Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 51 ✝ Rannveig Guð-mundsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 25. júlí 1909. Hún lést á St. Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur J. Sigurðsson vélsmíða- meistari á Þingeyri, f. 13. sept. 1884, d. 19. des. 1973, og kona hans Estíva S. Björnsdóttir frá Litlavelli í Reykjavík, f. 1. nóv. 1880, d. 31. ágúst 1943. Systkini Rannveigar voru: 1) Matthías véltæknifræðingur, f. 16. sept. 1911, d. 3. júní 1995, maki Camilla Sigmundsdóttir og 2) Sig- urbjörg Jóhanna, búsett í Van- couver í Kanada, f. 24. nóv. 1914, maki G.W. McKay, látinn. Hinn 1. sept. 1928 giftist Rann- veig Kristjáni M. Rögnvaldssyni vélsmíðameistara í Stykkishólmi, f. 3. okt. 1900, d. 1. júlí 1965. Börn Rannveigar og Kristjáns eru: 1) Est- er Sigurlaug, f. 4. feb. 1931, maki Vernharð Sigur- steinsson, 2) Sigurð- ur Amlín, f. 3. nóv. 1933, maki Hanna Jónsdóttir, 3) Guð- mundur, f. 2. jan. 1936, maki Nanna Lárusdóttir, 4) Guð- rún Ragna, f. 17. feb. 1937, maki Lúðvíg A. Halldórsson, 5) Ólafur, f. 11. sept. 1940, maki Ást- rós Þorsteinsdóttir, 6) Edda Svava, f. 1. júní 1947, maki Run- ólfur Guðmundsson, og 7) Þuríð- ur, f. 5. maí 1950, sambýlismaður Guðmundur M. Jónsson. Afkom- endur Rannveigar og Kristjáns eru nú 63. Útför Rannveigar verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Náttúrufegurð er mikil í Dýra- firði. Formfögur fjöll mynda þar skjól fyrir menn og málleysingja í grösugum dölum. Undir Sandafell- inu kúrir aðalbyggðin, Þingeyri. Þaðan er stutt út á gjöful fiski- miðin. Myndrænni og betri umgjörð um fagurt og þróttmikið mannlíf er vart hægt að hugsa sér. Þar eru vorkvöldin lognkyrr og svo hljóð- bær að kallast má á um langan veg. Á slíkum stöðum er gott að alast upp og mannast. Í upphafi síðustu aldar barst hróður þessarar byggðar vítt um landið. Í Núpsskóla var andleg mennt og líkamsrækt í hávegum höfð, þangað sótti ungt fólk víðs vegar að, og í smiðju Guðmundar J. Sigurðssonar og sonar hans Matth- íasar á Þingeyri reis verkmennt hærra en áður hafði þekkst á þessu landi. Sögur af völundunum, sem í smiðjunni unnu, bárust ekki aðeins um landið allt, heldur og til annarra landa. Hagleiksmennirnir í smiðj- unni höfðu lausn á hverjum vanda. Væru varahlutir í vélar og skip ekki til voru þeir einfaldlega smíðaðir á staðnum. Fólk, sem elst upp á slík- um stað, ber þess ævilangt mót. Alefling andans og frjó lífsnautn í starfi og leik kemur þá eins og af sjálfu sér. Uppgjöf er óþekkt fyr- irbrigði. Hjá Dýrfirðingum verður þess gjarnan vart, hve átthagaböndin eru sterk. Tilfinningalega „renna öll vötn til Dýrafjarðar“ óháð dvalar- stað þessa fólks hér á jörð síðar í lífinu. Trúlega er það sagan og náttúran, sem knýta þessi sterku bönd. Í þessu þroskavænlega um- hverfi ólst upp tengdamóðir okkar, Rannveig Guðmundsdóttir. Á mannmörgu heimili foreldrahús- anna voru verkefnin fjölbreytt. Þar lærði hún til allra þeirra verka, sem eitt heimili þarfnast við, auk þess sem hún vann gjarnan í búðinni, sem Estíva móðir hennar rak. Á vordögum árið 1919 kom strandferðaskip til Stykkishólms. Í land stigu mæðgur, sem voru á leið frá Þingeyri til Reykjavíkur. Stelpukornið hnaut við landgöng- una og varð móðurinni þá að orði: „Þú ert þó ekki að taka þig heima hérna, blessað barn?