Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 25 SÝNING íslenska myndlistarmanns- ins Ólafar Björnsdóttur Wollenmaid- en!, eða Lopameyjan, í The Show- room-galleríinu í London fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum í um- fjöllun Lundúnartímaritsins What’s On sem segir reglur hversdagsins ekki gilda á sýningunni. Þess í stað sé rýmið opnað upp fyrir frelsi leiksins. „Hver athöfn eða fram- kvæmd er eins og uppástunga, þar sem lagðar eru til ólíkar leiðir við að lifa í þessum heimi eða að skilja hann. Og þar sem maður situr í tröppunum og horfir yfir smækkað landslag lopa- hæða og abstrakt prjónaflíkur þá er skemmtilegt að velta því fyrir sér hvort allt eigi einhvern tímann eftir að verða svona,“ segir í dómi What’s On. Time Out gerir sýningu Ólafar einnig skil og segir blaðið Lopameyj- una virka hlægilega og valdmikla í senn. Hún sé að hluta til sérkennileg þjóðsaga og að hluta til eyðandi afl og sýningarsalurinn sé hlaðinn menning- artilvitnunum sem vísi allt frá nor- rænum goðsögnum til Ikea-muna. Tilvísanir Ólafar kunni að fara fram hjá þeim sem ekki þekki til þeirra, en staðsett einhvers staðar miðja vegu milli grínistans Benny Hill og verka hinnar sænsku Ann-Sofi-Sidén þá sé Lopameyjan meinfyndin truflun frá „bráðabirgða töfrum þessarar vel út- hugsuðu innsetningu“. Lopameyja Ólafar Björnsdóttur. Lopameyjan lofuð í London Í TILEFNI nýafstaðinnar sýningar vatnslitamálarafélagsins í Hafn- arborg, er ekki úr vegi að rifja upp eitt og annað úr sögu þessa mik- ilvæga hliðarmiðils olíumálverksins. Einkum vegna þess að hann hefur gengið í gegnum endurnýjaða líf- daga í verkum heimsþekktra samtíðarmálara sem áður töldu hann tilheyra liðinni tíð, síður búa yfir jafn ótvíræðum tjámöguleikum og ol- íumálverkið og aðrir nýmiðlar. Ekki ýkja langt síðan það varð lenska hjá framsæknum mynd- listarmönnum að hafna sígildum miðlum og átti að vera liður í endurnýjun listarinnar. Til að mynda voru ótal tilraunir gerðar í hlið- armiðlum varðandi olíumálverkið og í teikn- ingu notuðu menn ódýra merkipenna og óekta litkrítir. Í grafík alls konar afbrigði af ein- þrykkjum og þrykktækni til hliðar við sígildu tæknina, þetta stundum á ótraustan grunn og sýrupappír og tíðkast enn. Margur hellti sér út í þetta í þeirri mein- ingu að um leið teld- ist hann framsækinn og virkur í núlistum, ár- angurinn meira en sýnilegur á undangengnum áratugum. Einkum meðal hugmynda- fræðilegra listamanna, sem í upphafi treystu meira á fræðin og listheimspekina að baki vinnu sinnar en verkkunnátu og sýnilegan ár- angur. Málheimspekingurinn og ritgerðasmið- urinn Roland Barthes ýtti svo óforvarendis undir þetta með táknmáli sínu, semiotik, þar sem sjónum var einkum beint að neyslu- hugmyndafræði eftirstríðsáranna, innihalds- leysi og skorti á háspekilegu innihaldi, verð- mætin kristölluðust í innantómum hlutum hvunndagsins. Í Frans heiðra þeir meistarann um þessar mundir með sýningu í Pompidou menningarmiðstöðinni í París, eins og áður segir í Sjónspegli. Kenningar hans og fræði voru hvalreki á fjörur allra þeirra sem stunda viðhengis- og sófavinnubrögð, en Barthes sjálfur byggði heim sinn á miklum rann- sóknum, gerhygli og djúpum vísindum. Var enda tekinn í dýrlingatölu af áhangendum aka- demískra vinnubragða og troðfyllti fyrir- lestrasali æðri menntastofnana í París. Barth- es vísar til tungumálsins og hljóðsins í táknum, líkt og aðrir hafa vísað til tónlistarinnar í lín- um, litum, hryni forma og dýpt skynrænnar tjáningar, sem harðir áróðursmenn múgefli og flatneskju í samtímalist hafna, þreytast ekki að gera lítið úr og valta yfir. Barthes sagði sig haldinn sjáldgæfum sjúk- dómi, hann gæti séð málið (!), og hvað sem hann nú annars sá notaði hann málið sem tjá- ferli. Nýútkomin er heildarútgáfa verka hans í fimm