Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VUR V I ÐS K IP TAÞJÓNUSTA U TA N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is „Viðskiptaþjónusta VUR er einhver mikilvægasta aðstoð sem ég hef fengið við markaðssetningu á Penzími erlendis. Viðskiptafulltrúarnir í Frakklandi og Þýskalandi hafa veitt djúpa sýn á heimamarkaði sína með skýrslum og opnað þar mikilvæg sambönd. Ef misskilnings hefur gætt í samskiptum við milliliði eða tækniörðugleikar orðið, hef ég getað reitt mig á stuðning viðskiptafulltrúanna og leiðsögn. Jafnframt veit ég að VUR hefur opin augu fyrir viðskiptatækifærum og upplýsingum sem gagnleg hafa reynst Ensímtækni á ókunnum og fjarlægum slóðum.“ Jón Bragi Bjarnason, prófessor, framkv.stjóri Ensímtækni E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 0 0 3 Dýpri sýn á markaði fyrir Pensím HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist ekki sjá nein vanda- mál fólgin í því að nota þann milljarð, sem höfuðborgarsvæðinu var úthlut- að til framkvæmda, til flutnings Hringbrautar. Þessir fjármunir eru hluti höfuðborgarsvæðisins af þeim sex milljörðum sem ríkisstjórnin veitti til framkvæmda næstu 18 mán- uði til að sporna við atvinnuleysi. „Við forsætisráðherra töldum mik- ilvægt að þetta fjármagn gagnaðist Miklubrautinni, sérstaklega frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og vestur í bæ,“ sagði Halldór við Morgunblaðið. Hann hefur á undan- förnum dögum verið í viðræðum við fulltrúa Reykjavíkurborgar og Vega- gerðina um fyrirhugaðar fram- kvæmdir. Brýnasta verkefnið „Ég tel að þessi leið, frá gatnamót- um Kringlumýrarbrautar og vestur í bæ, sé brýnasta verkið innan marka höfuðborgarinnar fyrir utan þær framkvæmdir sem eru núna að fara af stað og þar ber hæst gatnamótin við Stekkjarbakka sem eru mjög mikil- væg fyrir okkur sem búum í Breið- holtinu.“ Halldór telur vel hægt að nýta þetta fjármagn í færslu Hringbrautar á næstu 18 mánuðum þar sem mest af undirbúningsvinnunni hefur þegar verið unnin. „Allt bendir til þess að hægt sé að hefja framkvæmdir við færslu Hring- brautar fyrri hluta næsta hausts. Á árunum 2003 til 2006 er hægt að ætla einum milljarði til þessa verks. Með því að flýta þessum framkvæmdum skapast svigrúm til þess að fara að vinna í gatnamótunum við Kringlu- mýrarbraut og Miklubraut í beinu framhaldi af því.“ Halldór sagði að fyrri áætlanir hafi kveðið á um að megin þungi fram- kvæmda við færslu Hringbrautar hafi átt að eiga sér stað árið 2005, en nú geti þær farið fram að mestu á þessu ári og því næsta. „Ég sé ekki að þetta verði nokkurt vandamál. Með góðu samstarfi borgarinnar og Vegagerð- arinnar gæti orðið grundvallarbreyt- ing á þessari leið á næstu árum.“ Halldór sagði undirbúning við færslu Hringbrautar á lokastigi og að umhverfismat gæti hafist á næstunni. „Því mati ætti að geta verið lokið í sumar og þá er framkvæmdin tilbúin til útboðs fyrri hluta haustsins. Sam- hliða er hægt að undirbúa gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubraut- ar. Þau eru að vísu mjög dýr, eru talin kosta að minnsta kosti 1,3 milljarða,“ sagði Halldór sem jafnframt telur að með þessu fjármagni skapist svigrúm til þess að hefja þær framkvæmdir fyrr en ella hefði orðið. Áætlað er að Hringbrautin færist suður, þannig að hún liggi fjær Land- spítala en nær Bifreiðastöð Íslands. Enn er óvíst hve langan tíma fram- kvæmdir muni taka. Framkvæmdir við Hring- braut gætu hafist á þessu ári Tölvumyndin sýnir hvar Hringbrautin mun liggja í boga fyrir sunnan Umferðarmiðstöðina. STARFSFÓLK matvöruverslunar- innar Nettó í Mjódd þurfti í gær að grípa til þess ráðs að skammta kjúk- linga til viðskiptavina sinna þannig að hver fengi ekki fleiri en 10 stykki. Mikill atgangur átti sér stað þegar verðið á frosnum, heilum kjúklingi fór á tilboðsverð, 259 krónur kíló- grammið. Elías Þorvarðarson versl- unarstjóri segir skömmtunina gerða til að koma í veg fyrir að veitingahús og aðrar verslanir kaupi upp til- boðskjúklinginn. „Við þurfum að hafa töluvert fyrir því að fá inn nógu mikið magn þegar við erum með jafnstór tilboð og þetta. Það þurfum við að gera til þess hreinlega að eiga nóg fyrir kúnnann svo þetta sé ekki uppselt strax í byrjun dags,“ segir Elías. Hann segist hafa keypt inn 25 vöru- bretti af kjúklingi en var ekki viss um að það dygði