Morgunblaðið - 19.02.2003, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 29
ÞVÍ er oft haldið fram að konur fari að
jafnaði betur með fjármagn í rekstri fyr-
irtækja, ekki síst ef fyrirtækið er í eigu
eða stjórnað af konu. Þetta var m.a. rætt
í tengslum við uppskeruhátíð verkefn-
isins „Auður í krafti kvenna“ sem haldin
var fyrir stuttu.
Kvennalistinn og hin
hagsýna húsmóðir
Þetta eru engin ný sannindi. Heill
stjórnmálaflokkur, Kvennalistinn, hélt
fram yfirburðum kvenna í fjármálum og
að þeim væri betur treystandi fyrir fjár-
málum ríkisins en öðrum flokkum, þar
sem karlar kæmu að. Eitt af slagorðum
Kvennalistans var að hefja hagfræði
hinnar hagsýnu húsmóður til vegs og
virðingar við stjórnun landsins. Kvenna-
listinn hafnaði tækifæri til að sanna mál
sitt í ríkisstjórn, en fékk það síðan á
valdatíma R-listans í Reykjavík undir
stjórn fyrrum Kvennalistakonu Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Skuldir borgarinnar aukast
En hvernig tókst til? Á síðustu vikum
hafa verið lögð fram gögn um núverandi
skuldastöðu Reykjavíkurborgar og þró-
un skulda borgarinnar sl. níu ár.
Sagan dæmir hart. Þegar R-listinn tók
við völdum voru skuldir borgarinnar
fjórir milljarðar króna að núvirði. Nú níu
árum seinna hafa skuldirnar aukist um
1100% og verða 48 milljarðar króna skv.
fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið
2003. Skuldir á hvern Reykvíking voru
40 þúsund krónur þegar R-listinn tók
við, en eru nú komnar í 415 þúsund.
Hvað varð um hagfræði hinnar hagsýnu
húsmóður sem eyðir ekki um efni fram, á
fyrir útgjöldum sínum og leggur fyrir til
hörðu áranna ef þess er nokkur kostur?
Skuldir ríkisins minnka
Á sama tíma hafa skuldir ríkisins
minnkað um 13%. Ríkissjóður hefur
þannig greitt niður skuldir sínar meðan
skuldir Reykjavíkurborgar hafa ell-
efufaldast. Hver vill kalla svona fjár-
málastjórn yfir sig í landsmálunum?
Pólitískir stjórnendur Reykjavík-
urborgar hafa gert hugmyndum hinna
hagsýnu húsmæðra skömm til.
Óráðsía
Íslenskir fræðimenn hafa komist að
þeirri niðurstöðu með rannsóknum sín-
um á íslenskri stjórnmálasögu að vinstri
stjórnir haldi verr utan um skattpeninga
landsmanna en þegar sjálfstæðismenn
eru við stjórn. Verðbólgan er meiri, rík-
isútgjöld aukast og skattheimta eykst.
Þetta hefur sannast í borgarstjóratíð
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í
Reykjavík, því auk skuldasöfnunar hafa
allir skattar borgarinnar hækkað og nýj-
um verið bætt við, t.d. holræsagjaldi,
sem var sett á eftir að R-listinn tók við
völdum.
Hagsýni
Í tíð núverandi ríkisstjórnarflokka
hafa skattar á einstaklinga og fyrirtæki
lækkað, ráðstöfunartekjur heimilanna
hafa hækkað um þriðjung. Stjórnun
efnahagsmála er með því besta sem ger-
ist að mati erlendra matsstofnana með
tilliti til verðbólgu, hagvaxtar, atvinnu-
leysis og ráðstafana til að skapa hag-
stætt umhverfi fyrir atvinnulíf í landinu.
Framundan er hagvaxtarskeið í íslensku
þjóðarbúi, verðbólga á lágum nótum og
enn frekari skattalækkanir á ein-
staklinga og fyrirtæki, ef málum verður
ekki klúðrað.
Hver vill taka áhættuna á að færa
stjórnun á þjóðarskútunni í hendur fólks
sem hefur sýnt að það ræður ekki við
verkefnið? Má ég þá frekar biðja um
áframhaldandi hagfræði hinna hagsýnu
manna og kvenna, þar sem ekki er eytt
um efni fram en skuldir greiddar niður
og lagt til hliðar til hörðu áranna.
Hvað varð um hina
hagsýnu húsmóður?
