Morgunblaðið - 19.02.2003, Síða 26
UMRÆÐAN
26 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Borgartúni 22,
105 Reykjavík,
sími 5-900-800.
Fasteign.is er með í sölu 4 íbúðir í góðu
steinhúsi við þessa vinsælu götu.
Íbúðirnar þarfnast standsetningar að hluta.
1. hæð er 4ra herb. 92 fm. Verð 12,3 millj.
2. hæð er 4ra herb. 92 fm. Verð 12,1 millj.
3. hæð er 4ra herb. 92 fm. Verð 12,5 millj.
Risíbúðin er 45 fm ósamþykkt og þarfnast
algjörrar standsetningar. Verð 7,5 millj.
Þak hússins hefur verið endurnýjað.
Nánari upplýsingar veitir Jason á fasteign.is - lyklar á skrifstofu.
TJARNARGATA
- 4 ÍBÚÐIR EÐA HEIL HÚSEIGN
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali
FORSTJÓRI Hafró telur að um-
ræða um vandamál þorsksins sé af
hinu góða. Höfundur (höf.) vildi trúa
því þrátt fyrir aðvaranir um að það
hefði enga þýðingu. Einar Oddur
Kristjánsson (EO) skrifaði greinar í
Mbl. og gagnrýndi Hafró vegna
stefnu og veiðiráðgjafar, en um eru að
ræða mörg álitaefni. Þau mikilvæg-
ustu eru að árlegur náttúrulegur
dauði geti verið miklu meiri en 18%
og að tölfræðilega sönnun vanti um að
stór hrygningarstofn sé líklegur til að
gefa góða nýliðun, vísbendingar séu
um að sambandið sé öfugt. Sú stefna
að friða smáfisk og beina sókn í eldri
fisk beri í sér feigðina; verið sé að
skemma stofninn eða „kryppla“ hann.
Björn Æ. Steinarsson (BÆ) og
Ólafur K. Pálsson (ÓK) skrifuðu síðan
tvær greinar í Mbl.: „Um fiskifræði
alþingismanns“. Þeir sögðu að fyrir-
liggjandi gögn sýni ótvírætt að líkur
séu á að léleg nýliðun fylgi litlum
hrygningarstofni á síðustu 20 árum.
Höf. hefur hlustað í tvígang á BÆ
fjalla um samband á milli stærðar
hrygningarstofns og nýliðunar og
þótt lítið til koma; á fyrri hluta síðustu
aldar virðist sem samband sé öfugt.
BÆ og ÓK vitnuðu 19.12. í rannsókn-
ir á 20 þorskstofnum í Norður-Atl-
antshafi, sem þeir sögðu að skoðaðar
hafi verið. Höf. leyfir sér að skora á
forstjóra Hafró að láta ábyrga menn
gera grein fyrir þessu undirstöðuat-
riði opinberlega og nota íslenskar töl-
ur og ekki valin ár og upplýsa einnig
við hvaða 20 þorskstofna samanburð-
ur hafi verið gerður. Höf. gerði at-
hugasemdir vegna skrifa félaganna
og sagði að veifað hafi verið röngu
tréi, en þeir svöruðu með skætingi án
þess að bæta við upplýsingum.
Orsakir eða afleiðingar?