doðröntum og tveimur minni heftum, sem er í og með tilefni sýningarinnar. Leiðistefið í upphafi voru hugmyndir strúkt- úralistanna um merkjakerfi, vísindalegar fræðikenningar og aðferðir með innri upp- byggingu sem brennidepil frekar en sögulegt samhengi. Þróaðist í málvísindalegan strúkt- úralisma, heimspekilegan strúktúralisma og loks dekonstruktion sem tekur afstöðu gegn strúktúralismanum í arkitektúr, líka nefnt síð- módernismi, póstmódernismi, sem er í raun afturhvarf til form- og sjónrænnar fjölbreytni barrokksins. – Táknrænt, að það eru hinir stóru athafna- þjarkar í myndlistinni sem hafa lyft eldri miðl- um aftur til vegs, gerðist þó stundum fyrir til- viljanir. Svo var um Per Kirkeby, sem lét heillast af steinþrykkinu sem hann hafði áður litið niður til eins og annarrar grafískrar tækni er byggðist á mörkuðu handverki, þó vel að merkja skapandi og lífrænu. Kirkeby hefur nú gert hátt á þriðja hundrað steinþrykkja í svart-hvítu og lit, sum í yfirstærðum og sér ekki lát á afköstum hans. Svipað gerðist með David Hockney, sem líkt og fleiri varð upp- numinn á sýningu á lífsverki hins skammlífa Thomas Girtin á Tate Brittain Millbank, í júlí– september, sem ég hermdi frá í pistli sl. haust. Áhrifin svo sterk að hann sökkti sér niður í tæknina og má sjá árangurinn á nýopnaðri sýningu í London sem hefur fengið frábæra dóma. En Hockney fer sínar eigin leiðir í með- höndlun miðilsins þar sem hann nýtir minna gagnsæja eiginleika hans. Er ég las á dög- unum viðtal við heimslistamanninn, þar sem hann hermir frá því hvílík opinberun mynd- heimur og rannsóknir Girtins hefðu verið hon- um, létti mér stórum, því sjálfur skildi ég ekki hvernig mér gat hafa yfirsést þessi mikli meistari. Hafði þó meiri afsökun en Hockney þar sem Girtin er landi hans, en báðir vitað af honum án þess að hafa möguleika á að með- taka list hans og snilli vegna ónógrar yfirsýn- ar. Sýningunni gleymi ég seint því að heim- sókn á hana var eins og að koma að upptökum fljóts sem maður hefur haft fyrir augunum en ekki gert sér fullkomna grein fyrir eðli þess né hvaðan það rynni. Rifja þetta allt upp í tilefni sýning-arinnar í Hafnarborg vegna þess aðhlutverk vatnslitanna hefur veriðmikið og ótvírætt frá því Thomas Girtin þróaði nýja tækni innan miðilsins um aldamótin 1800. Fólst í því að yfirfæra litinn beint á ógrunnaðan gulhvítan pappír með sterka sogeiginleika. Hann hefur vafalítið upp- götvað þessa eiginleika vatnslitanna þá hann vann við að lita stungumyndir lærimeistara síns á námsárunum. Opnberar einnig hve langt er síðan menn gripu til þess að lita graf- íkmyndir (og teikningar), sem á sinn hátt er fullgild aðferð við hlið mynda sem eru þrykkt- ar í mörgum litum. Hvað hið síðastnefnda snertir er oft gripið til þess að gera þrykklitinn gagnsæjan með því að þynna hann með lit- leysu, transparent, gera hann gagnsæjan. Þá er hægt að þrykkja lagskipt og kveikja um leið líf í öðrum sem fyrir eru, en síður mögulegt í akvarellunni, og skyldum áhrifum má ná með því að mála yfir grafíkmyndir með vantslitum. Við fixeringu myndanna verða þeir aðeins sýnilegir í ljósu reitunum, negatívunni, þá er hlutverk vatnslitanna mikið í hvers konar frumdráttum að viðameiri verkum, ekki síst fyrir hina léttu og gagnsæju eiginleika. Vatnslitatæknin hefur gengið í gegnumumtalsverða þróun frá því á dögumGirtins og sporgöngumanna hanssvo sem Turners, Constable og fleiri enskra snillinga á sviðinu, grunneðli hennar þó hið sama. Ætti að vera til vitnis um að miðill- inn úreldist ekki, afhjúpar jafnframt grunn- færni þess að álíta að það eitt að hafna sígild- um tjámiðli geri viðkomandi nútímalegan, þarf stórum meira til. Og á undanförnum árum hafa sígildu miðlarnir sótt á eins og menn hafa greinilega orðið varir við á mikils háttar sýn- ingum og listakaupstefnum. Má