Morgunblaðið - 19.01.2003, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 29
um er byggja mikið á útflutningi hafa tekið af-
stöðu með evrunni en önnur eru hikandi og jafn-
vel á móti.
Launþega-
hreyfingin
vill risasjóði
Heildarsamtök
sænsku launþega-
hreyfingarinnar, LO,
ákváðu á þingi sínu ár-
ið 2000 að taka ekki
endanlega afstöðu til
málsins en lýstu jafnframt þeim forsendum, sem
væru nauðsynlegar að þeirra mati til að hægt
væri að styðja EMU. Ber þar hæst að samtökin
vilja að settir verði á laggirnar sérstakir jöfn-
unarsjóðir til að draga úr áhrifum hagsveiflna og
að myndað verði áhrifamikið efnahagsráð, sem
aðilar vinnumarkaðarins eigi aðild að. LO telur
vissulega að jöfnunarsjóðirnir geti ekki tekið við
því hlutverki, sem seðlabankinn gegnir í dag, en
séu þó skárri en ekkert. Er meðal annars horft til
Finnlands í þessu samhengi þar sem jöfnunar-
sjóðakerfi var tekið upp samhliða EMU-aðild.
Rök LO eru þau að reynslan sýni að almennt
launafólk sé þrisvar sinnum líklegra til að missa
vinnuna í kreppu en aðrir og því verði einhver
trygging að vera til staðar þótt aldrei verði alveg
hægt að koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi í nið-
ursveiflu. Hugmyndir LO eru ekki fullmótaðar,
t.d. varðandi það hvernig eigi að beita sjóðunum,
en þó liggur fyrir að samtökin telja að þá beri að
fjármagna með opinberu fé. Þá telja hagfræð-
ingar samtakanna að sjóðirnir þurfi að vera af
stærðargráðunni 20–75 milljarðar sænskra
króna, allt eftir því hvaða forsendur menn gefa
sér um verðteygni launa. Sjóðir af slíkri stærð
ættu að mati þeirra að geta tryggt allt að 20 þús-
und störf í 1–2 ár. Monica Arvidsson, hagfræð-
ingur hjá LO, segir að sjóðir séu æskilegri lausn
en að reyna að bregðast við með fjárveitingum af
fjárlögum, sökum þess hve tímafrekar slíkar að-
gerðir séu. Líta eigi á þessa sjóði sem trygging-
arsjóði ekki ósvipuða sjúkratrygginga- og at-
vinnuleysissjóðum.
Ríkisstjórn jafnaðarmanna hefur verið treg til
að taka undir þessa hugmynd en starfshópur á
vegum stjórnarinnar vinnur nú að því að finna
lausn, sem launþegahreyfingin geti sætt sig við.
Ráðherrann Per Nuder segist ekki hrifinn af
hugmyndinni um stóra ríkissjóði. Að hans mati er
besta vörnin traust ríkisfjármál og afgangur af
fjárlögum er gefi svigrúm til aðgerða.
Í vor mun skýrast hver endanleg afstaða LO
verður en þó liggur þegar fyrir að samtökin
hyggjast ekki beita sér með beinum hætti þó svo
að þau kunni að lokum að mæla með upptöku evr-
unnar. Þess í stað ætla þau að standa fyrir upp-
lýsingaherferð þar sem farið verður yfir jafnt
kosti sem galla hins sameiginlega gjaldmiðils.
Andstaða frá
vinstri og hægri
Sænskir Evrópuand-
stæðingar hafa til
þessa fyrst og fremst
komið af vinstri væng
stjórnmálanna. Umhverfisflokkurinn og Vinstri-
flokkurinn hafa verið andsnúnir þátttöku Svía í
Evrópusamstarfinu og sömuleiðis hefur mikla
andstöðu verið að finna í vinstri armi Jafnaðar-
mannaflokksins.
Andstöðu vinstriflokkanna má rekja til þeirrar
grundvallarafstöðu að þeir eru á móti aðild Svía
að ESB. Lars Ohly, þingmaður og einn helsti
leiðtogi Vinstriflokksins, segir það enn vera
stefnu flokksins að Svíar eigi að segja sig úr sam-
bandinu þó svo að hann virði niðurstöðu þjóð-
aratkvæðagreiðslunnar frá 1994. Það er margt
innan ESB sem er vinstrimönnum ekki að skapi
og þá ekki síst þróunin í átt að evrópsku sam-
bandsríki og hugmyndir um sameiginlegan for-
seta og herafla. Þá telja þeir áformin um sameig-
inlega stefnu í efnahags- og peningamálum í eðli
sínu vera hægrisinnaða markaðsstefnu og það
breyti engu um afstöðu þeirra hvort EMU skili
efnahagslegum árangri eða ekki.