Svo sjálfdekraðir eru þeir BÆ og
ÓK að þeir átta sig ekki á því þegar
þeir skauta yfir óútkljáð álitaefni,
sem koma fram í þeirra skrifum
þeirra. Þeir reyna að skýra hvers
vegna svo miklar breytingar hafi orð-
ið í aldurssamsetningu sem lýsa má
þannig, að lítið er um fisk eldri en 5
ára. Þeir segja: „Of mikil sókn hefur
leitt til þess að hrygningarstofninn
hefur minnkað mjög.“ Fleiri skýring-
ar geta verið til á ástandinu. Ein er sú
sem EO nefnir; sterkar vísbendingar
eru til um að náttúrulegur dauði sé
miklu meiri en 18%, en það leiðir til
þess að „árgangapýramídinn“ er
lægri en annars væri. Þessu til stuðn-
ings má nefna að fram kemur í nýrri
skýrslu: „Veiðar og áframeldi á
þorski“, að dauði hrygningarfisks
geti verið allt að 30% (í vernduðu til-
raunaumhverfi með fóðrun). Vísast er
náttúrulegur dauði miklu meiri í nátt-
úrunni þegar fiskur er smár og léleg-
ur með litla lifur. Slíkan fisk hafa sjó-
menn séð í vaxandi mæli á öllu
norðursvæðinu; svo virðist sem Hafró
skelli skollaeyrum við. Önnur ástæða
er sú, að þorskur er nú kynþroska
miklu fyrr en áður og nú er svo komið
að 4 ára fiskur er 42% kynþroska og 5
ára 62%, en fyrir nokkrum áratugum
varð fiskur kynþroska 7-8 ára; þá
hættir hann að þyngjast um sinn
vegna hrogna og svilja; tilraunir hafa
sýnt að þorskur getur þá lést allt að
40%. Þetta eru svo stórar breytingar,
að þær gera útskýringar BÆ og ÓK
að hjómi einu; minnkuð afraksturs-
geta af þessum sökum er af stærðinni
100 þ. tonn. Þriðja ástæðan er sú, að
netveiðar „veiða ofan af“ og á löngum
tíma getur stofnsamsetning orðið sú
sem BÆ og ÓK kvarta yfir; veiðar
eru stundaðar með röngum veiðar-
færum. Um þetta er nú í vaxandi
mæli fjallað erlendis af vísindamönn-
um. BÆ og ÓK hafa skautað framhjá
þessu og fer höf. því þess á leit við for-
stjóra, að hann bregðist við þessum
breytingum sem bráðast; í húfi eru
tugir milljarða á ári.
Hver misskilur hvað?
BÆ og ÓK rembast við að ásaka
EO um misskilning á gotbaugarann-
sóknum Jóns Jónssonar. Þær túlkaði
EO svo, að aðeins 23% (1965-69) af
stofninum hrygni oftar en einu sinni.
BÆ og ÓK segja að Jón Jónsson hafi
verið að benda á að hver þorskur
næði aðeins að hrygna 1,23 sinnum
vegna mikillar sóknar. Auðvitað er
þetta hið sama. Að fiskurinn hafi
hrygnt allt að 8-9 sinnum eru skelfi-
legar ýkjur og tilraun til að koma af
stað misskilningi. Að vitna í 1922
þorskárganginn, einstakan stofn við
einstakar aðstæður, er afflutningur.
Ef gotbaugarannsóknir hefðu verið
stundaðar reglulega mætti nú lesa al-
veg nýja sögu vegna þess hve mikil
lækkun hefur orðið á kynþroskaldri.
Höf. vitnaði í grein Myers, Hutch-
ings & Barrowman (1996) um hrun 20
þorskstofna í Norður-Atlantshafi til
upplýsingar um samband stofn-
stærða og nýliðunar, en þeir ályktuðu
að afkoma nýliða (survival) væri ekki
ástæða fyrir hruni heldur ofveiði, en
einn þeirra (Hutchings) hefur opin-
berlega tjáð sig um erfðabreytingar
sem skýringu á hruni við Kanada.
Þeir BÆ og ÓK voru aftur með skæt-
ing og héldu því fram að höf. hafi ekki
lesið innviði greinarinnar, en hann
benti þeim félögum á að skoða tvær
myndir í henni um þorsk við Ísland;
þær sýna ekkert samband á milli ný-
liðunar og stærðar hrygningastofns.
