Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI ljósmynd Georges Gobet fyrir frönsku fréttastofuna AFP telst fréttamynd ársins, en niður- staðan í hinni virtu ljósmynda- keppni World Press Photo var kunngjörð í gær. Myndina tók Gobet á Fílabeinsströndinni, þar sem geisað hefur borgarastríð und- anfarin misseri, í september eða október í haust. Reuters Fréttamynd ársins FIMMTÁN manns biðu bana og þrjátíu til viðbótar særðust þegar sprengja sprakk í íbúðarhverfi í borginni Neiva í Kólumbíu í gær. Lögregla telur að FARC-samtök- in, stærsta skæruliðahreyfing landsins, beri ábyrgð á sprenging- unni en hún átti sér stað einum degi áður en von var á Alvaro Uribe, forseta Kólumbíu, í heim- sókn til Neiva. Meðal þeirra sem féllu í sprengjutilræðinu voru fimm ára gamalt barn og níu lög- reglumenn. Miklar skemmdir urðu á byggingum í nágrenni þess staðar, þar sem sprengjan sprakk. Neiva er 325 km suðvestur af Bogota, höfuðborg Kólumbíu. Sprakk sprengjan í úthverfi borg- arinnar einmitt þegar lögreglan var þar í rannsóknarleiðangri vegna fyrirhugaðrar heimsóknar Uribes forseta. Átti að tryggja að honum væri örugglega óhætt að heimsækja borgina. Meira en 200.000 manns hafa fallið í borgarastríðinu í Kólumb- íu, sem staðið hefur síðan 1975. Þar berjast nokkrar hreyfingar vinstrisinnaðra skæruliða við stjórnarher landsins, sem og við sveitir hægrisinnaðra öfgamanna. 15 féllu í sprengju- tilræði í Kólumbíu Bogota. AFP. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, kvaðst í gær hafa samþykkt að skipa forsætisráðherra eins og Bandaríkjastjórn og Evrópusam- bandið hafa krafist í marga mánuði í von um að það geti greitt fyrir frið- arviðræðum við Ísraela. Arafat sagði hins vegar ekkert um hver yrði skip- aður í embættið, hvenær það yrði gert eða hversu mikil völd forsætis- ráðherrann ætti að fá. Arafat skýrði frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi í Ramallah eftir fund með embættismönnum frá Evr- ópusambandinu, Sameinuðu þjóðun- um og Rússlandi. Hann kvaðst ætla að boða fund um málið á palestínska þinginu og í miðstjórn Frelsissam- taka Palestínumanna, PLO. „Mun taka nokkurn tíma“ Terje Rød-Larsen, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, sem var á fundinum, sagði að forsætisráðherra yrði líklega skipaður á næstu dögum og Arafat hefði ekki sett nein skil- yrði fyrir nýja embættinu. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna sem var einnig á fundinum, sagði hins vegar að það gæti tekið nokkurn tíma að stofna embættið. „Allt þetta mál tengist framkvæmd friðaráætlunarinnar,“ sagði hann og skírskotaði til áætl- unar „kvartettsins“ svokallaða, Sam- einuðu þjóðanna, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Rússlands. Háttsettir palestínskir embættis- menn sögðu í fyrradag að Arafat myndi samþykkja að forsætisráð- herra yrði skipaður „þegar Palest- ínuríki yrði stofnað og stjórnarskrá- in samþykkt“. Ziad Abu Amr, formaður stjórn- málanefndar palestínska þingsins, sagði að verið væri að leggja drög að stjórnarskrá en hún myndi gilda í Palestínuríki sem hefur ekki enn verið stofnað. „Palestínska heima- stjórnin starfar samkvæmt lögum þar sem ekki er gert ráð fyrir for- sætisráðherra,“ sagði hann. „Þess vegna þarf þingið að fá upplýsingar á næsta fundi um hversu mikil völd heimastjórnin vill veita forsætisráð- herranum og við þurfum síðan að bæta við grein um það í lögin. Og það mun taka nokkurn tíma.“ Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og talsmenn hans sögðu ekk- ert um ákvörðun Arafats en Shimon Peres, fyrrverandi utanríkisráð- herra Ísraels, lýsti henni sem „skrefi í rétta átt“. Ehud Olmert, borgar- stjóri Jerúsalem og einn af frammá- mönnum Likud-flokksins, var hins vegar efins um að Arafat myndi fall- ast á að deila völdunum með for- sætisráðherra og lýsti honum sem „sjónhverfingameistara“. Arafat fellst á að skipa forsætisráðherra Reuters Yasser Arafat ræðir við blaðamenn á fundi í borginni Ramallah í gær. Ramallah. AFP, AP. Óljóst hvenær nýja embættið verður stofnað TALIÐ er