Helsti munurinn á þjóðaratkvæðagreiðslunni
um EMU og þeirri sem haldin var árið 1994 um
ESB-aðild er sá að nú gætir einnig mikillar og
vaxandi andstöðu meðal hægriflokkanna. Þótt
flokkarnir sjálfir og leiðtogar þeirra hafi tekið af-
stöðu með evrunni hafa áhrifamiklir menn, jafnt
innan Hægriflokksins sem Þjóðarflokksins, hafið
baráttu gegn upptöku evrunnar. Fyrir skömmu
voru stofnuð samtökin Borgarar gegn EMU en
þar fara fremstir í flokki tveir fyrrum seðlabanka-
stjórar, þeir Lars Wohlin og Bengt Dennis, auk
þekktra áhrifamanna úr viðskiptalífi. Stofnun
samtakanna hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og
talið er að þau geti haft mikil áhrif á stuðnings-
menn hægriflokkanna. Gagnrýni þessa hóps á
evruna er fyrst og fremst efnahagslegs eðlis.
Lars Wohlin segir það vera lykilatriði að menn
telji óráðlegt að leggja niður sænska seðlabank-
ann og taka þess í stað upp fasta gengisskrán-
ingu. Það sé ekki heppilegt að Evrópski seðla-
bankinn verði seðlabanki Svía þar sem Svíþjóð sé
einungis lítið brot af evrusvæðinu. Hann telur
Svía hafa náð gífurlegum árangri í efnahagsmál-
um frá því í byrjun síðasta áratugar er tekin var
upp fljótandi gengisskráning og verðbólgumark-
mið. Með fastri gengisskráningu missi menn
mikilvæg hagstjórnartæki á borð við vexti og
þess í stað verði að reyna að tryggja stöðugleika
með öðrum aðferðum, s.s. miðstýrðum kjara-
samningum er geti haft hrikalegar afleiðingar.
Þá sé mjög erfitt að nota ríkisfjármálin til að
jafna út hagsveiflur. Það taki langan tíma að
knýja aðgerðir í gegn og hætta á að þegar að-
gerðirnar fari að hafa áhrif hafi efnahagssveiflan
snúist við. Þannig geti menn lent í að beita
þensluhvetjandi aðgerðum á þensluskeiði eða að-
gerðum til að slá á þenslu þegar efnahagskerfið
sé á leið í lægð. Slíkar aðgerðir yrðu því til að
magna vandann í stað þess að leysa hann.
Að auki bendir hann á að 40% af útflutningi
Svía séu tengd Bandaríkjadollar og það geti því
haft mjög slæm áhrif á sænskan útflutningsiðn-
að, t.d. skógariðnað og bifreiðaframleiðslu, að
tengjast evrunni. Stóru gjaldmiðlarnir í heimin-
um, dollar og evra, lúti ákveðnum lögmálum er
hafi ekkert með samkeppnishæfni einstakra
ríkja að gera. Gengi þeirra ráðist af straumum á
alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Fjármagn fær-
ist á milli þeirra og þegar gengi annars gjaldmið-
ilsins hækkar lækkar gengi hins. „Við eigum því
að vera í miðjunni, þar er stöðugleikinn,“ segir
Wohlin.
Gagnrýni þessa hóps beinist ekki síst gegn evr-
unni sjálfri, sem Wohlin segir vera gjaldmiðil án
fjármálamiðstöðvar. Öll meginviðskipti með evru
og skuldabréf í evrum fari fram í London, sem sé
alþjóðleg fjármálamiðstöð. Bretland sé ekki hluti
af evrusvæðinu og litlar líkur á að það breytist.
„Ég held að það sé engin ástæða til að endur-
skoða afstöðuna til evrunnar fyrr en og ef Bretar
taka ákvörðun um aðild að EMU,“ segir Wohlin.
Hann telur að evran muni hins vegar breyta um
eðli ef Bretar taki þátt. Án þeirra en með vænt-
anlegri aðild ríkja í austurhluta Evrópu sé hins
vegar vart við því að búast að menn beri mikið
traust til hennar.
Þeir sem gagnrýna evruna út frá efnahags-
legum forsendum benda gjarnan á Þýskaland
sem dæmi um hversu slæm áhrif EMU geti haft.
Þýskaland eigi nú við alvarlega efnahagslega erf-
iðleika að stríða en enginn seðlabanki sé til staðar
til að ýta undir þenslu með vaxtalækkunum. Þá
breytist gengisskráningin ekki heldur. Í slíkri
stöðu séu ekki margir kostir. Helst sé hægt að
lækka laun, flytja út vinnuafl eða auka sveigj-
anleika á vinnumarkaði og í efnahagslífi. Þýska
dæmið sýni hins vegar að hinn pólitíski raunveru-
leiki einstakra landa breytist ekki þrátt fyrir
EMU-aðild.
