Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 49 Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HREFNA SVANLAUGSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést miðvikudaginn 12. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta dvalarheimilið Hlíð njóta þess. Rósa Jónsdóttir, Jóhann Gústafsson, Helga Jónsdóttir Esperi, Nils Oskar Esperi, Ármann Óskar Jónsson, Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir, ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, JÓN GUÐMUNDSSON trésmiður, dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt fimmtu- dagsins 13. febrúar. Útförin auglýst síðar. Þórarinn Ingi Jónsson, Björg Hjartardóttir, Guðmundur Kr. Jónsson, Valgerður Magnúsdóttir, Ásgeir Jónsson, María Halldórsdóttir, Sigurður Jónsson, Bryndís Jónsdóttir, Ágúst Þorgeirsson, Valgeir Jónsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir og afabörnin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR, Tangagötu 11, Stykkishólmi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 13. febrúar. Agnar Olsen, Rafnhildur Jóhannesdóttir, Kristín Jónsdóttir, Níels Br. Jónsson, Ágúst Jónsson, Bryndís Bjarnadóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Sigrún Sævarsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓN KRISTINN JÓNASSON, dvalarheimilinu Seljahlíð, áður til heimilis í Háagerði 27, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi sunnudaginn 9. febrúar. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 17. febrúar kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir, Sveinn Ólafur Tryggvason, AuðurJónsdóttir, Rafn Sævar Heiðmundsson, barnabörn, tengdabarnabörn og barnabarnabörn. gamla. Því réðu svo grimmileg örlög að síðustu samskipti ykkar pabba urðu einmitt á þessum sama stað. Á fermingaraldri varstu svo sterkur að þú hljópst með kvíahelluna út um víðan völl. Á skíðum hafðirðu haus- inn og herðarnar yfir alla í uppsveit- um Borgarfjarðar. Svo varstu óhemjugóð rjúpnaskytta og hvell- irnir í fjallinu heyrðust stundum alla leið upp í Fljótstungu. Seinna á æv- inni bölvaðirðu sjálfum þér fyrir þann dýrslega ósóma að drepa sak- lausa og fallega fugla. Um tvítugt urðum við báðir svo frægir að kaupa kaupa tvo ljótustu bílana á Íslandi. Þeir voru kallaðir „gaurar“, ég held að pabbi þinn hafi fundið upp nafnið, en þann dag sem þeir voru keyptir urðu allir vegir færir. Kannski voru það fyrstu sameig- inlegu áhugamál okkar að prófa hvað hægt væri að komast á þessum forljótu farartækjum. Jæja, svo byrjaði alvara lífsins. Þá tókstu upp á því að verða mágur minn. Þar vorum við báðir heppnir. Þá tvinnuðust fjölskyldur okkar saman í einn þráð sem aldrei hefur slitnað í bráðum hálfa öld. Og nú æstist leik- urinn. Þið hjón og við hjón tókum til við að hlaða niður börnum og það svo ríkmannlega að samtals áttum við ellefu börn. Svo var frjósemin mikil að á ekki þremur árum fæddust sex börn á heimilum okkar. Þá var unnið dag og nótt, nótt og dag og aldrei kláraðist það sem þurfti að gera. Þetta voru baslaraár en er það ekki rétt Krilli að það hafi verið bestu ár ævi okkar? Ég held það. Nú er ég að hugsa um það sem mér fannst skemmtilegast og merki- legast við þig. Þar er af miklu að taka og um það mætti skrifa heila bók, en ég ætla að skrifa bara örfá orð. Þú nenntir aldrei að vera alveg eins og aðrir. Þú varst fljótur að hugsa og fljótur að framkvæma. Til dæmis ef þér datt