Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 57 ✝ Nikolai GunnarBjarnason fædd- ist 1. september 1916. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 25. janúar síðastlið- inn. Foreldar hans voru Þorsteinn Thor- steinsson Bjarnason, f. 3.8. 1894, d. 19.6. 1976, og Steinunn Pétursdóttir, f. 12.10. 1887, d. 12.12. 1942. Systkini Nikolais eru Páll Aðalsteinn, f. 3.2. 1913, d. 8.3. 1988, Em- il Hjálmar, f. 12.9. 1918, d. 10.6. 1959, Málfríður Stein- unn, f. 29.8. 1919, d. 23.12. 1966, Stella, f. 2.8. 1922, Þorsteinn, f. 2.7. 1923, og Jóhann, f. 12.12. 1945. Nikolai kvæntist 1944 eftirlif- andi konu sinni Ástu Steinunni Gissurardóttur, f. 25.4. 1918. Börn þeirra eru Steinar, kvæntur Sólveigu Kristinsdóttur, eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn, Nicolai Gissur, kvæntur Svanhildi Einarsdótt- ur, eiga þau þrjú börn og þrjú barna- börn, Hjördís Mar- grét, gift Helga Jó- hannssyni, eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn, Óskar, kvæntur Guðbjörgu Þóru Hjaltadóttur, eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn, og Skúli, kvæntur Emilíu Dröfn Jónsdóttur, eiga þau tvö börn. Útför Nikolais fór fram í kyrr- þey. Ég sit hér og hugsa til baka, horfi yfir farinn veg og minnist þín, kæri pabbi. Þú hefðir orðið 87 nú í ár. Þú varst alla tíð heilsuhraustur, labbað- ir mikið og muna eflaust margir eftir þér á röltinu hér um bæinn og sér- staklega nú í seinni tíð eftir að þú hættir að vinna. Þú komst víða við á þessum gönguferðum og kynntist mörgum fyrir vikið. Það var sama hvernig viðraði, alltaf fórstu í göngu- túrana, hvort sem það var til að kaupa í matinn eða bara til að fá þér ferskt loft. Þú áttir þína föstu pósta þegar þú varst á ferðinni og komst þar reglulega við rétt svona til að kasta kveðju eða bara til að ræða um daginn og veginn. Einn af þessum póstum var heima hjá mér og minni fjölskyldu. Þar komstu reglulega við og áttu börnin mín því láni að fagna að kynnast afa sínum náið fyrir vikið. Ekki skemmdi fyrir að fá nammi, afi hafði nefnilega leyfi til að gauka að litlu ungunum mola þegar hann kom. Dóttir mín hafði sérstakt dálæti á þér, kannski vegna þess að ykkar skapferli var svipað. Ofarlega er mér í huga þegar þið fóruð í gönguferð saman, hún aðeins þriggja ára. Eftir ekki svo langan tíma þá var sú stutta komin heim þó nokkuð á undan þér. Hún var ekki alveg sammála hvaða leið skyldi fara og fór því bara stystu leið heim, vitandi að þú gætir ekki náð henni. Þú áttir fullt í fangi með hana þó lítil væri en hafðir bara gam- an af, því eins og þú hafðir, þá hefur hún skoðun á málunum. Þú varst dulur og andlega þenkjandi. Þar náð- um við vel saman og áttum oft marg- ar skemmtilegar umræður um þau málefni. Okkur varð vel til vina og gátum við talað um heima og geima. Við unnum á sama vinnustað í mörg ár og aldrei var það neitt vandamál og vinir mínir og vinnufélagar kunnu bara vel við karlinn. Þú sast löngum stundum inni í herbergi hjá þér við lestur eða varst að þýða enskar bæk- ur og rit um andleg málefni og þá að- allega fyrir sjáfan þig. Oft barstu undir mig það sem þú hafðir verið að þýða og baðst mig um álit. Fyrir mér var það mikils virði að þú skyldir leita til mín og styrkti það okkar samskipti, traust og virðingu hvors til annars. Þú lagði mikla vinnu í að finna nákvæmlega rétt orð, sast yfir þessu löngum stundum og blaðaðir afurábak og áfram í orðabókum í leit að rétta orðinu. Á endanum varstu búinn að koma þér upp myndalegu orðasafni sem nýttist þér við þetta áhugamál. Þrautseigja og þolinmæði voru þar í fyrirrúmi. Það var kannski lýsandi fyrir þig, þegar þér var tjáð að þú værir með banvænan sjúkdóm og ættir ekki langt eftir. Tókst því með stakri ró og sagðir að þú værir ekkert á förum alveg strax. En hlut- irnir tóku fljótt að breytast og var svo komið á endanum að þú varst orðinn rúmfastur. Aldrei kveinkaðir þú þér í veikindum þínum og barðist hetjulega