Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lagabreyting nauðsynleg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að ef landslög leyfi að sýslað sé með fé á þann hátt sem fram komi í skýrslu skattrannsóknarstjóra um skattskil Jóns Ólafssonar, sé nauð- synlegt að breyta skattalöggjöfinni. Hún segir að full ástæða hafi verið til að gera þessa rannsókn. Deila verði leidd til lykta Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að deilan um afvopnun Íraka verði leidd til lykta „innan vikna“. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna er enn klofið í afstöðu sinni til þess hvort heimila eigi hern- aðaríhlutun til að tryggja að Írakar ráði ekki yfir gereyðingarvopnum. Færslu flýtt Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra hefur síðustu daga átt viðræður við Reykjavíkurborg og Vegagerðina um fyrirhugaðar vega- framkvæmdir. Hann telur engin vandkvæði á því að flýta færslu Hringbrautarinnar suður fyrir Um- ferðarmiðstöðina. WTO skerðir heimildir Samkvæmt tillögu Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar, WTO, verða heimildir til að styðja land- búnað skertar verulega og eru ESB og EFTA-ríkin óhress með þetta. Ís- lendingar munu mótmæla tillögunni á næsta fundi samninganefndar WTO um landbúnað. Nýtt bankaráð LÍ Nýtt bankaráð Landsbankans kom saman í gær að loknum aðal- fundi bankans. Björgólfur Guð- mundsson var kjörinn formaður bankaráðs í stað Kjartans Gunn- arssonar, sem er sá eini sem heldur áfram í ráðinu. Að sögn Björgólfs hyggst Landsbankinn fjárfesta enn frekar erlendis, helst í Bretlandi. L a u g a r d a g u r 15. f e b r ú a r ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 44 Viðskipti 14/16 Minningar 48/57 Erlent 20/24 Kirkjustarf 58/59 Höfuðborgin 26 Myndasögur 64 Akureyri 28 Bréf 64/65 Suðurnes 29 Staksteinar 66 Árborg 30 Dagbók 66/67 Landið 31 Leikhús 72 Listir 32/34 Fólk 72/77 Heilsa 35/36 Bíó 74/77 Umræðan 38/39 Ljósvakamiðlar 78 Forystugrein 40 Veður 79 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið „Út í heim“ frá Flugleið- um. Blaðinu er dreift um allt land. BNB TILBOÐSDAGAR BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 20 20 1 0 2/ 20 03 TOYOTA – TÖKUM TIL FYRIR SUMARVÖRURNAR og bjóðum sérstök vildarkjör á völdum bílum. Tilboðsdagar Toyota standa yfir frá miðvikudegi ti l laugardags. Komdu á Nýbýlaveginn eða hringdu í s íma 570 5070. T i lboðsdagar betr i notaðra b í la s tanda e innig y f i r h já umboðsmönnum okkar í Njarðvík, á Selfossi og Akureyri. Skoðaðu úrvalið á www.toyota.is ESB og EFTA-ríkin eru mjög óhress með málamiðlunartillögu formanns samninganefndar Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um landbúnaðarmál og fyrir liggur að Íslendingar munu mót- mæla tillögunni á næsta fundi nefndarinnar. Í Noregi hefur tillag- an vakið mjög hörð viðbrögð og haft var eftir Lars Sponheim, landbún- aðarráðherra Noregs, í Aftenposten að yrði tillaga WTO að veruleika myndi það strax þýða endalok norsks landbúnaðar. Í tilkynningu utanríkisráðuneyt- isins kemur fram að fulltrúar Ís- lands muni mótmæla tillögunni þeg- ar hún verður tekin til umfjöllunar í lok mánaðarins. Í tillögunni sé gert ráð fyrir verulegri lækkun á toll- heimildum og stækkun gildandi inn- flutningskvóta. Á sama tíma sé lagð- ur til mikill niðurskurður á gildandi heimildum samningsaðila til að styðja við landbúnaðarframleiðslu innanlands. „Tillagan þykir róttæk og gengur í veigamiklum atriðum mun lengra en málflutningur Ís- lands og annarra EFTA-ríkja, ESB, Japans, Kóreu og fleiri samningsað- ila hefur gefið tilefni til, “ segir í til- kynningu utanríkisráðuneytisins. Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, segir að skylt sé að hafa í huga að menn séu í viðræðuferli og eins og í flestum viðræðum sé eðlilega tekist á um ólík sjónarmið og því kannski ekki ástæða til þess að mála hlutina allt of dökkum litum. „En okkur finnst formanninum takast illa upp í tillögu sinni og við teljum að ekki sé gætt jafnvægis á milli ólíkra hagsmuna.“ Guðmundur segir að hér á landi hafi á undanförnum árum átt sér stað töluverð þróun í átt til hag- ræðingar og frjálsræðis en slíkar breytingar taki tíma og geti verið sársaukafullar. „Landbúnaðurinn og þeir sem hann stunda þurfa auðvitað að hafa sveigjanleika til þess að aðlaga sig breyttum að- stæðum og okkur finnast þessar til- lögur WTO alls ekki fela slíkt í sér.