Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorgerður Ingi-björg Egilsdóttir var fædd á Sveins- stöðum í Lýtings- staðahreppi 3. nóv- ember 1913. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu á Sauðárkróki hinn 9. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Egill Bene- diktsson, f. 1877, d. 1960, og Jakobína Sveinsdóttir, f. 1879, d. 1947. Alsystkini Ingibjargar eru: Guðlaug, f. 7. ágúst 1905, d. 3. maí 1982; Björn, f. 7. ágúst 1905, d. 2. mars 1999; Sigurður, f. 2. nóvem- ber 1911, d. 19. ágúst 1975; Sveinn, f. 14. október 1915, d. 18. desem- ber 2002, og Benedikt, f. 12. febr- úar 1922. Hálfbróðir sammæðra var Steinþór Helgason, f. 12. júní 1909, d. 5. apríl 1994. Ingibjörg giftist árið 1948 Jóni Eðvald Guðmundssyni, f. 23. októ- ber 1894, d. 10. júní 1974. Dætur Jóns Eðvalds og fósturdætur Ingi- bjargar eru: 1) Svanhildur Elsa, f. 26. mars 1942, búsett á Sauðár- króki. Börn hennar eru: a) Jón Þór Bjarnason, f. 5. janúar 1961, kona apríl 2001, Snæfríður, f. 20. októ- ber 2002, og Diljá, f. 20. október 2002. 2) Ólöf Effa, f. 28. maí 1943, búsett í Reykjavík. Börn hennar eru: Ingibjörg Ragnarsdóttir, f. 23. september 1963, maður hennar er Þorsteinn Þorsteinsson, f. 26. mars 1960. Börn Ingibjargar eru Ólöf Ragna, f. 20. ágúst 1981, Sölvi Þór, f. 2. apríl 1988, og Elvar Örn, f. 20. mars 1990. Börn Ólafar Rögnu eru Inga Lóa Eðvald, f. 25. október 1998 og Elvar Aron, f. 2002. b) Ragnar Kári Ragnarsson, f. 2. apríl 1965, kona hans er Stein- unn Sveinsdóttir, f. 16. nóvember 1965. Þeirra börn eru Birta Karen, f. 27. febrúar 1992, og Baltasar Óli, f. 16. júlí 1999. Ingibjörg var að mestu leyti alin upp hjá Sigríði Benediktsdóttur föðursystur sinni og manni hennar Hannesi Kristjánssyni, fyrst í Valagerði, síðar í Hvammkoti og á Reykjum í Lýtingsstaðahreppi. Snemma fór hún að vinna fyrir sér og var í kaupamennsku á ýms- um stöðum í Skagafirði og Húna- vatnssýslum, síld á Siglufirði og fleira, þar til hún tók að sér heim- ilishald fyrir Jón Eðvald Guð- mundsson á Sauðárkróki sem þá hafði í annað sinn misst konu sína og nú frá tveimur ungum börnum. Þau fluttust til Reykjavíkur 1947 og var hún dætrum hans Svanhildi Elsu og Ólöfu Effu alla tíð besta móðir. Þau Jón Eðvald bjuggu í Reykjavík til ársins 1972 að þau fluttu aftur til Sauðárkróks. Útför Ingibjargar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hans er Svanhildur Guðmundsdóttir, f. 1. ágúst 1964. Þeirra börn eru Davíð, f. 31. desember 1988, Elsa, f. 22. ágúst 1990 og Guðmundur f. 14. september 2001. Dótt- ir Jóns Þórs er Sara, f. 3. ágúst 1985. b) Bjarni Már Bjarnason, f. 1. september 1962, kona hans er Auður Sigríður Hreinsdóttir, f. 10. júlí 1963. Þeirra synir eru Bjarni Þór, f. 13. september 1982, Gunnar Ingi, f. 23. janúar 1987, Hákon Már, f. 23. desember 1990, Garðar Pálmi, f. 4. febrúar 1993, og Óli Eðvald, f. 14. september 1998. c) Ómar Örn Bjarnason, f. 1. maí 1964, kona hans er Helga Jóna Hannesdóttir, f. 13. janúar1971. Þeirra dætur eru Berglind, f. 17. september 1992, Gunnhildur, f. 4. september 1994, og María, f. 22. ágúst 1999. d) Guðbjörg Bjarna- dóttir, f. 21. október 1970, maður hennar er Guðbrandur Ægir Ás- björnsson, f. 9. desember 1963. Þeirra börn eru Ægir Örn, f. 4. febrúar 1990, Ása Svanhildur, f. 11. maí 1994, Ásgeir Bragi, f. 17. Mamma hefur lagt aftur augun í síðasta sinn og sofnað inn í fögnuð frelsara síns. Mamma var mjög trúuð kona. Hún efaðist aldrei