Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 41 FRÆNKU minni voru eitt sinn gefin þau góðu ráð að það væri ekkert mál að finna sér strák til að eyða kvöldinu með. Miklu meira mál væri að finna sér strák sem hún vildi vakna með. Þótt þessi ráð hafi án efa verið gefin í gríni hefur þessi saga nokkrum sinnum komið upp í huga minn að undanförnu, ekki síst vegna þeirra raka forystumanna Samfylkingarinnar að kom- andi kosningar snúist um verk og vilja þeirra annars vegar og verk og vilja Sjálfstæð- isflokksins hins vegar. Við kjósendur þurfum því ekki að- eins að velta því fyrir okkur hvern við viljum kjósa á kjör- dag, heldur ekki síður við hvaða aðstæður við viljum vakna daginn eftir. Til að glöggva okkur aðeins á verk- um og vilja þeirra sem fyrr voru nefndir er rétt að skoða aðeins stöðuna í Reykjavík þar sem samfylkingarfólk hef- ur verið í forystu Þrjú mál hafa verið fyr- irferðarmest í borgarstjórn það sem af er kjörtímabilinu; skattar, skuldir og skipulags- mál. Allar staðreyndir um þau mál sýna að það er því miður svo að borgin dregst aftur úr í samanburði við önnur sveit- arfélög. Skattar hækka, skuldir margfaldast og að- gerðaleysi ríkir í skipulags- málum. Skattar á Reykvíkinga hafa hækkað frá því R-listinn tók við völdum. Áður var útsvarið ævinlega í lágmarki miðað við önnur sveitarfélög en nú er það nálægt hámarki og t.d. greiða íbúar í Garðabæ og á Seltjarnarnesi talsvert lægra útsvar. Á sama tíma hafa aðr- ir skattar, eins og holræsa- skattur, verið lagðir á Reyk- víkinga, auk þess sem þjónustugjöld hafa hækkað verulega. Þetta er slæm þró- un, enda á borgin í ljósi stærðar sinnar og stöðu að geta tryggt íbúum sínum lægra útsvar en víðast hvar annars staðar. Að auki hefur R-listinn í borgarstjórn lagst gegn öllum hugmyndum um skattalækkanir, nú síðast í haust þegar sjálfstæðismenn lögðu til verulega lækkun skatta á eldri borgara og ör- yrkja. Á sama tíma og borgin leggur meiri skatta á íbúa sína hefur tekjuskattur rík- isins farið í þveröfuga átt, því frá því ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við völdum ár- ið 1991 hefur tekjuskattshlut- fallið lækkað úr 32,8% í 25,75% eða 28,8% að teknu til- liti til flutnings verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Á sama tíma hefur skattur á fyrirtæki lækkað úr 50% í 18%, eign- arskattur verið lækkaður um helming og sérstakur eign- arskattur aflagður. Og nú hef- ur forsætisráðherra tilkynnt að gott svigrúm sé að skapast til enn frekari skattalækkana og þess verði ekki langt að bíða að lagðar verði fram slík- ar tillögur. Skuldir Reykvíkinga hafa margfaldast í valdatíð R-list- ans. Árið 1994 voru hreinar skuldir Reykjavíkurborgar rúmir 4 milljarðar. Þessi tala er nú tæpir 50 miljarðar, sem þýðir að skuldirnar hafa auk- ist um 1.100% á aðeins níu ár- um, sem er án efa met í sögu borgarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borg- arstjóri, hefur ítrekað haldið því fram að hér séu menn að bera saman epli og appelsínur en eftir að hún er horfin úr stóli borgarstjóra virðist R-listinn loks ætla að við- urkenna staðreyndir og á síð- asta fundi borgarstjórnar lýstu fulltrúar R-listans því yfir að ekki væri deilt um þessar tölur, heldur aðeins um það hvort þetta væri „eft- irsóknarverðar skuldir“ eða ekki. Þá er umhugsunarvert að á sama tíma og skuldir Reykjavíkurborgar aukast um 1.100% lækka skuldir rík- issjóðs um 13%. Um annan stóran mála- flokk, skipulagsmál, er það helst að segja að árið 1994 hafði um langan tíma verið nægt framboð lóða og hús- næðis í Reykjavík. Þessari stefnu var breytt og í staðinn tekin upp lóðskorts- og upp- boðsstefna, sem leitt hefur til