Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 59

Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 59
LAUGAVEGI 97 • KRINGLUNNI • SMÁRALIND NÝTT Í VERO MODA Ný snyrtivörulína Verð 390-990 Nýjar jólavörur vikulega MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 59 DOGMA-kvik- myndagerð Danans Lars Von Triers og félaga hans hefur vakið athygli um heim allan enda getið af sér sterkar myndir á borð við Veisluna, Myrkra- dansarann og Ítölsku fyrir byrj- endur. Því hlaut að koma að því að djarf- ari leikstjórar í bíóborginni í vestri myndu láta til leiðast og freista þess að takast á við þetta krefjandi kvik- myndaform þar sem blátt bann er lagt við tæknibrellum og eftir- vinnslu, nokkuð, sem menn hafa hingað til ekki getað verið án í Hollywood. Því kemur það ekki á óvart að það skuli vera Steve Soderberghs sem ryður braut dogma-mynda vestra, en hann hefur margsinnis sýnt að hann er leikstjóri sem þorir, getur og vill. Og það sem meira er þá nýt- ur Soderbergh svo mikillar virð- ingar í bíóborginni eftir sigurgöngu myndanna Erin Brockovich og Traf- fic að stórstjörnurnar slást um að fá að vera með í myndum hans, sama hvað hann tekur sér fyrir hendur. Full Frontal heitir dogma-myndin hans og skartar stjörnum á borð við Juliu Roberts, Brad Pitt, David Duchovny og Chatherine Keener. Myndin var frumsýnd vestanhafs fyrr á árinu við blendnar viðtökur enda voru menn í meira lagi tvístíg- andi yfir henni. Sagan er líka snúin og flæðir milli nokkurra frásagn- arsviða, svolítið í stíl við myndir Ro- berts Altmans, þar sem sífellt bætist við kvikmynd inni í kvikmyndinni. Þannig breytast persónur mynd- arinnar í leikara, sem eru að leika í bíómynd sem verið er að gera í bíó- myndinni og útkoman verður eins og spegilmynd í spegli. Óhjákvæmi- lega ruglingslegt en þeir sem séð hafa segja að sjón sé sögu ríkari. At- hyglisvert er að sjá einn fremsta leikstjóra Bandaríkjanna í dag reyna sig við dogma-reglurnar. Hugmynd Soderberghs er, hvað sem öðru líður, frumleg og sniðug og bregður upp skemmtilegum sjón- arhornum á kvikmyndaformið. Full Frontal verður sýnd í Regn- boganum í dag kl. 17.30, á morgun og um helgina kl. 22.30 og á mánu- dag og þriðjudag kl. 17.30. Miða- verð er 500 kr. fyrir meðlimi Bíó- félagsins 101 en 800 kr. fyrir aðra. Dogma-tilraun Soder- berghs og stjarnanna hans Hvernig skyldi Julia líta út þegar hún þarf að greiða sér sjálf og farða? Hér er hún ásamt Blair Underwood í Full Frontal. Bíófélagið 101 sýnir myndina Full Frontal TENGLAR .................................................... www.biofelag.co.is Sýnd kl. 6 og 8. www.laugarasbio.is BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER Sýnd kl. 10. B. i. 16. . “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4.30, 7 og 10. B. i. 12 ára. RadíóX DV Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30. FULL FRONTAL Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 11.10. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com www.regnboginn.is RadíóX DV

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.