Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 63 KAREN Björk Björgvinsdóttir dansari og Einar Friðrik Hólm- geirsson handknattleiksmaður eru bæði útnefnd sem íþróttamað- ur ÍR 2002 og fór útnefningin fram við athöfn í ÍR-heimilinu mánudaginn 10. febrúar sl. Karen Björk ásamt dansherra sínum, Adam Reeve, hafa unnið til fjölmargra verðlauna á alþjóð- legum danskeppnum. Einar Friðrik hefur æft og spil- að með ÍR upp alla yngri flokk- ana en þetta er 4. tímabilið hans í meistaraflokki ÍR. Hann hefur verið í unglinga- landsliðum Íslands frá 15 ára aldri og spilað um 40 leiki fyrir Íslands hönd. Einnig hefur hann spilað 6 landsleiki með A-landsliði Íslands. Tilnefning deilda til íþrótta- manns ÍR 2002: Dansdeilin: Karen Björk Björgvinsdóttir, Adam Reeve. Frjálsíþróttadeildin: Vala Flosadóttir, Einar Karl Hjart- arson. Handknattleiksdeildin: Hekla Daðadóttir, Einar Friðrik Hólmgeirsson. Keiludeildin: Sig- ríður Klemensdóttir, Ásgeir Þór Þórðarson. Knattspyrnudeildin: Kristrún Kristinsdóttir, Eyjólfur Héðinsson. Körfuknattleiks- deildin: Ragnhildur Eva Guð- mundsdóttir, Eiríkur Önund- arson. Skíðadeildin: Agnes Þorsteinsdóttir, Árni Sæmunds- son. TaeKwonDo-deildin: Sigrún Nanna Karlsdóttir, Sveinn Kjar- val. Einar Friðrik Hólmgeirsson og Karen Björk Björgvinsdóttir. Íþrótta- maður ÍR útnefndur SKÓLASTARFIÐ í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verður brotið upp í næstu viku, svokallaðri Opinni viku, og efnt til ýmiss konar ann- arrar tónlistarupplifunar en hefð- bundinnar tónlistarkennslu. Fyrirkomulag kennslunnar verð- ur tvenns konar. Annars vegar eiga nemendur að mæta í ákveðna skyldukúrsa sem tengjast beinlínis hljóðfæranámi þeirra og/eða þeirri deild sem þeir tilheyra í skólanum. Hins vegar velja nemendur sér a.m.k. einn annan kúrs og er þar um nokkra valmöguleika að ræða. Það sem nemendum verður meðal annars boðið upp á sem valgrein er tónlistariðkun sem kallast „Stomp“, dansaðferðirnar Afró og Freestyle, nemendum býðst að kynnast ástralska frumbyggja- hljóðfærinu Didgeridoo og unnt verður að taka þátt í bjöllukór. Leiðbeinendur í opnu vikunni verða nokkrir af okkar bestu og reyndustu listamönnum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá skólanum, eins og til dæmis Jónas Ingimundarson píanóleikari, Jó- hann Ásmundsson bassaleikari, Emilía Jónsdóttir danskennari, Garðar Cortes óperusöngvari og Tatu Kantomaa harmónikuleikari. Einnig munu nokkrir af kennurum skólans verða virkir leiðbeinendur, en aðrir kennarar verða leiðbein- endum til aðstoðar. Þá er þess getið að haldnir verða nemendatónleikar í nokkrum af stofnunum Reykjanesbæjar. Opnu vikunni lýkur svo með dag- skrá í Kirkjulundi á Degi tónlistar- skólanna, laugardaginn 22. febr- úar, þar sem afrakstur Opnu vikunnar verður opinberaður áheyrendum. Opin vika hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Skólastarfið brotið upp FJÖRUTÍU krónur af hverju sím- tali í símakosningu söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld renna til Barna- spítala Hringsins, til að auka og bæta tækjabúnað. Landsmenn geta kosið það lag sem þeir vilja að keppi fyrir hönd Ís- lands í Eurovision í maí nk. At- kvæðagreiðsla fer fram frá kl. 14 í dag og mun standa yfir þar til dag- skrá lýkur. Hvert lag hefur þannig sitt símanúmer sem fólk hringir í, símanúmerin er á bilinu 900 1001– 900 1015, og er í sömu röð og lögin sem flutt eru. Hægt er að hringja úr hverju símanúmeri alls þrisvar sinnum, en ef hringt er oftar úr númerinu ógild- ast atkvæði sem síðar koma. Gjald- færðar eru 100 kr. fyrir hvert símtal og af því renna 40 kr. til Barnaspít- ala Hringsins. Hægt er að kjósa í símakosningu úr öllum símakerfinum bæði hjá Símanum og Íslandssíma. Hægt er að greiða atkvæði með því að hringja úr heimasímum (fastlínukerfinu) svo og farsímum, bæði GSM-símum sem eru í áskrift svo og svokölluðum frelsisnúmerum, þ.e. fyrirfram- greiddum kortum, segir í fréttatil- kynningu. Símakosning söngvakeppni HREYFING heilsurækt stendur fyrir rannsókn á áhrifum þjálfunar á heilsufar kvenna á aldrinum 30–55. Um er að ræða athugun á líkams- ástandi áður en þjálfun hefst og aðra athugun eftir að mánaðarþjálfunar- áætlun hefur verið fylgt eftir. Þeim sem þátt taka er boðið að stunda þjálfun í Hreyfingu án endurgjalds frá 1. til 29. mars. Konur sem óska þátttöku þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: Hafa ekki stundað reglubundna þjálfun sl. ár eða lengur, vera tilbúnar að fylgja eftir 30 daga þjálfunarkerfi með því að stunda þjálfun í 45–60 mín. a.m.k. þrisvar í viku og vera tilbúnar að gangast undir líkamsástands- og þjálfunarpróf í byrjun og lok tíma- bils. Skráning er í síma og á netfangið heilsurannsokn@hreyfing.is fyrir 26. febrúar. Öllum fyrirspurnum verður svarað, segir í fréttatilkynningu. Heilsurannsókn Hreyfingar Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 2003. 1. flokki 1991 – 45. útdráttur 3. flokki 1991 – 42. útdráttur 1. flokki 1992 – 41. útdráttur 2. flokki 1992 – 40. útdráttur 1. flokki 1993 – 36. útdráttur 3. flokki 1993 – 34. útdráttur 1. flokki 1994 – 33. útdráttur 1. flokki 1995 – 30. útdráttur 1. flokki 1996 – 27. útdráttur 3. flokki 1996 – 27. útdráttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.