Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 69
Heimamenn í ÍR byrjuðu leikinní svæðisvörn, ætluðu sjálfsagt að freista þess að láta Haukana skjóta fyrir utan og loka á hávaxnari menn undir körf- unni. Þetta gekk svo sem ekkert illa hjá ÍR-ingum en þeir fóru hins vegar illa að ráði sínu í sókninni, hittu illa og átti fjöldann allan af slæmum sendingum sem gestirnir komust inn í og þökkuðu fyrir sig með hraðri sókn og körfu. Gestirnir náðu forystu strax í upphafi og létu hana aldrei af hendi, ÍR tókst að ná mun- inum niður í eitt stig í öðrum leik- hluta, sem var þeirra besti fjórð- ungur, en náðu ekki að fylgja ágætis leikkafla nægilega vel eftir. Marel Guðlaugsson var í miklu stuði í gærkvöldi, gerði 10 stig fyrir Hauka í fyrsta leikhluta, og endurtók leikinn í þeim þriðja en fékk síðan að hvíla sig helminginn af síðasta leikhlutanum. Hann nýtti sér vel svæðisvörnina og gerði 5 þriggja stiga körfur. Eftir að staðan hafði verið 19:26 eftir fyrsta leikhluta hafði ÍR betur, 20.15, í þeim næsta, staðan því 39:41 í leikhléi. ÍR hélt uppteknum hætti í vörninni, lék svæðisvörn nokkuð framarlega og tókst að trufla sókn gestanna og Sigurður Þorvaldsson, sem var ekki í byrjunarliði ÍR, kom sterkur af beknum og gerði níu stig í þessum leikhluta. Haukar gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta, gerðu 20 stig gegn sjö stigum heimamanna á fyrstu sex mínútum fjórðungsins. Staðan var því orðin 46:61 og greinilegt að Haukar voru sterkari og einhver doði var yfir heimamönnum. Undir lok leikhlutans fékk Eugene Christopher sína fjórðu villu og bætti það ekki stöðuna. Hann hafði raunar ekki náð sér á strik í leikn- um enda lék Ingvar Guðjónsson geysilega vel í vörninni á móti hon- um. ÍR lék maður á mann vörn í síð- asta leikhlutanum og náði að minnka muninn í 11 stig þegar hann var hálfnaður en þá setti Stevie Johnson niður þriggja stiga skot, en hann hélt sig aðallega innan teigs og tók fráköstin þar. Þetta slökkti end- anlega í heimamönnum og þrátt fyr- ir að Johnson væri á bekknum það sem eftir lifði leiks jókst munurinn og ekki síst vegna góðs leiks Davíðs Ásgrímssonar á lokakaflanum. Ómar Ö. Sævarsson var bestur í liði ÍR í gær, gerði 24 stig og tók 10 fráköst. Hreggviður Magnússon og Sigurður Þorvaldsson áttu ágæta spretti en aðrir náðu sér ekki á strik. Eiríkur Önundarson hitti illa og Ólafur J. Sigurðsson verður að ógna meira. Hjá Haukum var það liðsheildin sem stóð sig best. Þeir sem ekki voru í byrjunarliðinu gerðu 22 stig á móti 11 slíkum stigum frá ÍR og þau stig gerði Sigurður. Níu þriggja stiga körfur lágu hjá Haukum en fjórar hjá ÍR. Marel var góður, Stevie Johnson einnig og tók 11 frá- köst auk þess að gera 24 stig. Sæv- ar Haraldsson átti einnig skínandi leik. Haukarnir stefna á fjórða sætið HAUKAR halda sínu striki í baráttunni um fjórða sætið í deildinni og þar með heimaleikjaréttinum í úrslitakeppninni. Í gærkvöldi unnu Hafnfirðingar lið ÍR í Seljaskólanum með tuttugu stiga mun, 78:98, og eru tveimur stigum á undan Njarðvíkingum í fjórða sæti og tveimur stigum á eftir Keflvíkinum sem eru í þriðja