þess að lóðaverð í Reykjavík hefur hækkað um 140%. Í kjölfar þessa hefur íbúða- og leiguverð hækkað mjög, sem aftur hefur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir félagslegu húsnæði á vegum borgar- innar. Aðgerðaleysi R-listans í skipulags- málum hefur þannig ver- ið Reykjavík og Reykvík- ingum afar dýrt og leitt til þess að fólk og fyr- irtæki leita annað, sem sést t.d. á því að fjölgun íbúa í Reykjavík hefur til nokkurra ára verið mun minni en í nágrannasveitarfélög- unum. Að auki hefur hvert vandræðamálið í skipulags- málum rekið annað og nægir í því sambandi að nefna nýleg þekkt dæmi eins og Lands- símalóðina, Norðlingaholt, Suðurhlíðar og Stakkahlíð. Nú í vikunni kom til umræðu enn eitt slíkt mál. Í ljós kemur að ekki er hægt að ganga til framkvæmda við mislæg gatnamót við Kringlumýr- arbraut og Miklubraut þó svo að vilji ríkisstjórnar hefði staðið til þess vegna sérstaks átaks í vegamálum. Skipulag vegna framkvæmdarinnar er einfaldlega ekki tilbúið af hálfu borgarinnar, þar sem R-listinn hefur aldrei sett þetta mál í forgang þrátt fyrir augljóst mikilvægi þess. En staðreynd þessa máls er ekki að verða ljós fyrst núna. Hún er löngu ljós og var það þegar R-listinn tók umrædd gatna- mót út af aðalskipulagi árið 1996, m.a. á grundvelli þess að ,,skylt sé að stíga fyrstu skrefin í þá átt að sporna við óheftri aukningu einkabíla í borginni, eins og sagði í bók- un R-listans vegna málsins. Með þeirri ákvörðun var framkvæmdum frestað um mörg ár og sú staða sem nú er upp komin hefur þannig ekkert að gera með vilja rík- isstjórnarinnar en allt að gera með aðgerðaleysi R-listans. Ef litið er til árangurs stjórnar R-listans í þessum þremur grundvallarverk- efnum, sköttum, skuldum og skipulagsmálum sést glöggt að afleiðingin eru auknar álögur á íbúa og stöðnun í þróun borgarinnar. Sambæri- leg stjórn á landsmálunum fæli að sama skapi í sér hærri skatta, auknar skuldir og stöðnun. Hver vill fara á fæt- ur með slíkri ríkisstjórn? Með hverjum viltu vakna? Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ’ Sambærileg stjórnog verið hefur í Reykja- vík fæli í sér hærri skatta, auknar skuldir og stöðnun. ‘ Höfundur er borgarfulltrúi. ægi fyr- glaði öðr- rgunblaðið kislög- afa önnur ar á þeim þeirra, það hafa verið ku sam- gsins, það r ekki rík- u, kirkju, u. Morg- fimmtudag, emdir um a. Hvort rangt, ugreininni r stjórn- óm en láta Sólrúnu að Hún er í því agði meðal tu áramót: amenn að ki að neita stjórnmál- m traust. ast ekki m og orðs- komuna sama. kann að rböli, þeg- tuðnings- avíðs árás á hana. Um áramótin var hún nefnilega að ganga á bak orða sinna um að sitja sem borgarstjóri til ársins 2006. Vondar eru átölur samviskunnar. x x x Í ræðu á viðskiptaþingi skýrði Davíð Oddsson átaka- línur af sinni hálfu meðal annars með þessum sam- anburði á stjórn fjármála ríkisins og Reykjavíkurborgar: „Á síðastliðnum sjö árum hafa hreinar skuldir ríkissjóðs lækkað úr 34,5% af landsframleiðslu í 19% samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú gildir. Á meðan hafa skuld- ir stærsta sveitarfélags landsins ellefufaldast!“ Ræðu sinni lauk hann með þessum viðvörunarorðum: „Við er- um nú að komast í efnahagslega óskastöðu. En dæmin úr sögunni sýna, að jafnvel slíkri stöðu má klúðra á örstutt- um tíma, ef þeir sem til slíks eru hæfastir fá tækifæri til.