Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 68
ÍÞRÓTTIR 68 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ  RYAN Giggs tekur vart þátt í við- ureign Manchester United og Ars- enal í 16 liða úrslitum ensku bikar- keppninnar í dag, en leikurinn fer fram á Old Trafford. Giggs meiddist á kálfa í leiknum við Manchester City um síðustu helgi.  FABIAN Barthez verður í marki Manchester United í leiknum en hann hefur misst af tveimur síðustu leikjum liðsins auk landsleiks Frakka og Tékka á miðvikudaginn vegna meiðsla.  JUAN Sebastian Veron verður ekki með Manchester United næstu tvær til þrjár vikurnar sökum þess að hann tábrotnaði í viðureign Arg- entínu og Hollands á miðvikudag.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, segist ganga bjart- sýnn til leiks gegn Manchester Unit- ed. „Ég geri miklar væntingar til minna manna, ekki síst þar sem þeir náðu ekki að sýna sitt rétta andlit síðast þegar við mættum United á Old Trafford. Við erum alltaf að leit- ast við að auka sjálfstraust leik- manna með því að vinna leiki. Ein besta leiðin til þess er að vinna Man- chester United,“ segir Wenger.  GILBERTO Silva hefur ekki náð sér eftir ferð til Kína í vikunni með brasilíska landsliðinu og verður ekki í byrjunarliði Arsenal í leiknum. Reiknað er með að Ray Parlour taki stöðu Silva á miðjunni. Þá verður Oleg Luzhny einnig fjarri góðu gamni í vörn Arsenal.  VEL kemur til greina að Freddie Ljungberg verði á meðal varamanna Arsenal í leiknum, en hann lék í 45 mínútur með varaliði félagsins í vik- unni. Ljungberg hefur verið frá keppni í langan tíma vegna meiðsla.  CHRIS Kirkland, markvörður Liverpool, þarf ekki að fara í skurð- aðgerð vegna meiðsla í hné sem hann hlaut í fyrri leiknum við Crystal Pal- ace í bikarkeppninni á dögunum. Hann verður eigi að síður frá keppni þar sem eftir er leiktíðar.  VLADIMIR Smicer, leikmaður Liverpool, meiddist á ökkla í leik með landsliði Tékklands gegn Frökkum í vikunni og verður frá keppni um tíma, m.a. er reiknað með að hann geti ekki tekið þátt í úrslita- leik deildabikarkeppninnar þar sem Liverpool mætir Manchester Unit- ed í Cardiff 2. mars.  FRAKKINN Nicolas Anelka, mið- herji Manchester City, segist hafa leikið sinn síðasta landsleik fyrir Frakkland. Hann hefur verið upp á kant við landsliðsþjálfara Frakka síðan í nóvember, en þá neitaði hann að leika landsleik við Júgóslavíu. FÓLK KVENNALANDSLIÐ Íslands í knattspyrnu kom til Charleston í Bandaríkjunum um fimmleytið í gærmorgun að íslenskum tíma – um tólf tímum eftir brottför frá Ís- landi. Þar mætir það heimsmeist- araliði Bandaríkjanna á sunnu- dagskvöldið en sá leikur hefst kl. 23 að íslenskum tíma. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði Íslands, jafnar landsleikjamet Mar- grétar Ólafsdóttur í leiknum ann- að kvöld. Ásthildur leikur þar sinn 51. landsleik. Leikurinn er sá síð- asti undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar en arftaki hans, Hel- ena Ólafsdóttir, er með í för. Það voru 11 leikmenn sem fóru frá Íslandi en hinir sex komu víðs vegar að úr Bandaríkjunum þar sem þeir leika með háskólaliðum. Stúlkurnar sex voru allar mættar á undan félögum sínum frá Íslandi, nema Elín Jóna Þorsteinsdóttir sem hitti þær á flugvellinum í Charleston. Íslenska liðið æfði tvívegis í gær og fékk æfingu á keppnisvellinum í gærkvöld, á leiktíma. Síðan verð- ur æft tvívegis í dag og einu sinni á morgun áður en haldið verður í leikinn. Þetta er fimmta viðureign Ís- lands og Bandaríkjanna og á Ís- land enn eftir að skora mark hjá bandaríska liðinu. Síðasti leikur, í Charlotte fyrir