Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björn Jón Þor-grímsson fæddist 9. maí 1921 í Syðra- Tungukoti, sem nú heitir Brúarhlíð, í Blöndudal í A-Húna- vatnssýslu. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi að morgni 4. febrúar síðastliðins. Foreldr- ar hans voru hjónin Þorgrímur Jónas Stefánsson bóndi, f. 19.3. 1891, d. 13.8. 1955, og Guðrún Ingi- björg Björnsdóttir húsfreyja, f. 25.8. 1898, d. 1.8. 1971. Systkini Björns eru: Aðal- björg Guðrún, f. 20.4. 1918, Stefán, f. 1.10. 1919, Konkordía Sigur- björg, f. 2.6. 1922, Emilía Svan- björg, f. 2.12. 1924, d. 14.4. 1982, og Vilhjálmur, f. 27.1. 1926, d. 22.5. 1929. Björn átti einnig tvö fóstur- systkini, þau Hannes Ágústsson, f. 11.11. 1912, hann er látinn, og Pál- ínu Pálsdóttur, f. 23.1. 1935. Hinn 31. des. 1945 gekk Björn að eiga eftirlifandi konu sína Guð- björgu Guðnadóttur, f. 3. mars 1924, frá Hofsósi. Hún er dóttir hjónanna Kristins Guðna Þórar- inssonar, f. 1.8. 1888, d. 25.9. 1967, og Jóhönnu Ragn- heiðar Jónasdóttur, f. 11.7. 1889, d. 20.10. 1965. Börn Björns og Guðbjargar eru: 1) Kristinn Jónas, f. 31.5. 1945, maki Edda Lilja Hjalta- dóttir, og eru þau bú- sett í Danmörku. Börn þeirra eru Guð- björg, Jóna Birna, Hjalti Skarphéðinn, Hanna Kristín og Smári Logi. 2) Gunn- ar Þór, f. 2.5. 1951, maki Erla Helga Bjargmundsdóttir, búsett á Akra- nesi. Börn þeirra eru Jóhanna Eva, Viðar Snær, Björn Þór og Guðni Már. 3) Guðrún, f. 1.8. 1955, maki Gunnar Magnússon, búsett í Hafn- arfirði. Börn þeirra eru Ingibjörg Lára, Guðbjörg og Jónbjörn Magn- ús. Langafabörnin eru tólf. Björn stundaði nám við Hóla- skóla í Hjaltadal árin 1943–1944. Árið 1945 fluttist hann til Hofsóss þar sem hann bjó alla tíð síðan og stundaði ýmis störf, bæði til sjós og lands. Útför Björns verður gerð frá Hofsóskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Elsku hjartans afi minn. Ég sakna þín svo mikið. Það er sárt að vita að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur því þú varst allra besti afi í heiminum. Alltaf þegar ég kom til ykkar ömmu í heimsókn á Grund var mér tekið opn- um örmum og alltaf var til nóg af heimabökuðu brauði og öðru góðgæti í munninn. Þið voruð alltaf mjög sam- rýnd hjón og ég veit að hún saknar þín mjög mikið. Ég ætla að passa hana alltaf fyrir þig. Elsku afi, þú varst alltaf svo hug- rakkur í baráttu þinni við þennan ill- víga sjúkdóm, en gott er að vita að þér líður vel núna og ert í góðum höndum. Ég bið algóðan guð að geyma þig að eilífu. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Megi guð geyma þig með englunum sínum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus er úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þinn afastrákur Björn Þór. Elsku afi, þá er komið að leiðarlok- um í þessum heimi. Minningarnar um þig hafa hrannast upp seinustu daga, sem aldrei fyrr. Þegar ég minn- ist þín og hugsa mörg ár til baka, þegar ég var bara pínulítil stelpa, vildi ég alltaf vera á Grund á Hofsósi hjá afa og ömmu. Þær voru óteljandi ferðirnar sem ég fór til ykkar, og allt- af tókuð þið fagnandi á móti mér. Ég var jú ykkar fyrsta barnabarn og naut góðs af því. Ég man þegar ég var þriggja ára þá fór ég með þér, afi, út í fjárhús. Nú átti ég að fá að velja mér kind og við áttum að eiga hana saman, þú og ég. Þegar ég var búin að velja kindina spurðir þú mig hvorn endann ég vildi og þú varst ánægður að heyra að ég skyldi velja afturend- ann. Þér fannst þetta vel valið. „Nú færðu lömbin sem koma og þegar þeim verður slátrað færðu aura inn á bankareikninginn þinn.