Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLANDSMEISTARAMÓT í samkvæmisdönsum var haldið í Laug- ardalshöllinni sunnudaginn 9. febrúar. Mótið var skipulagt af mótanefnd Dansíþróttasambands Íslands. Á þessu móti var keppt til Íslandsmeist- aratitils í báðum greinum samkvæm- isdansins þar sem dansað er með frjálsri aðferð. Eru það annars vegar standarddansar sem eru enskur vals, tangó, slow foxtrot, vínarvals og quickstep og hins vegar suður-amer- ískir dansar sem eru samba, cha cha cha, rúmba, paso doble og jive. Einnig fór fram keppni í dansi með grunnaðferð í öllum aldursflokkum. Þar er keppt í nokkrum styrkleika- flokkum og er gaman að fylgjast með þróun og uppbyggingu dansaranna í gegnum flokkana. Ekki var keppt í flokki byrjenda en í þeim flokki komu fram 36 pör sem sýndu dans og voru yngstu dansararnir í þeim hópi 4 ára. Þetta mót var fyrsta Íslandsmeist- aramót vetrarins og verður það næsta haldið 15. mars næstkomandi. Þá munu pörin keppa aftur til Íslands- meistaratitils í dansi með frjálsri að- ferð en þá er lagður saman árangur í báðum greinum dansíþróttarinnar. Það síðasta verður síðan haldið 3. og 4. maí og þá mun verða haldið Íslands- meistaramót í dansi með grunnaðferð. Rúmlega 100 pör voru skráð í keppnina á sunnudaginn var og hófst dagskráin með innmarsi keppenda. Yngsti hópurinn sem keppir í dansi með frjálsri aðferð er 12 og 13 ára unglingar og kallast sá hópur Ung- lingar I. Það vill þannig til að öll pörin sem kepptu í þessum flokki voru að keppa á sínu fyrsta Íslandsmeistara- móti í dansi með frjálsri aðferð. Þarna var á ferðinni hópur efnilegra dansara sem vonandi halda áfram á dansbraut- inni og láta að sér kveða á dansgólfinu í framtíðinni. Sigurvegarar í báðum greinum voru Haukur Freyr Haf- steinsson og Hanna Rún Óladóttir. Þau eru yfirburðapar í þessum aldurs- flokki enda með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Þau hafa ekki sagt skilið við grunnsporin og sýndu það og sönnuðu að það sem skiptir máli í danskeppni er að sýna rétta grunn- vinnu og hreyfingar í dönsunum og gera það vel frekar en að leggja áherslu á fjölda dansspora. Í öðru sæti í standarddönsum voru Karl Bernburg og Ása Karen Jóns- dóttir. Þau dönsuðu vel og eru með mjúka áferð í dansinum. Þau ná að fljóta vel yfir gólfið en mættu sýna betri línur í gegnum efri hluta líkam- ans. Í suður-amerískum dönsum voru í öðru sæti Alexander Mateev og Erla Björg Kristjánsdóttir. Þetta hefur sjálfsagt komið þeim á óvart eftir að hafa dansað saman í stuttan tíma. Á stundum vottar fyrir jafnvægisleysi í dansinum hjá þeim en þau eru dans- arar sem greinilega leggja sig fram við dansinn, dansa létt og eru mjög glað- leg að sjá. Unglingar II er hópur 14 og 15 ára unglinga. Þetta var stærsti hópurinn á Íslandsmeistaramótinu og margir góðir dansarar þar á ferð. Spennandi var að horfa á þennan hóp þar sem sum paranna hafa ekki keppt á dans- keppni hér heima síðan í maí á síðasta ári. Þessi hópur hefur frá því að þau voru börn verið mjög sterkur og alltaf verið spennandi að fylgjast með þeim. Í standarddönsum sigruðu Arnar Georgsson og Tinna Rut Pétursdóttir. Þau eru glæsilegt par og líða mjúklega um gólfið. Mættu samt sýna svolítið meiri snerpu í dansinum og þá helst í tangó. Í öðru sæti voru Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdótt- ir. Þessi tvö pör dansa með mjög ólík- um stíl og eru Jónatan og Hólmfríður með léttari áferð á dansinum og fara hraðar yfir. Hólmfríður mætti klára höfuðstöðu betur til þess að heildar- myndin á danshaldinu væri betri. Í suður-amerískum dönsum fóru Jónatan og Hólmfríður með sigur af hólmi í mjög