þar til yfir lauk. Ég trúi því og þykist vita að vel hefur verið tekið á móti þér hinum megin. Þú munt ávallt eiga sess í hjarta mínu. Skúli Bjarnason. Fyrir um þrettán árum hitti ég þig fyrst og man ég það eins og það hefði gerst í gær. Þú spurðir mig frekar þurr á manninn hvort ég ætti hann Skúla þinn en þegar ég svaraði til að við ættum hvort annað hitti ég í mark því þú kunnir því svari vel. Mér þótti vænt um það traust sem þú sýndir mér. Ég fékk alltaf að fara með þig til læknis og allt sem því fylgdi. Mér er það minnisstætt þegar við sátum á biðstofunni, þá spurðir þú alltaf hvað læknirinn héti. „Við erum að fara til hennar Maríu,“ svar- aði ég. Fyrsta sem þú gerðir þegar við komum inn á stofu til hennar var að syngja fyrir hana „María María“. Það vakti alltaf kátínu. Gott fannst mér að finna það að þú treystir mér og vildir að ég svaraði fyrir þig þegar þú mundir ekki og svo vildir þú að ég segði henni Ástu þinni allt sem lækn- irinn hafði sagt er við komum heim. Fyrst fórum við saman í apótekið á meðan þú hafðir heilsu til og alltaf voru stelpurnar ánægðar að sjá þig. Þegar ég fór ein þangað, spurðu þær um þig og sá ég hvað þeim þótti vænt um þig. Oft kom það fyrir að við þurftum til Reykjavíkur, þá sett- umst við iðulega inn á Te og kaffi og fengum okkur kökusneið, ég kaffi og þú te. Já, kökusneið, þú valdir alltaf mestu nammikökuna á meðan ég reyndi að velja þá „hollustu“. Svo sátum við, spjölluðum og skoðuðum listina á veggjunum. Þú hafðir unun af allri list. Teiknaðir og málaðir af þinni alkunnu snilld. Þar áttuð þið Dagmar Rós sameiginlegt áhuga- mál. Leit hún upp til þín og fannst afi sinn svo flinkur. Henni þótti alltaf svo vænt um þegar hún fékk hjá þér blöð, blýanta eða eitthvað sem tengdist listinni eða bara það sem tengdist þér. Nú um tíma varstu að gera jógaæfingar og spá mikið í slík- ar hreyfingar. Þá fannst mér vænt um að geta aðstoðað þig. Nammikall varstu og fór það ekki framhjá nein- um sem þig hitti, því þú varst ekki nískur á molana þína og réttir alltaf fram töggur eða brjóstsykur. Hvert sem ég hef farið núna síðustu daga, hvort sem það er í Apótekið, bank- ann eða hitt fólk á förnum vegi spyrja allir um þig. Hvað er að frétta af honum Nikka mínum? Þú varst alltaf svo duglegur að labba út um allan bæ. Fólkið saknar þess að sjá þig ekki á rölti um bæinn. Ég tel það forréttindi að hafa fengið að kynnast þér og hafa fengið að aðstoða þig í þínum veikindum. Ég veit að þér líð- ur vel núna og vakir yfir okkur. Emilía D. Jónsdóttir. Það er trú mín að þú, elsku hjart- ans afi minn, sért farinn á æðri stað. Þar mun þér svo sannarlega eiga eft- ir að líða vel og í huga mínum verður þú eins og kóngur í ríki þínu. Þú varst eini afi minn sem ég kynntist vegna þess að Kristinn afi dó þegar mamma gekk með mig. Á margan hátt varstu sérstakur maður, stund- um hrjúfur og hvass, hafðir ákveðnar skoðanir, en að sama skapi ljúfur og góður. Margir nutu góðs af fyrirbænum þínum sem og ég gerði. Við áttum margar góðar stundir saman og minningarnar eru ótal margar. Ein fyrsta minning mín er frá því ég var fjögurra ára, en þá kom afi á græna Saab-bílnum sínum og náði í mig heim. Í minningunni ókum við áleiðis heim til ömmu og afa á Tunguveginn í Njarðvík. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór að heiman og var dálítið órótt innanbrjósts. Ef- laust spiluðu veikindi mömmu inn í kvíðann, en amma og afi höfðu lag á að létta mér stundirnar. Þá leiddi afi mig inn í leyndardóm listarinnar, kenndi mér að skapa ver- ur úr útskornum kartöflum og leyfði mér að upplifa á jákvæðan hátt kyn- slóðabilið. En þarna urðu okkar fyrstu kynni. Segja má að aðalsmerki afa hafi verið „molarnir“ hans. En frá því að ég man eftir mér var hann alltaf með eitthvert góðgæti í vasanum, oft brjóstsykur sem hann laumaði að okkur. „Molarnir“ fylgdu honum allt undir það síðasta, en ég minnist þess er ég kom að heimsækja afa á