sætinu. Skúli Unnar Sveinsson skrifar ■ Úrslit/70 ■ Spurning/71 ■ Hafþór/71 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 69  TEITUR Örlygsson lék sinn 400. leik í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik þegar Njarðvík sigraði Snæ- fell í Stykkishólmi í fyrrakvöld. Teitur, sem spilaði sinn fyrsta leik 16 ára árið 1983, er sá fyrsti sem nær þessari tölu en næstir koma Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, sem lék sinn 397. leik í gærkvöld og Guðjón Skúlason, sem lék sinn 393. leik með Kefla- vík.  SÖREN Hermansen, danski sóknarmaðurinn, gat ekki leikið með Þrótti gegn Fram í Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu í gær- kvöld. Þróttarar fengu ekki leik- heimild fyrir hann fyrr en í gær og hann er því löglegur frá og með deginum í dag.  FRÍÐA Rún Þórðardóttir hefur verið ráðin unglingalandsliðþjálf- ari í frjálsíþróttum en starfið felur m.a. í sér að hún hefur umsjón með úrvalshópi unglinga hjá FRÍ. Fríða Rún hefur þegar hafið störf og fyrsta verkefni hennar verður að undirbúa og hafa umsjón með æfingabúðum fyrir úrvalshóp ung- linga 15–20 ára, en í þeim hópi eru rúmlega 80 unglingar.  HÓLMFRÍÐUR Samúelsdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, er gengin til liðs við Íslands- og bikarmeistara KR. Hólmfríður er 18 ára en hún á að baki 7 leiki með Breiðabliki í efstu deild og hefur gert tvö mörk.  BJARNI Sæmundsson skoraði þrennu fyrir 1. deildarlið Njarð- víkur sem vann óvæntan stórsigur á úrvalsdeildarliði FH, 5:1, í ÍAV- mótinu í knattspyrnu í Reykjanes- höll í gærkvöld. Njarðvík mætir grönnum sínum í Keflavík í úr- slitaleik mótsins kl. 14.30 á morg- un. Á undan leika FH og Stjarnan um þriðja sætið.  LEV Lobodin, frá Rússlandi, verður ekki á meðal keppenda í al- þjóðlega sjöþrautarmótinu í Tall- inn um helgina sem Jón Arnar Magnússon tekur m.a. þátt í. Lob- odin hætti við þátttöku eftir að hafa unnið mót í Moskvu um síð- ustu helgi, önglaði saman 6.412 stigum og var aðeins 12 stigum frá Evrópumeti Tomás Dvoráks, Tékklandi.  MEÐ árangrinum hefur Lobodin alveg örugglega tryggt sér keppn- isrétt á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Birmingham í næsta mánuði. Þar með eru aðeins fimm sæti eftir á lausu fyrir sjö- þrautarkappana sem Jón og fleiri berjast um í Tallinn. FÓLK NÝIR leikmenn Fylkis og Vals voru í sviðsljósinu í Egilshöllinni í gær- kvöld. Fylkir hafði þá betur, 2:1, í viðureign liðanna í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu og skoruðu nýir leikmenn liðanna öll þrjú mörkin. Jóhann G. Möller, sem Valur fékk frá FH í vetur, kom Hlíðarendapilt- um yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Haukur Ingi Guðnason, sem kom til Fylkis frá Keflavík í vik- unni, var fljótur að jafna metin, að- eins nokkrum mínútum síðar. Snemma í síðari hálfleik fékk Fylkir vítaspyrnu og úr henni skor- aði Ólafur Páll Snorrason sig- urmarkið en Árbæingar fengu hann frá Stjörnunni í vetur. Valsmenn fengu gullið tækifæri til að jafna metin þegar dæmd var vítaspyrna á Fylki en Kjartan Sturluson, markvörður Árbæinga, gerði sér lítið