Morgunblaðið - 28.12.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 28.12.2002, Síða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 23 BRAUTSKRÁÐIR voru 40 stúd- entar og 20 nemar af starfs- og verknámsbrautum frá Verkmennta- skólanum á Akureyri á laugardag. Edda Rós Þorsteinsdóttir, af hönnunar- og textílkjörsviði, hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í list- og verkgreinum, Húni Heiðar Hallsson hlaut viður- kenningu fyrir framlag til félagslífs nemenda og þrír nýstúdentar, landsliðsfólk á skíðum, þau Helgi Heiðar Jóhannesson, Karen Reyn- isdóttir og Skapti Brynjólfsson hlutu viðurkenningu frá skólanum. Alls hófu 1.070 nemendur nám í dagskóla í haust, 70 í kvöldskóla og 650 í fjarnámi. Fram kom í máli Hjalta Jóns Sveinssonar skóla- meistara að nemendur hefðu verið fleiri nú í vetur en undanfarnar annir, en um 1.100 manns hófu nám við skólann. „Við teljum að við þurf- um a.m.k. 1.100 nemendur og mætt- um við gjarnan setja markið hærra, 1.150–1.200 nemendur til þess að hinar ýmsu deildir skólans yrðu reknar með sem mestri hag- kvæmni,“ sagði skólameistari. Hann sagði stöðuna þá að enn á ný horfðu menn fram á hallarekst- ur, sem jafnvel myndi nú knýja menn til að endurskoða námsfram- boð skólans með það fyrir augum að hætta rekstri dýrustu verknáms- deildanna. Til þess kæmi þó von- andi ekki, að sögn Hjalta Jóns, en hann gerði bága fjárhagsstöðu framhaldsskólanna að umtalsefni í ræðu sinni. Hann ræddi einnig þá breytingu sem yrði í starfsemi skólans næsta haust þegar nemendur VMA fengju inni á Nemendagörðum við heima- vist Menntaskólans, alls 130 rými. Tilkoma heimavistar gerði skólan- um í ríkara mæli en áður mögulegt að taka við nemendum utan hefð- bundins upptökusvæðis skólans. Sagði Hjalti Jón að áhersla yrði lögð á að kynna deildir eins og tré- smíði, matvæla- og listnámsbrautir, enda nýbúið að taka í notkun glæsi- legt húsnæði undir starfsemi þeirra og unnt að taka á móti fleiri nem- endum en nú stunda þar nám. Eins væri hægt að taka við fleiri nemum á vélstjórnarbraut. Húsnæðið væri dýrt í rekstri og því væri forsvars- mönnum skólans mjög umhugað um að fjölga nemendum á þessum svið- um. „Næsta vor munum við fara í aukna markaðssetningu með það í huga að höfða til heimila og nem- enda af öllu landinu. Nú er okkur ekkert að vanbúnaði lengur þar eð öll starfsemi skólans er að komast í endanlegt húsnæði hér í Eyralands- holtinu,“ sagði skólameistari. Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri Stefnt að því að fjölga nemendum ALLHARÐUR árekstur varð laust eftir hádegi í gær á Drottning- arbraut við Leirunesti, þegar tveir bílar skullu saman. Farþegi í öðrum bílanna var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. Tildrög slyssins eru þau að annarri bif- reiðanna var ekið út af bifreiða- stæði við nestið og beint í veg fyrir bíl sem ekið var eftir Drottning- arbrautinni. Að því búnu kastaðist hún á staur. Báðir bílarnir skemmdust mikið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Einn á slysadeild MJÖLL hf. hefur keypt fyrirtækja- þjónustu Höfða ehf. að Hafnarstræti 34 á Akureyri í þvotti og hreinsun og tekur við rekstrinum frá og með næstu áramótum. Starfsemin verður þá flutt í húsnæði Mjallar við Aust- ursíðu á Akureyri. Eigendur Höfða, Björgvin Yngva- son og Birna Guðrún Hermannsdótt- ir, munu áfram annast sölu á hrein- gerningarefnum, bjóða upp á fatalitun, leigu og sölu á dúkum og aðra tengda þjónustu. Mjöll hefur að undanförnu verið í örum vexti og hefur breyst úr því að vera eingöngu framleiðandi hrein- lætisvara yfir í alhliða þjónustufyr- irtæki í hreinlætisvöru iðnaði. Þann- ig tók Mjöll við rekstri þvottahúss FSA fyrir nokkrum mánuðum og keypti einnig rekstur og tækjabúnað Fatahreinsunarinnar í Hofsbót og var starfsemin flutt að Austursíðu. Mjöll hefur einnig byggt upp þjón- ustu í ræstingum og þrifum. Með kaupum á þvottahúsi og fatahreins- un Höfða er Mjöll nú eitt stærsta fyrirtæki landsins á þessu sviði. Mjöll kaupir fyrir- tækjaþjónustu Höfða SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað út laust fyrir kl. hálf sex á annan dag jóla vegna reyks í íbúð í fjölbýlishúsi við Hjalla- lund. Brunnið hafði við á eldavél og var eldhús íbúðarinnar fullt af reyk. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og stigagang. Talið er að nokkrar reykskemmdir hafi orðið á eldhúsi samkvæmt upp- lýsingum frá slökkviliði. Að öðru leyti var fremur rólegt hjá slökkviliði yfir hátíðina, nokkuð var um sjúkraflutninga að venju og þá var farið í eitt sjúkraflug á aðfangadag, frá Höfn í Hornafirði til Reykja- víkur. Íbúðin full af reyk Rökkuróperan „Vaxandi áhyggjur séra Sigríðar af hnignandi siðferði alþýðunnar,“ verður flutt í bragga við Litla-Garð, skammt norðan Akureyrarflugvallar, í kvöld, 28. desember og á mánudagskvöld, 30. desember, kl. 21. Það eru Helgi og hljóðfæraleikararnir sem standa fyrir uppákomunni. Allir textar verksins eru eftir Helga Þórsson, en tónlistina samdi hljómsveitin í sameiningu. Rökkuróperan gerist á súlustað og birtast þar fulltrúar hinna ýmsu stétta og hópa sem álit hafa á gleðihúsum af því tagi, segir í frétt frá hljómsveitinni. Gestasöngvarar taka þátt í óp- erunni, m.a. Kristján Pétur Sig- urðsson og Erna Hrönn Ólafs- dóttir. Í DAG Kvenfélagið Baldursbrá heldur sitt árlega jólaball í safnaðarsal Gler- árkirkju í dag, laugardaginn 28. des., kl. 15. Dansað verður í kringum jóla- tréð og jólasveinninn hefur lofað að líta í heimsókn. Kvenfélagskonur vilja þakka stuðninginn og bjóða öll- um er vilja koma frítt inn nú sem endranær segir í frétt frá félaginu. www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.