“ Erfitt er að setja orð á blað þegar frá mörgu er að segja. Þú náðir að koma tvisvar sinnum til Danmerkur í heimsókn til okkar og hafðir gaman af. Og ég er ánægð með að hafa farið til Íslands fyrir tæpum tveimur ár- um. Þá kom ég norður um páskana með Guðrúnu frænku og hennar fjöl- skyldu og þú fékkst tækifæri til að hitta yngsta langafabarnið þitt, hann Daníel. Sá var fljótur að skríða upp í kjöltuna hjá þér, eins og reyndar öll lítil börn gerðu. En elsku afi. Ég þakka þér fyrir að hafa verið sá maður sem þú varst. Ég þakka fyrir ástina, hlýjuna og góð- mennskuna sem þú ávallt sýndir mér og mínum. Lífið verður ekki samt eft- ir brotthvarf þitt en með jákvæðni þína og lífsgleði að leiðarljósi verður sorgin og söknuðurinn bærilegri. Elsku amma mín. Guð veri með þér og veiti þér styrk í gegnum þessa erf- iðu tíma. Heimáer hægt að þreyja, hvíld þar sál mín fær; þar mun hægt að deyja þýðum vinum nær. Ljúft er þar að ljúka lífsins sæld og þraut við hið milda, mjúka móðurjarðar skaut. (Steingrímur Þorsteinsson.) Ég kveð þig að sinni, elsku afi minn. Guðbjörg Kristinsdóttir og fjölskylda, Danmörku. Elsku afi. Þriðjudagurinn 4. febr- úar var sorgardagur í lífi okkar allra, þegar við fréttum að þú værir dáinn. Það er erfitt að kveðja þig, sem okkur þótti svo vænt um. Þú sem varst allt- af svo duglegur og hraustur og fórst alltaf út að labba. Við vitum að þú ert á góðum stað núna og þér líður vel og eins og Jónbjörn Magnús sagði: „Núna veit ég að afa líður vel því nú er hann dáinn og er ekki lengur veik- ur.“ Þú varst alltaf svo góður, kennd- ir okkur að spila og leyfðir okkur að hjálpa þér við að slá blettinn, vökva blómin og sjá um garðinn. Við mun- um hvað þér þótti gaman að koma að horfa á okkur systurnar í boltanum og hvattir okkur alltaf til dáða. Það verður skrýtið að koma í heimsókn núna þegar við vitum að þú situr ekki lengur inni í stofu að leggja kapal í stólnum þínum við stofugluggann. Gleð þig, særða sál, lífsins þrautum þyngd. Flutt er munamál, inn er helgi hringd. Minnstu komu Krists, Hér er skuggaskil. Fagna komu Krists, flýt þér tíða til. Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf. Þessi klukknaköll boða ljós og líf. Heyrið málmsins mál. Lofið Guð, sem gaf. Og mín sjúka sál verður hljóma haf. Við munum alltaf hugsa vel um ömmu. Það verður erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur en allar minningarnar sem við eigum um þig munu alltaf geymast í hjörtum okkar og við munum alltaf elska þig. Þín barnabörn Ingibjörg Lára, Guðbjörg og Jónbjörn Magnús. Í dag er til hinstu hvílu borinn afi okkar Björn Þorgrímsson. Með sökn- uði biðjum við góðan Guð að varð- veita og vaka yfir elsku afa sem horf- inn er allt of fljótt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku amma, Guð blessi þig og styrki þig, þú ert í okkar bænum. Jóhanna Eva, Viðar Snær og Guðni Már. Þegar endar æviskeið er sem vinir finni, það gerðist margt á lífsins leið, sem lifir í minningunni. Þessar ljóðlínur koma ósjálfrátt upp í hugann þegar ég minnist þeirra mörgu ánægjustunda sem ég átti með hjónunum á Grund meðan end- urbætur á Nýjabæ stóðu yfir á