Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 14
HAGNAÐUR Sparisjóðs Hafnar- fjarðar á árinu 2002 nam 57 milljón- um króna eftir skatta. Árið áður var hagnaðurinn 109 milljónir. Hagnaður fyrir skatta var 86 milljónir í fyrra en á árinu 2001 var tap fyrir skatta 22 milljónir. Arðsemi eigin fjár var 2,2% árið 2002 en 4,7% árið áður. Vaxtatekjur SPH námu alls 3.056 milljónum króna og lækkuðu um 24,3% frá árinu áður. Vaxtagjöld námu 2.012 milljónum og lækkuðu þau um 31,8% frá fyrra ári. Vaxta- munur, þ.e. vaxtatekjur að frádregn- um vaxtagjöldum, í hlutfalli af með- alstöðu vaxtaberandi eigna var 3,9% en var 4,2% árið 2001. Aðrar rekstr- artekjur voru 605 milljónir og lækk- uðu um 12,8% frá árinu 2001. Önnur rekstrargjöld námu 1.255 milljónum og jukust um 1,0% frá árinu áður. Kostnaðarhlutfall, þ.e. rekstrargjöld sem hlutfall af rekstrartekjum, var 76,1% í fyrra en var 69,8% á árinu 2001. Framlag í afskriftareikning útlána var 308 milljónir og lækkaði um 45% frá fyrra ári. Framlagið var 1,4% af útlánum og veittum ábyrgðum í árslok 2002 en 2,3% á árinu 2001. Afskriftareikningur útlána í hlutfalli við útlán og veittar ábyrgðir var 2,6% í árslok 2002, sem er óbreytt hlutfall frá árinu áður. Í árslok var niðurstaða efnahags- reiknings 27.534 milljónir sem er lækkun um 9,4% frá árinu áður. Eig- ið fé Sparisjóðsins var 2.571 milljón í árslok 2002 og hefur eigið fé aukist um 57 milljónir á árinu eða 2,2%. Eiginfjárhlutfall SPH samkvæmt CAD-reglum er 12,1 % í árslok 2002 en var 11,7% í árslok 2001. Rekstur í samræmi við áætlanir Í tilkynningu frá Sparisjóði Hafn- arfjarðar segir að rekstur hefðbund- innar bankaþjónustu á árinu 2002 hafi í öllum meginatriðum verið í samræmi við áætlanir en ávöxtun markaðshlutabréfa og eignarhluta í félögum hafi ekki verið í samræmi við væntingar. Unnið hafi verið að margvíslegum verkefnum til að treysta rekstur Sparisjóðsins til framtíðar, m.a. með breyttum út- lánaáherslum og hagræðingu í rekstri. Aðalfundur Sparisjóðs Hafnar- fjarðar verður haldinn 12. apríl 2003. Stjórn Sparisjóðsins leggur til að greiddur verði 10% arður til stofn- fjáraðila á árinu 2003. Hagnaður Spari- sjóðs Hafnarfjarð- ar 57 milljónir                                          !   !  "#  " $      % &% %'      ($ )!  ( $(#  $ ! ( "!  !!   )### !(  &% %  *  +,-.   %% %   /  %    ! 0!1 0 1 !  !!0)1 (0)1 !        !!      !   VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þrjú íslensk fyrirtæki kynna starf- semi sína í samstarfi við Útflutn- ingsráð á fjarskiptasýningunni 3GSM World í Cannes í Frakk- landi, sem hófst formlega í gær. Fyrirtækin sem um ræðir eru Zoom, Smart Ads og Trackwell. Þá verður íslenska Agora-tæknisýn- ingin kynnt gestum 3GSM World. Ennfremur munu fyrirtækin Oz- .com, Landmat og Maskína vekja athygli á starfsemi sinni. Þannig að alls eru sjö íslensk fyrirtæki að kynna sig á sýningunni auk Agora. Talsmenn sýningarinnar segja að verulegur áhugi sé fyrir því sem þar fer fram og benda á að aldrei fyrr hafi jafnmargir gestir skráð þátttöku, eða rúmlega 