Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ REKSTUR Bakkavarar gekk mjög vel á síðasta ári og sagði Ágúst Guð- mundsson, stjórnarformaður fyrir- tækisins, á aðalfundi þess í gær, að enn væru tækifæri til enn meiri vaxtar. Bakkavör skilaði methagnaði á síðasta ári eða um 2,1 milljarði króna fyrir skatta sem er 332% aukning frá árinu 2001. Fyrirtækið seldi afurðir fyrir um 18,3 milljarða króna sem er 226% söluaukning frá árinu 2001 og hefur velta þess tvö- hundruðfaldast frá árinu 1997. Innri vöxtur félagsins var á síðasta ári 21,2%. Bakkavör rekur starfsemi á sjö stöðum í heiminum og skiluðu öll dótturfélög methagnaði á síðasta ári nema dótturfélagið í Póllandi. Starf- semi félagsins í þessum heimshluta hefur nú verið hætt. Stefnt að því að kaupa önnur fyrirtæki Ágúst sagði bjart framundan í rekstri félagsins á árinu 2003. Því væri spáð að markaður fyrir kæld matvæli í Bretlandi myndi halda áfram að vaxa með sama hraða næstu 5 árin og hann hefur gert á undanförnum 5 árum. Framtíðar- markmið fyrirtækisins væri að vaxa áfram um 20–30% á ári og til að ná því markmiði væri fyrirtækið opið fyrir því að kaupa önnur fyrirtæki sem falla vel að framtíðarsýn Bakkavarar. Þá yrði áhersla lögð á þá hluta markaðarins sem eru í hvað örustum vexti í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Markaðurinn væri þó síbreyti- legur og tískusveiflur miklar. Því yrði áfram lögð áhersla á öfluga vöruþróun í samvinnu við helstu við- skiptavini, sem eru stórmarkaðs- keðjurnar í Bretlandi. Ágúst benti á að stórmarkaðskeðjan Tesco, sem kaupir um 45% af framleiðslu Bakkavarar, hafi styrkt stöðu sína á breska markaðnum og það muni skapa tækifæri fyrir Bakkavör. 75% af sölu Bakkavarar er í Bret- landi en Ágúst sagði að stefnt væri að því að efla starfsemi á öðrum mörkuðum. Tækifærin væru mikil þó enginn markaður væri enn eins þróaður og Bretlandsmarkaður á sviði kældra matvæla og víða mætti merkja mikinn áhuga á þeim vörum sem nú eru í boði á breska mark- aðnum. Aðalfundurinn samþykkti tillögu stjórnarinnar um að hluthöfum yrði ekki greiddur arður fyrir rekstrar- árið 2002, enda hafi hagnaði ársins verið varið til að styrkja innri vöxt félagsins. Stjórn Bakkavarar var endurkjörin á fundinum. Aðalfundur Bakkavarar Mörg tækifæri til enn meiri vaxtar á árinu Morgunblaðið/Kristinn Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar. Pétur Björns- son, stjórnar- formaður Ís- fells-Neta- sölunnar ehf., var kjörinn formaður Samtaka versl- unarinnar á aðalfundi samtakanna í gær. Pétur stofnaði og var for- stjóri Ísberg Limited í Hull frá 1986 til 1998. Hann hefur verið stjórnarformaður og eigandi síðan. Árið 1992 stofnaði Pétur ásamt fleirum Ísfell ehf. sem stundar innflutning og sölu á veiðarfærum. Ísfell ehf. var sameinað Netasölunni ehf. í september 2001 og heitir síðan Ísfell-Netasalan ehf. Fyrirtæk- ið var sameinað Icedan Holding ehf. um síðustu áramót og kem- ur sameinað fyrirtæki til með að bera nafnið Ísfell ehf. Þá er Pétur stjórnarformað- ur og aðaleigandi að Ísfélagi Þorlákshafnar sem á og rekur ísverksmiðju, frystigeymslu og skipaafgreiðslu í Þorlákshöfn. Nýr for- maður SV Pétur Björnsson HAUKUR Þór Hauksson, fráfarandi formaður Samtaka verslunarinnar, ávarpaði aðalfund samtakanna í fjórða og síðasta sinn á Grand hóteli í gær. Hann sagði að sér væri efst í huga „sú mikla bót sem náðst hefur í rekstrarskilyrðum fyrirtækjanna í landinu á síðustu árum. Fyrirtækin búa að mörgu leyti við betri skilyrði en almennt tíðkast í nágrannalöndum okkar, ekki síst í skattamálum.