Morgunblaðið - 19.01.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 19.01.2003, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 45 DAGBÓK Námskeið á vorönn hefjast 27. og 29. janúar BRIDSSKÓLINN Hefur stundum verið hnippt í þig til að vera „fjórði maður í brids“? Hinir þrír eru þá alvöru spilarar, en þú ert því miður bara til uppfyllingar, fjórði maður. Við tökum vel á móti fjórða manninum í Bridsskólanum og setjum markið hátt - eftir tíu kvölda námskeið verður þú kominn í hóp þeirra sem leitar að fjórða manninum. Byrjendanámskeið: Hefst 27. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23. Þú þarft ekkert að kunna, en ef þú þekkir ás frá kóng, þá er það bara betra. Þú mátt koma ein eða einn, með öðrum eða í hóp, og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða einhvers staðar þar á milli. Framhaldsnámskeið: Hefst 29. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23. Tími endurmenntunar er runninn upp. Þú þarft að læra kerfið al- mennilega, ná sambandi við makker í vörninni og hætta að spila niður þremur gröndum. Sem sagt - taka hlutina föstum tökum. Kennari á báðum námskeiðum er Guðmundur Páll Arnarson. Brids er gefandi leikur í skemmtilegum félagsskap. Komdu í klúbbinn. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. ATH. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði.                         Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 31. janúar og laugardaginn 1. febrúar í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi TRÉSKURÐUR Námskeið í myndskurði og öskjugerð hefst 11. febrúar. Kennt verður á gamalgrónu verkstæði á Laugavegi 100. Örn Sigurðsson myndskeri og húsgagnasmíðameistari. Skráning og nánari upplýsingar í síma 848 8659. Námskeið um meðvirkni janúar-apríl Lítið sjálfsmat, sífellt að reyna að þóknast öðrum, depurð/þunglyndi, þú tjáir þig ekki opinskátt um hvað þér býr í brjósti og veist ekki hver þú ert eða hverju þú vilt ná fram. - Þetta eru nokkrar ásjónur meðvirkni. Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt: - læra að þekkja meðvirkni og hvernig hún vinnur spellvirki á lífi þínu. - lækna þig af meðvirkni. Gitte Lassen, ráðgjafi, heilari og miðill, s. 861 3174. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ferð þér stundum of hægt í málum þannig að þú situr eftir með sárt ennið, þegar tækifærið er liðið hjá. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nú er rétti tíminn til að koma málstað sínum á framfæri en gættu þess að lofa engu sem þú veist að þú getur ekki staðið við. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öllu öðru svo þér takist að ljúka við þau verkefni sem fyrir liggja. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hafðu allt þitt á þurru í fjármálunum. Annað kallar bara á tóm vandræði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Lausn mála er nær en þú heldur. Leitaðu ráða hjá þeim sem eru reyndari en þú og þá áttu auðveldara með að taka af skarið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Alls ekki geyma það til morguns. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er að bretta upp erm- arnar og hefjast handa. Farðu þér samt í engu óðs- lega. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú verður að taka af skarið og hrinda málum í fram- kvæmd, þótt vinnufélagar þínir séu tregir í taumi. Sýndu ákveðni en vertu varkár um leið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forvitni þín vaknar og ímyndunaraflið fer á flug. Segðu hug þinn og farðu eftir eigin sannfæringu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hlustaðu vandlega á þá sem leita til þín með vandræði sín. Mundu að uppörvun reynist yfirleitt betur en gagnrýni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er margt sem liggur fyrir í dag og þú mátt hafa þig allan við ef þú ætlar að komast yfir öll verkefni dagsins. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Óhófleg ástundum fé- lagslífs að undanförnu hef- ur tekið sinn toll hjá þér. Líttu í eigin barm og reyndu að koma jafnvægi á líf þitt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Framkoma samstarfsfélaga þíns veldur þér hugarangri og þú skalt koma sjónar- miðum þínum á framfæri. Kannaðu hins vegar málið vandlega áður en þú lætur til skarar skríða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SUÐUR spilar fimm lauf og fær út hjartakóng og meira hjarta. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 52 ♥ G65 ♦ ÁG1043 ♣ÁK5 Suður ♠ ÁK84 ♥ 7 ♦ K6 ♣G98762 Vestur hafði sagt pass í upphafi, en stakk svo inn hjartasögn síðar. Að öðru leyti skiptu AV sér ekkert af sögnum. Settu þig í spor suðurs og reyndu að finna bestu leiðina. Þú færð þær upplýsingar í veganesti að laufið liggur ekki 4-0. Spilið er auðvitað á borð- inu ef laufið kemur 2-2 eða ef drottningin fellur stök. En ef drottningin er þriðja úti getur verið nauðsynlegt að fría slag á tígul. Til að byrja með er best að spila laufi á ásinn og kanna málið. Ef tían kemur í slaginn má trompa tvo spaða í borði og gefa slag á tromp. En það gerist ekkert merkilegt, báðir fylgja með bláhund- um. Nú er best að láta laufið eiga sig og fara í tígulinn: spila tveimur efstu og trompa tígul (með gosa): Norður ♠ 52 ♥ G65 ♦ ÁG1043 ♣ÁK5 Vestur Austur ♠ DG97 ♠ 1063 ♥ KD9842 ♥ Á103 ♦ 72 ♦ D985 ♣4 ♣D103 Suður ♠ ÁK84 ♥ 7 ♦ K6 ♣G98762 Síðan er laufi spilað á kóng og tígull aftur stung- inn. Nú er fimmti tígullinn frír og lokaverkið er að taka ÁK í spaða, trompa spaða, spila frítíglinum og henda spaða. Austur fær aðeins einn slag á lauf. Spilið er frá 13. umferð Reykjavíkurmótsins og fimm lauf voru sögð og unn- in á aðeins tveimur borðum af sextán. Þeir sagnhafar sem töpuðu fimm laufum tóku strax ÁK í laufi, en eftir þá byrjun vantar eina inn- komu í blindan til að nýta tígulinn (nema þá með trompsvíningu). Einhver pör reyndu líka sex lauf. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT SVEITIN MÍN Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Sigurður Jónsson frá Arnarvatni Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 19. jan- úar, er sextugur Jón Gunn- ar Gunnlaugsson, við- skiptafræðingur, Brekku- skógum 6, Bessastaða- hreppi. Eiginkona hans er Inga Ólafía Haraldsdóttir. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. ágúst 2002 í Lágafellskirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Vala Jóna Garðarsdóttir og Viðar Þórðarson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. desember 2002 í Dómkirkjunni af Hafliða Kristinssyni þau Sara Hjaltadóttir og John Matus- zak. Heimili þeirra er á Keflavíkurflugvelli. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. október 2002 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Sigríði Kristínu Helga- dóttur þau Dagbjört Lára Ragnarsdóttir og Kristinn Kristinsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 c5 4. Bd3 b6 5. 0-0 Bb7 6. c4 Be7 7. Rc3 d5 8. cxd5 exd5 9. Bb5+ Kf8 10. Be2 Rbd7 11. b3 a6 12. Bb2 Hc8 13. Hc1 h5 14. h3 Kg8 15. Re5 cxd4 16. Dxd4 Bc5 17. Df4 Rf8 18. Bf3 Re6 19. Df5 g6 20. Dd3 Rg5 21. Hfd1 Rxf3+ 22. Rxf3 De7 Staðan kom upp á Rilton Cup sem lauk fyrir skömmu í Stokkhólmi. Arthur Jussupov (2.622) hafði hvítt gegn Tom Wed- berg (2.530). 23. b4! Bxb4 23... Bd6 gekk ekki heldur upp vegna 24. Rxd5. 24. Rxd5! Rxd5 25. Hxc8+ Bxc8 26. Dxd5 Hh7 27. Dd8+ Df8 28. Dxf8+ Bxf8 29. Hd8 og svartur gafst upp enda verð- ur hann manni undir eftir t.d. 29... Be6 30. Ba3. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.         Hér stendur að það eigi að þynna málninguna! Smælki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.