þremur árum, end- aði óvænt með markalausu jafn- tefli, en þremur dögum áður vann bandaríska liðið stórsigur, 8:0. Fyrri tvær viðureignirnar voru leiknar vorið 1998, einnig vest- anhafs. Þá unnu Bandaríkin fyrst 6:0 í Indianapolis og síðan 1:0 í Betle- hem. Ásthildur jafnar leikja- metið í Charleston Ásthildur Helgadóttir leikur sinn 51. landsleik í Charleston. Morgunblaðið/Brynjar Gauti APRIL Heinrichs, þjálfari banda- ríska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu, tilkynnir í dag hvaða 18 leikmenn verða í hópi hennar í vináttulandsleiknum gegn Íslandi annað kvöld. Heinrichs hefur úr öflugum hópi 24 kvenna að velja en þær hafa æft á keppnisstað í Charleston síðan á þriðjudag. Þangað komu þær beint frá Kína þar sem þær báru sigur úr býtum í keppni fjögurra stórþjóða í kvennaknattspyrnunni og sigr- uðu Þýskaland, 1:0, í úrslitaleik með gullmarki frá hinni 19 ára gömlu Lindsay Tarpley. Reyndar verða ekki allar þær bestu með í Charleston. Heinrichs skiptir ört inn og út úr sínum hópi og að þessu sinni eru þær Tiffeny Milbrett, sem skoraði sitt 96. landsliðsmark gegn Noregi í Kína, Joy Fawcett, Shannon Mac- Millan og Lorrie Fair ekki með að þessu sinni. Hinsvegar koma þrjár af leikjahæstu knatt- spyrnukonum Bandaríkjanna, Mia Hamm, Kristine Lilly og Julie Foudy, inn í hópinn á ný en þær tóku ekki þátt í mótinu í Kína. Mia Hamm er þekktasta knatt- spyrnukona heims og var valin leikmaður ársins í heiminum 2002 af FIFA, Alþjóða knattspyrnu- sambandinu. Þetta verður annar landsleik- urinn sem háður er á Blackbaud- leikvanginum í Charleston. Bandaríkin gjörsigruðu Mexíkó, 7:0, í vináttuleik þar fyrir rúm- lega ári. Leikurinn verður sýndur beint á ESPN2-sjónvarpsstöðinni og verður jafnframt sendur út í sjón- varpskerfi bandaríska hersins sem nær til 179 landa og land- svæða um heim allan og herskipa á hafi úti. Mia Hamm aftur í hópinn gegn Íslandi Allt að fjórir Íslendingar geta tek-ið þátt í leiknum og öruggt að þeir verða allavega tveir, Brynjar Björn Gunnarsson hjá Stoke og Eið- ur Smári hjá Chelsea. „Þetta er tví- mælalaust okkar stærsti leikur í vet- ur. Fyrirfram eigum við kannski litla möguleika gegn þessu sterka liði Chelsea en það getur allt gerst, ekki síst á heimavelli, og við förum í þenn- an leik eins og aðra til þess að gera okkur besta,“ sagði Brynjar Björn við Morgunblaðið í gær. Brynjar verður væntanlega á sín- um stað á miðjunni hjá Stoke en óvíst er með þátttöku hinna íslensku leikmannanna hjá félaginu. Þó eru nokkrar líkur á að Bjarni Guðjóns- son komi inn í byrjunarliðið á ný en hann hefur að undanförnu mátt víkja fyrir Fraser Richardson, lánsmanni frá Leeds. Hann fær ekki að taka þátt í leiknum þar sem Leeds vill geta notað hann síðar í keppninni ef með þarf. Auk þess getur Stoke ekki notað sóknarmanninn Lee Mills þar sem hann lék í 3. umferð keppninnar með Coventry. Pétur Marteinsson hefur setið á varamannabekknum að undanförnu og ekki er útlit fyrir breytingar á vörn Stoke þannig að hans bíður þá sama hlutskipti. „Liðið verður ekki tilkynnt fyrr en skömmu fyrir leik en það kæmi ekki á óvart þó Bjarni fengi tækifæri á ný. Richardson hefur reyndar staðið sig vel, það er ungur og frískur strákur,“ sagði Brynjar. Hann á von á því að Eiður Smári geti reynst varnarmönnum Stoke skeinuhættur. „Eiður hefur spilað mjög vel að undanförnu en það þýðir samt lítið að hugsa bara um hann, það verða tíu aðrir ágætis leikmenn í liði Chelsea sem við þurfum að var- ast.