Eftir Ástu
Möller
„Hver vill taka áhættuna á
að færa stjórnun á þjóð-
arskútunni í hendur fólks
sem hefur sýnt að það
ræður ekki við verkefnið?“
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir steig í
fyrsta sinn fram á sviðið sem talsmaður
og forsætisráðherraefni Samfylking-
arinnar með því að skjóta nokkrum púð-
urskotum á flokksstjórnarfundi í Borg-
arnesi fyrr í þessum mánuði. Hún nýtti
sér ekki tækifærið til að hefja kosninga-
baráttu á grundvelli málefna eða hug-
mynda heldur byggðist innlegg hennar
einkum á hálfkveðnum vísum, órök-
studdum fullyrðingum og röngum stað-
hæfingum. Ingibjörg hefur frá því þetta
gerðist verið önnum kafin við að útskýra,
réttlæta og afsaka þessi ummæli en hins
vegar hefur hefur enn ekkert komið
fram um hverjar megináherslur hennar
á sviði landsmálanna verða.
Á sama tíma hefur Davíð Oddsson for-
sætisráðherra lagt línurnar fyrir kosn-
ingabaráttu Sjálfstæðisflokksins með því
að boða víðtækar skattalækkanir á kom-
andi kjörtímabili. Forsætisráðherra vék
bæði að neyslusköttum og beinum skött-
um einstaklinga og að huga þyrfti að
samspili þeirra og persónuafsláttar. Þá
nefndi hann að taka þyrfti á erfða-
fjárskatti og unnt væri að afnema eign-
arskatta með öllu. Kom fram í máli hans,
að á næstu vikum yrði lögð fram ná-
kvæm áætlun um skattalækkanir næstu
ára.
Viðbrögð stjórnarandstöðunnar hafa
verið á þá leið, að hér væri fyrst og
fremst um að ræða kosningabrellu og að
lítið mark væri á ráðherra takandi þar
sem hann hefði haft mörg ár í embætti til
að lækka þessa skatta. Þessi málflutn-
ingur er fremur veigalítið innlegg í mál-
efnaumræðuna, en gefur þó tilefni til
nokkurrar umfjöllunar.
Gott svigrúm til skattalækkana
Yfirlýsingar forsætisráðherra eru trú-
verðugar í ljósi þess að svigrúm til
skattalækkana hefur trúlega sjaldan ver-
ið meira ef miðað er við afkomu rík-
issjóðs. Á undanförnum árum hefur lang-
varandi hallarekstri verið snúið í afgang
og mögulegt hefur verið að greiða veru-
lega niður skuldir ríkissjóðs. Náist mark-
mið um hagvöxt á næstu árum, meðal
annars vegna frekari uppbyggingar stór-
iðju, má gera ráð fyrir að afkoma rík-
issjóðs haldi áfram að batna og svigrúm-
ið í ríkisfjármálunum aukist enn frekar.
Skattar lækkaðir 15 sinnum
Þessi stefnumótun af hálfu forsætis-
ráðherra er líka trúverðug ef horft er til
reynslunnar af stjórnarforystu Sjálf-
stæðisflokksins á undanförnum árum. Á
kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar hafa
verið mörg mikilvæg skref í þá átt að
draga úr skattbyrði í landinu. Stærstu
skrefin á síðustu misserum hafa verið að
lækka eignarskatta um helming, afnema
sérstakan eignarskatt og færa tekju-
skattshlutfall fyrirtækja niður í 18%.
Tekjuskattur einstaklinga hefur einnig
verið lækkaður að undanförnu, en hluti
af þeirri hækkun hefur reyndar ekki skil-
að sér til launafólks vegna hækkunar
sveitarfélaga á útsvari. Frá því Sjálf-
stæðisflokkurinn tók við stjórnarforystu
árið 1991 hafa skattar verið lækkaðir
a.m.k. 15 sinnum og eru þá þrepalækk-
anir aðeins taldar einu sinni. Í sumum til-
vikum hefur verið um að ræða lækkun á
skatthlutfalli en í öðrum tilvikum hafa
skattar beinlínis verið afnumdir. Má þar
nefna skatta á borð við aðstöðugjald og
sérstakan skatt á verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði. Yfirlýsing forsætisráð-
herra nú um frekari skattalækkanir er
því í góðu samræmi við þá stefnu, sem
fylgt hefur verið á undanförnum árum.