Ef menn eru á kostnað ríkisins að
rembast við að snúa út úr í hollri um-
ræðu um ástand þorsks, eru það al-
varleg skilaboð til stjórnvalda; þeir
BÆ og ÓK geta undirbúið sig í eigin
frítíma við að þýða „juvenile survival
rate ratio“ til að svara fyrir við sjáv-
arútvegsnefnd þingsins.
Vanrækt
upplýsingaskylda
Eftir Jónas
Bjarnason
„Árlegur nátt-
úrulegur dauði
geti verið
miklu meiri
en 18%.“
Höfundur er efnaverkfræðingur.
UM áramótin ’98–’99 sótti ég um
stöðu sem kennari við Menntaskól-
ann að Laugarvatni. Allt gekk vel á
vorönn og fram í október á haust-
önn en síðan tók við nær tuttugu
mánaða veikindakafli hjá mér. Ég
þjáist af sjúkdómi sem kallaður er
geðhvarfasýki (manío-depression)
en í rauninni er það aukaatriði í
málinu – eða ætti að minnsta kosti
að vera það.
Skólinn eyddi miklu fé í forfalla-
kennslu og nemendur máttu þola
aukaálag vegna þessa. Snemma á
árinu 2001 rofaði verulega til hjá
mér og í maí fékk ég læknisvottorð
um að ég væri vinnufær. Ég hef
ekki fundið fyrir einkennum veik-
innar síðan sú meðferð hófst.
Stjórnendur ML höfðu þó ekki
trú á að breyting væri orðin á veik-
indunum. Þeir óskuðu því eftir að
gera við mig starfslokasamning. Ég
vildi helst vera áfram í kennslu við
ML. Skólinn er þægilega stór, mér
þykir vænt um staðinn og þarna
hafði ég aðgang að góðri íbúð. Ég
vissi að það var mikil áhætta fólgin
í því að gera slíkan samning – og
var því ekki tilbúinn að undirrita
neitt nema sæmilegt tilboð kæmi. Í
júlíbyrjun kom loks viðunandi til-
boð eftir að ég hafði hafnað tveim-
ur öðrum mun lakari tilboðum.
Samningur um starfslok
Fulltrúar ráðuneytisins vildu
ekki gera samninginn við mig og
sögðu að hann væri á ábyrgð skóla-
stjórnenda við ML. Þegar gengið
hafði verið frá texta samnings var
hann kynntur munnlega fyrir Að-
alsteini Eiríkssyni, verkefnisstjóra
hjá menntamálaráðuneytinu, og
gerði hann engar athugasemdir við
hann. Þetta kemur skýrt fram í
bréfi sem skólastjórnendur ML
lögðu fram fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur. Undirritun fór síðan
fram 9. júlí 2001 og fyrir hönd ML
skrifaði Kristinn Kristmundsson
nafn sitt. Með undirskrift samnings-
ins hafði ég samþykkt að hverfa úr
starfinu og rýma íbúðina mína á
Vestra-Barði og á móti kom ein-
greiðsla – jafngildi 24 mánaða launa
– 5.040.000 kr. Greiðslu átti að inna
af hendi eigi síðar en 1. ágúst. Þeg-
ar um vika var liðin af ágústmánuði
hafði engin greiðsla borist inn á
reikning minn. Fulltrúar ráðuneyt-
isins vildu nú draga í efa að þeir
þyrftu að borga samkvæmt samn-
ingnum.
Samningurinn var sendur upp í
ráðuneyti strax 10. júlí og var
mönnum þar í lófa lagið – ef þeir
vildu sýna mér ofurlitla tillitssemi –
að segja mér að þeir teldu sig
óbundna af honum. Það hefði verið
hreinskiptin afstaða og ég hefði þá
fengið færi á að hætta við.
Lögfræðingur minn, Ragnar Hall-
dór Hall, skrifaði grein í Morgun-
blaðið hinn 16. febrúar sl. Vék hann
þar að lögfræðilegum þáttum máls-
ins og dómunum sem hafa gengið í
því. Ætla ég ekki að rekja það hér.
