Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) glímir nú við mesta ágreining innan eigin vébanda síðan á sjöunda áratugnum. Þá dró Charles de Gaulle Frakklandsforseti franska herinn undan sameiginlegu herstjórnakerfi bandalagsins og krafðist þess, að höfuðstöðvar þess færu frá París. Var ákveðið, að flytja þær til Belgíu. Síðan hef- ur bandalagið verið í hálfgerðu bráðabirgahúsnæði þar í 35 ár. Um sömu mundir og ákveðið er að ráðast í smíði nútímalegri og varanlegri höfuðstöðva lendir allt í upp- námi innan bandalagsins, að nýju vegna afstöðu Frakka, nú með Belga og Þjóðverja í liði með sér. Deilan snýst um viðbúnað í Tyrklandi til að treysta ör- yggi landsins við landsmæri Íraks. Vegna ágreinings Bandaríkjamanna og Breta annars vegar og Frakka og Þjóðverja hins vegar um hvaða leið eigi að fara til að af- vopna Saddam Hussein, ágreinings, sem gera verður upp innan vébanda öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, hafa hinir síðarnefndu beitt neitunarvaldi á vettvangi NATO til að hindra sameiginlegar aðgerðir í þágu Tyrkja. Frakkar leiða þessa andstöðu við Bandaríkjamenn. Gerhard Schröder Þýskalandskanslari berst fyrir póli- tísku lífi sínu með því að slá sér upp á kostnað banda- manna sinna. Frökkum er mikið í mun að minna á póli- tísk áhrif sín en þeir mega sín lítils, ef herafli þeirra er borinn saman við hinn bandaríska. Sjálfstraust Frakka og sjálfsmynd kann að styrkjast við þessa framgöngu en að sjálfsögðu grefur það aðeins undan NATO, ef ekki er unnt að efla öryggi Tyrkja vegna andstöðu bandamanna þeirra. Veikist NATO af þessum sökum eykst gildi tvíhliða varnarsamninga við Bandaríkin á borð við þann, sem við Íslendingar gerðum árið 1951. x x x Síðastliðinn sunnudag dró Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir átakalínur gagnvart Sjálfstæðisflokknum vegna þing- kosninganna 10. maí með ræðu í Borgarnesi. Þótti ræðan ekki fréttnæm vegna skýrrar pólitískrar stefnu heldur vegna árása Ingibjargar Sólrúnar á Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Gaf hún til kynna, að hann dræ irtæki í landinu í dilka, réðist að sumum og hyg um, en öll bæru þau skaða af afskiptum hans! Í rökréttu framhaldi af ræðunni spurði Mor Ingibjörgu Sólrúnu, hvort hún væri að saka rík reglustjóra og skattrannsóknastjóra um að ha sjónarmið en fagleg í huga við rannsóknir sína fyrirtækjum, sem hún nefndi, eða eigendum þ er Baugi og Norðurljósum. Sagðist hún ekki h að ræða það heldur skortinn á trausti í íslensk félagi. „Fólk treystir ekki stofnunum samfélag treystir ekki stjórnmálamönnum, það treystir isstjórn, ráðherrum, það treystir ekki lögreglu fjölmiðlum,“ sagði hún í Morgunblaðsviðtalinu Svör Ingibjargar Sólrúnar í viðtalinu gefa M unblaðinu tilefni til að spyrja í forystugrein á f hvort ástæða sé fyrir hana að ýta undir grunse annarlegan tilgang með aðgerðum stjórnvalda hana og aðra skipti engu, hvað sé rétt og hvað hvað eigi sér stoð í raunveruleikanum. Forystu lýkur með þessari spurningu: „Getur ábyrgur málamaður leyft sér að styðjast við almannaró staðreyndir lönd og leið?