“ Hvoruga hef- ur þá grunað að svo yrði sem varð. Áratug síðar fluttist þetta stelpu- korn, Rannveig Guðmundsdóttir, til Stykkishólms. Þá var hún nýgift Kristjáni Rögnvaldssyni, vélfræð- ingi, ungum Hólmara, sem lært hafði til verka í smiðjunni á Þing- eyri, og nældi í heimasætuna í Est- ívuhúsi í kaupbæti. Ríkuleg voru þau laun. Þau stofnuðu svo heimili í Stykkishólmi. Nú skyldi verkkunn- áttan að vestan nýtt Snæfellingum til framfara og heimilinu til fram- færis. Unga konan að vestan vakti strax athygli fólksins á staðnum fyrir atgervis sakir, myndarskapar og fríðleiks. Menning var mikil í Stykkishólmi þá sem nú. Spaug- samir menn sögðu Hólmara tala dönsku á sunnudögum. Þótt svo hafi ekki verið í bókstaflegum skiln- ingi, var og er undirtónninn í þeirri umsögn eigi að síður jákvæður og sannur. Íslendingar hafa margt gott lært af Dönum og bæjarbragur í Hólminum hefur löngum þótt til fyrirmyndar. Heimkoma Kristjáns var ómetanlegt framlag til eflingar verkmennta við Breiðafjörð. Hin unga brúður bjó bónda sínum myndarlegt heimili, þar sem gömul gildi voru í heiðri höfð. Reglusemi var þar jafnan í öndvegi. Ramminn um mannlífið á nýjum stað, náttúra Breiðafjarðar með eyjum og sund- um, vörðuð svipmiklum fjöllum, voru fullkomið svið til athafna. Nú var mál að láta verkin tala og var svo gert. Vinkonur eignaðist Rann- veig í þessum nýju heimkynnum. Það voru konur líkrar gerðar og hún sjálf og sterk vináttubönd ent- ust til æviloka. Þessar konur eru nú nær allar látnar. Enn minnast margir þessara kvenna og verður svo lengi. Þær sköruðu fram úr á öllum sviðum, þær báru sig öðru- vísi, unnu verk sín betur en gerist, og þær tóku á móti öllum gestum eins og höfðingjum, ella væri það betur ógert. Það voru þessar konur, ásamt eiginmönnum sínum, sem lögðu grunninn að því, að í Stykk- ishólmi var og er enn gott að búa og alast upp. Rannveig og Kristján eignuðust sjö börn og fyrirtækið óx og dafn- aði. Allt horfði svo vel. En skjótt skipast veður í lofti, Kristján dó skyndilega árið 1965. Mikil breyt- ing varð á högum Rannveigar. Nú tók við tímabil prjónaskapar og pössunar barnabarna. Aldrei féll henni verk úr hendi. Heimilið að Austurgötu 3 varð samkomustaður stórfjölskyldunnar, sem mjög hafði stækkað. Myndarskapurinn var samur og fyrr. Barnabörnin áttu öruggt skjól hjá ömmunni, þegar fólk var í vinnu. Á föstudögum komu allir þar saman í kaffi og meðlæti. Það varð brátt að fastri venju. Húsmóðirin fylgdist með hvernig gekk hjá öllum. Bjátaði eitthvað á var liðsinni hennar víst. Heimilið varð hennar helga vé, þar sat hún á friðarstóli, reiðubúin til að styðja og gefa ráð, án allrar kröfu um annað en það, að fólk stæði sína pligt. Síðustu árin dvald- ist Rannveig á Dvalarheimili aldr- aðra í Stykkishólmi. Þar naut hún frábærrar umönnunar góðs starfs- fólks. Þakklæti fyrir það var henni ofarlega í huga til síðustu stundar, um það fór hún mörgum orðum við gesti sína. Það voru forréttindi að þekkja þessa konu. Að leiðarlokum viljum við þakka henni samfylgdina og allt, sem hún miðlaði sínu sam- ferðafólki. Hún var einfaldlega ein af þessum konum, sem bæta sitt umhverfi. Þegar hún yfirgaf þennan heim var hún glæsileg sem fyrr, brosið hlýtt og hýra í augum. Sátt við