Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 29
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 29
STÆRSTA hótel landsins er á
varnarsvæðinu á Keflavíkurflug-
velli. Gistiþjónusta varnarliðsins
hefur yfir að ráða 1.180 herbergjum
og íbúðum fyrir varnarliðsmenn
sem koma til styttri dvalar og gesti.
Starfsmennirnir hlutu nýlega við-
urkenningu sem veitt er fyrir bestu
gistiþjónustu fyrir einstaklinga í
Bandaríkjaflota.
Tvær deildir annast útvegun hús-
næðis fyrir varnarliðsmenn, fjöl-
skyldur þeirra og gesti á Keflavík-
urflugvelli. Annars vegar er um að
ræða útleigu íbúða fyrir fjölskyldu-
fólk. Hins vegar er um að ræða út-
leigu íbúða og herbergja fyrir ein-
hleypinga sem yfirleitt dvelja
skemur en fjölskyldufólkið og
flugáhafnir og ýmsa gesti sem
dvelja í stuttan tíma, allt frá einni
nótt til sex mánaða. Gistiþjónusta
varnarliðsins sem Sigurður Ben Jó-
hannsson tekur þátt í að stjórna
annast síðarnefnda þáttinn.
Undir hann heyra 35 byggingar
með 1.180 herbergjum og einstak-
lingsíbúðum. Þar af eru um 400 hót-
elherbergi til skemmri dvalar í um
sjö byggingum og er það í raun
stærsta hótel landsins þótt ekki
sækist það eftir viðskiptum á al-
mennum markaði.
Hjá gistiþjónustunni starfa að
jafnaði 45 manns, þar af 30 íslenskir
starfsmenn og 15 bandarískir. Að
auki annast 8 starfsmenn Keflavík-
urverktaka hf. afgreiðslu gesta í
móttöku.
Fært til nútíma horfs
Miklar breytingar hafa orðið á
aðstöðu varnarliðsmanna frá því
varnarliðið kom fyrst til landsins.
Upphaflega voru þeir í bröggum.
Eftir að byggð voru ný hús voru
margir saman í herbergi.
Undanfarin ár hefur verið unnið
að endurnýjun gistiaðstöðunnar.
Sigurður Ben segir að byrjað hafi
verið 1992. Hvert húsið á fætur
öðru hafi verið endurnýjað, nánast
frá grunni, og fært til nútímahorfs.
Þegar hafi 16 hús verið tekin í gegn.
Nú hefur hver maður sitt herbergi
eða sína íbúð, nema nokkrir af þeim
lægst settu, og aðstaðan er miðuð
við gæði bandarískra hótela í miðl-
ungsflokki, til dæmis Marriott og
Holiday Inn. Sigurður Ben fullyrðir
raunar að gæðin séu meiri hjá gisti-
þjónustu varnarliðsins og tekst að
sannfæra blaðamann um það með
skoðunarferð í nokkrar byggingar.
Herbergin eru vel búin og góð að-
staða í öllum húsunum, setustofa
með billjarðsborðum, líkamsrækt-
araðstaða, gufubað og þvottahús
svo dæmi séu tekin. „Þeim líkar vel
hérna hjá okkur,“ segir Sigurður.
Allir gestir gistiþjónustu varnar-
liðsins fá daglega þjónustu, eins og
þekkist á umræddum hótelum.
Skipt er á rúmunum og þrifið. Fyrir
þessa þjónustu greiða þeir.
Sigurður segir að það sé nánast
fullbókað allt árið og oft þurfi hann
að vísa mönnum á hótel í Keflavík
eða Reykjavík.
Friðþór Eydal, upplýsinga-
fulltrúi hjá varnarliðinu, segir að
áhersla sé lögð á að lífsgæði í her-
stöðvum Bandaríkjahers fylgi þró-
uninni í þeim efnum hjá almennum
borgurum í Bandaríkjunum. Því sé
talið mikilvægt að bæta aðbúnað
hermannanna. Verðlaunaveitingar
fyrir gistiþjónustuna eru liður í því.
Friðþór segir að hermennirnir geti
valið um að fara á marga staði og
aðstaðan sem boðið er upp á geti
ráðið úrslitum um ákvörðun þeirra
um dvalarstað.
Flotastöð varnarliðsins hefur
umsjón með allri þjónustustarfsemi
á varnarsvæðinu. Hópur sérfræð-
inga á vegum Bandaríkjaflota tekur
út þjónustu í öllum herstöðvum flot-
ans og gefur einkunnir. Gistiþjón-
ustan á Keflavíkurflugvelli fékk
fyrst þriggja stjörnu viðurkenningu
en hefur verið að fikra sig upp á við
og að þessu sinni fékk hún fimm
stjörnu viðurkenningu fyrir báða
þætti starfseminnar, það er að
segja fyrir gistiþjónustu og einstak-
lingsíbúðir. Vegna þessa árangurs
fékk deildin, ásamt 33 öðrum stöðv-
um og umdæmum, æðstu viður-
kenningu Bandaríkjaflota á þessu
sviði, verðlaun sem kennd eru við
Elmo R. Zumwalt, fyrrverandi yf-
irflotaforingja. Fór Sigurður Ben
Jóhannsson framkvæmdastjóri til
Nashville til að taka við þessari við-
urkenningu ásamt nokkrum sam-
starfsmönnum og Dean M. Kiyoh-
ara, yfirmanni flotastöðvar varnar-
liðsins.
„Það er mikill heiður að fá þessi
verðlaun og viðurkenning á starfi
okkar. Einkunnarorð okkar eru að
gera eins vel og hægt er og helst
betur,“ segir Sigurður Ben.
Stærsta hótel landsins fær viðurkenningu fyrir að vera í fremstu röð innan Bandaríkjaflota
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hafsteinn Hilmarsson rekstrarstjóri og Sigurður Ben Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri eru ánægðir með aðstöðuna sem þeir bjóða upp á.
„Þeim líkar vel
hjá okkur“
Keflavíkurflugvöllur
„ÞAÐ er mjög gott að vinna hjá Ameríkananum,“ segir Sigurður Ben Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri gistiþjónustu varnarliðsins sem lengi hefur
unnið á Keflavíkurflugvelli.
Sigurður Ben hóf störf sem rafvirki hjá varnarliðinu á árinu 1977 og ætl-
aði að vera í einn eða tvo mánuði. Þetta eru orðnir langir mánuðir því hann
er enn starfandi. Fljótlega fór hann í stjórnunarstörf.
„Mér finnst gaman að vinna hérna, það er alltaf eitthvað að gerast. Síð-
ustu árin hefur farið mikill tími í að vinna að endurnýjun húsnæðis gisti-
þjónustunnar. Þótt framkvæmdadeildin annist endurbæturnar þurfum við
að koma að þeim allan tímann, fyrst að skipulagningu með arkitektum og
verkfræðingum, síðan að efnisvali og loks að vali og innkaupum á innrétt-
ingum og húsgögnum,“ segir Sigurður.
„Gott að vinna hjá
Ameríkananum“