“ Guðmundur segir menn hafa fylgst með bæði formlegum og óformlegum viðbrögðum einstakra ríkja. Ísland sé í breiðri fylkingu ríkja á borð við ESB, Noreg, Sviss, Japan, Suður-Kóreu o.fl. og við- brögð þessara ríkja hafa öll verið af- dráttarlaus og neikvæð. „Við erum að vinna innan þess tímaramma að reyna að ná saman fyrir 31. mars en tillögurnar nú setja þann tíma- ramma í uppnám. Það er allt eins víst að ágreiningnum um málið verði vísað til ráðherrafundar WTO í haust. Ég tel það ekki ólíklegt og jafnvel sennilegt þó aldrei sé hægt að slá slíku föstu fyrirfram.“ ESB og EFTA-ríkin óhress með tillögu WTO í landbúnaðarmálum Heimildir til að styðja við landbúnað skertar verulega BRIDSHÁTÍÐ hófst í gærkvöldi með tvímenningskeppni með um 260 þátttakendum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra setti hátíðina og sagði fyrstu sögnina, eitt hjarta, fyrir heiðurgestinn Zia Mahmood sem er pakistanskur bridssnill- ingur. Um 130 pör taka þátt í tví- menningnum en keppni í honum lýkur í dag. Á morgun hefst sveita- keppni þar sem 70 sveitir víðs veg- ar af landinu spila. Hátíðinni lýkur svo á mánudagskvöld. Geir sagði eitt hjarta Nýtt félag semur við Apple um dreifingu NÝTT félag hefur verið stofnað um dreifingu, sölu og þjónustu á Apple-tölvum á Íslandi. Ólaf- ur William Hand, einn aðstand- enda hins nýja félags, segir að skrifað hafi verið undir samn- ing við Apple-fyrirtækið þar um í vikunni. ACO Tæknival hefur dreift, selt og þjónustað Apple-tölvur hér á landi undanfarin ár. Ólaf- ur Örn Hilmarsson, forstjóri fyrirtækisins, segist ekki hafa fengið þessar upplýsingar stað- festar og geti því ekki tjáð sig um þær, að svo komnu máli. Í tilkynningu frá hinu nýja félagi segir að markmiðið með stofnun þess sé að auka mark- aðshlutdeild Apple á Íslandi og fylgja eftir þeirri velgengni sem vörur frá Apple hafi notið á erlendum markaði. Að félaginu standi einstaklingar með ára- tuga reynslu í sölu og þjónustu við Apple-tölvur. Ólafur segir að ekki sé tímabært að upplýsa hverjir fleiri standi að félaginu. Fram kemur í tilkynning- unni að á undanförnum árum hafi orðið gífurlegur vöxtur í allri stafrænni tækni en þar hafi Apple verið leiðandi og mætt kröfum nútíma samfélags um stafræna vinnslu. Félagið muni mæta þessum auknu kröfum með því að einbeita sér eingöngu að þjónustu kringum Apple-tölvur og áætlar að hefja starfsemi fljótlega. STULDUR á tveimur nýlegum sportbílum af sömu tegundinni, með nokkurra daga millibili, vakti grunsemdir lögreglunnar í Reykja- vík um að „góðkunningi“ hennar sem á bíl af sömu tegund væri við- riðinn málið. Sá grunur reyndist réttur en þegar maðurinn var handtekinn á fimmtudag var hann þegar byrjaður að rífa hluti úr öðr- um bílnum og ætlaði að nota þá sem varahluti til að gera bílinn sinn upp. Að sögn Óskars Sigurðssonar lögreglufulltrúa var bílunum stolið í byrjun febrúar, öðrum í Breiðholti en hinum í Keflavík. Sá fyrri fannst nokkru síðar skammt við Keldna- holt en þá höfðu ýmsir hlutir verið teknir úr bílnum og var ljóst að þjófurinn sóttist eftir varahlutum. Eftir að seinni bílnum var stolið féll sterkur grunur á tiltekinn mann sem hafði áður komið við sögu lög- reglunnar. Maðurinn á bíl af sömu tegund auk þess sem lögreglu höfðu borist upplýsingar um að hann hefði verið að spyrjast fyrir um eigendur slíkra bíla, en þeir eru ekki ýkja algengir hér á landi. Á fimmtudag fór lögregla á dvalar- stað mannsins á Kjalarnesi þar sem bíllinn úr Keflavík fannst auk þýfis úr nokkrum innbrotum í fyrirtæki í borginni. Lögregla lagði hald á þýf- ið og bílana, m.a. til að kanna hvaða hlutir í bílunum tilheyra manninum og hverjum var stolið. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum enda telst málið upplýst. Stal bílum til að nota í varahluti NÝTT háhraðanet, sem tengir sam- an framhaldsskóla og símenntunar- miðstöðvar um land allt, var form- lega tekið í notkun í gær. Í frétt frá menntamálaráðuneytinu segir að með háhraðanetinu sé lögð upplýs- ingahraðbraut fyrir menntastofnan- ir og nýjar forsendur skapaðar fyrir nám og kennslu. „Tilkoma netsins gjörbreytir öll- um fjarskiptum menntastofnana og tryggir íbúum fámennra staða á landsbyggðinni góða aðstöðu til fjar- náms. FS-netið skapar grundvöll fyrir þróun náms og kennslu sem byggist á upplýsinga- og fjarskipta- tækni,“ segir í fréttinni. Heildarkostnaður við netið er um hálfur milljarður króna á fjórum ár- um. Nýtt háhraðanet fyrir skóla tekið í notkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.