eitthvað skemmti- legt í hug þá framkvæmdirðu það stundum á sama augnabliki. Nefni dæmi: Einhvern tíma ætl- uðum við að gera eitthvað, ég held við sjoppuna. Það var leiðindaverk. Þá datt þér það í hug að best væri að fara fyrst upp á Strút. Auðvitað var farið upp á Strút. Þá varstu ungur með dökkt og krullað hár og ég man hvernig það bærðist í golunni uppi við vörðuna á Strútnum með Eiríks- jökul í baksýn. Svo var það sérviska þín. Án hennar hefði ég ekki viljað hafa þig. Örfá orð um hugmyndaflugið. Þar hafðirðu gaman af að fljúga öðrum hærra. Ekki var ég nú alveg sam- mála þér með ýmsar stórhugmyndir þínar eins og með þjóðgarðinn stóra og það að allir verði ódauðlegir eftir nokkur ár. Það er gaman að geta hugsað svona stórt og best gæti ég trúað að stundum hafirðu hugsað hundrað ár fram í tímann og hugsað rétt. Um framkvæmdir. Þú fórst yf- irleitt ekki troðnar slóðir. Hafðir gaman af að búa til nýjar götur og gerðir það. Lentir stundum í ófær- um en það var bara til bóta. Það var svo gaman að finna aðra og miklu betri leið. Nú liggja eftir þig ótal götur í allar áttir. Stuttar götur, langar götur, mjóar götur, breiðar götur og grónar götur með fíflum og sóleyjum. Þar má rekja spor þín. En Krilli minn, þú varst nú ekki einn á Húsafelli. Það veit enginn betur en þú. Ég er viss um að við er- um sammála um það að fáir menn ef nokkrir eru betur giftir en þú. Alla daga í bráðum hálfa öld hefur hún Rúna þín haldið í höndina á þér. Þið hafið leiðst í gegnum lífið, leitt börn- in ykkar þangað til þau hafa fært ykkur tengdabörn og barnabörn og á efri árum hafið þið leiðst um næst- um því allan heiminn. Og hamingjan hefur fylgt ykkur. Nú líður að leiðarlokum. Þegar ég kvaddi þig um daginn sagðirðu við mig með þínu málfari: „Jón, ég er að drepast. Bráðum er ég dauður. Þetta er yndislegt ævikvöld. Allir eru að hugsa um mig og hjálpa mér og starfsfólkið á spítalanum líka.“ Svo komum við Rúna þín í heimsókn og þegar þú sást hana ljómaðir þú og brostir út að eyrum. Það var eins og þið hefðuð trúlofað ykkur í gær. Þú hlýtur að hafa átt yndislegt ævi- kvöld. Til hamingju með það. Þú veist að gjarnan hefði ég viljað rölta á eftir kistunni þinni en atvikin ráða því að svo verður nú ekki. Ég vona að ég komist bráðum uppeftir. Þá mun ég ganga að moldum þín- um þar sem þú sameinast þeirri mold sem þér þykir vænst um og á þeim stað sem þér þykir vænst um, auðvitað á Húsafelli. Svo kveð ég þig, vinur og mágur, með þakklæti fyrir góða og skemmtilega samveru. Rúna mín góð. Við hliðina á þér stendur auður stóll en þú stendur samt ekki ein. Allt í kringum þig stendur þessi stóri barnahópur ykk- ar, tengdabörn og barnabörn. Krilli veit að þau munu leiða þig. Hlakka til að koma heim og kyssa þig á kinn- ina. Þinn bróðir, Jón Bergþórsson. „Það þarf að gera allt Ísland að einum þjóðgarði.“ Þessi setning sýndi mér að hugsun Kristleifs var ennþá skýr og markviss þegar við áttum síðast tal saman. Banameinið þrengdi að stórum hugsunum hans en gat ekki stöðvað þær fyrr en í lengstu lög þó að hendurnar sem áð- ur léku sér að því að lyfta þungu kvíahellunni á Húsafelli væru ekki lengur neins megnugar. Oft voru snjallar hugmyndir hans taldar óraunsæjar og óframkvæmanlegar. Þó hafði hann iðulega gert ómerkar þær úrtölur með rösklegum fram- kvæmdum. Kristleifur og Sigrún hófu búskap á Húsafelli á hefðbund- inn hátt, en friðuðu síðar landið og komu upp umfangsmikilli og