um almættið hvað svo sem á gekk í lífinu. Hún tók öllu sem að höndum bar með því æðruleysi sem aðeins þeir eiga sem treysta al- mættinu skilyrðislaust. Allur hennar langi vinnudagur snerist um að hlúa sem best að öðrum og hugsa síðast um sjálfa sig. Hún tók okkur syst- urnar að sér móðurlaus smábörn og lagði alla þá alúð sem hún átti til í að koma okkur til manns. Síðan tóku barnabörnin og barnabarnabörnin við og hún var vakin og sofin yfir vel- ferð þeirra, hlúði að þeim og kenndi þeim ýmislegt sem þau munu búa að alla ævi. Hún var alltaf til staðar. Kenndi bænir og þulur og kvæði, setti plástur á skeinur, kenndi þeim að lesa og alltaf átti hún mjólk og kleinur, jólaköku og eplakökuna einstöku. Fyrir allt þetta og svo óteljandi margt fleira viljum við þakka, elsku mamma. Þó söknuðurinn sé mikill getum við líka glaðst yfir því að nú ertu aftur hress og kát meðal allra þeirra sem þér þótti vænt um og á undan eru farnir. Það hefur verið tekið vel á móti þér. Við viljum færa starfsfólki Dvalar- og hjúkrunarheimilisins á Sauðár- króki innilegar þakkir fyrir frábæra umönnun og hlýju. Við kveðjum þig, elsku mamma, með orðum Spámannsins: „Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið. Og hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífs- ins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ Guð geymi þig og varðveiti. Elsa og Ólöf. Nú hefur hún elsku amma kvatt okkur. Við vorum svo heppin að hafa hana hjá okkur frá því að hún gekk systrunum barnungum í móðurstað og giftist honum afa okkar. Þau bjuggu á Hofteignum og vor- um við oft hjá ömmu og afa og það var nú mikið fjör, fimm frændsystkini, hvert á sínu árinu. Amma hafði mikl- ar áhyggjur af okkur þegar við vorum að stelast til að klifra í styttunum hans Ásmundar. Hún sagði okkur að það hefði nú gerst að þær gætu hrein- lega tekist á loft og við nýbúin að horfa á síðasta bæinn í dalnum. Við þorðum aldrei að koma nálægt þeim eftir það. Svo fluttu þau á Krókinn og fór maður þá oft til þeirra í fríum. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu og afa og síðan til ömmu eftir að afi dó. Hún var alltaf að elda og baka ofan í allan skarann og passaði hún sér- staklega upp á að eiga kakó-köku handa henni nöfnu sinni. Amma var mikil hannyrðakona. Þau eru nú ófá rúmteppin og barna- teppin sem hún hefur heklað, fyrir ut- an allar peysurnar, vettlingana og sokkana sem hún hefur prjónað og gefið í afmælisgjafir því hún mundi alltaf eftir öllum afmælisdögunum okkar. Árið 1997 varð fyrsta ættarmótið okkar til og heitir það Ingibjörg og hefur verið haldið síðan og var amma ákaflega stolt þegar allir hennar – því við vorum svo sannarlega hennar – voru samankomnir henni til heiðurs, og skemmti hún sér alveg konung- lega, tók þátt í öllum leikjum, söng og gleði og fór alltaf síðust að sofa og fyrst á fætur. Elsku amma, hafðu bestu þakkir fyrir allt. Þín nafna Ingibjörg. Elsku langamma mín og langa- langamma. Nú ertu farin frá okkur, við kveðjum þig núna og erum glöð yfir að hafa fengið að kynnast þér. Ég skrifa þessi orð þegar ég horfi ofan í barnarúmið hans Elvars litla og sé sængurverið sem þú málaðir á og gafst mér þegar ég átti Ingu Lóu. All- ir fallegu hlutirnir sem þú gafst okk- ur og allar minningar okkar um þig er gott að eiga. Við kveðjum þig núna, elsku langamma og langalangamma. Hér hef ég með sálm sem mér finnst alltaf jafnfallegur: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast Leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Ólöf Ragna Guðbjartsdóttir, Bárður Steinn Róbertsson, Inga Lóa og Elvar Aron. Mig langar að minnast hennar Imbu frænku minnar í nokkrum orð- um. Ég kynntist henni fyrir u.