“ Þá sagði Haukur að árangur nú- verandi ríkisstjórnar í einkavæðingu ríkisfyrirtækja væri sérstakt fagnað- arefni. „Það hefur verið ofarlega á stefnuskrá þessara samtaka, allt frá því er þau voru stofnuð árið 1928, að berjast gegn afskiptum hins opinbera af atvinnulífinu,“ sagði hann í ræðu sinni. Hugsjónir Jóns forseta gleymdar Haukur sagði, að Íslendingar hefðu furðu fljótt gleymt hugsjónum Jóns Sigurðssonar, um mikilvægi frjálsrar verslunar. Tekið hafi verið upp kerfi opinberra hafta og skammt- ana, strax í lok annars áratugs tutt- ugustu aldar. „Í dag eru ekki liðin nema tæp 60 ár frá fullu sjálfstæði Ís- lands, en svo furðu fljótt er risin ný stétt manna sem telja að Íslendingar eigi enga valkosti aðra en að ganga í Evrópusambandið og afsala sér sjálf- stæði þjóðarinnar.“ Annar framsögumaður aðalfundar- ins, Jafet Ólafsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar, hélt erindi sem hann kallaði „Breytingar í kjöl- far einkavæðingar ríkisfyrirtækja“. Hann rakti röksemdir fyrir einka- væðingu ríkisfyrirtækja og sagði að fyrirtækjum hefði vegnað vel frá einkavæðingu. Hann sagði að einn helsti kostur einkavæðingar væri að opinberum afskiptum linnti að mestu, en það hefði þó ekki gerst að öllu leyti hér á landi. Stjórnmálamenn yrðu að hafa varann á í yfirlýsingum um fyr- irtæki, því þær gætu skaðað hags- muni þeirra erlendis. Þjóðir ríkar vegna frjálsra viðskipta Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, sagði í ræðu sinni að greinileg fylgni væri með frelsi í at- vinnulífi og betri lífskjörum almenn- ings. Þótt atvinnulífið væri skipulegt, þyrfti það ekki að vera skipulagt. Hann benti á að þjóðir væru ríkar vegna þess að þær nýttu sér verka- skiptingu og stunduðu frjáls við- skipti. Hannes sagði að atvinnufrelsi ríkti nú á ný á Íslandi, eftir áratuga haf- tabúskap og verðbólguár. Ýmsir sjóð- ir tengdir atvinnulífinu hefðu verið lagðir niður, stöðugt verðlag ríkti ásamt festu í ríkisfjármálum og einkavæðing hefði sitt að segja. Framtíð landsins væri björt. Hann sagði að Íslendingar ættu gjöful fiski- mið, vatnsafl og jarðvarma, lega landsins væri heppileg og þjóðin vel menntuð. Á Íslandi væru því góð skil- yrði fyrir alþjóðlega fjármálamiðstöð. Betri skilyrði fyrirtækja en í nágrannalöndum Morgunblaðið/Golli Haukur Þór Hauksson lét af störfum sem formaður Samtaka verslunar- innar-Félags íslenskra stórkaupmanna á aðalfundi samtakanna í gær. STJÓRNIR SH hf. og SÍF hf. hafa fengið afhent gögn frá Landsbanka Íslands hf. og Íslandsbanka hf. um rekstrar- og eignarvirði SH hf. og SÍF hf., ásamt tillögum um skipta- hlutföll. Á fundum stjórnanna var rætt um málið og ákveðið að fara fram á viðbótarupplýsingar um rekstur og efnahag hvors félags fyrir sig. Bæði félögin hafa skipað viðræðu- nefndir og eru því formlegar viðræð- ur félaganna hafnar. Leitast verður við að hraða þeim viðræðum eftir föngum, að því er fram kemur í til- kynningu frá félögunum. Í viðræðu- nefndunum sitja fyrir hönd SÍF þeir Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF, Aðalsteinn Ingólfsson, stjórn- armaður og Þórður Már Jóhannes- son framkvæmdastjóri Fjárfestinga- félagsins Straums hf. Fyrir SH eru þau Róbert Guðfinnsson, stjórnar- formaður SH, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarmaður, Þor- steinn Vilhelmsson, stjórnarmaður og Rakel Olsen, stjórnarmaður. For- svarsmenn félaganna vildu í gær ekki tjá sig um viðræðurnar að svo stöddu. SÍF og SH hefja formlegar samrunaviðræður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.