu hafa aðgang að persónugreinanlegum upplýs- ingum? Hversu lengi eru upplýsingar vistaðar í grunninum? Hversu „mark- vissari og skjótari“ verður baráttan gegn misnotkun með tilkomu gagnagrunns? Þessum spurningum og mörgum til við- bótar verður að svara áður en hægt er að réttlæta að tekið verði enn eitt skref í átt að Stórabróður-samfélagi þar sem upp- lýsingum um einkahagi fólks er safnað saman af ríkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.