Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORELDRAR allra nemenda í grunnskólum Mosfellsbæjar hafa tekið höndum saman og rölta nú um bæinn um helgar og spjalla við unglinga á förnum vegi. For- eldraröltið er samstarfsverkefni fé- lagsmálanefndar Mosfellsbæjar, lögreglunnar, Kjósarýsludeildar Rauða kross Íslands og foreldra- félaga Varmár- og Lágafellsskóla. „Úr þessu samstarfi hefur mynd- ast hópur fólks sem mun standa að foreldraröltinu,“ segir Hafdís Rudolfsdóttir hjá Rauða kross- inum. „Hlutverk foreldranna er að rölta um bæinn um helgar, lög- reglan verður þeim til aðstoðar og Rauði krossinn heldur utan um röltið, lánar húsnæði og safnar saman upplýsingum.“ Foreldrar elstu barnanna hófu foreldraröltið um síðustu helgi en þar sem margir munu taka þátt í því er líklegt að hvert foreldri þurfi aðeins að taka að sér foreldrarölt eitt kvöld á ári. „Foreldrar hafa tekið þessu mjög vel,“ segir Hafdís. „Þeim er skipt í hópa og leggja hóparnir af stað frá Rauðakrosshúsinu í Mosfellsbæ, að Urðarholti 4, klukkan tíu á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Þeir munu leita uppi þá staði þar sem hópamyndanir eru. Hugmyndin er sú að foreldrarnir eigi að vera til staðar fyrir unglingana ef eitthvað skyldi koma upp á. Við erum ekki þarna til að segja öllum að fara heim eða eitthvað slíkt, heldur frekar brýna fyrir þeim að það sé kannski ekkert sniðugt að vera úti eftir að útivistartíma lýkur.“ Hafdís segir að foreldraröltið skili sér einnig á þann hátt að for- eldrar verði meðvitaðri um útivist- artíma unglinga. „Þetta skýrir frekar skilaboðin um nauðsyn þess að virða útivistartímann, bæði fyrir foreldrum og börnum.“ Hefur skilað góðum árangri Þetta er ekki í fyrsta skipti sem efnt er til foreldrarölts í Mos- fellsbæ. „Það var síðast fyrir um tveimur árum og af því var mjög góður árangur. Það hefur mikið gerst síðan það hætti og þess vegna sá félagsmálasvið bæjarins sig knú- ið til að gera eitthvað í málinu.“ Herdís Sigurjónsdóttir, formað- ur félagsmálanefndar Mosfells- bæjar, segir reynsluna af fyrsta foreldraröltinu um síðustu helgi hafa verið mjög góða. „Það hefur ýmislegt verið í gangi í bænum sem við viljum fylgjast með,“ segir Haf- dís og bendir á að unglingar hafi verið uppvísir að notkun fíkniefna. „Foreldrar fundu t.d. í röltinu um síðustu helgi hasspípu á víða- vangi.“ Hún segir mikið öryggi í því að lögreglan sé á bakvakt meðan á foreldraröltinu stendur. „Við höf- um verið að berjast fyrir því að fá lögreglu til að vera í bænum um helgar en eins og staðan er í dag er aðeins lögregluvakt í Mosfellsbæ á föstudagskvöldum. Annars erum við aðeins með bakvaktarbíl úr Reykjavík en við viljum að þessi þjónusta verði bætt.“ Morgunblaðið/Kristinn Hópurinn sem hóf foreldraröltið um síðustu helgi var skipaður foreldrum barna elstu bekkja grunnskóla bæjarins. Vilja lögreglu í bænum um helgar Mosfellsbær Foreldrarölt skilar góðum árangri ÁÆTLAÐ er að skuldir Mosfells- bæjar lækki um 110 þúsund krón- ur á hvern íbúa eða um 22% á tímabilinu 2004–2006. Þetta kemur fram í þriggja ára fjárhagsáætlun bæjarins sem afgreidd var á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn mið- vikudag. Samhliða skuldalækkun eru áform um talsverða uppbygg- ingu í bæjarfélaginu. Segir í fréttatilkynningu að áætlunin byggist á því megin- markmiði meirihluta sjálfstæðis- manna „að bæta fjárhagsstöðuna, lækka hlutfall rekstrarkostnaðar af skatttekjum, lækka skuldir og tryggja ráðdeild í meðferð fjár- muna bæjarins.“ Á tímabilinu verður þó ráðist í framkvæmdir á skóla- og íþrótta- mannvirkjum og uppbyggingu íbúða- og atvinnusvæða. Er gert ráð fyrir að annar áfangi Lága- fellsskóla verði byggður og kennslurýmið verði tekið í notkun haustið 2004. Árið síðar verði íþróttahús skólans tilbúið. Sömu- leiðis er fyrirhugað að byggja nýj- an sex deilda leikskóla sem verði lokið á næsta ári. Þá er fyrirhugað að taka í notk- un nýja innisundlaug árið 2006 samhliða því sem framkvæmdir við útisundlaug verði hafnar. Áfram verður haldið við upp- byggingu íþróttasvæðisins á Tungubökkum og við íþróttamið- stöðina að Varmá. Er gert ráð fyr- ir fjármunum til byggingar 18 holna golfvallar á vestursvæði hennar. Stefnt er að uppbyggingu hjúkr- unarheimilis sem verði lokið árið 2006 auk þess sem fjármunir verða settir í hönnun menningarhúss á tímabilinu. Loks er áformað að hefja