allt og alla hélt hún á fund Herra síns. Það er fagurt við Breiðafjörð og Dýrafjörð. Á báðum stöðum koma dagar, þar sem feg- urð landsins rennur án skila saman við fegurð himinsins. Á slíkum dög- um á sorgin ekki við, aðeins fögn- uður yfir að hafa átt Rannveigu Guðmundsdóttir að. Tengdasynir. Hún amma okkar hefur fengið hvíldina. Hún hefur verið fastur punktur í tilveru okkar allt okkar líf og ekki síst á uppvaxtarárum okkar í Hólminum. Einhvern veg- inn fannst okkur sem hún yrði bara alltaf hjá okkur. Amma var alin upp á Þingeyri þar sem hún var fædd. Hún sagði okkur stundum söguna af því þegar hún sem ung stúlka hafði viðkomu í Stykkishólmi á leið sinni til Reykja- víkur ásamt föður sínum. Þá datt hún í fjörugrjótinu þegar hún var að koma í land í Stykkishólmi. Langafi okkar hafði þá á orði við dóttur sína hvort hún ætti nú kannski eftir að setjast að í Stykk- ishólmi. Það átti eftir að koma á daginn því hún flutti sem ung kona með manni sínum til Stykkishólms þar sem hún bjó allt frá því. Fyrst bjuggu afi og amma í Norska hús- inu en fluttust síðan á Austurgöt- una. Amma varð ung ekkja þegar afi dó fyrir aldur fram og höfðum við því ekki tækifæri til að kynnast honum. Það var alltaf tekið fagnandi á móti okkur og ávallt eitthvað gott á boðstólum þegar við heimsóttum ömmu. Okkur fannst gaman að hlusta á sögurnar hennar og merki- legt hvað hún upplifði miklar breyt- ingar á sinni lífsleið. Þrátt fyrir háan aldur og minnk- andi líkamlegan þrótt fylgdist hún alltaf mjög vel með því sem var að gerast í daglega lífinu og þá sér- staklega hjá fjölskyldunni. Hún hafði mjög gaman af því að spjalla við okkur krakkana þegar við kom- umst til vits og ára en hafði minna gaman af ærslum okkar á yngri ár- um. Okkur fannst það ákaflega merkilegt og ekki síður skemmti- legt að amma vissi alltaf þegar von var á barni í fjölskyldunni. Hana dreymdi alltaf sama drauminn, um lítið barn liggjandi fyrir ofan hana í rúminu. Það kom henni því ekki á óvart þegar einhver fjölskyldumeð- limurinn gaf sig fram með fréttir af væntanlegum erfingja. Amma var ákaflega handlagin kona. Hannyrðir voru mikið áhuga- mál hjá henni og fengu margir að njóta þess ekki síst nýfædd börn í fjölskyldunni. Þau fengu öll heims- ins bestu sokka, vettlinga og teppi. Amma var líka listakokkur og bakarameistari. Hún hafði sem ung kona farið í húsmæðraskóla á Ísa- firði og það nám nýttist henni vel. Hún fylgdist vel með öllum nýj- ungum og hafði gaman af að prófa nýjar uppskriftir og það sem var nýtt á boðstólum. Við kveðjum ömmu okkar með hlýju og virðingu. Hún gaf okkur svo ótal margt sem við búum að um alla ævi og innilega hlýja brosið hennar mun lifa í minni okkar um ókomna tíð. Blessuð sé minning Rannveigar ömmu. Sigrún, Linda og Þorsteinn. Í dag verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju amma mín Rannveig Guðmundsdóttir. Hjá Rannveigu ömmu og Kristjáni afa, sem dó í blóma lífsins fyrir 37 ár- um, átti ég nánast annað heimili sem barn. Þaðan var líka stutt til bestu vinkonu okkar ömmu, Ástu Gestsdóttur og svila hennar Lár- usar Rögnvaldssonar sem bæði eru látin. Litla húsið þeirra afa og ömmu við Austurgötuna í Stykkishólmi, við hliðina á smiðjunni og slippnum hans afa, var öllum opið og í minn- ingunni