Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 29
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 29 STÆRSTA hótel landsins er á varnarsvæðinu á Keflavíkurflug- velli. Gistiþjónusta varnarliðsins hefur yfir að ráða 1.180 herbergjum og íbúðum fyrir varnarliðsmenn sem koma til styttri dvalar og gesti. Starfsmennirnir hlutu nýlega við- urkenningu sem veitt er fyrir bestu gistiþjónustu fyrir einstaklinga í Bandaríkjaflota. Tvær deildir annast útvegun hús- næðis fyrir varnarliðsmenn, fjöl- skyldur þeirra og gesti á Keflavík- urflugvelli. Annars vegar er um að ræða útleigu íbúða fyrir fjölskyldu- fólk. Hins vegar er um að ræða út- leigu íbúða og herbergja fyrir ein- hleypinga sem yfirleitt dvelja skemur en fjölskyldufólkið og flugáhafnir og ýmsa gesti sem dvelja í stuttan tíma, allt frá einni nótt til sex mánaða. Gistiþjónusta varnarliðsins sem Sigurður Ben Jó- hannsson tekur þátt í að stjórna annast síðarnefnda þáttinn. Undir hann heyra 35 byggingar með 1.180 herbergjum og einstak- lingsíbúðum. Þar af eru um 400 hót- elherbergi til skemmri dvalar í um sjö byggingum og er það í raun stærsta hótel landsins þótt ekki sækist það eftir viðskiptum á al- mennum markaði. Hjá gistiþjónustunni starfa að jafnaði 45 manns, þar af 30 íslenskir starfsmenn og 15 bandarískir. Að auki annast 8 starfsmenn Keflavík- urverktaka hf. afgreiðslu gesta í móttöku. Fært til nútíma horfs Miklar breytingar hafa orðið á aðstöðu varnarliðsmanna frá því varnarliðið kom fyrst til landsins. Upphaflega voru þeir í bröggum. Eftir að byggð voru ný hús voru margir saman í herbergi. Undanfarin ár hefur verið unnið að endurnýjun gistiaðstöðunnar. Sigurður Ben segir að byrjað hafi verið 1992. Hvert húsið á fætur öðru hafi verið endurnýjað, nánast frá grunni, og fært til nútímahorfs. Þegar hafi 16 hús verið tekin í gegn. Nú hefur hver maður sitt herbergi eða sína íbúð, nema nokkrir af þeim lægst settu, og aðstaðan er miðuð við gæði bandarískra hótela í miðl- ungsflokki, til dæmis Marriott og Holiday Inn. Sigurður Ben fullyrðir raunar að gæðin séu meiri hjá gisti- þjónustu varnarliðsins og tekst að sannfæra blaðamann um það með skoðunarferð í nokkrar byggingar. Herbergin eru vel búin og góð að- staða í öllum húsunum, setustofa með billjarðsborðum, líkamsrækt- araðstaða, gufubað og þvottahús svo dæmi séu tekin. „Þeim líkar vel hérna hjá okkur,“ segir Sigurður. Allir gestir gistiþjónustu varnar- liðsins fá daglega þjónustu, eins og þekkist á umræddum hótelum. Skipt er á rúmunum og þrifið. Fyrir þessa þjónustu greiða þeir. Sigurður segir að það sé nánast fullbókað allt árið og oft þurfi hann að vísa mönnum á hótel í Keflavík eða Reykjavík. Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi hjá varnarliðinu, segir að áhersla sé lögð á að lífsgæði í her- stöðvum Bandaríkjahers fylgi þró- uninni í þeim efnum hjá almennum borgurum í Bandaríkjunum. Því sé talið mikilvægt að bæta aðbúnað hermannanna. Verðlaunaveitingar fyrir gistiþjónustuna eru liður í því. Friðþór segir að hermennirnir geti valið um að fara á marga staði og aðstaðan sem boðið er upp á geti ráðið úrslitum um ákvörðun þeirra um dvalarstað. Flotastöð varnarliðsins hefur umsjón með allri þjónustustarfsemi á varnarsvæðinu. Hópur sérfræð- inga á vegum Bandaríkjaflota tekur út þjónustu í öllum herstöðvum flot- ans og gefur einkunnir. Gistiþjón- ustan á Keflavíkurflugvelli fékk fyrst þriggja stjörnu viðurkenningu en hefur verið að fikra sig upp á við og að þessu sinni fékk hún fimm stjörnu viðurkenningu fyrir báða þætti starfseminnar, það er að segja fyrir gistiþjónustu og einstak- lingsíbúðir. Vegna þessa árangurs fékk deildin, ásamt 33 öðrum stöðv- um og umdæmum, æðstu viður- kenningu Bandaríkjaflota á þessu sviði, verðlaun sem kennd eru við Elmo R. Zumwalt, fyrrverandi yf- irflotaforingja. Fór Sigurður Ben Jóhannsson framkvæmdastjóri til Nashville til að taka við þessari við- urkenningu ásamt nokkrum sam- starfsmönnum og Dean M. Kiyoh- ara, yfirmanni flotastöðvar varnar- liðsins. „Það er mikill heiður að fá þessi verðlaun og viðurkenning á starfi okkar. Einkunnarorð okkar eru að gera eins vel og hægt er og helst betur,“ segir Sigurður Ben. Stærsta hótel landsins fær viðurkenningu fyrir að vera í fremstu röð innan Bandaríkjaflota Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hafsteinn Hilmarsson rekstrarstjóri og Sigurður Ben Jóhannsson fram- kvæmdastjóri eru ánægðir með aðstöðuna sem þeir bjóða upp á. „Þeim líkar vel hjá okkur“ Keflavíkurflugvöllur „ÞAÐ er mjög gott að vinna hjá Ameríkananum,“ segir Sigurður Ben Jó- hannsson, framkvæmdastjóri gistiþjónustu varnarliðsins sem lengi hefur unnið á Keflavíkurflugvelli. Sigurður Ben hóf störf sem rafvirki hjá varnarliðinu á árinu 1977 og ætl- aði að vera í einn eða tvo mánuði. Þetta eru orðnir langir mánuðir því hann er enn starfandi. Fljótlega fór hann í stjórnunarstörf. „Mér finnst gaman að vinna hérna, það er alltaf eitthvað að gerast. Síð- ustu árin hefur farið mikill tími í að vinna að endurnýjun húsnæðis gisti- þjónustunnar. Þótt framkvæmdadeildin annist endurbæturnar þurfum við að koma að þeim allan tímann, fyrst að skipulagningu með arkitektum og verkfræðingum, síðan að efnisvali og loks að vali og innkaupum á innrétt- ingum og húsgögnum,“ segir Sigurður. „Gott að vinna hjá Ameríkananum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.