Það var eitt af síðustu embættis-
verkum Kristins sem skólameistara
að undirrita samninginn og þykir
mér það heldur nöturlegt að undir-
skrift hans sé nú að engu höfð.
Samningar ríkisins sér á parti
Ef svona samningur hefði verið
gerður milli mín og fulltrúa ann-
arrar stofnunar en ríkisins hefði
honum aldrei verið rift gagnvart
mér. Banki, símafyrirtæki eða vá-
tryggingafélag hefði aldrei látið það
spyrjast að ekki mætti treysta
fulltrúum þeirra. Það er aðeins ríkið
sem leyfir sér þá svívirðu að
ómerkja undirskrift fulltrúa síns.
Og það er ekki eins og að einhver
skrifstofublók hafi undirritað samn-
inginn. Kristinn var á sínum tíma
skipaður í embætti skólameistara
við ML af menntamálaráðherra
landsins. Það er því full ástæða til
að siðareglur í ráðuneytunum séu
endurskoðaðar í tilfellum sem
þessu.
Tímahjólið snýst
Ég tók mikla áhættu með samn-
ingnum. Ég er núna á svörtum lista
hjá mörgum stjórnenda framhalds-
skólanna og þeir eru tilbúnir að
beita lúalegustu brögðum til að
komast hjá því að ráða mig.
Í dag hugsa ég oft til Laugar-
vatns. En það er ekki hægt að snúa
hjólinu til baka. Ég hef misst fast
starf mitt við skólann og í fallegu
íbúðinni minni býr nú annar kenn-
ari.
Undirskrift skóla-
meistara ML ómerkt
Eftir Hallgrím
Hróðmarsson
Höfundur er kennari.
„Ég er núna
á svörtum
lista hjá
mörgum
stjórnenda
framhaldsskólanna.“
TIL allrar hamingju geta fram-
kvæmdir við Reyðarfjarðargöng
hafist í apríl nk. Það verðskulda
Austfirðingar svo sannarlega.
Tímabært er nú orðið að 20 ára
gamlar hugmyndir um jarðganga-
gerð í Fjarðabyggð verði settar í
forgangsröð á næstu árum. Á ár-
unum 1983–84 og síðan 1989–93 lét
Vegagerðin vinna nokkuð að frum-
athugunum á aðstæðum til jarð-
gangagerðar á Austurlandi sam-
hliða jarðfræðirannsóknum. Þessi
gögn voru síðan notuð við vinnu
nefndar sem skipuð var árið 1988,
en hún átti að vinna að framgangi
jarðgangagerðar á Austurlandi og
gera tillögur um leiðir til fjármögn-
unar. Nefndin skilaði tillögum sín-
um árið 1993 og samkvæmt þeim
skyldi í 1. áfanga byggja göng sem
leystu vetrareinangrun Seyðis-
fjarðar og Norðfjarðar, í 2. áfanga
göng milli Vopnafjarðar og Héraðs
og einnig Reyðarfjarðar og Fá-
skrúðsfjarðar og loks í 3. áfanga
jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar,
Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur.
Síðan þessar tillögur voru lagðar
fram hefur töluverð umræða verið á
Austurlandi um þessa áfangaröðun
án þess að niðurstaða hafi legið fyr-
ir. Hér hafa þrjú mismunandi sam-
göngumynstur verið til skoðunar. Í
mynstri A er vegakerfið eins og það
er í dag, nema fjallvegirnir um
Fjarðarheiði og Oddsskarð sem
yrðu í jarðgöngum. Heildarlengd
ganganna yrði um 16 km, 11–12
kílómetrar undir Fjarðarheiði og
4–5 km undir Oddsskarð, kostnaður
með vegum og forskálum yrði um
6–7 milljarðar króna. Í mynstri B
er reiknað með 5,3 km löngum veg-
göngum milli Seyðisfjarðar og
Mjóafjarðar og að lagður verði veg-
ur út með suðurströnd Mjóafjarðar
að 3,9 km löngum veggöngum inn í
Norðfjörð auk sömu ganga undir
Oddsskarð og í mynstri A. Í
mynstri C er reiknað með sömu
göngum milli Norðfjarðar og Seyð-
isfjarðar og í mynstri B, þ.e. 3,9 og
5,3 km ganga úr botni Mjóafjarðar
inn í Slenjudal á Héraði sem yrðu
um 6,7 km löng miðað við munna í
300 m.y.s. á Héraði en 8–9 km löng
með munna í 100–200 m.y.s. í Mjóa-
firði. Heildarlengd ganganna yrði
16–18 km og vegir að þeim 27 km
og forskálar alls um 500–600 m.
