Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að setja 6,3 milljarða króna til að sporna gegn atvinnuleysi og taka á þeim slaka sem tímabundið verður í efnahagslífinu. Það er vissulega ástæða til að fagna þessari ákvörðun því hún mun hafa jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir atvinnulífið, bæði tíma- bundið og til lengri tíma litið vegna bættra samgangna sem alltaf koma að góðum notum. Sökum sterkrar stöðu ríkissjóðs og skynsamlegrar stefnu í sölu ríkiseigna er hægt að bæta þessum miklu fjármunum inn í efnahagskerfið án þess að það hafi neikvæð áhrif á ríkissjóð eða efna- hagslífið heldur þveröfugt. Verulegar samgöngubætur á Vestfjörðum Fyrir þann milljarð sem fer auka- lega til Vestfjarða er hægt að bæta verulega samgöngur í landshlutan- um. Þetta er hrein viðbót við það fjármagn sem er í þingsályktunartil- lögu að samgönguáætlun. Þegar þessi grein er skrifuð, hafa þing- menn og samgönguráðherra ekki tekið ákvörðun um skiptingu fjár- magnsins innan Vestfjarða. Undir- ritaður gerir ráð fyrir að þeir taki mið af þeirri áætlun sem unnið hefur verið eftir og byggist á samgöngu- áætlun vestfirskra sveitarfélaga frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga 1997. Um þá áætlun hefur verið ágæt sam- staða en hún gerir ráð fyrir að lokið verði heilsársvegi með bundnu slit- lagi um Ísafjarðardjúp annars vegar og um Barðastrandarsýslu hins veg- ar inn á þjóðveg nr. 1. Að því loknu verði byggðir á norðan- og sunnan- verðum Vestfjörðum tengdar saman með göngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Sú tenging eykur mik- ilvægi Ísafjarðar sem byggða- og þjónustukjarna fyrir Vestfirði. Á leiðinni um Ísafjarðardjúp og Strandir er gert ráð fyrir að fara um Arnkötludal sunnan við Hólmavík yfir í Reykhólasveit. Þar með stytt- ist leiðin um 44 kílómetra til Reykja- víkur. Segir í áætluninni að þessi leið sé talin hafa yfirburði yfir aðra val- kosti. Hún stytti leiðina fyrir íbúa norðanverðra Vestfjarða (Bolungar- víkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavík- urhrepps) auk íbúa Hólmavíkur- hrepps, alls um 6.000 manns, um 44 kílómetra inn á þjóðveg nr. 1, og að auki tengi hún saman Strandir og Reykhólasveit. Verði hægt að ljúka framkvæmd- um við Arnkötludal á næstu tveimur árum er ástæða fyrir þingmenn og samgönguráðherra að gaumgæfa þennan valkost í samgöngumálum nú þegar svo mikið viðbótarfé kemur til vegamála. Víða er hægt að nota þetta viðbótarfé en enginn valkostur getur stytt leiðina jafnmikið og þessi fyrir jafnmarga vegfarendur, fyrir jafnlítið fjármagn. Atvinnuþróunarátak og menningarhús Töluverð hugmynda- og stefnu- mótunarvinna hefur verið unnin á Vestfjörðum til að hægt sé að átta sig á hvaða tækifæri við höfum til þróunar nýrra atvinnutækifæra sem byggi ofan á og séu til viðbótar við atvinnulífið á svæðinu. Ísafjarðar- bær og fleiri sveitarfélög hafa unnið atvinnustefnu og öll sveitarfélög á Vestfjörðum hafa unnið sameigin- lega byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Þess vegna er til góður hugmynda- banki sem mun nýtast við ákvörðun um útdeilingu þeirra 700 milljóna sem ríkisstjórnin setur til at- vinnuþróunarátaks. Þar eigum við Vestfirðingar mörg tækifæri og munum kynna hugmyndir sem skapa munu verðmæti og auka at- vinnu á svæðinu. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kynnti menntamálaráðherra sínar hugmyndir að menningarhúsum strax á árinu 1999. Ákvörðun ríkis- stjórnar um fjármagn til menningar- húsa á Akureyri og í Vestmannaeyj- um er til viðbótar menningarhúsum á Ísafirði og breytir engu um stöðu mála þar. Viðræður Ísafjarðarbæjar við menntamálaráðherra eru í gangi og er greinarhöfundur bjartsýnn um samning um menningarhús á Ísa- firði fljótlega. Togstreita milli svæða Eitthvað hefur heyrst um að of lít- ið komi til höfuðborgarsvæðisins af þessu fjármagni og er þá miðað við íbúafjölda. Vegagerð hvar sem er á landinu nýtist landsmönnum öllum. Þá fer vart á milli mála að höfuð- borgarsvæðið er sterkara en önnur landssvæði og hefur miklu meiri möguleika til að bæta tímabundna erfiðleika vegna atvinnuleysis en aðrir staðir. Svo má líka nefna að þar sem langflestar þjónustustofnanir samfélagsins eru á höfuðborgar- svæðinu mun mestallt fjármagn sem fer til vegaframkvæmda, menning- arhúsa eða atvinnuþróunarátaks renna í gegnum stofnanir og fyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu og skapa þar atvinnu áður en það fer út á land. Undirritaður telur það neikvætt að stilla upp landsbyggð annars veg- ar og höfuðborgarsvæði hins vegar þegar mál sem þessi eru rædd. Þess vegna er leitt að verða vitni að mál- flutningi sumra þingmanna Reykja- víkur í stjórnarandstöðu sem telja höfuðborgarsvæðið verða útundan. Það getur ekki staðist að höfuðborg- in og aðliggjandi bæir séu útundan þegar það er nánast eina svæði landsins sem vex stöðugt og bætir við sig íbúum. Samt tala fyrrgreindir þingmenn eins og höfuðborgarsvæð- ið sé í vörn gagnvart landsbyggð- inni. Það er undarlegur málflutning- ur og varla til annars hugsaður en að kasta rýrð á ákvörðun ríkisstjórn- arinnar. Auknar framkvæmd- ir á réttum tíma Eftir Halldór Halldórsson „Vegagerð hvar sem er á land- inu nýtist landsmönn- um öllum.“ Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. SÆLL, Friðrik. Ég „vinn það ei fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans.“ Þrátt fyrir góð kynni og flokksbönd hlýt ég að leggja fyrir þig ágengar spurningar um Kára- hnjúkavirkjun þar sem vafi leikur á arðsemi hennar. 1. Heimsmarkaðsverð á áltonni er 1370 dollarar, hefur hríðlækkað frá 2000. Getur Landsvirkjun treyst því að það hækki um 14% á 5 árum, upp í 1564$, eins og James nokkur King spáir? Þótt hann sé sérfræðispá- maður, spyr ég: Er öruggt að hann sé óháður hagsmunatengslum og spá hans þess verð að setja LV í áhættu til 40 ára? 2. Hverju svarar þú þjóðinni ef ál- verð hækkar ekki, heldur stendur í stað og orkuverðið lækkar því, skv. samningi ykkar við Alcoa, úr tæpum 18 mills niður í tæp 15,8 mills (1,26 kr. á kWst), sem ylli því að virkjunin yrði rekin með milljarðatapi? (Sjálf borgum við 7,68 kr./kWst.) 3. Er LV að breyta forsendum sínum? 6. des. mat hún t.d. fram- kvæmdina á 101,7 milljarða kr., 12/ 12 á 97 milljarða, eftir að tilboð Impregilo kom fram, en nú metið þið hana á 95,2 milljarða. Hvað lækkaði upphæðina frá 12/12? 4. „Í skýrslu Sumitomo Mitsui Banking Co. sem unnin var fyrir LV í sept. 2001 var gert ráð fyrir að verkefnið yrði að þola 20% umfram- keyrslu í stofnkostnaði“, en „Impregilo hefur oft farið verulega fram úr tilboðum“ (Ól.S. Andrésson, Mbl.13/1). LV gefur upp að hækki stofnkostnaður um 10%, muni hreint núvirði lækka úr 6,6 milljörð- um kr. um rúma 9 milljarða, þ.e. verða neikvætt! Getur þú sannfært borgarbúa og alþjóð um að áætlun ykkar fari alls ekki úr böndum? (Ítalirnir geta eðlilega gert miklar aukakröfur vegna gangagerðarinn- ar, þar sem útboðsgögnin geta ekki lýst öllum þáttum sem eiga eftir að mæta bormönnum og greiða verður aukalega fyrir (göngin verða 70 km!). Svo segir mér Sveinn Aðal- steinsson viðskiptafræðingur, sem þekkir vel til virkjana- og verktaka- mála, og ályktar: „Við eigum eftir að sjá það innan tiltölulega skamms tíma að áætlanir þær sem lagt er af stað með munu reynast alltof lág- ar.