Morgunblaðið - 19.02.2003, Side 16
ERLENT
16 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ minnsta kosti 120 manns biðu
bana í miklum bruna, sem varð í
tveimur neðanjarðarlestarvögnum í
Daegu í Suður-Kóreu í gær. Eldur-
inn kviknaði þegar maður kveikti í
fernu utan af mjólk, en talið er að
eldfimur vökvi hafi verið í fernunni.
Lögregla handtók mann sem grun-
aður er um verknaðinn en hann er
sagður hafa átt við geðræn vandamál
að stríða.
Yfirvöld segjast hafa talið 70 lík í
öðrum af tveimur lestarvögnum sem
urðu eldinum að bráð. Áður höfðu 50
dauðsföll verið staðfest og því var
heildartala látinna komin í 120.
Á milli 70 og 100 manns var hins
vegar enn saknað og því gæti tala
látinna farið yfir 200. Meira en eitt
hundrað manns til viðbótar urðu fyr-
ir slæmum brunasárum eða reyk-
eitrun.
Mörg líkanna voru svo brennd að
þau voru óþekkjanleg. Sagði Kim
Shin-Dong, slökkviliðsstjóri í Daegu,
að langan tíma gæti tekið að bera
kennsl á sum þeirra.
Vitni sögðu að maðurinn sem bar
ábyrgð á brunanum hefði virst sturl-
aður. Þegar maðurinn reyndi að
kveikja í mjólkurfernunni með sígar-
ettukveikjara reyndu nokkrir far-
þegar að stöðva hann. Virðist hafa
komið til nokkurra slagsmála og
kastaði maðurinn þá fernunni á gólf
vagnsins. „Hann hellti eldfimum
vökva um allt gólfið og kveikti síðan í
með sígarettukveikjara,“ sagði eitt
vitnanna, Jun Yung-Nam.
Eldurinn læsti sig fljótt í veggi
fyrri lestarvagnsins, sem var ekki á
ferð enda staddur við lestarstöð í
borginni. Þaðan barst eldur í annan
vagn sem sneri í gagnstæða átt, en
var sömuleiðis kyrrstæður.
Björgunarmenn með gasgrímur
börðust lengi við svartan reykinn og
eiturgufur í því skyni að reyna að
bjarga fólki sem var fast inni á neð-
anjarðarstöðinni. Er ljóst að margir
létust vegna reykeitrunar. Var reyk-
urinn svo mikill í næsta nágrenni
lestarstöðvarinnar að það hamlaði
björgunarstarfi lengi vel. Meira en
þrjár og hálfa klukkustund tók að
ráða niðurlögum eldsins.
Handtekinn á sjúkrahúsinu
Greint var frá því í suður-kóresk-
um fjölmiðlum að lögreglan hefði
handtekið íkveikjumanninn, Kim
Dae-Hwan, á sjúkrahúsi þar sem
verið var að hlúa að sárum sem hann
varð fyrir í brunanum. Höfðu aðrir,
sem þurftu á aðhlynningu að halda,
þá borið kennsl á hann. Maðurinn er
56 ára gamall en Cho Hae-Nyong,
borgarstjóri í Daegu, sagði að fyrir
lægju gögn sem sýndu að maðurinn
hefði átt við geðræn vandamál að
stríða um langt skeið. „Ég geri ráð
fyrir að lögreglan komist að raun um
tilefni verknaðarins eftir að hún lýk-
ur rannsókn sinni,“ sagði borgar-
stjórinn.
„Eins og sprenging
hafi orðið“
Reuters-fréttastofan hafði eftir
embættismanni, Lee Hyong-kyun,
að fólk hefði verið dauðadæmt um
leið og maðurinn kveikti eldinn. „Ef
þú kveikir í eldfimu efni, s.s. olíu, á
lokuðu svæði má líkja afleiðingunum
við að sprenging hafi orðið,“ sagði
hann. „Það gefst lítill sem enginn
tími til að flýja við svona aðstæður.“
Sagði Lee að eldurinn hefði síðan
líklega breiðst hratt út, einkum eftir
að hann komst í sæti lestarinnar og
gólfflísarnar, sem væru úr efni sem
brynni vel.
AP
Björgunarfólk ber slasaðan mann á brott frá vettvangi eldsvoðans í gær.