“ Í sjálfu sér er ekki frumlegt hjá Ingibjörgu gera traustið í þjóðfélaginu að umræðuefni. H efni að feta í fótspor Davíðs Oddssonar, sem sa annars í ávarpi sínu í ríkisútvarpinu um síðust „Fáir eiga þó meira undir því en stjórnmála njóta trausts fólksins í landinu. En hinu er ekk að sumt af því sem fyrir augu ber af vettvangi anna er tæplega til þess fallið að vekja mönnum Furðu margir segja hálfsatt eða ósatt og virða leiða hugann eina örskotsstund að heiðri sínum tír og það sem lakara er, enginn hermir framk upp á viðkomandi og ótrúlega mörgum virðist Menn yppta öxlum og láta kyrrt liggja. Slíkt k standast um skamma hríð, en verður að þjóðar ar til lengdar lætur.“ Er þess skemmst að minnast, að áköfustu st menn Ingibjargar Sólrúnar töldu þessi orð Da VETTVANGUR Átakalínur skýrast Eftir Björn Bjarnason AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið verið rætt um EES-samninginn og framtíð hans. Sumir hafa kveðið svo fast að orði að lýsa hann ónýtan á meðan aðrir telja að hann sé fullnægjandi umgjörð um viðskiptahags- muni okkar gagnvart Evrópusambandinu um ókomna tíð. EES-samningurinn er ekki ónýtur og það er rétt að það ber að fara varlega í að gefa út dánartilkynningar um hann. Hann er ein helsta ástæðan fyrir efnahagslegri upp- sveiflu og verðmætaaukningu sem þjóðin hefur notið frá gildistöku hans í upphafi árs 1994. Það er því rétt sem komið hefur fram að höfuðstyrkur okkar í samskiptum okkar við ESB felst í því að við höfum þennan samning og hann er í gildi þar til honum er sagt upp. Í því felst hins vegar einnig óbein viðurkenning þess að ef samið væri nú, fengjum við líklega ekki jafngóðan samning. Samningurinn endurspeglar með öðrum orðum ákveðinn pólitískan veruleika, sem ekki er fyrir hendi lengur og í því er vandinn við framkvæmd hans fólginn. Af því leiðir áhugaleysi ESB á samningnum og pólitískt tillitsleysi sambandsins gagnvart EFTA- ríkjunum. Þess sér meðal annars stað í ný- framkomnum kröfum ESB um ótrúlega hækkun framlaga úr þeirra hendi EFTA- ríkjanna til þróunarsjóða sambandsins, sem okkur þykja öllum afar ósanngjarnar. En hver er forsaga þessa? EES – pólitísk nauðsyn árið 1989 – Horfum til baka. Upphaf EES-samnings- ins má rekja til þess að Jacques Delors, for- seti framkvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins (EB), eins og sambandið hét þá, setti fram hugmyndir um nýja tegund samstarfs EB og EFTA í ársbyrjun 1989. Markmiðið með EB var frá upphafi að stækka heima- markað aðildarríkjanna. EB hafði þegar þarna var komið sögu ekki enn náð hindr- unarlausum viðskiptum milli aðildarríkj- anna og bjó því enn við meiri hindranir í milliríkjaviðskiptum en við búum við í dag. Markið hafði verið sett á að ná hindrunar- lausum innri markaði árið 1992. Í upphafi árs 1989 voru aðildarríki EB tólf talsins og ljóst var að EB var komið að endi- mörkum frekari stækkunar. Bandalaginu var með öðrum orðum pólitískt og efnahags- lega ómögulegt að stækka frekar. Ástæðan var einföld: Öll önnur Evrópuríki voru ann- aðhvort kommúnistaríki eða hlutlaus ríki. Kommúnistaríkin komu augljóslega ekki til greina sem aðildarríki. Hlutlausu ríkin, Finnland, Svíþjóð, Austurríki, Sviss og Liechtenstein, höfðu talið sér ómögulegt í ljósi hlutleysis síns og öryggispólitískra að- stæðna að ganga í EB. Í upphafi árs 1989 var heimsmynd okkar allra óbreytanleg að þessu leyti. Enginn sá fyrir þær miklu breytingar sem áttu eftir að kollvarpa þeirri mynd áður en árið var úti. Það var því augljóslega skyn- samlegt fyrir EB að nýta það breytingaskeið sem bandalagið hafði hafið, til að stækka í leiðinni heimamarkaðinn eins og kostur var. En áður en þetta yrði mögulegt þurfti að yfirstíga margar hindranir. Einn grunnþátt- ur sameinaði