Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 63
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 63
KAREN Björk Björgvinsdóttir
dansari og Einar Friðrik Hólm-
geirsson handknattleiksmaður
eru bæði útnefnd sem íþróttamað-
ur ÍR 2002 og fór útnefningin
fram við athöfn í ÍR-heimilinu
mánudaginn 10. febrúar sl.
Karen Björk ásamt dansherra
sínum, Adam Reeve, hafa unnið
til fjölmargra verðlauna á alþjóð-
legum danskeppnum.
Einar Friðrik hefur æft og spil-
að með ÍR upp alla yngri flokk-
ana en þetta er 4. tímabilið hans í
meistaraflokki ÍR.
Hann hefur verið í unglinga-
landsliðum Íslands frá 15 ára
aldri og spilað um 40 leiki fyrir
Íslands hönd. Einnig hefur hann
spilað 6 landsleiki með A-landsliði
Íslands.
Tilnefning deilda til íþrótta-
manns ÍR 2002: Dansdeilin: Karen
Björk Björgvinsdóttir, Adam
Reeve. Frjálsíþróttadeildin: Vala
Flosadóttir, Einar Karl Hjart-
arson. Handknattleiksdeildin:
Hekla Daðadóttir, Einar Friðrik
Hólmgeirsson. Keiludeildin: Sig-
ríður Klemensdóttir, Ásgeir Þór
Þórðarson. Knattspyrnudeildin:
Kristrún Kristinsdóttir, Eyjólfur
Héðinsson. Körfuknattleiks-
deildin: Ragnhildur Eva Guð-
mundsdóttir, Eiríkur Önund-
arson. Skíðadeildin: Agnes
Þorsteinsdóttir, Árni Sæmunds-
son. TaeKwonDo-deildin: Sigrún
Nanna Karlsdóttir, Sveinn Kjar-
val.
Einar Friðrik Hólmgeirsson og Karen Björk Björgvinsdóttir.
Íþrótta-
maður ÍR
útnefndur
SKÓLASTARFIÐ í Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar verður brotið upp
í næstu viku, svokallaðri Opinni
viku, og efnt til ýmiss konar ann-
arrar tónlistarupplifunar en hefð-
bundinnar tónlistarkennslu.
Fyrirkomulag kennslunnar verð-
ur tvenns konar. Annars vegar
eiga nemendur að mæta í ákveðna
skyldukúrsa sem tengjast beinlínis
hljóðfæranámi þeirra og/eða þeirri
deild sem þeir tilheyra í skólanum.
Hins vegar velja nemendur sér
a.m.k. einn annan kúrs og er þar
um nokkra valmöguleika að ræða.
Það sem nemendum verður meðal
annars boðið upp á sem valgrein er
tónlistariðkun sem kallast
„Stomp“, dansaðferðirnar Afró og
Freestyle, nemendum býðst að
kynnast ástralska frumbyggja-
hljóðfærinu Didgeridoo og unnt
verður að taka þátt í bjöllukór.
Leiðbeinendur í opnu vikunni
verða nokkrir af okkar bestu og
reyndustu listamönnum, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
skólanum, eins og til dæmis Jónas
Ingimundarson píanóleikari, Jó-
hann Ásmundsson bassaleikari,
Emilía Jónsdóttir danskennari,
Garðar Cortes óperusöngvari og
Tatu Kantomaa harmónikuleikari.
Einnig munu nokkrir af kennurum
skólans verða virkir leiðbeinendur,
en aðrir kennarar verða leiðbein-
endum til aðstoðar.
Þá er þess getið að haldnir verða
nemendatónleikar í nokkrum af
stofnunum Reykjanesbæjar.
Opnu vikunni lýkur svo með dag-
skrá í Kirkjulundi á Degi tónlistar-
skólanna, laugardaginn 22. febr-
úar, þar sem afrakstur Opnu
vikunnar verður opinberaður
áheyrendum.
Opin vika hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Skólastarfið brotið upp
FJÖRUTÍU krónur af hverju sím-
tali í símakosningu söngvakeppni
Sjónvarpsins í kvöld renna til Barna-
spítala Hringsins, til að auka og
bæta tækjabúnað.
Landsmenn geta kosið það lag
sem þeir vilja að keppi fyrir hönd Ís-
lands í Eurovision í maí nk. At-
kvæðagreiðsla fer fram frá kl. 14 í
dag og mun standa yfir þar til dag-
skrá lýkur. Hvert lag hefur þannig
sitt símanúmer sem fólk hringir í,
símanúmerin er á bilinu 900 1001–
900 1015, og er í sömu röð og lögin
sem flutt eru.
Hægt er að hringja úr hverju
símanúmeri alls þrisvar sinnum, en
ef hringt er oftar úr númerinu ógild-
ast atkvæði sem síðar koma. Gjald-
færðar eru 100 kr. fyrir hvert símtal
og af því renna 40 kr. til Barnaspít-
ala Hringsins.
Hægt er að kjósa í símakosningu
úr öllum símakerfinum bæði hjá
Símanum og Íslandssíma. Hægt er
að greiða atkvæði með því að hringja
úr heimasímum (fastlínukerfinu) svo
og farsímum, bæði GSM-símum sem
eru í áskrift svo og svokölluðum
frelsisnúmerum, þ.e. fyrirfram-
greiddum kortum, segir í fréttatil-
kynningu.
Símakosning söngvakeppni
HREYFING heilsurækt stendur
fyrir rannsókn á áhrifum þjálfunar á
heilsufar kvenna á aldrinum 30–55.
Um er að ræða athugun á líkams-
ástandi áður en þjálfun hefst og aðra
athugun eftir að mánaðarþjálfunar-
áætlun hefur verið fylgt eftir. Þeim
sem þátt taka er boðið að stunda
þjálfun í Hreyfingu án endurgjalds
frá 1. til 29. mars.
Konur sem óska þátttöku þurfa að
uppfylla eftirtalin skilyrði: Hafa ekki
stundað reglubundna þjálfun sl. ár
eða lengur, vera tilbúnar að fylgja
eftir 30 daga þjálfunarkerfi með því
að stunda þjálfun í 45–60 mín. a.m.k.
þrisvar í viku og vera tilbúnar að
gangast undir líkamsástands- og
þjálfunarpróf í byrjun og lok tíma-
bils.
Skráning er í síma og á netfangið
heilsurannsokn@hreyfing.is fyrir 26.
febrúar. Öllum fyrirspurnum verður
svarað, segir í fréttatilkynningu.
Heilsurannsókn Hreyfingar
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru
númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt hér
í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna
á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is.
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í
eftirtöldum flokkum:
Útdráttur
húsbréfa
Húsbréf
Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 2003.
1. flokki 1991 – 45. útdráttur
3. flokki 1991 – 42. útdráttur
1. flokki 1992 – 41. útdráttur
2. flokki 1992 – 40. útdráttur
1. flokki 1993 – 36. útdráttur
3. flokki 1993 – 34. útdráttur
1. flokki 1994 – 33. útdráttur
1. flokki 1995 – 30. útdráttur
1. flokki 1996 – 27. útdráttur
3. flokki 1996 – 27. útdráttur