finnst mér eins og alltaf hafi einhver setið í eldhúsinu eða borðsofunni hjá ömmu og notið veitinga hennar. Frá ömmu fór enginn án þess að þiggja eitthvað. Amma var sú sem allir gátu leitað til, komið til og rætt við. Amma var alltaf til staðar, enda af þeirri kyn- slóð Íslendinga sem ekki vandist miklum ferðalögum og í raun skildi hún ekkert í þessum þeytingi á öll- um út um allt. Þrátt fyrir að amma færi ekki víða var hún vel heima og las Moggann sinn meðan sjónin leyfði. Finndu mig, eru orð sem mér koma í huga þegar ég hugsa til baka til áranna okkar ömmu í Stykkishólmi. Amma stóð upp frá eldhúsborðinu eða stólnum sínum í stofunni og sagði við gestinn finndu mig. Gekk í átt að svefnherberginu sínu lokaði hurðinni og ræddi eins- lega við gestinn. Finndu mig þýddi að amma vildi deila einhverju sér- stöku með þeim sem átti að finna hana. Einhverju sem enginn annar átti að fá vitneskju um. Ég varð af- brýðisöm, enda fannst mér að amma ætti að segja mér allt; við værum jú vinkonur. Amma lét sig þó hvergi. Svo kom að því að amma sagði finndu mig, Lára mín. Þá vissi ég að ég var í hennar huga komin í tölu fullorðinna, þeirra sem amma kaus að ræða leyndarmál sín við. Auðvitað mun ég aldrei segja neinum frá þeim. Amma, að leiðarlokum langar mig að þakka þér fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman og fyrir heilræðin sem þú gafst mér. Ég lofa að koma þeim áfram til afkom- enda minna. Minningarnar um þig eru mér afar dýrmætar. Lára Lúðvígsdóttir. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Elsku amma mín, með þessum ljóðlínum vil ég þakka þér sam- fylgdina, vináttuna og síðast en ekki síst alla hjálpina mér til handa. Líf þitt var ljós í lífi mínu. Helga. Sælir eru hógværir því þeir munu jörðina erfa. Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá. (Matteus 5.5 og 8.) Föðursystir mín Rannveig Guð- mundsdóttir var svo sannarlega bæði hógvær og hjartahrein og nú er komið að kveðjustund. Í mínum huga skipaði Veiga frænka alltaf sérstakan sess og með ást og virðingu vil ég því minnast hennar og þakka henni alla hennar mildi og hlýju. Hún giftist ung öðlingnum Kristjáni Rögnvaldssyni sem lærði vélsmíði á Þingeyri hjá afa mínum og með honum fluttist hún í Stykkishólm þar sem hún bjó allan sinn búskap. Í litla fallega húsinu þeirra við Austurgötuna ólu þau svo upp allan barnahópinn sinn og þar undi hún sér vel. Alltaf var mikil tilhlökkun þegar heimsækja skyldi frændfólkið í Stykkishólmi. Ferðalagið var langt í þá daga og stundum erfitt og þreytandi fyrir litlu bróðurbörnin en alltaf var jafn- ánægjulegt að koma í hlýlega húsið þeirra þar sem ilmur af dásam- legum mat fyllti loftið og gestrisni þeirra og góðvild umvafði okkur þannig að ferðaþreytan gleymdist fljótt. Í hönd fóru sæludagar með frændsystkinunum sem seint gleymast. Eftir að ég fullorðnaðist og stofnaði fjölskyldu lagði ég oft lykkju á leið mína til að njóta sam- vista við frænku mína sem þá var orðin ein heima. Alltaf tók hún fagnandi á móti okkur og fundum við svo vel hversu velkomin við vor- um. Þar fann maður frið og ró frá daglegu amstri og þá voru fjöl- skylduböndin treyst. Þó frænka mín væri orðin ein í litla húsinu sínu hafði hún alltaf nóg fyrir stafni. Hún prjónaði ekki ófáar flík- urnar á bæði