Hofs- ósi. Ég var heimalningur á þeim bæ um nokkurra vikna skeið og naut þá þess að vera í fæði og húsnæði hjá Birni og Bubbu frænku. Mér er í dag ljóslifandi minningin um Björn þegar þessi stóri glaðværi maður birtist í bláa „súpermannsbolnum“ sínum í eldhúsinu á Grund, færandi mér ískaldan bjór að loknu dagsverki. Björn vissi greinilega hvað skrif- stofumanninum úr Reykjavík kæmi best áður en skeggrædd voru íþrótta- úrslit dagsins. Ósjaldan kom það fyrir að leita þurfti til Björns varðandi fram- kvæmdir við Nýjabæ og áttum við „Nýbæingarnir“ þá hauk í horni þar sem Björn var. Hann hjálpaði okkur um verkfæri og kom okkur í sam- band við þá aðila á Hofsósi, sem gætu hugsanlega liðsinnt okkur. Oftar en ekki þurfti að fá leyst út efni úr vöru- afgreiðslunni utan venjulegs af- greiðslutíma og fá það keyrt heim. Það þurfti að fá skrúfað fyrir vatnið úti í götu og hleypa straumi á húsið og það þurfti að tengja rotþró við húsið. Allt þetta og margt fleira hafði Björn milligöngu um að gera. Við sem komum að uppbyggingu Nýja- bæjar munum minnast Björns með hlýhug og mun minning hans lifa með Nýjabæ um ókomna tíð. Elsku Bubba frænka. Fyrir hönd Nýjabæjarfélagsins færi ég þér og fjölskyldu þinni innilega samúðar- kveðju frá okkur öllum með von um að við megum njóta oftar nærveru þinnar í Nýjabæ. Stefán Ragnar. BJÖRN JÓN ÞORGRÍMSSON  Fleiri minningargreinar um Björn Jón Þorgrímsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR frá Haganesi, Fljótum, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju í dag, laugardaginn 15. febrúar, kl. 14.00. Una Ásgeirsdóttir, Einar Einarsson, Sigurbjörn Jóhannsson, Ása Jónsdóttir, Jóhanna B. Jóhannsdóttir, Guðmundur H. Hagalín, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Konan mín elskuleg, ÞORGERÐUR JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Ægisgötu 31, Akureyri, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli föstu- daginn 7. febrúar, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunar- heimilið Sel eða Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þetta tilkynnist fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Gestur Sæmundsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, SIGFÚSAR ARNARS ÓLAFSSONAR heimilislæknis. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki heima- hjúkrunar Krabbameinsfélagsins og starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi. Jón Ólafsson, Inga Svava Ingólfsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Hjálmarsson, Edda Jónína Ólafsdóttir, Hafliði Hafliðason, Hildur Karítas Jónsdóttir, Ólafur Þórisson, Svanhildur, Hafliði Arnar og Ólafur Einar Hafliðabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, REBEKKA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR hjúkrunarkona, andaðist á Landpítala Fossvogi miðvikudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Aðventkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Jóhannes Kr. Magnússon, Hjördís Guðbjörnsdóttir, Rebekka Sigurðardóttir, Stefán Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Brynhildur Guðjónsdóttir og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Heiðarvegi 59, Vestmannaeyjum. Ásgeir Lýðsson, Sólveig Guðnadóttir, Brynhildur Lýðsdóttir, Skúli Lýðsson, Áslaug Maríasdóttir og fjölskyldur. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.