Hagsmunir fara saman
Þessar skattalækkanir undanfarinna
ára koma bæði heimilunum og atvinnulíf-
inu til góða. Einstaklingarnir verða að
sjálfsögðu mest varir við lækkun á þeim
beinu sköttum sem þeir þurfa að standa
skil á, en allur almenningur nýtur líka
góðs af því til lengri tíma að fyrirtækin
búi við hagstætt skattaumhverfi. Lágir
fyrirtækjaskattar og hagstætt umhverfi
atvinnulífsins að öðru leyti er áhrifarík-
asta leiðin sem stjórnvöld hafa á hverjum
tíma til að styrkja stoðir efnahagslífsins,
stuðla að fjölbreytilegum atvinnutæki-
færum og bættum þjóðarhag. Öflugt at-
vinnulíf, þar sem fyrirtækin hafa svig-
rúm til að vaxa og dafna, er líka
undirstaða þess að unnt sé að halda uppi
öflugu velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi og
menntakerfi. Það er þannig grundvall-
armisskilningur að afkoma atvinnuveg-
anna skipti heimilin og fjölskyldurnar
engu máli. Um þá stjórnmálamenn, sem
halda slíku fram og reyna að stilla at-
vinnulífi og almenningi upp sem and-
stæðum fylkingum, má segja að í besta
falli misskilja þeir gangverk efnahags-
lífsins en í versta falli gera þeir sig seka
um ómerkilegt lýðskrum.
Hverjum er treystandi til
að lækka skatta?
Það sem upp úr stendur er að að-
stæður í dag veita svigrúm til skatta-
lækkana og reynsla undanfarinna ára
sýnir að sjálfstæðismönnum er treyst-
andi til að lækka skatta. Reynslan af
vinstri mönnum er hins vegar sú, að þeir
eru manna ólíklegastir til að beita sér
fyrir skattalækkunum. Þvert á móti hafa
þeir jafnan verið afar fundvísir á leiðir til
að auka skattbyrði, hvort sem er með því
að finna upp nýja skatta eða hækka þá
sem fyrir eru. Saga vinstri stjórna fyrri
ára sýnir þetta ljóslega, og sama má
segja um reynsluna af valdatíma þeirra í
Reykjavík undir forystu Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur.
Kosningabarátta
á ólíkum forsendum
Eftir Birgi
Ármannsson
„Yfirlýsing forsætisráðherra
nú um frekari skattalækkanir
er því í góðu samræmi við þá
stefnu, sem fylgt hefur verið á
undanförnum árum.“
Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi
suður.
eins styrkt 20% af styrkhæfum umsókn-
um á síðasta ári. Það hefði því verið
framsýni, sem stundum gætti hjá forvera
núverandi menntamálaráðherra, ef örlit-
um hluta af þessu fjármagni hefði verið
varið til flýtiframkvæmda á sviði rann-
sókna. Það hefði skapað atvinnu fyrir ungt
fólk, og ýtt undir hagvöxt einsog fjárfest-
ing í menntun gerir ævinlega.
Staðreyndin er því miður sú að ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins, og alveg sér-
staklega samgönguráðherra, hafa lengi
teflt þráskák við meirihluta borg-
arstjórnar í Reykjavík, og reynt að koma
þar sem flestum málum í uppnám. Ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins sjá bók-
staflega rautt í hvert sinn sem fram-
kvæmdir í Reykjavík ber á góma. Tómlæti
þeirra gagnvart framkvæmdum í Reykja-
vík birtist meðal annars í Þjóðminjasafn-
inu sem hefur verið lokað í hálfan áratug
vegna slóðaskapar núverandi og fyrrver-
andi menntamálaráðherra Sjálfstæð-
isflokksins. Ráðherrar flokksins minna
helst á óþroskaða unglinga í mennta-
skólapólitík sem upplifa sig í stöðugu póli-
tísku hanaati við Reykjavíkurlistann. Fyr-
ir þetta hafa Reykvíkingar illu heilli goldið
árum saman.
Samstaða
Það á að gera vel við landsbyggðina.
Hún er ekki ofsæl af því sem hún fékk.
