Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN MEÐ dómi bæjarþings Reykja- víkur frá 29. apríl 1980 voru Magn- úsi Leópoldssyni dæmdar bætur vegna gæsluvarðahaldsvistar að ósekju sem kom til vegna rangra sakargifta Sævars Ciesielskis, Erlu Bolladóttur og Kristjáns Viðars Viðarssonar á hendur honum. Í for- sendum dómsins segir m.a: „Þau hafi valið fjóra menn, stefnanda; (þ.e Magnús Leópoldsson), og þrjá aðra og þessa menn báru þau sök- um, sitt í hverju lagi hjá þeim sem um rannsókn þessa umfangsmikla máls fjölluðu. Tilgangi sínum náðu þau, mennirnir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, og rannsókn málsins torveldaðist og beindist á rangar brautir, þar til upp komst um þetta viðbótaraf- brot.“ …„Er þá ekki á það fallist með stefnanda, að í ljós sé leitt, að leirmyndin, sem gerð var að und- irlagi Hauks Guðmundssonar lög- reglumanns í upphafi rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar, hafi verið gerð sérstaklega eftir mynd af stefnanda og átt að líkjast hon- um.“ …„Þótt ekki sé fallist á það með stefnanda, að um mistök hafi verið að ræða af hálfu rannsókn- armanna í störfum sínum og sam- skiptum við fjölmiðla verður að telja að miski sé nógur samt.“ Þessi dómur var staðfestur í Hæstarétti í mars 1983. Aðdragandi skipunar sérstaks saksóknara Með bréfi Jóns Steinars Gunn- laugssonar hæstaréttarlögmanns til dómsmálaráðherra 19. október 1998 óskaði hann að aflað yrði laga- heimildar á Alþingi til að fram mætti fara rannsókn á tildrögum þess að gerð var leirmynd í rann- sókn þeirri sem fram fór í Keflavík. Þá segir í beiðninni: „Jafnframt verði aflað heimildar til að mega greiða umbj. mínum miskabætur, til viðbótar þeim sem dæmdar voru 1983, ef það sannist að handhafar rannsóknarvalds hafi átt meginsök á þeim hörmungum sem umbj. minn mátti þola á sínum tíma og hafa fylgt honum alla tíð síðan.“ Tilgangur nýrrar rannsóknar á málinu var því að búa til nýjan bótagrundvöll fyrir Magnús með því að sanna sök á þá sem fóru með rannsókn málsins. Lögum um meðferð opinberra mála var breytt í kjölfarið og rík- issaksóknara heimilað að mæla fyr- ir um rannsókn þótt refsingu yrði ekki við komið, svo sem vegna þess að sök væri fyrnd, ef ríkir al- manna- og einkahagsmunir mæltu með. Þetta gerðist þrátt fyrir að Lögmannafélag Íslands hefði látið Alþingi í té umsögn um frumvarpið og bent á að breytingin virtist vera í andstöðu við þann megintilgang sem opinber rannsókn hefði sam- kvæmt gildandi lögum. Í kjölfarið spunnust tíð bréfa- skipti milli ríkissaksóknara og Jóns Steinars en með ítarlega rökstuddu bréfi, dagsettu 19. september 1999, hafnaði ríkissaksóknari beiðni hans um opinbera rannsókn. Áður, eða í bréfi 15. okóber s.á., hafði ríkissak- sóknari bent lögmanninum á að í dómasafni Hæstaréttar 1980 í Geir- finnsmálinu kæmi fram að „Sævar Ciesielski og Kristján Viðar sögð- ust hafa hitt Geirfinn Einarsson í Klúbbnum þann 17. nóvember 1974 og rætt um áfengisviðskipti (sjá t.d. bls. 125) Ákærði Sævar Marinó segir þá hafa kynnt sig fyrir Geir- finni sem Magnús Leópoldsson (sjá t.d. bls. 383). Sævar Marinó og Kristján Viðar skýra jafnframt frá því að í samskiptum þeirra við Geirfinn Keflavík hafi Geirfinnur m.a. notað orðið „Maggi“ og „Klúbbmenn“ (sjá t.d. bls. 385, 389, 425, 448 og 450.)