upp- byggingu nýs íbúðarhverfis við Teiga á þessu ári auk athafna- svæðis þar í nánd. Lækkun skulda samfara uppbyggingu Þriggja ára fjárhagsáætlun samþykkt á miðvikudag Mosfellsbær STEFNT er að því að hefja á þessu ári framkvæmdir við nýja félags- og búningaaðstöðu HK á svæði félags- ins í Fossvogsdal. Er áætlað að hús- ið verði tilbúið á næsta ári. Formað- ur HK segir nýju aðstöðuna bylt- ingu fyrir félagsmenn. Að sögn Þórarins Hjaltasonar bæjarverkfræðings var samþykkt 35 milljóna króna fjárveiting til verkefnisins á fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir yfirstandandi ár. Um sé að ræða 700 fermetra hús á tveimur hæðum sem muni hýsa 6 búnings- klefa á neðri hæðinni og félagsað- stöðu HK á þeirri efri. Hönnun byggingarinnar er nú á lokastigi að hans sögn en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær framkvæmdum eigi að vera lokið. Þó sé stefnt að því að hefja fram- kvæmdir á þessu ári. „Ég býst við því að það sé verið að tala um að þeim verði lokið fyrri hluta næsta árs,“ segir Þórarinn. Endanleg kostnaðaráætlun ligg- ur ekki fyrir að hans sögn. „Hins vegar er ljóst að hús af þessari stærð kostar um eða yfir 100 millj- ónir fullklárað.“ Mikil bylting fyrir félagið Þorsteinn Einarsson, formaður HK, segir byggingu hússins gífur- lega mikilvæga fyrir félagið sem fékk úthlutað svæðinu fyrir rúmum 10 árum. „Þarna er búið að byggja upp stórt æfingasvæði og keppnis- völl fyrir yngri flokkana. Í fyrra tók- um við nýjan malarvöll í gagnið sem verður breytt í gervigrasvöll eftir tvö ár þegar hann er búinn að síga. Síðan verður farið í viðbótarvelli á næstu tveimur árum.“ Hann segir að þrátt fyrir þessa uppbyggingu hafi félagið einungis verið í bráðabirgðahúsnæði með búningsaðstöðu hingað til auk þess sem það hafi fengið að nýta íþrótta- hús Snælandsskóla. „Samt er þetta löngu sprungið vegna þess að knatt- spyrnudeildin okkar hefur stækkað svo mikið að hún er orðin ein af stærstu knattspyrnudeildum á landinu. Þannig að það verður mikil bylting að fá þessa aðstöðu þarna.“ Þorsteinn bendir þó á að í raun sé aðeins um fyrsta áfanga að ræða. „Við eigum eftir að byggja tengi- byggingu og aukahús með fjórum klefum til viðbótar auk meiri fé- lagsaðstöðu því framtíð félagsins er á þessu svæði.“ Þá segir hann gert ráð fyrir stóru íþróttahúsi í framtíð- inni á svæðinu. „Þannig getum við komið allri starfseminni fyrir á ein- um stað sem er gífurlegt atriði fyrir svona félag.“ Suðurhlið byggingarinnar eins og hún mun að öllum líkindum líta út. Hönnun hennar var í höndum Vektors ehf. HK fær félags- og búningsaðstöðu Framkvæmdir hefjast á þessu ári Kópavogur SKÝRSLA um mat á umhverfis- áhrifum Arnarnesvegar milli Reykjanesbrautar og Breiðholts- brautar og tengibrautar um Hörðu- velli hefur verið lögð fram til kynn- ingar hjá Skipulagsstofnun. Skýrslan verður í kynningu frá og með gærdeginum til 28. mars næst- komandi. Matsskýrslan verður aðgengileg almenningi á heimasíðu Vegagerð- arinnar, www.vegegerdin.is, og heimasíðu VSÓ-ráðgjafar, www.- vso.is, auk þess sem hún liggur frammi á Bókasafni Kópavogs, Borgarbókasafninu í Gerðubergi, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipu- lagsstofnun. Athugasemdum skal skila skrif- lega til Skipulagsstofnunar í síðasta lagi 28. mars næstkomandi. Í kynningu til 28. mars Arnarnesvegur lagsnefndar Garðabæjar á dög- unum. Var það í fyrsta skipti sem skipulagsyfirvöld sveitarfélaganna funda saman en þau hafa sam- eiginlegra hagsmuna að gæta í skipulagsmálum á ákveðnum svæð- um. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Hafnarfjarðar. Á fund- inum voru m.a. umræður um of- anbyggðarveg, innkeyrslu við Hrafnistu, fráveitumál og fram kom áhugi um að ljúka gerð hjóla- og göngustíga á milli bæjanna. Samstarfshópurinn verður sam- kvæmt tillögunni skipaður tveimur fulltrúum frá skipulags- og bygg- ingarráði Hafnarfjarðar, tveimur fulltrúum frá skipulagsnefnd Garðabæjar auk embættismanna sem fari yfir sameiginleg málefni sveitarfélaganna. STOFNAÐUR verður samstarfs- hópur til að fara yfir sameiginleg málefni Garðabæjar og Hafnar- fjarðar. Tillaga þess efnis var sam- þykkt á fundi skipulags- og bygg- ingaráðs Hafnarfjarðar og skipu- Samstarfshópur verður stofnaður Hafnarfjörður/Garðabær Fundað um sameiginleg skipulagsmál sveitarfélaganna ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.