öll EFTA-ríkin í andstöðu við samstarf af þeim toga sem fólst í EB. Þetta var sú staðreynd að EB hafði komið á fót stofnunum sem tóku ákvarðanir um reglur á sviði viðskipta, sem aðildarríkin voru öll skuldbundin að innleiða og sérstakur dóm- stóll túlkaði ágreining um reglurnar með bindandi hætti fyrir aðildarríkin. EFTA-rík- in töldu þetta fyrirkomulag algerlega óvið- unandi. Þ stjórnarfa með EE sem valin kölluð tve samningu einstakra EFTA-rík ar væri þ með 320 EFTA-st ónir íbúa. ur á sam stoðarinn gildi á öl komulagi tækju gi nefndar, þ rómi. Ef við reglu komandi r því úrlau stóll myn Fengum við kannski Eftir Árna Pál Árnason Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, gerir grein fyrir Frásögn Morgunblaðsins í gær afrannsókn skattrannsóknar-stjóra á skattskilum Jóns Ólafs- sonar og fyrirtækis hans, Jóns Ólafs- sonar & Co. sf., hefur vakið mikla athygli. Þetta er umfangsmesta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp hér á landi. Það ber að virða við Jón Ólafsson, að hann hefur haft frum- kvæði að því að birta þau gögn, sem Morgunblaðið sagði frá í gær. Í því felst ákveðinn kjarkur. Enginn er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð. Það er dómstóla að úrskurða um slíkt og sökum umfangs málsins má gera ráð fyrir að nokkur tími líði þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Þetta er grundvallaratriði, sem halda ber í heiðri í umræðum um þetta mál. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hér er um grafalvarlegt mál að ræða. Rannsókn skattrannsóknarstjóra, sem hófst fyrir ári, nær til áranna 1996–2001 hvað Jón Ólafsson varðar og árin 1998 og 1999 fyrir Jón Ólafsson & Co. Niðurstaða rannsóknarinnar er að vanframtaldar tekjur, eignir, söluhagn- aður og hlunnindi á því tímabili sem rannsóknin náði til nemi alls 3,2 millj- örðum króna. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jóns Ólafssonar, hefur skilað inn and- mælum þar sem niðurstöðu skattrann- sóknarstjóra er harðlega mótmælt. Þegar gögn málsins eru skoðuð ger- ist sú spurning áleitin hvernig mál sem þetta geti komið upp á Íslandi. Hvernig getur það gerst að einstaklingur hafi hugsanlega komið milljarðatekjum undan skatti? Í skýrslu skattrannsóknarstjóra seg- ir m.a. „Inuit Enterprises Ltd. er skráð fyrir öllum hagsmunum tengdum Norðurljósum samskiptafélagi og fjár- festingum tengdum því. Í gegnum það félag rennur ennfremur allt endurgjald fyrir störf Jóns. Þetta félag er skráð fyrir eignarhlutum í NLC Holding SA, sem er eigandi Norðurljósa samskipta- félags hf., Tal hf., Tal Holding SA, Inn hf., og Krókháls ehf.“ Síðar í skýrslunni segir: „Þannig hef- ur Jón Ólafsson Friðgeirsson selt ákveðnar eignir, m.a. eignarhluta sína í Skífunni ehf. og Spori ehf. úr landi til Inuit Enterprises Ltd. á nafnverði, sem síðan selur eignirnar áfram til Norður- ljósa samskiptafélags hf., sem einnig er í eigu Inuit Enterprises Ltd. að stórum hluta, á markaðsvirði, sem er margfalt nafnvirði viðkomandi eignarhluta. Söluverð eignarhlutanna úr landi er þannig einungis lítið brot af söluverð- inu inn í landið aftur.