Íbúar Daegu leita nafna ættingja sinna á lista sem hengdur var upp nærri
neðanjarðarlestarstöðinni í gær með nöfnum fórnarlamba eldsvoðans.
Maður sem
virtist sturlaður
kveikti eld í
neðanjarðarlest í
borginni Daegu
Daegu. AFP.
!
"#$%&'"($)
'$*)
&
!
"#$%
)+)(
($'
&'' ( )
*
)
+,
Óttast að 200
hafi farist í elds-
voða í S-Kóreu
BJÖRGUNARMENN lýstu að-
stæðum á vettvangi eldsvoðans í
Daegu í Suður-Kóreu í gær sem
sannkölluðu helvíti á jörðu. Eitt
vitna lýsti eyðileggingunni af völd-
um eldsvoðans sem „hrikalegri“.
„Það var myrkur alls staðar. Hitinn
var enn ofboðslegur heilum átta
klukkustundum eftir eldsvoðann,“
sagði vitnið.
„Þetta var næstum eins og í hel-
víti þarna niðri. Maður sá líkams-
leifar, fólk sem hafði brunnið svo
illa að ekkert var eftir nema beinin,“
sagði einn slökkviliðsmannanna sem
tók þátt í björgunarstarfinu í gær.
Hundruð farþega reyndu í ör-
væntingu að flýja eldinn, reykinn og
hitann og urðu aðstæður afar erf-
iðar eftir að rafmagn fór af lest-
arstöðinni og algert myrkur tók við.
„Ég reyndi að komast út,“ sagði
Kim Ho-Jun, sem er 68 ára, en veita
þurfti honum aðhlynningu vegna
reykeitrunar. „En annar farþega
ruddist framhjá mér með þeim af-
leiðingum að ég datt í gólfið og það
leið yfir mig,“ bætti hann við. „Ég
vissi ekki af mér fyrr en björgunar-
menn drógu mig í öruggt skjól. Það
er guði að þakka að ég skuli hafa lif-
að því svo margir aðrir sluppu ekki
jafn vel.“
Nokkur fórnarlambanna hringdu
í ættingja sína áður en þau urðu eld-
inum að bráð. Chung Sook-jae, sem
er 54 ára, flýtti sér til að mynda á
vettvang hamfaranna eftir að dóttir
hennar, hin 26 ára gamla Min Shim-
eun, hringdi til að segja föður sínum
að hún væri að kafna. Síðan þagnaði
síminn og ekki heyrðist meira til
hennar. Sagði Chung að hún óttaðist
hið versta. „Ef hún er ekki komin út
núna þá er hún sennilega dáin. Hvað
á ég að gera ef lík hennar er svo illa
brunnið að það er óþekkjanlegt?“
Kang Yeon-ju, sem var 21 árs,
hringdi sömuleiðis í móður sína til
að segja henni að eldur væri kominn
upp í lestinni og að lestardyrnar
vildu ekki opnast. „Ég sagði henni
að brjóta glugga og koma sér þann-
ig út,“ sagði móðirin, Kim Bok-sun.
Hringdi hún aftur í dóttur sína
nokkrum mínutum síðan, „en hún
svaraði ekki símanum“.
„Hún svaraði
ekki símanum“
’ Nokkur fórnar-lambanna hringdu
í ættingja sína
áður en þau urðu
eldinum að bráð. ‘
STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu
hótuðu í gær að rifta vopnahlés-
samningi, sem batt enda á Kór-
eustríðið árið 1953, og sökuðu
Bandaríkjamenn um að undirbúa
hafnbann og árásir á landið.
Ari Fleischer, talsmaður
Bandaríkjaforseta, gerði lítið úr
þessari hótun í gær og sagði hana
í samræmi við „fremur fyrirsjá-
anlegt mynstur stigmögnunar í
yfirlýsingum Norður-Kóreu-
manna“. „Þetta er vandamál sem
þjóðir heims þurfa að leysa og
það er enn afstaða okkar.“
Talsmaður norður-kóreska
hersins sagði að ástandið á Kór-
euskaga væri orðið mjög hættu-
legt vegna meintra áforma
Bandaríkjamanna um að efla her-
afla sinn í Suður-Kóreu og setja
hafnbann í því skyni að undirbúa
fyrirbyggjandi árásir á Norður-
Kóreu vegna deilunnar um
kjarnavopnaáætlun landsins.