Áætlaður heildarkostnaður gæti
orðið um 7–8 milljarðar króna.
Nefndin sem skilaði áliti 1993 mælti
með þessu síðasttalda mynstri.
Öðruvísi verða heilsárssamgöngur
suðurfjarða Austurlands, Fjarða-
byggðar og Seyðisfjarðar við Egils-
staði, Austur-Hérað og Vopnafjörð
aldrei tryggðar. Vegna stóriðju-
framkvæmda á Reyðarfirði og
stækkunar Fjarðabyggðar í eitt at-
vinnu- og þjónustusvæði eru jarð-
göng á Mið-Austurlandi raunhæf og
löngu tímabær þótt samgönguráð-
herra hafi nú orðið undrandi vegna
fundarins í Mjóafirði fyrr á síðasta
ári. Til þess að Eyjafjarðarsvæðið
verði eitt atvinnu- og þjónustu-
svæði ættu Vaðlaheiðargöng auk
Tröllaskagaganga að vera í for-
gangsröð á undan Héðinsfjarðar-
göngum sem stór hluti Norðlend-
inga hefur snúist gegn eftir að hafa
séð hver kostnaðurinn verður. 40
cm jarðsig á veginum frá Ketilási í
Fljótum alla leið að Strákagöngum
vekur spurningar um hvort aur-
skriður geti tekið veginn með sér
niður í fjörurnar.
Þingmenn Norðvesturkjördæmis
ættu að kynna sér betur hvort ekki
sé ódýrara að láta Strákagöng víkja
fyrir 3–4 km löngum tvíbreiðum
jarðgöngum undir Siglufjarðar-
skarð samhliða vel uppbyggðum
vegi yfir fjörurnar í Haganesvík áð-
ur en framkvæmdir geta hafist við
Héðinsfjarðargöng, sem orðin eru
að refskák í pólitísku valdatafli
stjórnmálamanna norður á Trölla-
skaga. Tveir þingmenn VG á Norð-
urlandi hafa spurt hvort það sé
verjandi að réttlæta svona dýrar
framkvæmdir við Héðinsfjarðar-
göng án þess að fólksflóttinn í litlu
sjávarþorpunum við utanverðan
Eyjafjörð verði stöðvaður næstu 10
árin ef kostnaðurinn fer í 7–9 millj-
arða króna. Með útúrsnúningi vísar
samgönguráðherra þessum spurn-
ingum til föðurhúsanna þegar hann
vill réttlæta 10 milljarða kr. fjár-
austur í Héðinsfjarðargöng undir
því yfirskini að vonlaust sé að fjár-
magna jarðgangagerð á Mið-Aust-
urlandi þótt sala ríkiseigna sé orðin
staðreynd. Þessar rangfærslur ráð-
herrans eru óheppilegar. Eins og
samgöngunefnd Alþingis lagði til sl.
haust hefur verið hætt við útboð
Héðinsfjarðarganga tímabundið.
Rangfærslur
samgönguráðherra
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
„Með út-
úrsnúningi
vísar sam-
gönguráð-
herra þess-
um spurningum til
föðurhúsanna …“
Höfundur er farandverkamaður.