“ Inuit Enterprises, fyrirtæki í eigu Jóns Ólafssonar, er á Brezku Jómfrú- areyjum. Það er alþekkt í hinum vest- ræna heimi og raunar víðar, að um- svifamiklir fjármálamenn reyni að koma eignum sínum fyrir í ríkjum, þar sem fullkomin leynd ríkir um fjármála- umsvif og skattgreiðslur eru litlar sem engar. Það er líka staðreynd, að skatta- yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar leggja mikla áherzlu á að koma í veg fyrir slíkt. Viðurlög eru mjög þung. Nokkur þekkt dæmi eru um viðureign bandarískra skattayfirvalda við slíka menn. Er þess skemmst að minnast að á síðasta degi forsetatíðar sinnar náð- aði Clinton, þáverandi Bandaríkjafor- seti, heimskunnan fjármálajöfur, Marc Rich að nafni, sem verið hafði landflótta í Sviss, þar sem hann starfaði í allmörg ár. Hann var sakaður um stórfelld skattsvik en þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir bandarískra stjórnvalda fékkst hann ekki framseldur. Fyrrverandi eig- inkona hans hafði lagt grundvöll að náðun hans með umtalsverðum fjár- framlögum í kosningasjóði demókrata. Náðun Marc Rich varð mikill álits- hnekkir fyrir Clinton, eins og menn muna. Það á eftir að koma í ljós við frekari málsmeðferð hvort um er að ræða markvissa viðleitni af þessu tagi í því tilviki, sem hér um ræðir eða einfald- lega að skattskylda Jóns Ólafssonar og fyrirtækja hans sé annars staðar vegna brottflutnings hans úr landi. Hitt fer ekki á milli mála, að skattayfirvöld hér og aðrar eftirlitsstofnanir, eftir því, sem við á, eiga engan annan kost en fylgja þessari rannsókn fast eftir. Og jafnframt munu vakna spurningar um, hvort um einsdæmi sé að ræða eða hvort fleiri dæmi séu um slíkar ráðstaf- anir. Í þessu samhengi sýnist augljóst, að ríkisstjórn og Alþingi hljóta að skoða vandlega þá löggjöf, sem nú er í gildi á þessum sviðum og hvort þörf er á breytingum til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að flytja fjármuni úr landi án þess að eðlilegir skattar séu greiddir af þeim. Sú skoðun þarf að hefjast nú þegar af þessu gefna tilefni, þótt niður- staða skattamála Jóns Ólafssonar liggi ekki fyrir. Frelsi í viðskiptum hefur verið aukið til muna á síðustu árum sem er fagn- aðarefni. Fjármagnsflutningar milli ríkja eru frjálsir og engum dettur leng- ur í hug að æskilegt sé að taka slík höft upp á nýjan leik. Auknu frelsi verður hins vegar einnig að fylgja ábyrgð og laga verður lög og reglur á öðrum svið- um að þessu umhverfi. Ábyrgð og skyldur endurskoðenda eru miklar. Ganga verður út frá því sem vísu, að endurskoðendur telji það sitt hlutverk að tryggja heilbrigð og eðlileg reikningsskil en ekki að aðstoða menn við að komast í kringum lögin og mark- mið þeirra. Um síðustu helgi flutti Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, talsmaður Samfylking- arinnar, ræðu í Borgarnesi, sem skilja mátti á þann veg, að hún teldi að flokks- pólitísk sjónarmið gætu hafa ráðið því, að rannsókn hófst á skattskilum Jóns Ólafssonar, þótt hún nefndi hann ekki á nafn heldur Norðurljós, sem hann er aðaleigandi að. Þetta var mjög alvarleg ásökun, sem beindist að stjórnmála- mönnum en í henni fólst líka ásökun um, að þeir embættismenn, sem stjórna þeim stofnunum, sem hlut eiga að máli hefðu gerst sekir um brot á hegningar- lögum. Í Morgunblaðinu í dag lýsir Ingi- björg Sólrún því yfir, að augljóslega hafi verið þörf á rannsókn á skattskil- um Jóns Ólafssonar. Þeirri yfirlýsingu hennar ber að fagna og væntanlega verður hún til þess, að þær raddir heyr- ist ekki lengur að eðlileg eftirlitsstörf eftirlitsstofnana, sem settar hafa verið á fót skv. ákvörðunum Alþingis, séu stunduð af annarlegum hvötum. SKATTSKIL JÓNS ÓLAFSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.