sjúkrahúsið í nóvember síðastliðnum er hann laumaði að Birki Orra mín- um einum slíkum. Afi var mikill listamaður í sér. Hann hafði einstaklega fallega rit- hönd og alltaf var jafngaman að fá kort frá honum, en hann skrifaði allt- af mjög fallegan texta í þau. Hann sat oft við skriftir og þýðingar, mál- aði og teiknaði myndir. Hér áður fyrr sótti hann félagsskap og nám- skeið hjá Baðstofunni hér í bæ. Þykir mér sérstaklega vænt um eina mynd hans, en það er blýantsteikning. Myndin er af konu með barn og var alltaf heima í eldhúsi hjá ömmu og afa á Tunguveginum, en er núna hjá pabba og mömmu. Ég stóð lengi í þeirri meiningu að myndin væri af pabba og ömmu, en svo var víst ekki. Afi var fróður maður, las mikið og átti myndarlegt bókasafn. Hann átti það til að hringja stundum í mig og spyrja mig álits á einhverju. Hann sagði þá með kímni í röddinni að ég ætti að vita allt þar sem ég væri há- skólagengin. Hér skal það játað að oftar vissi hann meir og betur. Það voru erfið sporin er ég kom og kvaddi þig hinstu kveðju, erfitt að geta ekki létt þér kvölina og finna eigin vanmátt. Ég kvaddi þig með kossi og bað guð að geyma þig. Ég hélt heimleiðis og hugleiddi lífið, til- veruna og tilganginn með veru okkar hér á jörð. Í þessum hugrenningum mínum kvaddir þú. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævi stig. (Pétur Þórarinsson.) Ég bið góðan guð um að blessa og styrkja ömmu og alla fjölskyldu okk- ar. Hvíl í friði, elsku afi minn. Þín Lilja. Afi var besti afi í heimi. Ég átti góða tíma með honum og líka mína bestu. Þegar ég heimsótti hann gaf hann mér alltaf nammi og þegar ég fór heim gaf hann mér alltaf nammi í nesti. Ég vildi aldrei fara heim frá honum. Ég fór oft með honum út í búð og að gefa fuglunum, ég fór líka stundum með honum í sund. Hann kom oft þegar ég var að spila á tón- leikum og fannst mér það gaman. Hann kallaði mig alltaf prinsessuna sín, afaengilinn sinn eða englarósina sína. Hann var svo ljúfur og góður, hann var besti afi í heimi. Afi, ég sakna þín svo mikið. Dagmar Rós. NIKOLAI GUNNAR BJARNASON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför okkar ástkæra HARÐAR JÓHANNESSONAR fyrrv. lögregluvarðstjóra, Böðvarsgötu 12, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi. Fanney G. Jónsdóttir, Guðmunda Sólveig Harðardóttir, Björn Á. Þorbjörnsson, Eygló Harðardóttir, Þorkell Þ. Valdimarsson, Hulda Karitas Harðardóttir, José Antonio Rodriquez Lora, Brynja Harðardóttir, Skúli G. Ingvarsson, Jóhannes Gunnar Harðarson, Steinunn Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÖRUNDAR FINNBOGA ENGILBERTSSONAR frá Súðavík. Guð blessi ykkur öll. Brynja Jörundsdóttir, Birgir Úlfsson, Guðmundur Jörundsson, Atli Viðar Jörundsson, Eiríkur Páll Jörundsson, Heiða Helena Viðarsdóttir, afabörn og langafabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð við andlát og jarðarför móður okkar, stjúpmóður og tengdamóður, MARGRÉTAR MÖLLER, og sýndu minningu hennar virðingu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir fyrir umhyggju þeirra, nærgætni og alúð sem við öll nutum árin sem hún var á Eir. Agnar Möller, Lea Rakel Möller, Kristín Möller, Kristján Ragnarsson, William Thomas Möller, Anna N. Möller, Óttarr Möller, Arnþrúður Möller, Jóhann Möller, Elísabet Á. Möller og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og stjúpföður, NJÁLS BERGÞÓRS BJARNASONAR, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Júlíana Guðmundsdóttir, Oddný Njálsdóttir, Einar Njálsson, Bjarney Njálsdóttir, Inga Þórhalla Njálsdóttir, Nína Njálsdóttir, Elísa Björg Þorsteinsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HJARTAR MARINÓSSONAR, Strandaseli 8, Reykjavík. Auður S. Skarphéðinsdóttir, Sigmar Valur Hjartarson, Dóra Guðrún Þórarinsdóttir, Indíana Sigrún Hjartardóttir, Lára Sigrún Helgadóttir, Böðvar Eggertsson, Elín Helgadóttir, Ásþór Guðmundsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.