þ.b. 15 árum þegar ég flutti í nágrenni við hana og Sigga amma kynnti okkur. Það voru sannarlega góð kynni, hún tók mér opnum örmum og við skruppum oft í kaffi hvor til annarrar. Þá var nú ýmislegt spjallað, hún sagði mér margt frá uppvexti sínum hjá langömmu minni. Þar tók hún þátt í öllum daglegum störfum sem voru svo sannarlega ekki alltaf létt en að kvarta yfir hlutskipti sínu var ekki í hennar orðabók. Hún dró miklu frek- ar fram jákvæðu hlutina sem lífið færði henni. Hún eignaðist góðan mann og gekk tveimum litlum dætr- um hans í móðurstað og ól upp. Þeirra afkomendur voru hennar fólk og talaði hún oft um hversu lánsöm hún væri að eiga allan þennan hóp. Hún lét mig líka njóta og finna að ég væri í hennar hópi. Dætur mínar fengu útprjónaða Imbu vettlinga og svo fallega heklaða rúmteppið sem ég fékk og var það númer 13 af yfir 30 slíkum teppum sem hún töfraði fram handa vinum og ættingjum. Já, það var alltaf eitthvað á prjónunum hjá henni Imbu. Ég talaði stundum um það við hana í gríni að hún hlyti að hafa einhverjar huldukonur til að- stoðar við sig, hvort sem væri við handavinnuna, berjatínsluna eða matargerðina, afköstin voru slík. Eitt haustið bað ég hana að aðstoða mig við að laga blóðmör og var það sjálf- sagt. Þegar ég vísa henni svo inn í bíl- skúr þar sem ég er búin að undirbúa og taka allt til slær hún á lærið og fer að skellihlæja. Þegar ég spyr hana hvað kæti hana svona mikið þá svarar hún því til að henni finnist ekki taka því að byrja fyrir þetta lítilræði hún væri nú vön því að gera svona fimm sinnum stærri skammt. Það eru margar góðar minningar sem leita á hugann þegar ég minnist þessarar góðu frænku minnar sem ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast. Ég á eftir að sakna þess að sitja og spjalla í notalega eldhúsinu hennar, heyra glettinn hláturinn, sjá hendurnar hennar strjúka róandi borðbrúnina, drekka góða kaffið hennar og fá á eftir vitneskju um eitt- hvað sniðugt sem hún sá í bollanum mínum. Elsku Imba, takk fyrir allt og guð geymi þig. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englarnir tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Guðbjörg E. Helgadóttir. ÞORGERÐUR INGIBJÖRG EGILSDÓTTIR ✝ Guðbjörg GuðnýGuðlaugsdóttir fæddist í Gerði í Hraununum 13. október 1915. Hún lést á dvalarheim- ilinu Víðihlíð mið- vikudaginn 5. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Guðjónsson, f. 17. september 1893, d. 22. desember 1965, og Guðmunda Guð- rún Guðnadóttir, f. Fyrri maður Guðbjargar hét Gústaf A. Pálsson, f. 6. nóvember 1896, d. 9. febrúar 1947. Eignuðust þau tvö börn. Þau eru: 1) Guðni Gústafsson, f. 6. ágúst 1939, kvænt- ist Guðbjörgu Torfadóttur 1972. Þau slitu samvistum. Eiga þau fjögur börn. 2) Guðlaugur Gústafs- son, f. 16. september 1945, kvænt- ur Kristínu Margréti Vilhjálms- dóttur 1968. Eiga þau fjögur börn. Seinni maður Guðbjargar hét Marel Eiríksson, f. 17. október 1901, d. 5. maí 1988. Eignuðust þau eitt barn: 3) Láru Marelsdóttur, f. 26. júní 1955, gift Gunnlaugi J. Hreinssyni 1976. Eiga þau þrjú börn. Barnabarnabörn Guðbjarg- ar eru 13. Útför Guðbjargar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 10. júlí 1891, d. 10. jan- úar 1980. Guðbjörg var næstelst átta systkina. Hin eru Guð- jón Guðlaugsson, f. 1914, d. 1994, Stefanía S. Guðlaugsdóttir, f. 1921, d. 1989, Guðlaug Guðlaugsdóttir, f. 1922, Egill M. Guð- laugsson, f. 1924, Guð- jón M. Guðlaugsson, f. 1926, Dagbjört Guð- laugsdóttir, f. 1928, og Jón Guðlaugsson, f. 1931. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta’ er mætt og höfuð þreytt, því halla’ að brjósti mér.“ (Stef. Thor.) Elsku amma. Núna ertu farin á betri stað þar sem þér líður vonandi betur. Við sitjum eftir hér með margar góðar minningar um samverustundir okk- ar. Það var alltaf jafngaman að skjótast í frímínútum heim til þín og fá pönnukökur eða „lucky charms“ og að fá að vera hjá þér eftir skóla og fá saltkjöt, brytjað beint á diskinn okkar og soðna ýsan þín var alltaf góð. Þú hafðir alltaf tíma til þess að spila olsen olsen og þú varst sú eina sem nenntir að spila lönguvitleysu til enda. Okkur var aldrei kalt á tánum né á fingr- um því þú áttir endalaust til af heimaprjónuðum ullarvettlingum og tátiljum. Eftir að þú fluttir í Víðihlíð, þá skutumst við oft til þín eftir fótboltaæfingar, eða úr bæj- arvinnunni og þá fengum við alltaf eitthvað gott með kaffinu, og þú vildir helst að við tækjum með okk- ur nesti ef ske kynni að við yrðum aftur svangar. Þú varst alltaf til staðar, góð, hlý, skemmtileg og ávallt tilbúin að hjálpa. Síðustu mánuðir höfðu verið þér erfiðir, en loksins fékkstu að fara og vonandi líður þér vel núna hjá afa. Eftir sitjum við með sáran söknuð og margar góðar minning- ar, en við vitum að þið fylgist með okkur og verndið í framtíðinni. Þú munt ætíð eiga sérstakan stað í hjarta okkar allra. Elsku amma, við elskum þig og söknum þín. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú. svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. (Steinn Sigurðsson.) Þínar ömmustelpur Herdís, Bryndís og Þórdís. Elsku amma mín. Komið er að kveðjustund. Mig langar til að þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo góð við mig. Þegar ég var í grunn- skólanum kom ég oft til þín í hádeg- inu að borða. Þú varst alltaf með eitthvað gott að borða. Þú varst oft með fisk í matinn, hann var svo góður að hvergi var hægt að fá eins góðan fisk. Einnig varstu alltaf að prjóna eitthvað á mig. Þú passaðir alltaf uppá að ég fengi nóg að borða og að mér yrði ekki kalt. Elsku amma, nú ertu komin á góðan stað. Guð veri með þér. Ég kveð þig með söknuð í hjarta. Þín Guðbjörg Ólína. Elsku amma, þú varst mér svo góð. Ég man hvað þú varst góð þeg- ar ég heimsótti þig og ekki fannst þér verra ef við spiluðum smá. En nú ertu búin að fá hvíldina sem þú þráðir og mun ég geyma allar góðu minningarnar í hjarta mínu. Hvíl þú í friði, elsku amma mín, og bið ég Guð að blessa minningu þína. Sandra Dögg. Elsku amma, ég sakna þín mjög og það var alltaf mjög gaman og skemmtilegt að koma til þín og tala við þig og spila vist við þig, sem við gerðum mjög oft. Það var frábært að eiga svona góða ömmu sem ég lærði mikið af. Þótt þú sért farin til Guðs núna, þá mun ég alltaf hugsa til þín og geyma allar góðu minningarnar sem við áttum saman og þær fjöl- mörgu stundir sem þú gladdir mig með nærveru þinni. Ég er rosalega heppin að hafa átt þig sem ömmu, besta amma sem ég þekki og þú munt ávallt eiga stórt sæti í mínu hjarta sem enginn annar getur sest í. Megi Guð geyma þig og hvíl þú í friði. Þitt barnabarn Arna Rún. GUÐBJÖRG GUÐNÝ GUÐLAUGSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.