28 þúsund frá 154 löndum. Sýnendur eru um þrjú þúsund og um 600 blaðamenn koma til þess að fylgjast með nýj- ungum í fjarskiptatækni. Vilhjálmur Árnason hjá Útflutn- ingsráði sagði í samtali við Morg- unblaðið, að ástæða þess að Út- flutningsráð taki þátt í sýningunni megi rekja til áhuga fyrirtækja sem hafi óskað eftir samstarfi til þess að kynna starfsemi sína meðal gesta í Cannes. Hann segir að Út- flutningsráð hafi tekið þátt í sýn- ingunni í fyrsta skipti í fyrra, en þá voru Trackwell, Landmat, Góðar lausnir, Grunnur og Fjárfesting- arstofan saman á bás. Vilhjálmur segir að Trackwell, sem byggist á staðsetningarháðri þjónustu, hafi meðal annars vakið talsverða at- hygli, en bendir á að almennt séð hafi gestum litist vel á lausnir ís- lenskra fyrirtækja í Cannes. „Það vakti athygli í fyrra hve langt á veg komin við erum við er- um komin í upplýsingatækniiðn- aði. Af því leyti til má segja að þessi sýning í fyrra hafi komið okkur á kortið. Einnig hafa fyr- irtæki eins og Oz unnið frum- kvöðlastarf og skapað ákveðið orð- spor. Sýningin í fyrra gekk það vel að við ákváðum að koma hingað á ný. Það er mikil vinna sem felst í því að taka þátt í sýningun sem þessari. Tækifærin eru hins vegar til staðar og markmiðið er að skapa sér rými í vitund þeirra sem sækja sýninguna því hér eru allir lykilmenn í þessari grein,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði að Trackwell Oz og Landmat væru þau sem hefðu ákveðið að koma aftur, en ljóst væri að róðurinn væri þungur hjá fyrirtækjum í upplýsinga- tækniiðnaði um heim allan. „Vit- anlega gera menn sér vonir um að það fari að rofa til, en ég tel að þeir sem lifi af þessa niðursveifa muni koma sterk undan því tíma- bili,“ segir Vilhjálmur. Sjö íslensk fyrirtæki á 3GSM 3GSM-sýningin hófst formlega í Cannes í Frakklandi í gær en fjögur ís- lensk fyrirtæki taka þátt. Cannes. Morgunblaðið. FISKISTOFA svipti fjögur skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í jan- úarmánuði vegna brota á lögum um umgengni við nytjastofna sjávar. Sigurbjörg BA var svipti veiðileyfi í tvær vikur vegna rangrar tilgrein- ingar á afla skipsins við vigtun á hafnarvog og Bjarmi BA var sviptur veiðileyfi í tvær vikur vegna veiða án aflaheimilda. Þá voru Sandafell ÍS og Sævar Guðjóns ST svipt veiðileyfi í tvær vikur vegna vanskila á frum- riti úr afladagbók vegna veiða skip- anna í nóvembermánuði sl. Fjögur skip svipt veiðileyfi MIKIL viðskipti hafa verið með bréf Íslandsbanka í Kauphöll Íslands tvo síðustu viðskipta- daga eða fyrir 4,1 milljarð króna. Í gær voru viðskipti með bréf í félaginu fyrir 1.680 milljónir króna og hækkaði gengi bréf- anna um 2%, úr 5 í 5,10. Á mánu- dag voru viðskipti með bréf í bankanum fyrir 2.422 milljónir króna. Alls fóru 135 viðskipti fram með Íslandsbankabréf í kerfi Kauphallarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka er um breiðan hóp fjárfesta að ræða, bæði einstak- linga og fagfjárfesta. Í gær gaf Landsbanki Íslands út nýja greiningarskýrslu um Íslandsbanka og kemur þar fram að Landsbankinn geri ráð fyrir að talsvert svigrúm sé fyrir hækkun á gengi bréfa félagsins. 