Morgunblaðið - 19.02.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 19.02.2003, Síða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 21 KVÓTI Sandgerðinga gæti aukist um 300 til 400 tonn ef samstaða næst meðal hagsmunaaðila um tillögur bæjaryfirvalda um úthlutun byggða- kvóta samgönguráðuneytisins. Samþykktar hafa verið í bæjarráði Sandgerðisbæjar hugmyndir um út- hlutun byggðakvóta samgönguráðu- neytisins. Bæjarráðið hefur látið gera drög að samstarfssamningi milli bæjarins, útgerðarmanna og fisk- verkenda í bænum um nýtingu á kvótanum. Hugmyndin er sú að kvót- anum verði skipt á milli allra útgerða og fiskverkenda sem á því hafa áhuga. Þeir sem taka þátt í samstarf- inu skuldbinda sig til að leggja fram ákveðna fjárhæð á móti þannig að hægt verði að auka byggðakvótann um 50%, úr 100 tonnum í 150 tonn. Síðan skuldbinda þeir sem fá úthlut- un sig til að leggja jafn mikið á móti af nýjum kvóta þannig að kvótinn gæti aukist um 300 tonn í heild. Því til viðbótar vinnur bæjarráðið að því að fá lán á sem hagkvæmust- um vöxtum til kaupa á viðbótarkvóta og leigja til þeirra sem taka þátt í samstarfinu. Meðal annars hefur ver- ið sótt um lán hjá Byggðastofnun. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjar- stjóri segir að ef það takist að afla um 100 milljóna króna lánsfjár sé hægt að kaupa um 100 tonn af eignarkvóta, til viðbótar þeim 300 tonnum sem samstarfið skilar. Gert er ráð fyrir að kosin verði þriggja manna stjórn til að fara með framkvæmd samstarfssamningsins, bæjarstjórn kjósi formann en útgerð- armenn og fiskverkendur eigi tvo fulltrúa. Brot til baka Sandgerði hefur misst meginhluta af kvóta bæjarins á undanförnum ár- um. Sigurður Valur segir að um 90% kvótans séu farin, eða um 10 þúsund tonn. Bæjaryfirvöld beittu sér fyrir samstöðu meðal útgerðarmanna og fiskverkenda í bæjarfélaginu að sækja um byggðakvóta sjávarút- vegsráðuneytisins og fékk í sínu nafni 100 tonn. Að undanförnu hefur verið unnið að setningu reglna um úthlutun kvót- ans og liggja þær tillögur nú fyrir, eins og fram kemur hér að framan, og hefur meirihlutinn, fulltrúar K-lista óháðra borgara og Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks, samþykkt þær. Fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarráði lýsti andstöðu við tillög- urnar og kvaðst ekki hafa trú á að hugmyndafræði meirihlutans gengi upp. Hann lagði til að helmingi kvót- ans yrði strax úthlutað til smábáta og hinum helmingnum til fiskverkenda, gegn því að allir aðilar leigðu á móti jafn mikinn kvóta til bæjarins. Fulltrúar meirihlutans töldu þessa tillögu ekki samrýmast umsókn bæj- arins og skilyrðum ráðuneytisins fyr- ir úthlutun byggðakvótans. Sigurður Valur segir ljóst að þótt takist að margfalda úthlutaðan byggðakvóta sé þetta aðeins brot af þeim kvóta sem bæjarfélagið hafi misst og aðgerðirnar aðeins fyrsta skrefið til að efla útgerð á nýjan leik. Einhvers staðar þurfi að byrja. Hann segir að ef samstaða náist og þetta samstarf heppnist auki það lík- urnar á því að bæjarfélagið fái áfram byggðakvóta við endurúthlutun hans á næsta ári. Úthlutað 28. febrúar Bæjarráð hefur boðað þá útgerð- armenn og fiskverkendur sem talið er að falli undir skilyrði samstarfs- samningsins til fundar um næstu helgi. Þar verða drög að samningn- um kynnt og mönnum síðan gefinn kostur að skrá sig í samstarfið. Gert er ráð fyrir að byggðakvótanum verði úthlutað 28. þessa mánaðar og 50 tonna viðbótinni mánuði síðar. Morgunblaðið/RAX Útgerðum og fiskverkendum boðið upp á samstarf um nýtingu byggðakvótans Kvótinn gæti þre- eða fjórfaldast Sandgerði DÓRA Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Geðræktar, og Sig- ursteinn Másson, formaður Geð- ræktar, opnuðu forvarnavikuna í Grindavík ef þannig má að orði komast. Erindi þeirra, Sjálfsmynd – geðheilsa – vellíðan, átti greinilega erindi við krakkana í 8.–10. bekk grunnskólans. „Ég hef verið að fara með fræðslu um sjálfsmynd, geðheilsu og vellíðan í framhalds- og grunn- skóla víða um land. Við Sigursteinn Másson erum tiltölulega nýbyrjuð með þetta saman. Geðrækt er að bjóða upp á alls konar fyrirlestra hvort sem það er í skólum, stofn- unum eða fyrirtækjum og fer efnið allt eftir óskum viðkomandi,“ sagði Dóra Guðrún. Á sama tíma var Felix Bergsson leikari að ræða við krakkana í 1.–4. bekk um það að það sé í lagi að vera öðru vísi. Felix hitti reyndar alla árganga og féll erindið vel í kramið hjá krökkunum. Um kvöldið voru þau Dóra Guðrún og Sigursteinn með erindi í skólanum fyrir full- orðna. Forvarnavikan byrjar því vel en margt er gert sér til ánægju þessa vikuna og allt með því hugarfari að fyrirbyggja. Öllum bæjarbúum er boðið í sund laugardaginn 22. febr- úar og sunnudaginn 23. febrúar. Fjöldinn allur af fyrirlestrum er alla vikuna fyrir nemendur skólans og fullorðna. Hugað að sjálfs- myndinni Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Dóra Guðrún Guðmundsdóttir flytur erindi um geðheilsu. Grindavík LÖGREGLAN í Keflavík er með til rannsóknar tvær sprengingar með rörasprengjum við heimili kennara í Reykjanesbæ síðastliðnar þrjár vik- ur. Hún hefur rætt við tvo pilta vegna málsins. Lögreglan í Keflavík gefur ekki aðrar upplýsingar um málið en að það sé til skoðunar. Á fréttasíðu Vík- urfrétta í gær kom fram að annar piltanna, en þeir eru sextán ára, haldi úti vefsíðu þar sem sagt er frá fjórum skotmörkum. Þar séu einnig leiðbeiningar um gerð rörasprengna. Rannsaka sprengingar við heimili kennara Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.