hér grípa til orðtækisins gamalt vín á nýjum belgjum, vínið blífur en umbúðirnar endurnýjast. Thomas Girtin fæddist í Lundúnum 1775 og lést þar 1802, vettvangur hans var aðallega á sviði vatnslita og málmætitækninnar, einnig olíumálverksins. Þrátt fyrir að hann yrði ein- ungis 27 ára, telst hann brautryðjandi róm- antíska landslagsins í enskri myndlist og eftir hann liggur drjúgt lífsverk. Ekki einungis á listasviði, heldur einnig mjög merkilegum rannsóknum á eðli lita, sem hrein nautn var að skoða í glerkössum á sýningunni á Tate Brittain. Minnti um sumt sterklega á rann- sóknir módernistanna meira en hundrað árum seinna og getur hér hafa verið undir áhrifum frá rannsóknum Goethes á skynrænum eig- inleikum lita, með ólíkindum stórhuga ungan mann um að ræða og miklar náttúrugáfur. Heimkominn frá París 1802, þar sem hann hafði málað 20 vatnslitamyndir af borginni, réðst hann í að framkvæma hugmynd sem hafði lengi blundað með honum, að gera 180 m² stórt olíumálverk af Lundúnaborg. Málverkið sem hann nefndi Eidometropolis er glatað og einungis nokkur frumriss varðveitt. Hreif mig mest á sýningunni hvehreint og klárt hann gekk til verksí öllu sem hann lagði hönd að,hvergi neinar tilraunir til grunn- færðra áhrifameðala, effekta, og þótt mynd- irnar séu yfirmáta sannverðugar heimildir um viðföng þau sem hann hafði í beinu sjónmáli hverju sinni, er hér ekki um neina andlausa kortagerð að ræða. Bera öllu frekar listamanni vitni sem hverju sinni lifði sig inn í umhverfið og andrúm þess, skilaði því svo frá sér á papp- írinn á eins hreinan og tæran hátt og honum var mögulegt, átti ekki til falskan tón. Og þótt iðulega væri um flóknar myndgerðir að ræða bera þær á vissan hátt með sér svip naumleika í útfærslu, á stundum svo sláandi að leiðir jafn- vel hugann að naumhyggju nútímans, minimalisma. Ég sem hafði eytt drjúgum tíma við skoðun mærðrar yfirlitssýninar á verkum Lucian Freud í aðalsýningarsölum safnsins, hugðist einungis koma við á þessari ókenndu sýningu á gömlum, enskum vatnslitamyndum í kjallarasölunum. En dvaldist þar langa stund og tel mikla vangá af mér að hafa ekki end- urtekið þá skoðun seinna, þótt ekki væri nema fyrir lærdóminn. Sallaklárt hve mikil og afger- andi áhrif vinnubrögð Girtins hafa haft á spor- göngumenn sína og enska vatnslitahefð fram á daginn í dag, má einnig marka af þeim orðum Turners: ef Tom Girtin hefði lifað lengur hefði lítið þýtt fyrir mig að veita honum sam- keppni... Einni öld eftir að Girtin gerði hina af- drifaríku uppgötvun sína, sem fæddi af sér gagnsæju akvarelluna, fékk Ásgrímur Jónsson inngöngu í Konunglegu akademíuna í Kaup- mannahöfn. Tíu árum seinna gerir hann hina einstæðu myndaröð sína í Hornafirði, sem telja má til þjóðargersema, tæknibrögðin svo þróuð, fersk og upplifuð að auðséð má vera að ekki var um neinn byrjanda að ræða. Við hlið olíumálverksins fylgdi vatnslit- urinn/akvarellan þessum ármanni sígilda mód- ernismans inn í íslenska myndlist. Akvarellan – ný tíðindi SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragia@itn.is John Opie: Thomas Girtin 1800, olía á lérefti 76,4 x 63,4. Whitworth Art Gallery, Háskól- anum í Manchester. Í DAG Listaháskóli Íslands, Skipholti Katrín Petursdóttir hönnuður og umsjónarkennari þrívíðrar hönn- unar við Listaháskólann flytur fyrir lestur um hollenska hönnunarfyrir- bærið Droog kl. 12.30. 4 klassískar halda tónleika í Hafn- arborg kl. 20. Þær eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Signý Sæmunds- dóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Björk Jónsdóttir. Goethe-Zentrum á Laugavegi 18 Þýska kvikmyndin Die innere Sich- erheit/„The state I am in“ frá 2000, verður sýnd kl. 20.30. Leikstjóri er Christian Petzold. Enskur texti.  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.