vist- vænni þjónustu við ferðamenn og orlofsgesti með fjölda bústaða, hita- veitu, sundlaug og flugbraut. Þannig ræktaði Kristleifur sinn eigin reit af myndarskap og fyrir- hyggju með konu sinni og börnum. En það nægði honum ekki. Hann átti miklar hugsjónir um bræðralag, réttlæti og frið, jafnt í þessu landi og annars staðar á jörðinni, og hirti ekkert um þó að þær væru taldar draumórar. Eitt af síðustu áhuga- málum hans var að maðurinn ætti ekki að deyða nokkurt líf sér til við- urværis, ekki einu sinni úr jurtarík- inu. Tæknina og þekkinguna ætti að fullkomna til þess að framleiða mat- væli úr ólífrænum efnum eins og jurtirnar gera í allri sinni auðmýkt, með sólskinið og frumefnin til af- nota. Eru ekki sum lífsnauðsynleg fjörefni framleidd með einskæru fulltingi efnafræðinnar? Hann vildi ganga svo langt að allir hefðu kosn- ingarétt frá fæðingu, þó að nánustu forsjármenn færu með þann rétt þar til börnin teldust sjálf nógu þroskuð til þess. Og eru þá fá dæmi nefnd um göfugan vilja hans og hugkvæmni á þessum dögum þegar skammsýni og þröngsýni ráða of oft athöfnum manna. En það er hugmynd Kristleifs á Húsafelli um þjóðgarðinn Ísland sem er sérstök ástæða til að halda á lofti. Hún er stórkostlegt lausnarorð nú þegar maðurinn býr yfir meiri orku en nokkru sinni, hvort sem er til hernaðar gegn landinu eða vernd- unar þess. Ekkert annað en vilja- leysi þyrfti að vera því til fyrirstöðu að hrinda tillögunni í framkvæmd. Til eru margvíslegir þjóðgarðar, líka þar sem fólk hefur búsetu, og þarf ekki annað en minna á þjónustustöð- ina í Skaftafelli. Þéttbýli eins og Reykjavík, þar sem umhverfinu og náttúrunni væri sýndur ýtrasti sómi, gæti meira að segja verið hluti af landi sem væri friðað eftir föng- um, eins og dreifðar byggðir með góðu mannlífi til sjávar og sveita, að ekki sé talað um ósnortið fjalllendið. Þjóðgarðurinn Ísland yrði heims- frægt menningarfyrirbæri og ómet- anleg fyrirmynd öllum þjóðum. Sigrúnu systur minni vottum við Hulda innilega samúð, og svo af- komendum og venslafólki þeirra hjóna. Við óskum þeim öllum bless- unar í fögru og friðsælu landi. Páll Bergþórsson. Sjö ára gömul varð ég nánast fyrir tilviljun „fyrsta vinnukonan“ þeirra Rúnu og Krilla á Húsafelli. Við Snorri á Augastöðum ferðuðumst með þeim milli eyðibýla þar sem þau heyjuðu og við lifðum áhyggjulausu lífi æskunnar, spegluðum okkur í hraðsuðukatlinum og söfnuðum í sjóð minninganna. Krilli var einstakt náttúrubarn. Hann sagði mér frá Sesseljuvörð- unni, skriðunum í Selgilinu, stelkn- um á þjóðveginum og óðinshananum niðri við Vilmundarstein. Þetta sumar varð Krilli jafn fast- ur þáttur í tilveru minni og Rúna föðursystir mín og við frænkurnar urðum fljótt sammála um að hann væri heimsins besti bílstjóri og kynni alltaf ráð við öllu. Ég var þess svo fullviss, að ég efaðist aldrei um að ef einhvern tímann syrti í álinn hjá mér ætti ég öruggt skjól og vísa hjálp á Húsafelli. Hann Krilli var mjög sérstakur og skemmtilegur maður. Hann var ró- legur og yfirvegaður og ákaflega frumlegur. Stundum þegar hann virtist víðs fjarri, jafnvel sofandi, var hann að velta fyrir sér nýrri hugmynd sem hann svo þróaði og hrinti í framkvæmd. Hann lét til dæmis gera vegarslóða upp á Strút, opna Víðgelmi og gera íshelli í Lang- jökli. Hann var frumkvöðull í ferða- þjónustu, gerði hversdagslega hluti ævintýralega og spennandi, gróf stóra holu og steypti sundlaug, end- urreisti