Þjóðverjar haldi þannig áfram að hækka laun
og herða reglur á vinnumarkaði.
Í viðræðum við forystumenn á hægri væng
sænskra stjórnmála er greinilegt að þar telja
margir að með því að gangast undir þau ströngu
skilyrði er fylgja aðild að EMU verði auðveldara
að knýja fram breytingar á sænska kerfinu.
Raunar er það sjónarmið algengt meðal margra í
viðskiptalífinu að allt sé betra en að lúta stjórn
sænskra stjórnmálamanna. Wohlin telur slík
sjónarmið, sem einnig eru áberandi í atvinnulíf-
inu, bera vott um óskhyggju og uppgjöf. Hann
telur ljóst að ríkjum verði refsað fyrir fjárlaga-
halla en ekki annað. „Halda menn virkilega að
Brussel muni knýja fram stefnu sem er í and-
stöðu við vilja sænskra kjósenda?“
Hann telur málið fyrst og fremst snúast um
efnahagsmál og að rök um aukin pólitísk áhrif
séu léttvæg. Vilji menn að Svíar fái raunveruleg
pólitísk áhrif eigi þeir að ganga í Atlantshafs-
bandalagið. Um það sé nú jafnvel rætt í Finn-
landi. Það sé ekki marktækt að segja hættu á að
Svíar verði afskiptir þegar þeir treysti sér ekki
einu sinni til að starfa með vestrænum ríkjum og
Rússum innan NATO.
Það er augljóst að sú mikla athygli sem sjón-
armið Wohlins og annarra andstæðinga evrunnar
hafa fengið í Svíþjóð veldur stuðningsmönnum
evrunnar áhyggjum. Samtök er styðja aðild hafa
til að mynda reynt að svara rökum þeirra lið fyrir
lið. Meðal annars eru færð rök fyrir því að betri
staða sænsks efnahagslífs og aukinn stöðugleiki á
undanförnum árum sé ekki því að þakka að Svíar
hafi staðið utan evrusvæðisins heldur því að Svíar
hafi fylgt þeim skilyrðum er fylgja aðlögun að
EMU frá árinu 1995. Þá sé það rangt að Svíar séu
mjög háðir dollar. Þegar ríkin sem innan skamms
fá aðild að ESB taki upp evru verði 63% utanrík-
isviðskipta Svía við evrusvæðið. Samkvæmt upp-
lýsingum frá samtökum sænska atvinnulífsins
eru 78% viðskipta sænskra fyrirtækja við evru-
svæðið nú þegar öll í evrum, þ.e. verð og reikn-
ingar eru í evrum. Þar sem kostnaður sænskra
fyrirtækja er hins vegar í krónum myndast með
þessu veruleg gengisáhætta.
Margir efnahagssérfræðingar eru hins vegar
tvístígandi í afstöðu sinni. Hans Söderström,
fyrrum hagfræðiprófessor sem til skamms tíma
var forstjóri SNS, rannsóknarstofnunar tengdr-
ar atvinnulífinu, segist vera neikvæður út frá
hagfræðilegum sjónarmiðum. Líkt og flestir hef-
ur hann mestar áhyggjur af því að ekki verði
lengur hægt að jafna út hagsveiflur. Hins vegar
segir hann að ekki megi einblína á efnahagslegu
hliðina. Það verði líka að líta á fjármálahliðina.
Evran muni leiða til samruna fjármálafyrirtækja
í Evrópu á næstu árum og ef Svíar ætli að taka
þátt í þeirri þróun væri kostur að vera hluti af
evrusvæðinu.
Á næstu mánuðum munu jafnt stuðningsmenn
sem andstæðingar evrunnar reyna að sannfæra
kjósendur um að afstaða þeirra sé skynsamlegri
út frá efnahagslegum rökum. Margir óttast að
þetta muni rugla kjósendur í ríminu og að at-
kvæðagreiðslan geti að lokum farið að snúast um
allt annað en evruna, t.d. stuðning við ríkisstjórn-
ina eða afstöðuna almennt til Evrópusambands-
ins. Þar gæti margt haft áhrif, t.d. niðurstaða
framtíðarnefndar ESB sem nú vinnur að því að
leggja drög að sameiginlegri stjórnarskrá. Verði
niðurstaðan ekki Svíum að skapi gæti það dregið
úr stuðningi við evruna.
Morgunblaðið/RAXKalsaveður
„Þeir sem gagnrýna
evruna út frá efna-
hagslegum for-
sendum benda
gjarnan á Þýska-
land sem dæmi um
hversu slæm áhrif
EMU geti haft.
Þýskaland eigi nú
við alvarlega efna-
hagslega erfiðleika
að stríða en enginn
seðlabanki sé til
staðar til að ýta und-
ir þenslu með vaxta-
lækkunum.“
Laugardagur 18. janúar