“ Samkvæmt þessu var ljóst að nafn Magnúsar Leópoldssonar hafði verið notað í tengslum við mál Geirfinns tveimur dögum fyrir hvarf hans 19. nóvember 1974. Þegar ríkissaksóknara varð ekki haggað breytti Alþingi enn lögun- um fyrir harðfylgi Jóns Steinars nú þannig að kæra má synjun rík- issaksóknara um opinbera rann- sókn til dómsmálaráðherra sem ekki var unnt áður. Lagabreytingin var gerð þrátt fyrir að varað væri við henni í ítarlegri umsögn laga- nefndar Lögmannafélags Íslands til Alþingis. Taldi laganefndin að frumvarpið fæli í sér „varhugavert afturhvarf til löngu liðinnar for- tíðar“. Sama sjónarmið kom fram í umsögn Dómarafélags Íslands. Eftir að frumvarpið hafði verið samþykkt ritaði Jón Steinar grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni: „Dekri við sérfræðinga hafnað“ en þar undrast hann að svo virðuleg félög sem Lögmannafélagið og Dómarafélagið skuli vera í slíku andófi sem augljóslega væri byggt á röngum forsendum. Áður hefur verið bent á að rík- issaksóknari hafði ítrekað hafnað með rökstuddri ákvörðun að hefja umbeðna rannsókn. Því var beðið eftir að sjá hvaða einka- og al- mannahagsmunir væru fyrir hendi sem gætu réttlætt rannsóknina. Rökstuðningurinn kom fram í bréfi dómsmálráðuneytisins frá 25. maí 2001 og er svohljóðandi: „Það er skoðun ráðuneytisins að beiðni umbjóðanda yðar lúti að máli sem ríkir almanna- og einka- hagsmunir mæli með að verði rannsakaðir, sbr. 4. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/19991, sbr. 1. gr. laga nr. 27/ 2001.“ Ef til vill er enginn rökstuðn- ingur betri en slæmur rökstuðn- ingur. Orðin tala fyrir sig sjálf. Umboð sérstaks saksóknara Í bréfi dómsmálaráðuneytisins frá 25. maí 2001 til Jóns Steinars þar sem tilkynnt var um skipun sérstaks saksóknara segir í nið- urlagi: „Skýrslu um niðurstöður rann- sóknarinnar verður skilað til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins“. Það er því rangt sem Jón Steinar heldur ítrekað fram, að hlutverk sérstaks saksóknara hafi eingöngu verið að rannsaka en ekki að álykta um niðurstöður. Sú skýring er einnig í ósamræmi við bréf hans frá 19. október 1998. Í bréfi dómsmálaráðuneytisins til mín, dags. 19. júní 2001, var stað- fest að rannsókn sérstaks saksókn- ara beindist m.a. að störfum mín- um sem fulltrúa bæjarfógetans í Keflavík við frumrannsókn Geir- finnsmálsins. Með bréfi til sérstaks saksóknara, dagsettu 13. nóvember 2001, óskaði ég svara við því hvers konar rannsókn væri fyrirhugðuð og hvert yrði form hennar. Þar var þeirri skoðun komið á framfæri að eðlilegt væri að rannsóknin færi fram fyrir opnum tjöldum. Þá var á það bent að rúmur aldarfjórðungur væri liðinn frá því atvikin urðu og jafnframt að málið hefði þegar sætt ítarlegri lögreglu- og dómsrann- sókn. Af þeirri ástæðu væri mik- ilvægt að þeim sem gæfu skýrslur yrði fyrirfram gefinn kostur á að yfirfara og rifja upp fyrri fram- burði sem þeir kynnu að hafa gefið í tengslum við rannsóknir. Við hvorugu þessu var orðið. Í bréfi mínu, dags. 10. desember 2001, til sérstaks saksóknara var á það bent að við rannsókn á gerð leirmynd- arinnar, sem fram fór 1979, hafi Haukur Guðmundsson haft réttar- stöðu grunaðs manns en hann sé nú boðaður sem vitni. Þá segir í bréfinu að af hálfu Jóns Steinars og skjólstæðings hans hafi því ítrekað verið haldið fram að við gerð leirmyndarinnar hafi verið beitt aðferðum sem gætu verið brot gegn XIV. kafla almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af eðli og aðdraganda rannsóknarinnar ætti ég að hafa réttarstöðu grunaðs manns. Fengi það ekki staðist að þeir 2–3 menn, sem unnu mest að frumrannsókn málsins og hlytu því að vera grunaðir um hin alvarlegu brot sem séu tilefni rannsóknarinn- ar, hefðu réttarstöðu vitna. Síðan sagði í bréfinu, að sérstökum sak- sóknara væri ætlað að skila skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar til dómsmálaráðuneytisins og þannig ætlað að ljúka verki sínu með afar óvenjulegum hætti. Af þeirri ástæðu taldi ég nauðsynlegt að réttarstaða mín yrði með framan- greindum hætti og þess yrði jafn- framt gætt að skilja við málið þannig að það fái samrýmst 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta bréf mitt er birt í skýrslu sérstaks saksóknara. Þessi afstaða mín stafaði því ekki af misskilningi eða því að ég hafi ætlað mér að komast undan því að svara spurningum eða komast und- an refsingu vegna rangs framburð- ar eins og Jón Steinar gaf svo smekklega í skyn í nýlegum sjón- varpsþætti. Í umræddri 6. gr. Mannréttinda- sáttmálans segir að það sé grund- vallarregla að maður sem borinn er sök um refsiverðan verknað, skuli eiga rétt til réttlátrar og opinberr- ar málsmeðferðar fyrir dómi. Þess- ari sjálfsögðu grunnreglu réttarrík- isins hafði hins vegar verið vikið til hliðar með rannsókn saksóknara sem leiða átti til niðurstöðu að kröfu Jóns Steinars, án dómsmeð- ferðar. Um niðurstöður sérstaks saksóknara Í niðurstöðu sérstaks saksóknara er komist að sömu niðurstöðum og áður höfðu legið fyrir, m.a. sam- kvæmt dómi Hæstaréttar, þ.e. að ekkert benti til þess að rannsókn- araðilar í Keflavík hafi ætlað að láta leirmyndina líkjast Magnúsi Leópoldssyni. Þá hafi engin tengsl verið milli rannsóknarinnar í Kefla- vík og rannsóknarinnar í Reykjavík þar sem Magnús var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þetta er óvéfengj- anleg niðurstaða málsins. Í grein í Morgunblaðinu 20. þ.m. og ber heitið „Nýr lokakafli“ fjallar Í TILEFNI AF SKÝRSLU SÉRSTAKS SAKSÓKNARA Eftir Valtý Sigurðsson „Ekkert benti til þess að rannsókn- araðilar í Keflavík hefðu ætlað að láta leirmyndina líkjast Magnúsi Leópolds- syni.“ Í DESEMBERTÖLUBLAÐI Stúdentablaðsins var að finna grein eftir ritstjóra blaðsins, Eggert Þór Aðalsteinsson, sem nefndist Stúd- entastjórnmál á krossgötum – Ætlar VG að kljúfa Röskvu? Grein þessi var umfjöllun ritstjórans um stúdenta- stjórnmál í Háskóla Íslands í fortíð og nútíð, en einnig var rýnt í framtíð stúdentastjórnmálanna. Mikill meiri- hluti greinarinnar fór í að drepa á þróun undanfarinna ára, fjalla al- mennt um stúdentastjórnmálin og ræða um það hversu lítinn áhuga al- mennir stúdentar virðast hafa á þeim. Þetta endurspeglast í dræmri kosn- ingaþáttöku sem hlýtur að vera áhyggjuefni allra sem að þessum mál- um koma. Vísbendingar, heimildir og ályktanir? Það vakti nokkra athygli við þessa grein ritstjóra Stúdentablaðsins hve lítill hluti hennar á við fyrirsögnina sem hún stendur undir, a.m.k. síðari hlutann: Ætlar VG að kljúfa Röskvu? Sú umfjöllun sem heimfæra má undir þessa spurningu í fyrirsögninni er fremur lítil og vísbendingarnar eða „heimildirnar“ sem kveiktu spurn- inguna mjög veikar en ályktanir rit- stjórans hins vegar mjög frjálslegar. Eftir að þessi grein birtist könnuðu þeir sem þetta skrifa hvort ungliðar í VG hyggðu á framboð til stúdenta- ráðs og kom í ljós að svo var ekki og eftir okkar heimildum er undirbún- ingur að slíku framboði ekki í gangi og hefur ekki verið. Því freistumst við til að draga þá ályktun að það vænt- anlega framboð sem ristjóri Stúd- entablaðsins fjallar um í grein sinni, og slær föstu að sé framboð ungliða í VG, sé væntanlegt framboð Háskóla- listans. Nýtt óháð framboð Sá hópur stúdenta við Háskóla Ís- lands sem kallar sig Háskólalistann varð til síðastliðið haust og hefur vax- ið og eflst síðan. Eitt veigamesta at- riðið í málefnagrundvelli Háskólalist- ans eru gagngerar breytingar