víst, að ofurheitt loft, um 1.100 gráður á celsíus, hafi streymt inn um sprungu í vinstri væng geimferjunnar Kólumbíu, hugsanlega í holrúmi fyrir hjóla- búnaðinn, þegar hún kom inn í gufuhvolf jarðar. Eru þetta fyrstu ályktanir sérstakrar nefndar, sem skipuð var til að rannsaka slysið, en hún telur, að skemmdir á hita- hlífum séu ekki einhlít skýring á þeirri miklu hitaaukningu, sem varð í ferjunni. Nefndin upplýsti einnig í fyrra- kvöld, að erfiðleikarnir, þar á með- al hitaaukning í vinstra væng, hefðu byrjað töluvert áður en ferj- an kom yfir Kaliforníuströnd eða miklu vestar en áður var talið. Hitaaukningin inni í ferjunni er rakin til rafgass, ofurheits lofts, sem myndast vegna viðnámsins þegar ferjan kemur inn í gufu- hvolfið, og er nú verið að rannsaka hvar hugsanlegt gat eða sprunga hafi verið. Ekkert var hins vegar sagt um það hvort hún kunni að hafa stafað af tæringu í álburð- arvirki ferjunnar eða af einhverj- um aðskotahlutum, sem lent hafi á henni. Þá var heldur ekkert um það sagt hvenær líklegt væri, að ferjan hefði orðið fyrir skaða í 16 daga ferð sinni. Til að byrja með beindist rann- sóknin helst að óvanalega stórum einangrunarbút, sem brotnaði af eldsneytisgeymi í flugtaki 16. jan- úar. Myndbandsupptökur sýna, að búturinn, sem var blýbryddaður, lenti á vinstri vængnum og á hita- hlífum á hlera fyrir hjólabúnaðar- rými. Nú hafa hins vegar vaknað grunsemdir um, að einhver önnur og meiriháttar bilun hafi orðið í hjólabúnaðarrýminu sjálfu. Allstórt gat á vængnum? Þessar ályktanir nefndarinnar koma ekki á óvart þeim sérfræð- ingum, sem telja, að ofurheitt raf- gas sé skýringin á því, að hita- skynjarar í vinstra væng Kólumbíu þögnuðu hver á fætur öðrum. Einn þeirra, Steven P. Schneider, að- stoðarprófessor við geimrann- sóknadeild Purdue-háskóla, segir, að líklega hafi verið allstórt gat á vængnum. Nefndin telur aftur á móti, að gatið þurfi ekki að hafa verið stórt. Jafnvel örlítið gat hefði nægt til að valda slysinu. Nefndin vísaði á bug tilgátum um, að vinstri lendingarbúnaður ferjunnar hefði verið gerður klár er hún geystist inn í gufuhvolfið á um 20.000 km hraða en hefði verið um það að ræða, hefði það nægt til að tortíma henni. Raunar komu þau boð frá einum skynjara, að svo hefði verið, en NASA, bandaríska geimvísindastofnunin, telur, að boðin hafi verið röng. Tveir aðrir skynjarar sýndu, að allt var með felldu að þessu leyti. Reglan er sú, að hjólabúnaðurinn er innfelldur þar til ferjan er í 60 metra hæð yf- ir flugbrautinni og á 555 km hraða. Streymdi ofurheitt rafgas inn um sprungu? Washington. AP. KIM Dae-Jung, fráfarandi forseti Suður-Kóreu, bað í gær landa sína afsökunar á því, að Norður-Kóreu- stjórn hefðu með leynilegum hætti verið greiddar 200 milljónir dollara, rúmlega 15 milljarðar íslenskra króna. Hann neitaði hins vegar, að um hefði verið að ræða mútur til að tryggja sögulegan fund leiðtoga ríkjanna í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, fyrir tveimur árum. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Kim, að Hyundai-samsteypan hefði reitt féð af hendi skömmu fyrir leiðtogafundinn og með vitund S-Kóreustjórnar. „Ég harma það, sem gerðist, og axla alla ábyrgð á því. Ég bið ykkur samt að skilja, að þetta var gert í þágu friðar og hagsmuna þjóðarinn- ar,“ sagði Kim en hann fékk friðar- verðlaun Nóbels fyrir starf sitt að sáttum milli kóresku ríkjanna og þar með fyrir fundinn í Pyongyang. Greiðslan til N-Kóreustjórnar stríðir beint gegn s-kóreskum lögum en Kim sagði, að fyrir Hyundai hefði vakað að tryggja framgang sjö verk- efna í N-Kóreu, þar á meðal lagn- ingar járnbrauta, byggingar raf- orkuvers og fjarskiptakerfis og uppbyggingar ferðaþjónustu og sér- staks iðnaðarsvæðis. Fram kom þó að s-kóreska leyniþjónustan hefði aðstoðað Hyundai við yfirfærsluna. Stjórnarandstaðan vísar afsökun- arbeiðni Kims á bug og vill að sér- stök rannsókn verði gerð á málinu. Forseti Suður-Kóreu biðst afsökunar N-Kóreustjórn var ekki mútað Seoul. AFP. bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.