“ Í þingumræðum um rúmlega 6 milljarða króna ný út- gjöld ríkissjóðs til að bæta atvinnuástandið, einkum með stórfelldum samgönguframkvæmdum, minnti Davíð á þá staðreynd, að við útfærslu tillagna um ráðstöfun fjárins hefðu menn staðið frammi fyrir þeim vanda í Reykjavík, að ekki væri unnt að ráðast í stórframkvæmdir með skömmum fyrirvara þar vegna aðgerðarleysis R-listans í skipulagsmálum. Sérstaklega er þá bent á mislæg gatnamót, þar sem Miklabraut og Kringlumýrarbraut mætast. Mikil um- ferðar- og slysagatnamót, en R-listinn ákvað einfaldlega að taka út úr skipulagi, að þau yrðu mislæg. Var það gert til að árétta andstöðu listans við einkabílinn. Þegar hún dugði ekki til að draga úr áhuga borgarbúa eða annarra landsmanna á að eignast og aka á eigin bíl voru mislægu gatnamótin tekin inn í skipulagstillögur að nýju. x x x Í ræðunni á viðskiptaþingi lýsti forsætisráðherra glæsilegum árangri við efnahagsstjórn þjóðarinnar und- anfarin ár og góðum horfum og komst síðan þannig að orði: „Sterk staða ríkissjóðsins nú og tekjuaukinn sem sannarlega mun fylgja hagvextinum gerir það að verkum að það er engin goðgá að huga að breytingum á sköttum í rétta átt, til lækkunar, en ekki hækkunar … Þótt margt sé á reiki í hagvísindunum er það þó margsannað að al- menningur fer að jafnaði mun betur með peningana en stjórnmálamennirnir. Þessi möguleiki til skattalækkana sem við nú stöndum frammi fyrir, sé rétt haldið á málum, möguleiki sem við eigum svo sannarlega að nýta okkur, sýnir svo ekki verður um villst hversu mikilvægt það er að tryggja að þjóðarframleiðslan vaxi jafnt og þétt.“ Með þessum orðum dregur Davíð Oddsson skýrust skil á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins annars vegar og annarra stjórnmálaflokka hins vegar. Samfylkingin get- ur aldrei viðurkennt, að farsæl hagstjórn undanfarinna ára veiti nú svigrúm til lækkunar á sköttum einstaklinga. Undir forystu talsmanns Samfylkingarinnar, Ingibjarg- ar Sólrúnar, sem borgarstjóra í Reykjavík hefur aldrei komið til álita að lækka skatta eða álögur á borgarbúa. Síðastliðið haust snerist hún eindregið gegn lækkun fast- eignaskatta á eldri borgara og öryrkja, þegar sjálfstæð- ismenn fluttu um hana tillögu í borgarstjórn. Holræsa- skattinn illræmda, sem hún lagði á Reykvíkinga, vill hún ekki heldur lækka, þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða. Viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar við skattalækk- unartillögum Davíðs eru einnig síður en svo málefnaleg. Hún lætur eins og ekkert hafi verið gert á undanförnum árum til að lækka skatta á einstaklinga. Má í því sam- bandi rifja upp, að hún notaði tækifærið um árið til að hækka útsvarið, þegar ríkisstjórnin lækkaði tekjuskatt á einstaklinga. Átakalínur hafa skýrst undanfarna daga í stjórn- málum innan lands og utan. Mismikið er í húfi, þegar litið er til heimsfriðar annars vegar og þingkosninga hér hins vegar. Í báðum tilvikum ræður þó úrslitum um farsæla niðurstöðu, að unnt sé að treysta þeim, sem halda um stjórnvölinn, og þeir leggi sig fram um að efla traust í samskiptum manna með heiðarlegum málflutningi í stað þess að grafa undan því með hálfkveðnum vísum ef ekki hreinum blekkingum. bjorn@centrum.is Því var leitað leiða til að tryggja arslegt fullveldi EFTA-ríkjanna ES-samningnum. Aðferðarfræðin n var fólst í því að sett var á fót svo- eggja stoða lausn. Í henni fólst að urinn yrði í framkvæmd ekki milli a EFTA-ríkja og EB, heldur kæmu kin fram sem ein heild. Annars veg- því EB-stoðin, sem þá taldi tólf ríki milljónum íbúa, og hins vegar oðin, með 7 ríki sem töldu 32 millj- . EB-stoðin myndi móta nýjar regl- ningssviðinu, en samþykki EFTA- nar þyrfti til að reglurnar tækju llu EES-svæðinu. Ná þyrfti sam- um það með hverjum hætti þær ildi innan sameiginlegrar EES- þar sem EFTA-ríkin töluðu einum eitt EFTA-ríki væri þannig ósátt myndu öll EFTA-ríkin hafna við- reglu og finna yrði pólitíska lausn á usnarefni. Sérstakur EFTA-dóm- di