barnabörnin sín og annarra manna börn og þar naut ég góðs af. Enn eru í notkun nokkur pör af litlum fallegum ungbarna- sokkum sem vermt hafa barnabörn- in mín. Þá var gestrisni frænku minnar rómuð og þess vegna höfðu margir skyldir og óskyldir viðkomu hjá henni og á ferðum milli lands- hluta þótti fólki gott að eiga hjá henni áningarstað. Síðustu árin dvaldist frænka mín á Dvalarheimili aldraðra í Stykk- ishólmi. Þar þótti henni gott að vera og var þakklát fyrir þá umönnun sem hún fékk. Síðastliðið sumar heimsótti ég hana og áttum við góða stund saman sem oftar. Þennan dag fann ég að hún var orð- in þreytt og þráði umskipti. Hún kvaddi þennan heim á jafn hógværan hátt og lífshlaup hennar var. Með söknuði í hjarta bið ég elskulegri frænku minni guðs bless- unar. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Þingeyri votta ég börnum hennar og fjölskyldum, okkar dýpstu sam- úð. Hér áttu blómsveig bundinn af elsku blíðri þökk og blikandi tárum. Hann fölnar ei en fagur geymist í hjörtum allra ástvina þinna. (H. Loftsdóttir.) Blessuð sé minning frænku minnar. Gerður Matthíasdóttir. Ég mun hafa verið nálægt 7–8 ára gamall, þegar fundum okkar Veigu frænku fyrst bar saman. Ferðalagið frá Þingeyri, landleiðina suður í Stykkishólm, var langt og strangt, tók tvo daga á Ford ’36, ferjuflutningar, holóttir vegir, óbrú- aðar ár, sólin beint í augun út alla Skógarströndina. Þetta ætlaði eng- an enda að taka. Allir voru þreyttir og sumir líkast til þreyttari en aðr- ir. Í botni Álftafjarðar var tekið á móti okkur. Þangað var Veiga kom- in ásamt sínu liði. Þetta var þá föð- ursystir mín, sem afi sat á sunnu- dagsmorgnum og skrifaði bréf til og nefndist hjá honum aldrei annað en „blessunin hún Veiga mín“ þótt ekki skrifaði hann það utan á um- slagið. Hún faðmaði okkur öll, í bak og fyrir, og þá leit ég í fyrsta sinn augun hennar, þessi brúnu, geisl- andi augu, sem ásamt brosinu og röddinni og rólegu fasi gerðu það að verkum að mér fannst ég alltaf hafa þekkt þessa konu. Ég vissi um leið að hjá henni mundi okkur líða vel og þreytu minnist ég ekki það sem eftir var ferðar niður í Hólm. Kristján heitinn hafði líka þenn- an persónugaldur og því ekki að undra að afkomendurnir, allir með tölu, séu sömu gerðar að þessu leyti. Þegar heim til þeirra hjóna var komið héldu undrin áfram. Án þess að Veiga hefði svo mikið sem hagg- ast úr stól var hún búin að töfra upp fullt borð af mat, sem stundu áður var autt. Auðvitað hafði hún haggast, en málið var bara það að hún hafði sérstakt lag á að gera hlutina án þess að þess yrði vart; hún sást aldrei flýta sér, en verkin unnust samt hratt. Ég átti eftir að njóta gestrisni og væntumþykju á þessu heimili oftar en tölu verður á komið, nokkur ár í hlutverki sérskipaðs ferðafélaga afa, síðar á lífsleiðinni með konu minni og börnum, sem öll eru henni þakklát og minnast hennar með hlýjum hug. Þessi stúfur hófst á gamalli ferðaminningu og hann endar á þeirri ferð sem öllum er ætluð að lokum. Veiga var ferðbúin og nú er hún lögð upp og fylgja henni óskir um góða ferð og vissa um góða heimkomu í Guðs ríki. Blessuð sé hennar minning. Jónas Matthíasson. RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Rannveigu Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.