Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 64
                    64 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HVENÆR skyldi íslenzka þjóðin hafa hætt að kunna eina víðfræg- ustu ljóðlínu í gervöllum skáldskap Einars Benediktssonar? „Hætta að kunna“, skrifa ég, og nú verða sjálfsagt einhverjir reiðir, því þeir þykjast svo sem kunna hana, en gallinn er bara sá, að þeir kunna hana skakkt, og fara skakkt með hana, – næstum allir. Alltaf. Hend- ingin er í ljóðaflokknum Aldamót eftir Einar, og þar stendur þetta, ásamt mörgu öðru spaklegu: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt. O.s.frv. Nú segja menn ekki „… ef frum- legt skal byggja“, sem er rétt, heldur: „… er framtíð skal byggja“, sem er alrangt. Og þetta étur hver eftir öðrum, hugsunar- laust, ár eftir ár og áratug eftir áratug. Væri nú ekki ráð, að menn fletti upp í bókum, áður en þeir vitna í ljóð á opinberum vettvangi? Minni okkar er stopult og getur hæglega svikið okkur, það þekkj- um við öll. En hvaða munur er þá á þessu tvennu? Skiptir það einhverju máli, hvort við segjum „ef frum- legt“ eða „er framtíð“? Ójá, reynd- ar. Munurinn er í fyrsta lagi sá, að önnur hugsunin er skáldleg og langsýn, hin óskáldleg og skamm- sýn. Það er skáldlegt og líkt Einari Ben. að hugsa sem svo: Ef þú vilt vera frumlegur (t.d. í skapandi starfi), þá er þér nauðsyn að kunna skil á fortíðinni. Hitt, að stilla upp andstæðunum fortíð-framtíð, er einmitt dæmigert fyrir hraðan lestur og yfirborðslegan lærdóm. Að læra hratt og læra illa. Í annan stað er svo hitt, að í öðru tilvikinu eru orðin höfð rétt eftir höfundinum, en í hinu tilfell- inu eru þau rangfærð. Og það skiptir að vísu líka nokkru máli! Mikið má vera, ef hér hefur ekki eitthvert prentslys hent, – ein- hvern tíma. Að þessi fræga ljóðlína hafi prentazt skakkt, einhvers staðar, þótt mér sé ekki kunnugt hvar eða hvenær það hefur gerzt. Síðan læra menn þetta hver af öðr- um, og þá er boltinn farinn af stað. Ég minnist þess, að fyrir um það bil þrjátíu árum – einhvern tíma á blaðamennskuárum mínum – skrif- aði ég stutta athugasemd, þegar þjóðkunnur sæmdarmaður hafði farið skakkt með þessa línu í út- varpinu. Ég man að ég áskildi mér þá rétt til þess að leiðrétta, í hvert skipti sem menn rangfærðu þessa hendingu úr Aldamótum Einars Ben. En gott var að ég SKULD- BATT mig ekki til þess, því að þá hefði ég farið illa með sjálfan mig! Ég hefði „mátt hafa langan uppi“, eins og þeir segja, Skaftfelling- arnir mínir, ef ég hefði átt að skrifa grein í hvert skipti sem þessi rangfærsla hefur skollið á eyrum þjóðarinnar á liðnum ára- tugum. En þetta má bara ekki ganga svona endalaust. Það er ekki hægt að sitja þegjandi, þegar þessi óskemmtun kemur blaðskellandi á móti manni í sjálfu íslenzka sjón- varpinu á hátíðarstundu. En ég heyrði ekki betur en að einmitt þetta gerðist við upphaf á úthlutun íslenzku tónlistarverðlaunanna ný- lega. Og þar var áreiðanlega ekki neitt mismæli á ferðinni, heldur hitt, að hendingin hafði aflagazt í meðförum á langri leið, og svo gengur villan mann frá manni. Þessi orð eru ekki skrifuð til þess að móðga eða særa neinn. Öðru nær. En okkur ber öllum skylda til að sýna fögrum lista- verkum fulla virðingu. Förum vel með tilvitnanir. Verum kröfuhörð um heimildir. Vöndum okkur! VALGEIR SIGURÐSSON, Holtagerði 82, 200 Kópavogi. Óhapp á hátíðarstund Frá Valgeiri Sigurðssyni VEGNA leiðréttingar Ásmundar Jónssonar við grein mína „Fáum við nýja plötu á fóninn“ vil ég taka eft- irfarandi fram. Þau dæmi um stað- setningu útgáfuréttar sem til eru tal- in miðast við útgáfu nýs efnis. Þannig er Smekkleysa upphafsút- gefandi t.d. Gling gló Bjarkar og á þann rétt áfram. Hins vegar er samningur Bjarkar í dag sem tekur til nýs efnis við erlendan útgefanda. Þá getur líka verið að í sumum til- fellum sé Ísland undanskilið eða haldið eftir þegar íslenskir tónlist- armenn gera samninga við erlenda útgefendur. Því getur staðsetning réttinda verið fjölbreyttari en fram kemur í grein minni, sérstaklega ef eldri útgáfur eru teknar með. Aðal- atriði greinarinnar breytast ekki þótt svo kunni að vera. Ég vil svo taka það sérstaklega fram að ég tel að þeir tónlistarmenn sem ég tel upp og kalla fánabera ís- lenskrar tónlistar á erlendri grund eiga ekkert nema hrós skilið fyrir framgöngu sína og þann árangur sem þeir hafa náð. Sama gildir um fórnfúst starf Ásmundar og Smekk- leysu. STEINAR BERG ÍSLEIFSSON, ráðgjafi um tónlistarmál. Stutt athugasemd Frá Steinari Berg Ísleifssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.