túlka reglurnar á EFTA-hliðinni með sjálfstæðum hætti, þrátt fyrir að hann myndi taka mið af túlkun EB-dómstólsins. – en aðstæður breyttar í grund- vallaratriðum strax árið 1994 Eftir hrun Berlínarmúrsins fórust hlutir hins vegar að gerast hratt. Hið pólitíska landslag Evrópu breyttist. Metnaður EB snerist í þá átt að koma á tengslum við hin nýfrjálsu nágrannaríki og styðja þau til efna- hagslegrar uppbyggingar. Hlutlausu EFTA- ríkin töldu sér ekkert að vanbúnaði að ganga inn í EB. Skyndilega er EB ekki lengur bundið við að vera bandalag 12 vel stæðra Vestur-Evrópuríkja. Öll fyrrum kommún- istaríkin og öll hlutlausu ríkin eru orðin mögulegir aðilar að bandalaginu. Þegar skrifað er undir samninga um EES vorið 1992 eru öll EFTA-ríkin nema Ísland búin að sækja um aðild að EB. Þegar EES-samningurinn gekk í gildi í upphafi árs 1994 var hann því þegar á fall- anda fæti út frá þeim forsendum sem lagt var upp með. Ástæða þess var sú að til að samningurinn gengi upp stjórnskipulega, þurfti að vera ákveðið styrkleikajafnvægi milli EFTA-stoðarinnar og ESB, auk þess sem samningurinn gerir beinlínis ráð fyrir að af hálfu ESB sé skilningur á pólitískri sér- stöðu EFTA-ríkja og stjórnskipulegum tak- mörkunum þeirra. Þegar samningurinn tek- ur gildi eru grunnforsendur hans ekki lengur fyrir hendi. ESB er ekki bundið af því að eiga viðskiptaleg samskipti við EFTA-ríkin ein og hlutlausu ríkin telja sér vandalaust að ganga inn í ESB. Eina ríkið sem sjálfviljugt var eftir í EFTA var Ísland – Noregur, Sviss og Liechtenstein vildu inn í Evrópusam- bandið en voru gerð afturreka af kjósendum í fyrrnefndu löndunum tveimur og Sviss varð utan EES. EES er því þegar á árinu 1994 ekki lengur nauðsynleg forsenda þess að mikilvæg nágrannaríki geti af pólitískum ástæðum starfað náið með ESB. Þvert á móti er það þá strax orðið neyðarbrauð ríkja sem af efnahagslegum ástæðum eða vegna kalds mats á eigin hagsmunum töldu sér ekki hag af því að verða aðilar að ESB, en vildu samt njóta ávinnings af aðild að innri mark- aðinum. Andstæðingar EES hér landi báru stuðningsmönnum samningsins á brýn að þeir kynntu hann með þeim hætti að með honum fengi Ísland „allt fyrir ekkert“, því svo augljós var efnahagslegur ávinningur Ís- lands af þátttökunni í samanburði við kostn- aðinn. Samt sem áður sáu jafnvel einörðustu stuðningsmenn samningsins ekki fyrir hina gífurlegu efnahagslegu þýðingu sem blasir við þegar horft er til baka. Þegar þessi forsaga er skoðuð er auðveld- ara að skilja afstöðu ESB til EES-samnings- ins allt frá 1994 og kröfuhörku þeirra í samn- ingum við okkur nú. Um leið og hlutlausu EFTA-ríkin gengu inn í ESB hurfu þær póli- tísku ástæður sem voru fyrir samningsgerð- inni af hálfu ESB. Eftir stóðu innan EES þrjú af ríkustu ríkjum Evrópu, sem mátu eigin hagsmunum betur borgið af því að standa fyrir utan, en vildu samt fá efnahags- legan ávinning af hindrunarlausum innri markaði. Til þess að ná því hafa þau reynst tilbúin að horfa framhjá því að eftir fækkun EFTA-ríkjanna var EFTA-stoðin ekki svip- ur hjá sjón og ekki í stakk búin til að ná fram nokkrum breytingum eða aðlögun að nýjum ESB-reglum. Þeim var mögulegt að ná þessu markmiði, þar sem samningurinn var kominn á og honum varð ekki svo auðveld- lega sagt upp. Er nokkur furða í þessu ljósi að ESB hafi stöðugt þrengt kost EFTA- ríkjanna innan EES á undanförnum árum – veitt þeim minni skilning og krafið þau um sí- fellt hærri framlög? allt fyrir ekkert? Morgunblaðið/Sverrir r úrslitum atkvæðagreiðslunnar um Evrópska efnahagssvæðið í janúar árið 1993. Höfundur er sjálfstætt starfandi lögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.