“) 5. Í áætlun LV 6/12 var nefnt að vaxtabyrði á framkvæmdastigi væri ekki talin með. Er ekki enn eftir að reikna þá vexti (8-10 milljarða) inn í heildarkostnað? Hve mikið minnkar arðsemin við það? 6. Teljið þið með í stofnkostnaði allar rannsóknir, hönnun og undir- búning vegna Kárahnjúka á sl. ár- um? Ef ekki, eruð þið þá að brjóta þau lög LV að ekki megi færa á milli gróða af einni eða fleiri virkjunum til að greiða niður aðra? Væri það ekki niðurgreiðsla Alcoa í hag á kostnað almennings og fyrirtækja sem borga þá of hátt orkuverð? 7. Eru innifaldar í stofnkostnaði greiðslur til landeigenda fyrir afnot á landi, efnistöku og vatnsréttindi? Þær greiðslur, sem enn er verið að semja um, verða ekki smáaurar. Eru þau útgjöld í gefnum kostnað- arforsendum LV? (Eigendanefndin virðist ekkert af þessu vita, lætur Opið bréf til Friðriks Sophussonar Eftir Jón Val Jensson „Okkar allra vegna vona ég að sú áhætta sem ég hef tæpt á eigi ekki eftir að falla á LV og ábyrgðaraðila.“ Höfundur er guðfræðingur og for- stöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. sér nægja 5 línur um stofnkostnað og 8 línur um rekstrarkostnað!) 8. Er ekki hætt við að ný og orku- nýtnari tækni sem er að komast í gagnið í rafskautabúnaði geti spar- að svo orkukaup Alcoa, að þeir greiði ekki fyrir umtalaðar 4.704 GWst. á ári, heldur allt niður í þau 85% sem Alcoa hefur ábyrgzt að kaupa (3.998 GWst.)? Ef svo fer, minnkar það núvirði Kárahnjúka- virkjunar um 13.400.000.000 kr., það yrði neikvætt um 6,8 milljarða. 9. Er það ekki ótraust forsenda LV að matið á árlegum rekstrar- kostnaði virkjunarinnar og mótvæg- isaðgerðum er ekki (að slepptum rannsóknakostnaði) 1,1–1,3% af stofnkostnaði eins og í öðrum virkj- unum LV (sem væri þá um 1045– 1260 milljónir kr.), heldur (skv. Eig- endagreinargerðinni) einungis 740 milljónir? 10. Gunnlaugur Jónsson fjármála- ráðgjafi (merkilegt nokk sonur Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl.) segir í greininni Kárahnjúkavirkjun og ávöxtun (Mbl. 9/1) að ekki sé eðlilegt hjá LV að láta ávöxtunarkröfuna taka mið af vaxtakostnaði fyrirtæk- isins. „Ávöxtunarkrafan á að fara eftir áhættu verkefnisins“ og miða við aðra fjárfestingarkosti, segir hann. Fellstu á þau rök? 11. Ekki dæmir GJ um frumfor- sendurnar, áætlað ál- og orkuverð, stofn- og rekstrarkostnað, en ef það er rétt sem hér ofar var sagt um hættuna á lágu álverði og hærri stofnkostnaði, vaxta- og rekstrar- gjöldum, felur það þá ekki í sér að 5,5% nægir ekki sem ávöxtunar- krafa, heldur a.m.k. 8%? (Þær arð- semiskröfur gerir norska ríkið til vatnsaflsvirkjana og Reykjavíkur- borg svipað til gufuaflsvirkjana.) 12. Var feluleikurinn með orku- verðið til Alcoa vanhugsaður? Væri ekki nær að auglýsa í helztu við- skiptablöðum heims að á Íslandi bjóðum við stóriðnaði raforkuverð upp á 22-23 mills, mun lægra en í N-Ameríku, og í búsílag ókeypis mengunarkvóta? Svo hefði mátt semja! Okkar allra vegna vona ég að sú áhætta sem ég hef tæpt á eigi ekki eftir að falla á LV og ábyrgðaraðila. Þetta voru ekki hrakspár, heldur at- riði sem allir raunhæfir fjárfestar hljóta að ígrunda og leggja mat á. Í versta falli gætu margir þessara áhættuþátta farið úr skorðum – að ógleymdri hættu á jarðskjálftum. En gangi ykkur allt í haginn, Frið- rik, þess óska ég þér í vinsemd – og þjóðinni til frambúðar. RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is GSM VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Handfrjáls búnaður Mikið úrval Vertu með báðar hendur á stýri w w w .d es ig n. is © 20 03 Alltaf á þriðjudögum Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.