Það er hins vegar blaut tuska í andlit höf-
uðborgarsvæðisins að ekki skuli meira
hafa verið látið renna þangað. Lands-
byggðin og höfuborgin eru tvær hliðar á
sama pening. Hvorug getur þróast án
hinnar. Þessvegna fagnar Samfylkingin
flýtiframkvæmdum á landsbyggðinni
enda búin að klifa á því ásamt verkalýðs-
hreyfingunni að nauðsynlegt væri að grípa
til slíkra framkvæmda til að vinda inn
slakann í atvinnumálum. Þessvegna segi
ég ekki: Of mikið til landsbyggðarinnar,
heldur „Of lítið til Reykjavíkur.“
alldórs Ásgrímssonar um
eru lítil meira en boga-
aði og eiga eftir að fara í
Menningarhúsin sex sem
íðustu kosningar, og eru
í tvö, eru hvorki skilgreind
a sem af þeim segir er að
ofuð fyrir síðustu kosn-
rðan svikin af Sjálfstæð-
ús, Náttúrugripasafn
annsóknasjóður
ús eiga vafalaust til-
innist þó að um þau ríkti lít-
rnarsinna á sínum tíma.
a. Ég spyr hins vegar:
amhliða alveg eins heiðra
sar skálds Hallgrímssonar
gja grunn að Nátt-
u sem hefur nánast verið á
á hans dögum, eða ráðast í
orgaryfirvöld í Tónlistar-
k? Var eitthvað sem sagði
ægt að ráðast í þessi verk-
menningarhúsum fyrir
um? Allt eru þetta brýn
landsmanna allra.
ð sem við glímum við um
er sérstakt að því leyti, að
hlutfall af ungu mennta-
laust nú en áður. Það hefði
r hugmynd að styrkja
ð Íslands. Mjög hátt hlutfall
hans er ungt, hámenntað
komið úr námi. Um 70% af
ns fer í laun. Fjárráð sjóðs-
iri en svo, að hann gat að-
Höfundur er efstur á lista Samfylkingar-
innar í Reykjavík norður og er formaður
flokksins.
r – segi ég
byggðina.
hún fékk.
a í andlit
ki skuli
þangað.“
einungis friðun á landsvæði,
heldur er um að ræða veru-
legt atvinnutækifæri ef rétt
er að staðið, þar sem þjóð-
garðar draga að sér mikinn
fjölda ferðamanna. Stofnun
þjóðgarða er augljóslega
mikilvægt byggðarmál og þar
af leiðandi er það skylda
stjórnvalda að standa undir
þeim væntingum sem heima-
menn og aðrir landsmenn
hafa gagnvart þjóðgarðinum.
Er nóg að ýta úr vör?
Þjóðgarðurinn Snæfellsjök-
ull hefur upp á að bjóða stór-
fenglega náttúru, sögu og
menningu. Það er því brýnt
að stjórnvöld fari að greiða
þjóðgarðinum heimanmund-
inn svo að landsmenn jafnt
sem erlendir ferðamenn geti
notið hans eins og best verð-
ur á kosið. Það verður að
vera skýr stefna stjórnvalda
að fylgja eftir málum sem
þau ýta úr vör, annars er
betra heima setið en af stað
farið.
ÉG VAR að velta því fyrir
mér hvort stjórnvöld hafi
gleymt Vesturlandi við sam-
þykkt fjárlaga 2003? Hafa
þau enn einu sinni gleymt því
að það kostar að reka þjóð-
garða, menningarhús og
skóla? Er nóg að geta barnið,
sjá það fæðast – brosa móð-
urlega til þess og eiga síðan
litla peninga til að fæða það
og klæða?
Hvar er heiman-
mundurinn?
Á fjárlögum 2003 er gert
ráð fyrir 10 milljónum til
reksturs á Þjóðgarðinum
Snæfellsjökli. Inni í því er
allur rekstrarkostnaður, þar
með talið laun þjóðgarðs-
varðar og landvarða, rekstur
bifreiða og leiga mannvirkja.
Þetta er upphæð sem er
verulega skorin við nögl þeg-
ar litið er til þess að við
stofnun þjóðgarðsins, í júní
2001, var gert ráð fyrir stofn-
kostnaði upp á 100 milljónir.
Stofnkostnaður á meðal ann-
ars að kosta uppbyggingu
upplýsingamiðstöðvar, merk-
ingar og göngustígagerð,
kortlagningu og gerð kynn-
ingarefnis svo eitthvað sé
nefnt. Heimanmundur brúð-
arinnar Snæfellsjökuls hefur
hins vegar ekki enn borist þó
svo að hún skarti sínu fann-
hvíta brúðarslöri.
Stofnun þjóðgarðs er ekki
Þjóðgarður
án heiman-
mundar
Eftir Eydísi Líndal
Finnbogadóttur
Höfundur er jarðfræðingur og í
4. sæti á lista Framsóknarflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi.
„Er nóg
að geta
barn-
ið …?“