spennandi keppni. Þau dönsuðu mjög vel í úrslitunum og mátti sjá aukinn þroska í hreyfingum beggja þó að Jónatan megi nota miðju líkamans betur. Í öðru sæti voru Þor- leifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir. Þau voru mjög sterk á gólfinu enda frábærir dansarar á ferð. Þorleifur notar miðju líkamans vel en missir höfuðið stundum fram sem brýtur línu líkamans. Ásta sýndi eins og hún hef- ur alltaf gert góða vinnu í fótum og ökklum. Það má geta þess að í þessum hópi voru mörg pör að dansa vel og í svona sterkum hópi má það teljast mikill sig- ur að komast inn í sex para úrslit. Ungmenni er aldurshópur 16 til 18 ára dansara. Þar sigruðu í báðum greinum Friðrik Árnason og Sandra Júlía Bernburg. Tel ég víst að sigur þeirra hafi verið öruggur í báðum greinum. Þau hafa dansað nokkuð lengi saman og hlotið mikla reynslu á keppnisgólfinu. Þau hafa tekið mikl- um framförum að undanförnu. Í öðru sæti í báðum greinum voru Jón Þór Jónsson og Laufey Karlsdóttir. Þau eru nýlega farin að dansa saman og vantar þ.a.l. samhæfingu í dansinum. Þau passa vel saman sem danspar og gaman verður að fylgjast með þeim þegar þau hafa slípast betur saman. Flokkur Fullorðinna er keppnis- flokkur 16 til 34 ára. Því miður eru ekki mörg pör í þessum flokki og er brottfall ungs fólks úr íþróttum farið að sjást á þessum hópi. Það voru ekki nema tvö pör skráð til keppni í hvorri grein. Þrátt fyrir það voru áhorfendur ekki sviknir því þar voru á ferðinni frábærir dansarar. Í standarddönsum sigruðu Ísak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir. Þau hafa mjög léttan dansstíl og hafa mikla snerpu sem má greinilega sjá í tangó. Ég hef séð þau í betra formi en þar sem mikil reynsla er að baki þá döns- uðu þau mjög vel. Friðrik og Sandra sem sigruðu í flokki Ungmenna kepptu einnig í flokki Fullorðinna í standarddönsum og höfnuðu í öðru sæti. Þetta var í fyrsta sinn sem þau keppa í þessum flokki. Þau dönsuðu mjög vel með góða dansstöðu. Sigurvegarar í suður-amerískum dönsum voru Robin Sewell og Elísa- bet Sif Haraldsdóttir. Þarna eru á ferðinni dansarar sem eru komnir með mjög þroskaðar hreyfingar í dansinn. Samspil dansins og tónlistar- innar er gott og þau túlka vel hlutverk karls og konu í dansinum. Í öðru sæti voru Ísak og Helga Dögg með sinn létta og glaðlega dansstíl sem alltaf grípur augað. Seniorar er keppnishópur dansara 35 ára og eldri. Þar voru sigurvegarar í báðum greinum Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir. Þau hafa verið ósigrandi í þessum flokki undanfarin ár. Í standarddönsunum hefði ég viljað sjá meiri yfirferð hjá þeim. Í suður-amerísku dönsunum hefur Björn yfirburði yfir herrana. Í öðru sæti í standarddönsum höfnuðu Jón Eiríksson og Ragnhildur Sand- holt. Þau hafa verið að sækja í sig veðrið og náð töluverðum framförum að undanförnu. Þau mættu lenda bet- ur niður og nýta þaðan kraftinn í áframsveiflu líkamans. Í suður-amer- ískum dönsum voru það Eggert Claessen og Sigrún Kjartansdóttir sem höfnuðu í 2. sæti. Þau sýndu að vanda mikla gleði í dansinum. Ég mundi gjarnan vilja sjá þau rétta bet- ur úr sér. Tónlistarval á keppninni var að mestu leyti gott þó að ég hefði kosið á stundum önnur lög, t.d. í paso doble. Að sjálfsögðu er tónlistarsmekkur fólks misjafn og má þ.a.l. gera ráð fyr- ir því að aldrei verði allir sáttir þar. Varðandi hárgreiðslu herra langar mig að koma með ábendingu. Tísku- straumar í hárgreiðslu henta ekki allt- af dansinum. Að vera með sítt hár í hnakkann sem nær niður að skyrtu- kraga getur skemmt fyrir þar sem háls virðist styttri og það lítur út fyrir að þeir rétti ekki vel úr sér. Ég vil óska