út gærdaginn, en klukkan 17 var hann búinn að selja 8 tonn. Verslanir og veitingahús vildu kaupa heilu brettin „Ég tók upp á því að skammta þegar ég hitti menn hérna frammi sem vildu helst bara fá heilu brettin. Þá fór ég að spjalla við þá og komst að því að þetta væru menn sem eru í verslunarrekstri eða með veitinga- hús. Þeir sáu þarna fram á að gera helmingi betri kaup heldur en að kaupa þetta beint af framleið- endum,“ segir Elías. Hann segir að líkja megi þessu við verðstríðið á bókum fyrir jólin en þá hafi hann þurft að gæta þess að aðrir versl- unareigendur keyptu ekki upp lag- erinn. „Þetta tilboð er fyrst og fremst ætlað okkar kúnnum og ég gæti ekki boðið þeim upp á svona gott verð ef þetta færi allt jafnóðum í aðrar verslanir eða veitingahús.“ Elías segir verslanir Nettó fá kjúk- linginn á svona lágu verði þar sem þær hafi átt góð viðskipti við stærstu kjúklingabúin í gegnum tíðina. „Við erum ekki að borga með þessu. Það hafa gerst furðulegir hlutir á kjúklingamarkaðnum und- anfarið og við sjáum fram á að það sama gerist í lambakjötinu í haust. Þetta skilar sér til neytenda, að minnsta kosti til skamms tíma,“ seg- ir Elías og bætir við að Nettó sé fyrst og fremst að gæta hagsmuna við- skiptavina sinna. „Það er offramleiðsla á mark- aðnum í dag, uppsöfnun hjá fram- leiðendum og þeir þurfa bara að losa birgðir og koma þessu frá sér.“ Elías segir neytendur mjög hrifna af kjúk- lingi um þessar mundir. „Það er ekki nokkur vara sem höfðar jafn- mikið til neytenda í dag og kjúkling- ur.“ Morgunblaðið/Kristinn Elías Þorvarðarson, verslunarstjóri í Nettó, skoðar kjúklingaborðið. Þurfa að skammta kjúklinga VIÐUREIGN millli Borgarholts- skóla og Fjölbrautaskólans í Breiðholti í ræðukeppni fram- haldsskólanna, Morfís, var haldin á leynilegum stað í gærkvöld og eingöngu takmörkuðum fjölda nemenda hleypt inn. Upphaflega stóð til að halda keppnina í Borg- arholtsskóla, en töldu skólameist- arar skólanna tveggja að þeir gætu ekki staðið fyrir keppni þar sem svo viðkvæmt efni væri til umræðu og var keppnin því flutt í Seljaskóla eftir að landlæknir hafði blandað sér í málið. Skipulag Morfís-keppna er að liðin tala með eða á móti því um- ræðuefni sem valið hefur verið að fjalla um hverju sinni Þannig kom það í hlut nemenda í Borgarholts- skóla að mæla með sjálfsvígum og Breiðhyltinga að mæla á móti. Skólarnir geta ekki tekið ábyrgð á umræðuefninu „Við litum svo á að skólinn gæti ekki staðið fyrir því að halda þessa ræðukeppni fyrir alla nemendur með þessu efni, með eða á móti sjálfsvígum. Það er í rauninni okk- ar afstaða og síðan hefur það verið leyst. Það er leiðinlegt að þetta skyldi fara af stað, en við fengum ekki fréttir af ræðuefninu fyrr en í [fyrradag],“ segir Ólafur Sigurðs- son, skólameistari í Borgarholts- skóla. Hann segir óviðeigendi að fjallað sé um sjálfsvíg með þessum hætti í ræðukeppni og að skólarnir hafi ekki getað tekið ábyrgð á því að bera þetta á borð fyrir nem- endur skólanna. Jóhann Fjalar Skaptason, einn keppenda úr Borgarholtsskóla, segir að samkomulag hafi verið gert við nemendur um að keppnin yrði haldin í Seljaskóla og var 50 nemendum úr hvorum skóla fyrir sig hleypt inn á keppnina eftir nafnalista og urðu allir sem komu inn að hafa náð 18 ára aldri. Kepp- endur hefðu lagt mikla vinnu í undirbúning og því hafi verið ákveðið að hætta ekki við keppn- ina. „Við hefðum auðvitað viljað keppa á heimavelli en við skiljum alveg afstöðu skólans í þessu og erum sáttir við þetta eins og stað- an er núna,“ segir Jóhann Fjalar. „Þetta er vissulega hættulegt umræðuefni, en þetta er bara ræðukeppni þar sem tvö lið rök- ræða. Umræðuefnin hafa í gegnum tíðina verið alveg fáránleg,“ segir Jóhann. Hann segir að liðin hafi í sameiningu ákveðið umræðuefnið en að í framtíðinni verði betur hugað að þessu vali. „Við lærum af þessu,“ segir hann og játar því að það verði erfitt að mæla með sjálfsvígum. „Við erum að sjálf- sögðu ekki fylgjandi sjálfsvígum í alvörunni, en við verðum að finna einhvern pól í þessu,“ sagði Jó- hann. Sjálfsvíg óviðeigandi um- ræðuefni í ræðukeppni Morgunblaðið/Kristinn Liðsmenn FB hlýða á frummælanda Borgarholtsskóla. Morfískeppni var haldin á leynilegum stað í gærkvöldi og takmörkuðum fjölda nemenda hleypt á keppnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.