4,1 milljarðs viðskipti með Íslands- bankabréf REKSTUR Sjafnar hf. á Akureyri skilaði 82 milljóna króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Eigið fé fé- lagsins í árslok 2002 var 278 millj- ónir og heildarskuldir þess voru 25 milljónir króna, þar af var tekju- skattsskuldbinding 13 milljónir króna. Veltufjármunir voru í lok árs 241 milljón, þar af var handbært fé 210 milljónir og viðskiptakröfur og birgðir námu alls 31 milljón króna. Eiginfjárhlutfall Sjafnar hf. er 92% og veltufjárhlutfall samkvæmt árs- reikningi 21,1. Fastafjármunir og eignarhlutir í dótturfélögum ásamt vélum og tækjum nema 62 millj- ónum króna, segir í tilkynningu. Ákveðið hefur verið að stofna sér- stakt félag, Gólflausnir ehf., um rekstur gólfefnadeildar Sjafnar sem hefja mun rekstur nú í febrúar. Sjöfn hf. mun eiga 65% í Gólflausn- um ehf. en 35% verða í eigu lyk- ilstarfsmanna sem hafa unnið hjá gólfefnadeild Sjafnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Áframhaldandi uppbygging og markaðssókn Á árinu 2002 var eignarhlutur Sjafnar hf. 65% í Mjöll hf. og 45% í Hörpu Sjöfn hf. til 21. nóvember 2002, þegar Sjöfn hf. seldi Eign- arhaldsfélaginu Hörpu ehf. hluta- bréf sín í Hörpu Sjöfn hf. Rekstur Mjallar hf. gekk vel á árinu 2002 og verður áhersla lögð á áframhaldandi uppbyggingu og markaðssókn fyr- irtækisins. Gert er ráð fyrir að fé- lagið velti 500 milljónum auk þess sem áætlað er að P/F Kemilux Industri í Færeyjum, sem Mjöll hf. keypti stóran hlut í á síðasta ári, velti 200 milljónum króna á þessu ári. Sjöfn verður fjárfestingarfélag Ætlunin er að Sjöfn verði fjár- festingar- og eignarhaldsfélag þar sem lögð verður áhersla á breyt- ingastjórnun og verðmætasköpun. Verður sterk efnahagsleg staða Sjafnar hf. nýtt á næstu vikum til fjárfestinga í fyrirtækjum og rekstri sem styður við stefnumörkun fé- lagsins. Hjá Sjöfn hf. og tengdum fé- lögum starfa á annað hundrað manns, bróðurparturinn á Akureyri. Eyfirðingur ehf., félag í eigu Bald- urs Guðnasonar, framkvæmdastjóra Sjafnar, á 60% í félaginu og Kald- bakur fjárfestingarfélag hf. á 40%. Sjöfn hf. skilar 80 milljóna króna hagnaði FINNSKI farsímaframleiðandinn Nokia hefur komist að samningi við fyrirtækið Oz sem felur í sér að Nokia mun kaupa leyfi á Instant Messaging (skyndiskilaboðaþjónustu) og hóp- þjónustu, tækni sem Oz hefur þróað undanfarin tvö ár. Skyndiskilaboða- og hópþjónusta er hluti af heildar- lausnum sem Nokia er að selja síma- fyrirtækjum. Hilmar Gunnarsson, markaðs- stjóri Oz, segir að samningurinn, sem kynntur var á 3GSM World-farsíma- sýningunni í Cannes í Frakklandi í gær, sé staðfesting á því starfi sem fyrirtækið hafi sinnt undanfarin tvö ár. „Samningurinn segir okkur að Oz er orðið leiðandi fyrirtæki á sínu sviði í heiminum. Við höfum sýnt að lausn okkar á Wireless Village fyrir skyndi- skilaboðaþjónustu er sú besta sem til er á markaðinum. Af þeim sökum hefur Nokia ákveðið að hefja sam- starf við okkur,“ segir Hilmar. Um er