íslenskum dönsurum til hamingju með árangur sinn í keppn- inni. Þátttakan ein er sigur út af fyrir sig. Eftir góðan keppnisdag held ég að flestir hafi getað farið sáttir heim. Keppnin gekk hnökralaust og tíma- plan stóðst. Dómarar keppninnar voru: Bent Davidsen frá Danmörku, Peter Elliot frá Englandi, Erling Langset frá Noregi, Gunnar Lilja frá Svíþjóð og Bernhard Zikler frá Þýska- landi. Fyrsta Íslandsmót vetrarins Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ísak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir í flokki fullorðinna F. DANS Laugardalshöll Íslandsmeistaramót í samkvæmis- dönsum með frjálsri aðferð haldið sunnudaginn 9. febrúar. SAMKVÆMISDANSAR Robin Sewell og Elísabet Sif Har- aldsdóttir í flokki fullorðinna F. Friðrik Árnason og Sandra Júlía Bernburg í flokki ungmenna F. Haukur Freyr Hafsteinsson og Hanna Rún Óladóttir í flokki unglinga I F. Jónatan Arnar Örlygsson og Hólm- fríður Björnsdóttir í flokki ung- linga II F. Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir í flokki seniora F. Arnar Georgsson og Tinna Rut Pét- ursdóttir í flokki unglinga II F. Kara Arngrímsdóttir Unglingar I standarddansar 1. Haukur Freyr Hafsteinsson – Hanna Rún Óladóttir, Hvönn 2. Karl Bernburg – Ása Karen Jónsdóttir, ÍR 3. Aðalsteinn Kjartansson – Edda Guðrún Gísladóttir, ÍR 4. Alexander Mateev – Erla Björg Kristjánsdóttir, ÍR 5. Valdimar Kristjánsson – Rakel Guðmundsdóttir, ÍR Unglingar I suður-amerískir dansar 1. Haukur Freyr Hafsteinsson – Hanna Rún Óladóttir, Hvönn 2. Alexander Mateev – Erla Björg Kristjánsdóttir, ÍR 3. Aðalsteinn Kjartansson – Edda Guðrún Gísladóttir, ÍR 4. Karl Bernburg – Ása Karen Jónsdóttir, ÍR 5. Valdimar Kristjánsson – Rakel Guðmundsdóttir, ÍR Unglingar II standarddansar 1. Arnar Georgsson – Tinna Rut Pétursdóttir, ÍR 2. Jónatan Arnar Örlygsson – Hólmfríður Björnsdóttir, Gulltoppi 3. Björn Einar Björnsson – Sóley Emilsdóttir, Gulltoppi 4. Þorleifur Einarsson – Ásta Bjarnadóttir, ÍR 5. Baldur Kári Eyjólfsson – Anna Kristín Vilbergsdóttir, Gulltoppi 6. Björn Ingi Pálsson – Ásta Björg Magnúsdóttir, Gulltoppi Unglingar II suður-amerískir dansar 1. Jónatan Arnar Örlygsson – Hólmfríður Björnsdóttir, Gulltoppi 2. Þorleifur Einarsson – Ásta Bjarnadóttir, ÍR 3. Stefán Claessen – María Carrasco, ÍR 4. Björn Einar Björnsson – Sóley Emilsdóttir, Gulltoppi 5. Björn Ingi Pálsson – Ásta Björg Magnúsdóttir, Gulltoppi 6. Baldur Kári Eyjólfsson – Anna Kristín Vilbergsdóttir, Gulltoppi Ungmenni standarddansar og suður-amerískir dansar 1. Friðrik Árnason – Sandra Júlía Bernburg, Gulltoppi 2. Jón Þór Jónsson – Laufey Karlsdóttir, ÍR 3. Björn Vignir Magnússon – Björg Halldórsdóttir, Gulltoppi Fullorðnir standarddansar 1. Ísak Halldórsson Nguyen – Helga Dögg Helgadóttir, Hvönn 2. Friðrik Árnason – Sandra Júlía Bernburg, Gulltoppi Fullorðnir suður-amerískir dansar 1. Robin Sewell – Elísabet Sif Haraldsdóttir, Hvönn 2. Ísak Halldórsson Nguyen – Helga Dögg Helgadóttir, Hvönn Seniorar standarddansar 1. sæti Björn Sveinsson – Bergþóra María Bergþórsdóttir, DÍH 2. Jón Eiríksson – Ragnhildur Sandholt, Gulltoppi Seniorar suður-amerískir dansar 1. Björn Sveinsson – Bergþóra María Bergþórsdóttir, DÍH 2. Eggert Claessen – Sigrún Kjartansdóttir, ÍR 3. Jón Eiríksson – Ragnhildur Sandholt, Gulltoppi Til glöggvunar þá sækja sum dansíþróttafélögin þjálfun í dansskóla og nefni ég hér þær tengingar. Dansskóli DÍH – DÍH Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar – ÝR Dansskóli Jóns Péturs og Köru – Gulltoppur Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar – DÍK Úrslit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.