Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 23 BRAUTSKRÁÐIR voru 40 stúd- entar og 20 nemar af starfs- og verknámsbrautum frá Verkmennta- skólanum á Akureyri á laugardag. Edda Rós Þorsteinsdóttir, af hönnunar- og textílkjörsviði, hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í list- og verkgreinum, Húni Heiðar Hallsson hlaut viður- kenningu fyrir framlag til félagslífs nemenda og þrír nýstúdentar, landsliðsfólk á skíðum, þau Helgi Heiðar Jóhannesson, Karen Reyn- isdóttir og Skapti Brynjólfsson hlutu viðurkenningu frá skólanum. Alls hófu 1.070 nemendur nám í dagskóla í haust, 70 í kvöldskóla og 650 í fjarnámi. Fram kom í máli Hjalta Jóns Sveinssonar skóla- meistara að nemendur hefðu verið fleiri nú í vetur en undanfarnar annir, en um 1.100 manns hófu nám við skólann. „Við teljum að við þurf- um a.m.k. 1.100 nemendur og mætt- um við gjarnan setja markið hærra, 1.150–1.200 nemendur til þess að hinar ýmsu deildir skólans yrðu reknar með sem mestri hag- kvæmni,“ sagði skólameistari. Hann sagði stöðuna þá að enn á ný horfðu menn fram á hallarekst- ur, sem jafnvel myndi nú knýja menn til að endurskoða námsfram- boð skólans með það fyrir augum að hætta rekstri dýrustu verknáms- deildanna. Til þess kæmi þó von- andi ekki, að sögn Hjalta Jóns, en hann gerði bága fjárhagsstöðu framhaldsskólanna að umtalsefni í ræðu sinni. Hann ræddi einnig þá breytingu sem yrði í starfsemi skólans næsta haust þegar nemendur VMA fengju inni á Nemendagörðum við heima- vist Menntaskólans, alls 130 rými. Tilkoma heimavistar gerði skólan- um í ríkara mæli en áður mögulegt að taka við nemendum utan hefð- bundins upptökusvæðis skólans. Sagði Hjalti Jón að áhersla yrði lögð á að kynna deildir eins og tré- smíði, matvæla- og listnámsbrautir, enda nýbúið að taka í notkun glæsi- legt húsnæði undir starfsemi þeirra og unnt að taka á móti fleiri nem- endum en nú stunda þar nám. Eins væri hægt að taka við fleiri nemum á vélstjórnarbraut. Húsnæðið væri dýrt í rekstri og því væri forsvars- mönnum skólans mjög umhugað um að fjölga nemendum á þessum svið- um. „Næsta vor munum við fara í aukna markaðssetningu með það í huga að höfða til heimila og nem- enda af öllu landinu. Nú er okkur ekkert að vanbúnaði lengur þar eð öll starfsemi skólans er að komast í endanlegt húsnæði hér í Eyralands- holtinu,“ sagði skólameistari. Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri Stefnt að því að fjölga nemendum ALLHARÐUR árekstur varð laust eftir hádegi í gær á Drottning- arbraut við Leirunesti, þegar tveir bílar skullu saman. Farþegi í öðrum bílanna var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. Tildrög slyssins eru þau að annarri bif- reiðanna var ekið út af bifreiða- stæði við nestið og beint í veg fyrir bíl sem ekið var eftir Drottning- arbrautinni. Að því búnu kastaðist hún á staur. Báðir bílarnir skemmdust mikið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Einn á slysadeild MJÖLL hf. hefur keypt fyrirtækja- þjónustu Höfða ehf. að Hafnarstræti 34 á Akureyri í þvotti og hreinsun og tekur við rekstrinum frá og með næstu áramótum. Starfsemin verður þá flutt í húsnæði Mjallar við Aust- ursíðu á Akureyri. Eigendur Höfða, Björgvin Yngva- son og Birna Guðrún Hermannsdótt- ir, munu áfram annast sölu á hrein- gerningarefnum, bjóða upp á fatalitun, leigu og sölu á dúkum og aðra tengda þjónustu. Mjöll hefur að undanförnu verið í örum vexti og hefur breyst úr því að vera eingöngu framleiðandi hrein- lætisvara yfir í alhliða þjónustufyr- irtæki í hreinlætisvöru iðnaði. Þann- ig tók Mjöll við rekstri þvottahúss FSA fyrir nokkrum mánuðum og keypti einnig rekstur og tækjabúnað Fatahreinsunarinnar í Hofsbót og var starfsemin flutt að Austursíðu. Mjöll hefur einnig byggt upp þjón- ustu í ræstingum og þrifum. Með kaupum á þvottahúsi og fatahreins- un Höfða er Mjöll nú eitt stærsta fyrirtæki landsins á þessu sviði. Mjöll kaupir fyrir- tækjaþjónustu Höfða SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað út laust fyrir kl. hálf sex á annan dag jóla vegna reyks í íbúð í fjölbýlishúsi við Hjalla- lund. Brunnið hafði við á eldavél og var eldhús íbúðarinnar fullt af reyk. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og stigagang. Talið er að nokkrar reykskemmdir hafi orðið á eldhúsi samkvæmt upp- lýsingum frá slökkviliði. Að öðru leyti var fremur rólegt hjá slökkviliði yfir hátíðina, nokkuð var um sjúkraflutninga að venju og þá var farið í eitt sjúkraflug á aðfangadag, frá Höfn í Hornafirði til Reykja- víkur. Íbúðin full af reyk Rökkuróperan „Vaxandi áhyggjur séra Sigríðar af hnignandi siðferði alþýðunnar,“ verður flutt í bragga við Litla-Garð, skammt norðan Akureyrarflugvallar, í kvöld, 28. desember og á mánudagskvöld, 30. desember, kl. 21. Það eru Helgi og hljóðfæraleikararnir sem standa fyrir uppákomunni. Allir textar verksins eru eftir Helga Þórsson, en tónlistina samdi hljómsveitin í sameiningu. Rökkuróperan gerist á súlustað og birtast þar fulltrúar hinna ýmsu stétta og hópa sem álit hafa á gleðihúsum af því tagi, segir í frétt frá hljómsveitinni. Gestasöngvarar taka þátt í óp- erunni, m.a. Kristján Pétur Sig- urðsson og Erna Hrönn Ólafs- dóttir. Í DAG Kvenfélagið Baldursbrá heldur sitt árlega jólaball í safnaðarsal Gler- árkirkju í dag, laugardaginn 28. des., kl. 15. Dansað verður í kringum jóla- tréð og jólasveinninn hefur lofað að líta í heimsókn. Kvenfélagskonur vilja þakka stuðninginn og bjóða öll- um er vilja koma frítt inn nú sem endranær segir í frétt frá félaginu. www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.