gamla bæinn, fann leið til þess að setja niður kartöflur á mettíma, lyfti kvíahellunni, veiddi silung og tíndi grös á Arnarvatns- heiðinni, hélt upp á sjötugsafmælið sitt á Langjökli, fór í heimsreisur með Rúnu sinni, blandaði sjálfur óáfengt messuvín, fann frumlega að- ferð til þess að kenna stjórnunar- nemum í Kennaraháskóla Íslands námsefni dagsins, gat sofnað hvar sem var og hvenær sem var ef á þurfti að halda og honum þótti vænt um Húsafell. Hann Krilli var vinur minn og uppáhaldsfrændi, en fyrst og fremst var hann maðurinn hennar Rúnu frænku minnar, pabbi Húsafells- krakkanna og afi barnanna þeirra. Það fórst honum vel úr hendi. Elsku Rúna mín og fjölskyldan öll, ég samhryggist ykkur innilega. Ykkar Brynja. Með virðingu og þökk minnumst við Kristleifs á Húsafelli. Með virðingu fyrir manninum sem ávallt var trúr sínum hugsjón- um, sem aldrei lét deigan síga og var svo umhugað um að leita endurbóta. Aldrei þras, aldrei reiði né ráðaleysi, heldur endalaus leit að þekkingu og rökum. Við minnumst hans með djúpu þakklæti fyrir það sem hann var okkur. Á heimili þeirra Sigrúnar kynntumst við hjónin fyrst og alla tíð hafa þau látið sér annt um okkur, verið fóstrandi og uppfræðandi. Þau hafa leitt okkur á nýjar slóðir og ekki síst kennt okkur að meta landið okkar og nánasta umhverfi. „Hafið þið séð litbrigðin og fegurðina í jök- ulurðunum við Langajökul?!“ Í bernskuminningunni er mynd af Kristleifi og Sigrúnu í framandlegu umhverfi, það hvíldi einhver dulúð yfir þeim – þau höfðu farið til Græn- lands. Það var nú meira ævintýrið. Síðan þá hafa þau farið í mörg æv- intýraleg ferðalög. Ferðalög urðu ævistarf Kristleifs, eða öllu heldur ferðalög annars fólks og þjónustan við það. Það vita allir sem til þekkja að þau hjónin voru brautryðjendur á því sviði, samhent og óhrædd við að fara nýjar slóðir í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Allar ferðir þeirra urðu að ævin- týri, líka þær stuttu: „Ég ákvað að skreppa í óvissuferð með konu mína,“ þegar snarast var heim á hlað í Fljótstungu. Heimili Kristleifs og Sigrúnar á Húsafelli var um árabil eins og um- ferðarmiðstöð, oft opið allan sólar- hringinn. Fólk að koma og fara, að leita upplýsinga, sækja þjónustu, þiggja veitingar og gistingu, eða ræða heimsins gagn og nauðsynjar. Öll herbergi full og flatsæng á stofu- gólfinu; ekki óalgengt. Kaffibrauð og matur handa öllum, alltaf. Ein- læg gestrisni og tími fyrir alla, allt- af. „Hún frænka þín verður leið ef þið þiggið ekki kaffibolla.“ Oftar en ekki varð kaffibollinn að kvöldmat og gistingu. Ekki gott að segja hve- nær brauð var bakað eða hvenær var hvílst. Ekki urðum við vör við að vanda- mál væru til í augum Kristleifs, að- eins lausnir. Ekkert mál að bjarga sér á heiðum eða jökli þótt eitthvað gleymdist heima. Kveikja til dæmis eld með rafgeymi og púðri! Kristleifur á Húsafelli er horfinn sjónum okkar um stund. Við trúum því að hann sé enn á ný á ævintýra- legu ferðalagi, í eilífri þekkingarleit. Uppörvun hans og umhyggja mun áfram verma hjörtu okkar og við þökkum af alhug samfylgdina. Elsku Rúna frænka, Beggi, Steini, Inga, Hói, Nonni, tengda- börn og barnabörn. Hugur okkar og bænir eru hjá ykkur öllum og við sendum ykkur innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Kristleifs Þorsteinssonar. Kristín og Bjarni.  Fleiri minningargreinar um Kristleif Þorsteinsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.