Hann skírskotaði meðal annars
til þess að norður-kóreskt flutn-
ingaskip með Scud-eldflaugar var
stöðvað á leiðinni til Jemens í
desember.
Talsmaðurinn sagði að héldu
Bandaríkjamenn áfram „að
brjóta og misnota vopnahlés-
samninginn að vild sinni“ ættu
Norður-Kóreumenn einskis ann-
ars úrkosti en að rifta samningn-
um.
„Lítil hætta á stríði“
Embættismenn í Suður-Kóreu
og Bandaríkjunum sögðu þó að
ekkert benti til þess að Norður-
Kóreumenn væru að undirbúa
árás yfir landamærin. „Ég tel að
það sé lítil eða engin hætta á
stríði á Kóreuskaga,“ sagði for-
seti Suður-Kóreu, Kim Dae-jung.
Árlegar vetraræfingar Norður-
Kóreuhers standa nú yfir en þær
hafa ekki verið mjög umfangs-
miklar á síðustu árum vegna mik-
ils eldsneytisskorts í landinu.
Margir telja að markmiðið með
herskáum yfirlýsingum Norður-
Kóreustjórnar að undanförnu sé
að auka spennuna og knýja
Bandaríkjastjórn til samningavið-
ræðna um griðasamning og ýmsa
aðstoð sem Norður-Kóreumenn
hafa mikla þörf fyrir.
Kóreustríðinu á árunum 1950–
53 lauk með vopnahléssamningi
en ekki formlegu friðarsamkomu-
lagi. Norður-Kóreustjórn hefur
oft lýst lýst samningnum sem
„gagnslausu pappírssnifsi“.
N-Kórea hótar að rifta
vopnahléssamningnum
Seoul. AP.DAGBLÖÐ í Antwerpen í Belgíu
segja demantaránið, sem framið var í
borginni um helgina, það stærsta í
sögunni. Þjófar hreinsuðu þá úr 123 af
160 öryggishólfum í Demantahöllinni
svokölluðu, en þar er öryggisviðbún-
aður með allra mesta móti. Komust
þeir undan með fjölda demanta, hefur
lögreglunni raunar ekki enn tekist að
meta tjónið, svo umfangsmikið er það.
Upp komst um ránið á mánudags-
morgun. Hvergi er vinnsla demanta
stunduð í meira mæli en í Antwerpen.
Eru demantar fluttir þangað óunnir
frá öðrum löndum til vinnslu, og síðan
seldir áfram.
Ekki er enn vitað hversu mörgum
demöntum þjófarnir tókst að koma
undan en Júrí Steverlynck, talsmaður
Demantaráðs borgarinnar sagði ljóst
að tjónið í peningum talið væri meira
en í ráni fyrir áratug síðan, en þá
tæmdu þjófar fimm öryggishólf. Var
tjónið þá metið á 4,25 milljónir evra.
„Stærsta rán sögunnar í demanta-
hverfinu“ sagði í fyrirsögnum tveggja
dagblaða í Antwerpen í gær. Vekur
ránið ekki aðeins eftirtekt vegna þess,
hversu miklu magni steina var stolið,
heldur jafnframt vegna þeirrar
ósvífni sem þjófarnir sýndu. Bygging-
in sem hýsir Demantahöllina svo-
nefndu er nefnilega í hjarta þess
borgarhluta sem geymir flest dem-
antahúsanna og öryggisviðbúnaður
er þar slíkur, að ótrúlegt þykir að
ránsmönnum skyldi takast ætlunar-
verkið.
Eftirlitsmyndavélar eru á hverju
horni og ekki er hægt að komast inn í
bygginguna án sérstakra skilríkja. Þá
fylgjast öryggisverðir grannt með því
herbergi, þar sem öryggishólfin var
að finna. Engin merki voru um inn-
brot og því grunar lögregluna að þjóf-
arnir hafi fengið aðstoð innan frá og
hafa öryggisverðir verið yfirheyrðir
af þeim sökum.
Komust undan með
mikið magn demanta
Brussel. AP.