á kosningakerfi Háskólans með því að opna leið fyrir einstaklingskosningar. Núverandi kosningakerfi gengur hins vegar að mörgu leyti út frá því tveggja flokka kerfi sem verið hefur við líði nær óslitið frá því á 9. áratug síðustu aldar. Það ber að taka skýrt fram að grunnhugmyndin að baki Há- skólalistanum er sú að hann er ekki hægri-, vinstri- eða miðjuframboð, heldur er hann óflokkstengt framboð einstaklinga sem vilja vinna að hags- munavörslu fyrir stúdenta við Há- skóla Íslands, óháð landsmálapólitík. Liðsmenn Háskólalistans hafa mis- munandi skoðanir á landsmálum og þeim flokkum sem á því sviði starfa en slíkar skoðanir eru að okkar mati háskólastjórnmálunum óviðkomandi enda er Háskólalistinn sem slíkur alls ótengdur stjórnmálaflokkum. Framboð á eigin forsendum Það er skiljanlegt að þeir sem kom- ið hafa að stúdentastjórnmálum í Há- skóla Íslands undanfarin ár skuli óska þess að okkar nýja framboð sé klofn- ingsframboð úr röðum andstæðinga þeirra. En þá sem bera slíkar vonir í brjósti verður að hryggja með því að Háskólalistinn er hvorki klofningur úr Röskvu né Vöku. Háskólalistinn er hópur áhugafólks um stúdentastjórn- mál, upprunninn úr báðum gömlu fylkingunum, en mestmegnis úr hvor- ugri. Nýtt óflokkstengt framboð innan HÍ Eftir Hrafnkel Frey Lárusson og Stefán Boga Sveinsson Hrafnkell er nemi í sagnfræði og Stefán nemi í lögfræði. „Háskólalistinn er hóp- ur áhugafólks um stúd- entastjórnmál, upp- runninn úr báðum gömlu fylkingunum, en mestmegnis úr hvorugri.“ Hrafnkell Freyr Lárusson Stefán Bogi Sveinsson SÍFELLT heyrast raddir, sem kalla eftir auknum aðgerðum ríkisvaldsins á einu sviði eða öðru, og eru jafnréttis- mál engin undantekning þar á. Þótt deila megi um hversu mikil afskipti ríkisins eigi að vera af þessum mála- flokki er engu að síður ástæða til að vekja athygli á þeim veigamiklu mál- um, sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt í gegn til að jafna stöðu kynjanna. Fyrst skal nefna að um áramótin var stigið lokaskrefið við að jafna rétt mæðra og feðra til fæðingarorlofs þannig að karlar hafa nú sama rétt til fæðingarorlofs og konur. Fæðingar- orlofslögin leiða m.a. til þess að at- vinnurekendur geta ekki litið á karl- menn sem öruggari starfskraft en konur og eru því til þess fallin að draga úr kynbundnum launamun og jafna rétt kynjanna. Rúmlega 85 pró- sent feðra reynast taka sér fæðing- arorlof og má því segja að árangurinn af löggjöfinni sé einhver sá áþreifan- legasti sem náðst hefur í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna hér á landi. Í annan stað hafa jafnréttislögin verið endurskoðuð og í þriðja lagi hafa nefndir á vegum ríkisins unnið að því að jafna hlut kynjanna. Má þeirra á meðal nefna nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, nefnd um jafnrétti kynjanna við opinbera stefnumótun og sérstakt átak á veg- um fjármálaráðuneytisins til að tryggja aukið jafnrétti í starfsmanna- haldi ríkisins. Fleira má nefna, en allt stefnir það að sama marki; að tryggja jöfn tækifæri karla og kvenna. Ríkisvaldið er hvorki upphaf né endir að árangri í jafnréttismálum, en aðgerðir núverandi ríkisstjórnar á sviði jafnréttismála hafa bæði verið víðtækar og áhrifamiklar. Ríkinu ber að tryggja jafnrétti kynjanna gagn- vart lögum og jafnrétti á eigin vinnu- stöðum. Að því hefur núverandi rík- isstjórn unnið ötullega. Árangur í jafn- réttismálum Eftir Helgu Árnadóttur Höfundur er háskólanemi. „Ríkisvaldið er hvorki upphaf né endir að ár- angri í jafn- réttismálum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.