Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 67 DAGBÓK 90ÁRA afmæli. Þriðju-daginn 18. febrúar nk. verður níræður Ólafur Þorláksson, bóndi, Hrauni, Ölfusi. Ólafur bóndi og kona hans, Helga S. Eysteins- dóttir, ætla að halda afmæl- isveislu á heimili Þórhildar og Hannesar á Hrauni sunnudaginn 16. febrúar, frá kl. 15, og vilja gjarnan sjá sem flesta ættingja og vini. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 16. febrúar, verður fimmtug Guðleif Bender sjúkraliði, Rjúpnasölum 6, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Guðmundur A. Gunnarsson. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Ra6 8. Be3 Rg4 9. Bg5 De8 10. dxe5 dxe5 11. h3 f6 12. Bd2 Rh6 13. c5 c6 14. Bxa6 bxa6 15. Da4 Rf7 16. Had1 Kh8 17. Hfe1 Hg8 18. Be3 Hb8 19. b3 Hb7 20. Rd2 f5 21. f4 g5 22. exf5 gxf4 23. Bxf4 Bxf5 24. Be3 De6 25. Dh4 Bf6 26. Dc4 Dc8 27. Rde4 Be6 28. Df1 Bh4 29. Bf2 Bxf2+ 30. Dxf2 Bxh3 31. Df6+ Hg7 Staðan kom upp í A-flokki al- þjóðlega mótsins í Bermúda sem lauk fyrir skömmu. Al- exander Shabalov (2.613) hafði hvítt gegn Andrei Vol- okitin (2.565). 32. Rg5! h6 32... Rxg5 gekk að sjálfsögðu ekki upp vegna 33. Hd8+ og hvítur vinnur drottn- inguna. 33. Rxh3 Dg4 34. He2 Hb5 35. Hd3 Hxc5 36. Df2 Db4 37. He4 Da3 38. Kh2 Ha5 39. Hd7 Df8 40. Df6 Hc5 41. Hg4 Hxc3 42. Hd8 og svartur gafst upp saddur lífdaga. 6. skák Olís- einvígisins hefst kl. 17.00 í höfuðstöðvum Olís, Sunda- görðum 2. Friðrik Ólafsson verður með skákskýringar á skákstað. Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir en Guðmundur Arason styrkir þessa skákveislu ásamt Olís. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp Tímapantanir daglega frá kl. 9-17 Hef opnað læknastofu Vilhjálmur Kr. Andrésson Domus Medica • Egilsgötu 3 • 101 Reykjavík sími 563 1053 CRANIO-NÁM • 2003-2004 A stig 22.-27. febrúar Námsefni á íslensku, íslenskir leiðbeinendur. Upplýsingar og skráning hjá Gunnari í síma 564 1803 og 699 8064. C.C.S.T College of Cranio-Sacral Therapy. www.cranio.cc STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þið eruð jarðbundin, skapandi og forvitin í eðli ykkar. Á þessu ári fáið þið krefjandi tækifæri sem geta bætt líf ykkar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þið eruð létt í lund og ættuð að gefa ykkur tíma til að gera það sem ykkur finnst skemmtilegt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið ættuð að beina athygli ykkar að fjölskyldu ykkar og heimili. Þið ættuð að ganga frá lausum endum til að ykkur líði betur á heim- ilinu. Þið hafið ánægju af því að gera ferðaáætlanir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn hentar vel til inn- kaupa og ferðalaga. Látið eftir ykkur að skoða heim- inn í kringum ykkur. Gildi fegurðarinnar felst í því að kunna að meta hana. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ættir að veita samtölum um fjármál og fjáröfl- unarhugmyndum sérstaka athygli. Þú ert skýr í hugs- un og það á ekki síst við í fjármálum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er í merkinu þínu og það veitir þér aukið að- dráttarafl. Njóttu þess að tala við samstarfsmenn þína og félaga. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þið hafið verið mjög upp- tekin og skipulögð en nú þurfið þið á hvíld að halda. Gefið ykkur svolítinn tíma til að sinna sjálfum ykkur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reynið að njóta samvista við vini ykkar í dag. Farið á kaffihús eða bjóðið vinum ykkar heim. Það verður líka til þess að þið takið til. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þið njótið þess að tala við foreldra ykkar eða yfirboð- ara. Þið viljið ganga frá ákveðnum fjölskyldumálum og þetta er góð leið til þess. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þið eruð landkönnuðir í eðli ykkar. Reynið að gera eitt- hvað nýtt í dag sem opnar ykkur nýja sýn á umhverfið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn hentar vel til fjár- mála- og samninga- viðræðna. Notið tækifærið og talið við aðra um sameig- inlegar eignir og leiðir til úrbóta. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tunglið er andstætt merki ykkar í dag og því verðið þið að sýna þolinmæði. Hlustið á aðra og reynið að vera eft- irgefanleg í afstöðu ykkar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þið eruð óvenju afkastamik- il og ættuð að reyna að nota tækifærið til að koma skipu- lagi á hlutina. Hendið a.m.k. fimm hlutum sem þið notið ekki lengur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STEFJAHREIMUR Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið, mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns sem báran, – endurheimt í hafið. Einar Benediktsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA DÁLKAHÖFUNDUR hef- ur lengi fengist við að segja byrjendum til í brids. Lín- urnar eru lagðar strax í fyrstu kennslustund: „Það þarf 12 punkta til að opna.“ Reglan hljómar skyn- samlega, en þó er vitað um tvo menn í bridsheiminum sem eru á öðru máli. Báðir eru að spila á bridshátíð- inni sem nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum. Annar er danski landsliðsmaðurinn Lars Blakset, en hinn er Gylfi Baldursson, formaður Bridsfélags Reykjavíkur. Í þeirra bókum er skemmti- legast að opna með 0–5 punkta. Suður gefur; AV í hættu. Norður ♠ G43 ♥ Á85 ♦ Á10972 ♣K2 Vestur Austur ♠ 8765 ♠ ÁKD109 ♥ KD102 ♥ G74 ♦ D3 ♦ KG ♣ÁG10 ♣D65 Suður ♠ 2 ♥ 963 ♦ 8654 ♣98743 Við erum að tala hér um hugarfóstur Blaksets, þar sem opnun á tveimur spöð- um segir skýrt og skorinort frá 0–5 punktum og a.m.k. einum fjórlit! Blakset hefur varann á að notar þessa „opnun“ aðeins utan hættu, en ekki eru allir svo var- kárir. Í þessu spili er suður gjafari og ef Blakset- sagnvenjan er í vopna- búrinu er þetta rakin tveggja spaða opnun: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 spaðar Pass Pass Pass Vestur getur varla blandað sér í sagnir, og ekki er gott að meta hvern- ig austur eigi að bregðast við þessari ósvífni. Ef hann kýs að passa er uppskeran 250 fyirr fimm niður utan hættu, sem er heldur lítið upp í geimið sem AV eiga í spaða (620). Í þessu tilfelli þýðir lítið að beita refsi- vendinum, því NS eiga ágæta tígulsamlegu og sleppa einn niður í þremur tíglum. Þetta spil er því sigur fyrir Blakset- sagnvenjuna. Á bridshátíð fyrir ein- hverjum árum lenti Gylfi Baldursson í andstöðunni við Blakset og vakti á Blak- set tveimur spöðum. Þetta var í tvímenningnum og kerfiskortin löngu týnd, svo Lars spurði um merk- ingu sagnarinnar. Og Gylfi svaraði: „Þú hefur vafa- laust aldrei heyrt á þetta minnst, en við notum þetta til að sýna 0–5 punkta og þrettán spil.“ BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson MEÐ MORGUNKAFFINU Nú, ert þú yfirmað- urinn hans Halla?! Ég hef heyrt svo margar sniðugar sögur um þig … Framvegis vil ég ekki fá egg á morgnana … MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International hafa hafið undirskriftaherferð vegna yfirvof- andi innrásar í Írak og afleiðinga slíkrar innrásar á almenning í landinu. Fólk getur tekið þátt í átaki samtakanna á heimasíðu Amnesty International http://www.amn- esty.org/go/iraq Samtökin fara fram á að örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna fram- kvæmi ítarlega athugun á af- leiðingum slíkrar innrásar. Niðurstöður slíkrar athugunar þarf að bera saman við þá hættu við frið og öryggi í heiminum sem haldið er fram að stafi af Íraks- stjórn. Amnesty International hefur miklar áhyggjur af því að í kjölfar innrásar aukist til muna hætta á mannréttindabrotum í Írak bæði af hálfu þarlendra yfirvalda, svo og vopnaðra andspyrnuhópa, og annarra sem hlut eiga að hern- aðaraðgerðum. Samtökin fara fram á að sú at- hugun fari fram á opnum fundi ör- yggisráðsins sem öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eigi aðgang að, segir í fréttatilkynningu. Undirskriftaher- ferð Amnesty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.