fyrir og varði spyrn- una frá Sigurbirni Hreiðarssyni. Það verða Framarar sem mæta Fylki í úrslitaleiknum á mánudags- kvöldið því þeir lögðu Þrótt að velli, 3:2, í síðari undanúrslitaleiknum í gærkvöld. Framarar fóru hamför- um á fyrsta hálftímanum og skor- uðu þá þrívegis. Andri Fannar Ott- ósson skoraði tvö markanna og Viðar Guðjónsson eitt. Páll Ein- arsson svaraði fyrir Þrótt í lok fyrri hálfleiks og þeir röndóttu sóttu stíft í síðari hálfleik. Þeim tókst þó ekki að minnka muninn fyrr en rétt fyrir leikslok þegar Vignir Sverrisson skoraði annað mark þeirra. Athygli vakti að Baldur Bjarna- son, fyrrum landsliðsmaður, lék sem aftasti maður í vörn Framara og stjórnaði henni vel. Baldur tók fram skóna á ný í vetur eftir þriggja ára hlé og verður greini- lega Safamýrarliðinu mikill styrk- ur. Nýju leikmennirnir skoruðu öll mörkin FERÐASKRIFSTOFUR í Austur- ríki hafa þegar sent út viðvörun um að erfitt verði að hýsa alla þá áhorf- endur sem vilja fylgjast með Evr- ópukeppni landsliða sem fram fer í Austurríki og Sviss árið 2008. Ástandið er talið sérstaklega alvar- legt í fylkinu Kärnten í suðurhluta Austurríkis en þar hafa heimamenn verið beðnir um að útvega gistiað- stöðu fyrir um 6.000 manns. Heima- menn segja að líklega þurfi að fara yfir næsta fylki og til höfuðborg- arinnar þar, Graz, til að anna þeirri eftirspurn. Graz er í 130 kílómetra fjarlægð frá Klagenfurt, höfuð- staðnum í Kärnten-fylki, sem er leikstaðurinn á þessu svæði. Talið erum að nálægt einni millj- ón áhorfenda muni koma til Aust- urríkis og Sviss til að fylgjast með keppninni en þar leika sextán þjóð- ir til úrslita um Evrópumeistaratit- ilinn. Alpalöndin voru hlutskörpust í harðri baráttu um keppnina og skákuðu m.a. Norðurlöndunum. Erfitt að hýsa alla í Austurríki Morgunblaðið/Kristinn Ég á hann þennan! Sigurður Þorvaldsson, ÍR-ingur, og Davíð Ásgrímsson, Haukamaður, berjast um knöttinn. ARSENE Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, og Alex Ferguson, kollegi hans hjá Manchester United, eru sjaldan á sama máli og verða það varla í dag þegar lið þeirra mætast í ensku bikarkeppninni. En í gær voru þeir sammála um að leggja ætti af vináttulandsleiki á meðan keppni félagsliða væri í fullum gangi. Stór hópur leikmanna lið- anna lék með landsliðum sínum í fyrrakvöld, aðeins tveimur og hálfum sólarhring fyrir bikar- slaginn. Bæði Wenger og Ferguson lögðu hart að við- komandi landsliðsþjálfurum að þeirra menn lékju helst ekki lengur en í 45 mínútur og voru þeir harðlega gagnrýndir í enskum fjölmiðlum fyrir það viðhorf sitt. „Það er ekki hægt að áfellast landsliðsþjálfarann eða leik- mennina, það eru knattspyrnu- samböndin sem setja á leiki á röngum tíma. Þetta gengur ekki upp,“ sagði Ferguson. Wenger sagði að nauðsyn- legt væri að koma á stífari reglum um vináttuleikina. „Það væri nær að landsliðin kæmu saman í þrjá daga og spiluðu æfingaleik fyrir luktum dyrum, án pressu. Félögin og knattspyrnusamböndin þurfa að setjast niður og leysa mál- in,“ sagði Wenger. Vilja hætta vináttu- landsleikjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.