að ræða skyndiskilaboða- þjónustu sem gerir notendum mögu- legt að miðla upplýsingum sín á milli á sambærilegan hátt og hægt er að notfæra sér slíka þjónustu um tölvu. Með búnaði Oz er gert ráð fyrir að notendur geti átt samskipti hvort sem þeir eru staddir við tölvu eða með farsíma við höndina, bæði ein- staklingar eða hópar. Tæknin styður SMS og GPRS, en Hilmar segir að flest GPRS-net farsímafyrirtækja séu lítið notuð. „Við teljum hins vegar að skyndiskilaboða- og leikjaþjónusta verði notendum hvatning til þess að nota GPRS-kerfið. Gert er ráð fyrir tæknin taki við hlutverki SMS og verði að endingu að samhæfðu við- móti fyrir hvers kyns samskipti um farsíma. Nokia er eitt af stofnendum Wireless Village-staðlaráðsins og mun á komandi mánuðum senda frá sér farsíma sem styðja þennan staðal. Ég geri því ráð fyrir að þessi tækni muni ná verulegri fótfestu á mark- aðnum,“ segir Hilmar. Búist er við því að fyrstu tilrauna- kerfin sem nota heildarlausn Nokia verði tekin í notkun í sumar. Spurður um umfang samningsins sagði Hilm- ar að það færi eftir því hversu vel Nokia gengi að selja vöruna til helstu farsímafyrirtækja heims. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að þeim muni farnast vel enda í lykilaðstöðu á farsímamarkaðinum með tæplega 40% markaðshlutdeild,“ segir Hilm- ar. Nokia gerir samning við Oz Þjónusta hönnuð af Oz hluti af heild- arlausnum símafyrirtækisins Nokia Cannes. Morgunblaðið. HAGNAÐUR Sparisjóðabanka Ís- lands hf. nam 125,3 milljónum króna á síðasta ári eftir skatta en hagn- aðurinn var rúmar 15 milljónir árið 2001. Fyrir skatta var 155,8 milljóna króna hagnaður á síðasta ári en árið 2001 var 49,3 milljóna króna tap sem þýðir viðsnúning upp á 205 milljónir króna. Viðsnúninginn má fyrst og fremst rekja til breytinga í gengis- mun af viðskiptum með veltuskulda- bréf og veltuhlutabréf, að því er fram kemur í tilkynningu bankans. Þar segir jafnframt að efnahags- reikningur bankans hafi minnkað úr 54,3 ma.kr. í árslok 2001 í 44,2 ma.kr. í árslok 2002 og ástæður séu einkum tvær; í fyrsta lagi hækkun á gengi krónunnar um 11,9% á árinu 2002, en hátt í 40% af efnahags- reikningi bankans eru bundin gengi erlendra gjaldmiðla, og í öðru lagi góð lausafjárstaða sparisjóða vegna mikillar aukningar innlána en hóf- legs vaxtar útlána. CAD-eiginfjárhlutfall bankans hækkaði úr 11,5% í árslok 2001 í 15,7% í árslok 2002. „Þessa hækkun má að drýgstum hluta rekja til sölu á hlutabréfum bankans í SP-Fjár- mögnun og um helmingi af hlutum í beinni eigu bankans í Kaupþingi banka. Fyrir utan hagstæð áhrif á eiginfjárhlutfall bankans sköpuðu þessi viðskipti og sala á hlutabréfum í Alþjóða líftryggingarfélaginu bankanum rúmlega 140 m.kr. í sölu- hagnað,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að tiltölulega hátt eiginfjár- hlutfall bankans miðað við aðra við- skiptabanka og það markmið sem eigendur hans hafa sett honum gefi færi á að auka umsvifin nokkuð á árinu 2003. Mun betri afkoma Spari- sjóðabankans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.