“ Við höfum verið á uppleið á ný eftir þetta hræðilega tímabil í vetur þar sem ekkert gekk. En við erum í erfiðri stöðu í 1. deildinni og stigin sem við höfum sankað að okkur að undanförnu hafa ekki nægt til að koma okkur úr fallsæti. Möguleik- arnir á að forðast fall eru samt ágæt- ir ennþá en það er gott að fá svona bikarleik eins og gegn Chelsea til að gleyma stöðunni í deildinni um sinn og njóta þess að leika knattspyrnu,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson. Heimamenn voru langt frá því aðvera sáttir – voru komnir á völl- inn til þess að sjá menn sína vinna, en þeir hafa leikið vel í undanförnum leikjum eftir að Santini tók við. Hafa þeir m.a. skorað 14 mörk í síðustu fimm viðureignum. Vel skipulögð vörn Tékka hélt áköfum sóknarmönn- um Frakka alveg niðri. Endurkoma Zidane í franska landsliðið varð ekki sú gleði sem vonast var eftir og inná- skiptingar Roberts Pires og David Trezeguet í sókn franska liðsins í síð- ari hálfleik urðu ekki til þess að opna vörn Tékka. „Mínir menn léku ekki eins og ég hafði vænst. Þeir voru alltof hægir,“ sagði Santini þegar flautað hafði verið til leiksloka og bætti því við að Tékk- arnir hefðu mætt með öðru hugarfari til leiks en hann hefði reiknað með. „Tékkar léku eins og um væri að ræða viðureign í undankeppni stór- móts. Við vorum bara ekki tilbúnir í þess konar baráttu,“ sagði Santini og bætti því við að fyrra mark Tékka hefði verið afar slysalegt. „Okkur tókst ekki að jafna metin strax í kjöl- farið og þar með var þetta afar erfitt. Rétt áður en Tékkar bættu við öðru markinu þá misnotaði William Gallas upplagt marktækifæri. Það hefði breytt hefði hann skorað,“ sagði Sant- ini vonsvikinn. Rétt eins og fyrir níu mánuðum þegar Frakkar töpuðu fyrir Belgum í vináttulandsleik á Stade de France þá létu áhorfendur í ljós óánægju sína í leikslok með því að baula á leikmenn þegar þeir gengu af velli. Tapið fyrir Tékkum var franska liðinu rækileg áminning um að þrátt fyrir góðan ár- angur í síðustu leikjum þá hefur það ekki náð sér eftir niðurlæginguna á HM í Japan og Suður-Kóreu. Santini dró ekki í efa rétt áhorf- enda til þess að láta óánægju sína í ljós. „Menn verða að sætta sig við að það er baulað á þá þegar þeir standa sig illa. Fólk kom til þess að sjá Frakka vinna. Frakkar töpuðu og þjóðin er óánægð, ég hef fullan skiln- ing á því,“ sagði Santini. Baulað á Frakka í París AP Leikmenn Tékklands, sem hafa leikið ellefu leiki í röð án þess að tapa, fagna sigrinum á Frökkum. JACQUES Santini, landsliðs- þjálfari Frakka, mátti þola tap í fyrsta sinn síðan hann tók við landsliði Frakka sl. sumar þegar það mætti Tékkum á Stade de France, 2:0. Baulað var á stjörn- um prýtt landslið Frakka þegar það gekk af leikvelli með snill- inginn Zinedine Zidane fremst- an í flokki. Engu máli skipti þótt Frakkar hafi átti mikið meira í leiknum frá upphafi til enda, það voru Tékkarnir, sem hafa leikið ellefu leiki í röð án þess að tapa, sem skoruðu mörkin og það eru þau sem eru talin, ekki marktækifærin, þegar upp er staðið. „Þýðir lítið að hugsa bara um Eið Smára“ ÞAÐ verður mikið um dýrðir á Britannia-leikvanginum í Stoke á morgun. Heimamenn, Íslendingafélagið Stoke City, taka þá á móti Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Chelsea í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu og þar er mikið í húfi. Sér- staklega fyrir Chelsea, sem á ekki mikinn möguleika á að hreppa enska meistaratitilinn en hefur sett stefnuna á bikarúrslitin annað árið í röð. Stoke hefur ekki náð svona langt í keppninni um árabil og leikurinn lífgar upp á erfitt tímabil í 1. deildinni þar sem liðið situr í þriðja neðsta sætinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.